Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. MARZ 1989 7 tvímælalaust erindi sem formlegir aðilar í rannsóknaleiðöngrum af þessu tagi,“ segir Ólafur. — Hvað viltu segja um sérstöðu íslands með tilliti til jarðfræðirannsókna og mikil- vægi þeirra? „Áhugamál íslenskra jarðfræðinga og náttúrufræðinga eru oft af eðlilegum ástæð- um tengd slíkum verkefnum og það er lífs- nauðsyn fyrir þjóðina að afla sér þekkingar á forsendum veðurfarsbreytinga og náttúru landsins, sem er á mörkum hins byggilega heims þar sem heimskautaloftslag og hlýir straumar frá meginlandinu mætast og berj- ast um yfirráðin. Við fáum það besta úr hvorutveggja en einnig gusur af því versta." VlTLAUS VEÐUR Það er sennilega engih þjóð á norður- hveli sem er eins háð náttúrunni og íslend- ingar. íslendingar eiga í raun og veru allt sitt undir náttúrunni og því að rétt og skyn- samlega sé brugðist við þeim boðum sem koma frá henni. Allir íslendingar vita það t.d., að það getur allt I einu gert vitlaust veður, en slíkt er tiltölulega sjaldgæft í miðri Evrópu. Forsenda fyrir þvi að lesa náttúruna rétt er þekking. Þetta er einnig spuming um pólitískar ákvarðanir. Ef ís- lendingar settu meira fé í rannsóknir í nátt- úmfræði þá á ísland fullt erindi í jarð- fræðirannsóknir, t.d. á fomveðurfari. Þetta em hlutir sem skipta ísland miklu máli vegna þess, eins og sagt er við hátíðleg tækifæri, að við búum á mörkum hins byggi- lega heims, en við þekkjum raunvemlega mjög lítið hver þau mörk em og hvemig þau breytast Veðurfarsbreytingar á stómm mælikvarða eins og hér er um að ræða hafa mikil áhrif á lslandi og innrás þeirra í mannfélagið hefur alvarlegri afleiðingar heldur en i þeim löndum sem hafa meira jafnvægi í veðurfari" — En nú er það svo að við íslendingar erum fáir og smáir. Er þá ekki skynsam- legra að leggja áherslu á það að við eigum í landinu visindamenn sem fyrst og fremst eru hæfír til þess að fylgjast með erlendum rannsóknum og veita inn í landið nýjustu þekkingu á hveijum tima. Þá á ég sérstak- lega við þá þekkingu sem getur orðið okkur hagnýt, þótt við gerum ekki sjálfír grunn- rannsóknimar? „Þetta er auðvitað mjög mikilvægt, og við höfum að sjálfsögðu ekki bolmagn til þess að standa í þeim rannsóknum sem stór- þjóðimar em að framkvæma. En raun- veruleg forsenda þess að menn geti fylgst með og nýtt sér þessa þekkingu er að það sé fyrir hendi virk rannsóknarstarfsemi. Eins og ástandið er í dag þá er sáralitlu fé veitt í vísindarannsóknir og háskólinn meira og minna í svelti." Pétur Pétursson er dósent í trúarbragðafélags- fræði við háskólann i Lundi. Hann er fréttarit- ari Morgunblaösins í Sviþjóð. Tjaldbúðir & Melville-höfða, King George-eyju í nóvember 1987. Þama fengu þeir hvað verst veður, m.a. þriggja sólarhringa f&rviðri. Maðurinn á myndinni er samstarfsamaður Ólafs, Christian Hjortfrá Lundarháskóla. og hvort sú kenning stenst að þegar heitt er á öðm þá er kalt á hinu skautinu. Við þessar rannsóknir er úbreiðsla jökla í tíma og rúmi könnuð. Það er m.a. gert með kort- lagningu jökulminja, og aldursgreiningu þeirra jurta- og dýraleifa sem finnast. Oft verður að bora eftir kjömum til að safna efnivið. 89° Frost á Celsíus Suðurheimskautslandið er 14 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og 98% er þakið ís og jökli sem getur orðið allt að 45 km á þykkt. Þar hefur mælst minnstur hiti mínus 89o á celsíus, en hiti á meginlandinu er á milli mínus 40 til mínus 70 gráður en nokk- uð meiri við strendur. Fyrst var fremur um að ræða landkönn- unarleiðangra en vísindaleiðangra til Suður- heimskautslandsins. Einnig var lega segul- skautsins viðfangefni sem var mikilvægt ekki síst fyrir siglingar. En um aldamótin kom þjóðemisstefnan inn í myndina. Fræg er keppni Norðmannsins Amundsens og Englendingsins Scotts um að komast fyrst á sjálfan Suðurpólinn árið 1911. Fyrsti eig- inlegi vísindaleiðangurinn til Suðurskauts- landsins var sænskur og undir stjóm Otto Nordenskjölds árið 1901. Hann var jarð- fræðingur að mennt og gerði ásamt félögum Ólafur um borð i Polarstem utan við Fílaeyju (Elephant Island) í desember 1987. Myndin er tekin i lok leiðangurs- ins. sínum mjög merkar rannsóknir. Þeir söfn- uðu alls konar gögnum og sýnum sem urðu undirstaða þekkingar manna á Suðurheim- skautslandinu lengi framan af. Ýmsar af athugunum þeirra standast enn í dag. Áður höfðu menn einkum haft áhuga á veiðiskap undan ströndum landsins og talið sjálft landið lítils virði. Leiðöngmm fjölgaði fljótt eftir þetta. Suður-Ameríkuþjóðimar, einkum Arg- entína og Chile, reyna að koma ár sinni fyrir borð og tryggja réttindi sín á Suður- heimskautslandinu. Englendingar hafa einnig haft þar nokkur umsvif og þegar heitast varð í þjóðemiskolunum kom til vopnaðra átaka milli Argentínumanna og Englendinga. Suðurheimskautssamningur- inn, sem er samningur 18 þjóða sem hafa staðið fyrir rannsóknum og eiga annarra hagsmuna að gæta, kom til í byijun sjöunda áratugarins og hefur sem markmið að friða landið, banna hemaðarumsvif og tryggja friðsamleg samskipti í þágu vísinda. 1991 á að endurskoða þennan sáttmála, sem Svíar eiga ekki aðild að þar sem þeir höfðu ekki stundað þar reglubundnar rannsóknir. Heimsstyijaldimar komu í veg fyrir að Svíar héldu uppi merki Nordenskjölds á Suðurheimskautslandinu. Áhugi Svía beind: ist meira að Norðurheimskautssvæðinu. í upphafi sjötta áratugarins fór þó sænskur leiðangur á svæðið og var í tvö ár við rann- sóknir. Leiðangurinn var mjög vel heppnað- ur vísindalega séð, en sá hörmulegi at- burður að þrlr menn létust er snjóbfll þeirra lenti í sjónum í slæmu skyggni. Svíar gáf- ust þó ekki upp við svo búið. Leiðangurinn sem nú stendur fyrir dymm kemur til með að fara um þá staði þar sem Nordenskjöld gerði frumrannsóknir á sínum tíma þegar hann m.a. kortlagði Suðurskautsskagann svo nefnda. PÓLITÍK OG VÍSINDI — Segja má að þjóðemislegar aðstæður hafí verið hvetjandi þegar um var að ræða leiðangra á heimskautasvæðin um aldamót- in. Hvað um þennan ieiðangur sem Svíar em að hefja og varið hefur verið 30 milljón- um sænskra króna á þriggja ára tímabili? „Þessi leiðangur hefiir þijú markmið. Það er í fyrsta lagi hinn hreini vísindalegi ávinn- ingur, en í öðm lagi er leiðangurinn pólitísk árétting af hálfu Svía. Þeir telja það ekki einkamál stórveldanna hver örlög þessa svæðis verða. í þriðja lagi er hér um að ræða umhverfisvemdarstefnu og Svíar vilja hafa áhrif á það hvemig hugsanlegar auð- lindir verði nýttar og að gætt verði vemdun- arsjónarmiða í aðgerðum á svæðinu og kom- ið í veg fyrir rányrkju. Stefna þeirra er að Suðurskautssáttmálinn verði styrktur, en hann viðurkennir engar landakröfur og kveður á um fijálsar rannsóknir og friðsam- leg samskipti. Til þess að ná þessum mark- miðum verða Svíar í þriðja lagi að sýna að þeir séu með virka starfsemi á svæðinu og þessi leiðangur á næsta ári er upphafið af varanlegri rannsóknarstarfsemi Svía því hann er kostaður af Svíum." KONUR VERÐA MEÐ Þótt Svíar standi fyrir þessum leiðangri er nokkmm fræðimönnum frá öðmm þjóð- um boðin þátttaka, m.a. verða með vísinda- menn frá Finnlandi, V-Þýskalandi og Uruguay. Það er eins konar hefð að heim- skautaleiðangrar — þó svo að einhver ein þjóð standi að baki þeim fjárhagslega — samanstanda af mönnum frá fleiri en einni þjóð. í þessum leiðangri, eða réttara sagt á skipinu sem verður bækitöð sænska leiðang- ursins verður einnig annar íslendingur bú- settur í Lundi, Guðmundur Guðmundsson að nafni. Hann fæst við rannsóknir á ferðum farfugla. Þriðja íslendingnum, Stefáni Ein- arssyni, sem er efnafræðingur við Chalm- ers-háskólann í Gautaborg, var einnig boðin þátttaka í þessum leiðangri, en hann gat því miður ekki fengið sig lausan. Það verða nokkrar konur með í leiðangr- inum og er það — auk þess sem konumar em mjög hæfar til þeirra rannsóknarstarfa sem um er að ræða — liður í þeirri stefnu að koma þeirri goðsögn fyrir kattamef að heimskautaleiðangrar í vísindaskyni, byggi fyrst og fremst á karlmennsku og hug- rekki. Menn þurfa fyrst og síðast að vera gætnir, vel undirbúnir og taka aldrei óþarfa áhættu. „Þá em þessi störf ekki í raun merkilegri eða hættulegri en hver önnur,“ segir Ólafur og bendir á að sjálfur Norden- skjöld lést í bflslysi i Gautaborg aðeins 45 ára að aldri. — Svo við vindum okkur aftur norður á bóginn, þá förstu þar í fótspor Helga Pét- urss. Varstu nokkuð var við vegsummerki eftir hann og félaga hans? „Þar vom staðarheiti sem minntu á hann, svokölluð Pjeturssonsmoren, sem er fima- mikill jökulgarður (Helgi stytti eftimafti sitt í Pjeturss eftir að hann var á Grænlandi) og þar er einnig jökull, Fjeturssonsglacier, sem heitir eftir honum á eyjunni Diskó fyr- ir utan vesturströnd Grænlands þar sem ég var að vinna. Sennilega em það kortagerðar- menn sem komu seinna á þessa staði sem gáfu jöklunum þetta nafn, en þeir fóm eft- ir lýsingum af svæðunum, sem Helgi hafði skrifað. Helgi var mjög merkur jarðfræðing- ur með glöggt auga fyrir náttúranni. Stór hluti af athugunum hans stendst algerlega í dag. Hann gerði fyrsta jarðfræðikortið af íslandi sem er nokkum veginn nútímalegt. Hann var t.d. fyrstur manna til að sjá það að ísland hefur verið hulið jöklum oftar en einu sinni og það ver á þeim tíma sem menn héldu að ísöldin hefði verið einn sam- felldur fimbulvetur. En nú em menn búnir að komast að því að það hafa skipst á hita- og kuldaskeið." ÍSLAND GÓÐUR SKÓLI Það er svo með íslenska vísindamenn að áhugamál þeirra, þjálfun og bakgmnnur nýtist mjög vel í þessum heimskautaleið- öngmm. „Eg kem t.d. inn í þessar rannsókn- ir beint í framhaldi af rannsóknum mínum á íslandi í sambandi við doktorsritgerð mína,“ segir Ólafur. Hann bendir á að fjalla- ferðir heima á íslandi, og veðráttan þar yfírleitt, hafí verið honum góður skóli og undirbúningur undir störf hans í heimskaut- alöndunum. „Veðraskiptin em snögg og það hafa íslendingar þurft að venja sig við og aðlaga sig að gegnum árin. íslendingar eiga Polarstern í höfninni í Usunaia á Eldlandinu, 20. desem- ber 1987. Usunaia er syðsta borg Argentinu og jafh- framt syðsta borg í heimi. Ölafur lengst til vinstri ásamst samstarfsmönnum sínum, Poul Frich og Ole Humlum frá Kaupmanna- hafharháskóla. Þeir em þarna uppi á háfjöllum Diskó-eyju við Vestur-Grænland í ágúst 1987.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.