Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 5
Barnaskólahúsið við Skólaveg. Ungir menn á uppleið í KeQavík á sjöunda áratugnum. Neðst til vinstri með gleraugun er Eðvarð Taylor Jónsson, yfírmaður Zyá Pósti og síma í Færeyjum og fréttaritari ríkisútvarpsins i Færeyjum. Talið upp til vinstri og réttsælis frá honum: Ámi Júlíusson, húsasmiður í Ytri Njarðvík, Eðvald Bóasson, húsasmiður í Ytri Njarðvík, Þorvaldur Benediktsson, vélstjóri í Reykjavík, ívar Reimarsson, tollvörður í Ytrí Njarðvik, Baldur Bragason, Qugvirki í Reykjavík, Karl Taylor, slökkviliðsmaður í Kefíavik og Marinó Jónsson, birgðavörður í Reykjavík. dæmi í almennum kosningum og svo aftur kosið um haustið. Stjómmálafundir voru tíðir meira eða minna allt árið í Nýja bíói og Ungmennafélagshúsinu. í dagbók frá 3. maí 1959: „Stjómmálafundur kommún- ista í Ungó. Fór með Óla Lauga, (Ólafur Bergsteinn Ólafsson æskuvinur).“ Ræðu- menn Finnbogi Rútur Valdimarsson og Lúðvík nokkur Jósefsson. Fáir í salnum og kemur engum á óvart og púað á kom- mana.“ í Nýja bíói 9. júní: FVummælendur Ólafur Thors og Bjami Benediktsson. Og í dagbókinni: „Fullt út úr dymm, miklar og góðar undirtektir við ræður foringjanna, sól í heiði, logn og heiðskýrt og spegilsléttur sjórinn þegar horft er frá kvikmyndahúsinu og út á hafíð.“ Það var í fyrsta sinn sem ég sá þessa landskunnu stjómmálamenn. Og eins og fram kemur í dagbókinni, logn og fagurt veður þegar þeir komu til Keflavíkur síðdegis á laugardegi, gott ef fánar vom ekki við hún á þessum drottins degi og maður hélt þá að þar fæm höfðingj- ar sem ekki töluðu við almúgann. Öðm nær, báðir vom þeir hinir alþýðlegustu í framkomu og ég man að Ólafur Thors gerði að gamni sínu þegar hann gekk að útidyra- hurð kvikmyndahússins í hópi fundarmanna, kominn eitthvað á sjötugsaldurinn, beinn í baki og virðulegur og sjálfsagt flestum ógleymanlegur sem afburðaræðumaður og farsæll stjómmálaleiðtogi. Þetta vom tímar sem mér þykir svona í endurminningunni að hafi verið viðburðarík- ir og sérlega minnisstæðir. Ef til vill forvitni- legir fyrir ungling sem var smám saman að uppgötva heiminn, feiminn og svolítið hlédrægur, grúskari, stöðugt að velta fyrir sér hinstu rökum tilvemnnar, allt meira eða minna nýtt og áhugavert, hafði samt ekki hugmynd um hvað hann ætlaði að leggja fyrir sig þegar út í alvöm lífsins væri kom- ið. Var þá með einhvem áhuga á að gerast síðar blaðamaður og man að eitt sinn fór ég til Reykjavíkur með bókina, Hvað viltu verða? eftir Ólaf Gunnarsson, upp á vasann, á starfsfræðsludag sem haldinn var í Iðn- skólanum ásamt skólafélögum og í bás blaðamanna sat þá Eiður Guðnason, síðar alþingismaður, fyrir svömm. Hjá Kaupmanninum á HORNINU Ég kom svo til á hveiju kvöldi í verslun- ina Blöndu við Vatnestorg í Keflavík, sem Þórður heitinn Einarsson rak. Bæði til að versla og kannski ekki síður til að spjalla við kaupmanninn sem þá var kominn vel á sjötugsaldurinn og var skemmtilegur, fróður um menn og málefni og hélt uppi líflegum umræðum um þjóðmálin, ákafur framsókn- armaður. Þar lágu frammi dagblöðin og einstaka sinnum keypti ég Þjóðviljann, Tímann og Alþýðublaðið til að kynnast öðr- um viðhorfum en þeim sem daglega komu fram í Morgunblaðinu, sem var keypt á mínu æskuheimilrí Keflavík. Ég las mér til um það sem var að gerast úti í hinum stóra heimi og las stundum á búðarborðinu hjá Þórði og fannst þá þegar eitthvað óhreint við stefnu Framsóknarflokksins og stundum fauk svo í gamla manninn að ég hélt að hann ætlaði ekki að fyrirgefa mér gagnrýn- ina á flokk hans sem átti að geta fundið lausn á vandamálum ekki bara íslands held- ur einnig heimsins. Ég lét ekkert fram hjá mér fara sem stóð í dagblöðunum á þessum árum um enska knattspymuliðið Manchester United sem ég hélt mikið upp á og líklega vegna þess að ég fann til með þessu heimsþekkta liði sem einhvem tíma í lok sjötta áratugarins missti í flugslysi yfir Þýskalandi stóran hluta af meistaraflokksliði sínu. FlSCHER VAR Á VlÐ POPP- HETJUR Svíinn Ingmar Johansson var minn maður í hnefaleikum og þegar hann háði einvígi við Bandaríkjamanninn Floyd Patterson um heimsmeistarati'tillinn, þá lét maður ekkert fram hjá sér fara sem stóð í blöðum um þá kappa á þeim árum og einnig Sonny Liston og Cassius Clay sem háðu bardagann nokkra síðar. Hetjudýrkun ekki síður algeng þá eða nú þijátíu áram síðar. Helst að ungl- ingar ættu sínar fyrirmyndir meðal kvik- myndaleikara, poppstjama, íþróttamanna og í einstaka tilfellum stjómmálamanna. Ég hélt upp á Konráð Adenauer, kanslara Vestur-Þýskalands, de Gaulle, forseta Frakklands, og John F. Kennedy, síðar for- seta Bandaríkjanna, og fyrir Fidel Castró á Kúbu sem var einmitt árið 1959 að leiða kúbönsku byltinguna til sigurs, bar maður óttablandna virðingu. Einhvemveginn féll hann ekki inn í þá mynd sem ég gerði mér af hinum glæsta stjómmálaleiðtoga, sem var hægt að hugsa sér að hafa á mynd í ramma uppi á vegg fyrir ofan rúmið sitt. Síðskeggjaður, hávaxinn í skæraliðabúningi með Havanavindil í munni og skambyssuna í beltisstað, _nei hann var svo sem enginn fyrirmynd. Ég las allt sem ég komst yfir um John F. Kennedy, glæsimennið í stílhreinu jakkafötunum sem þá um 1960 var algjör andstæða þessara ellihramu stjómmálamanna sem víða vora við völd í Evrópu, Asíu og Ameríku, um eða innan við fertugt. Helstu heimildir í þá daga voru Morgunblaðið og Vikan sem Hilmar Krist- jánsson, nú ræðismaður íslands í Suður- Afríku, gaf út á þeim áram. Þá var Bobby Fischer stórmeistari í skák í miklu uppá- haldi hjá mér og æskuvini mínum, Pálmari Breiðfjörð. Fyrir Fischer báram við álíka mikla virðingu og sagt er að unglingar geri í dag fyrir helstu popphetjum. Eg kom mér upp úrklippusafni með blaðaviðtölum sem birtust við Fischer, aðallega þýdd viðtöl úr Alþýðublaðinu og þessi sérkennilegi piltur féll að mörgu leyti vel inn í þá mynd sem við gerðum okkur af séníinu, hinu geðuga séníi sem lifir fyrir manntaflið, óháður tísku- sveiflum allra tíma. Félagslíf var nokkuð í Keflavík í lok sjötta áratugarins. Þar var í þá daga engin Frímúrararegla, aftur á móti Rótarý og einhveijir aðrir karlaklúbbar og ég man ekki betur en að Kvenfélagið hafi dafnað á staðnum ásamt skógræktarfé- lagi og guðspekifélagsstúkunni Heiðarblóm- inu sem Huxley Ólafsson hafði forystu fyrir og hefur líklega verið með þarfari félögum í Keflavík fyrir um þijátíu áram. Félagam- ir veltu fyrir sér lífinu og tilveranni; gott áhugamál fyrir Huxley sem þá var um- fangsmikill atvinnurekandi á Suðumesjum, aðallega í sjávarútvegi, og hafði fjölda manna í vinnu árum saman. Málfundafélag- ið Faxi starfaði af krafti og gerir enn og hefur nú í áratugi gefið út blaðið Faxa um málefni tengd Keflavík og Suðumesjum. Um tíma, eða á áranum 1957—69, fékk það verðugan keppinaut um hylli lesenda, þegar blaðið Keflavíkurtíðindi kom út. Eins og nafnið bendir til, þá flutti það svo til ein- göngu tíðindi af mönnum og málefnum í Keflavík. Ritstjórar Ingvar Guðmundsson kennari og Höskuldur Goði Karlsson. Blaðið lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi og beindi spjótum sínum gegn ýmsu því sem miður fór í bæjarlífínu og um tíma var Hilm- ar Jónsson, bókavörður og rithöfundur, einn helsti penninn og ritaði þá t.d. um margs konar spillingu sem þróaðist í skjóli herse- tunnar. Helgi s. Predikaði Stundum Skátafélagið Heiðarbúar hefur starfað lengi í Keflavík, í um það bil hálfa öld; stofn- andi þess og lengst af skátaforingi var Helgi S. Jónsson, sá fjölhæfi gáfumaður sem er látinn fyrir nokkram áram. Ég var með- limur í skátafélagsskapnum um tíma, ein tvö eða þijú ár, og á þaðan góðar endur- minningar. Þar starfaði ég í hópi drengja sem naut leiðsagnar tvíburabróðurins Sverr- is Jóhannssonar. Var kosinn forsöngvari í hópnum þó laglaus væri, líklega meira af stríðni en í alvöru, og sem betur fer kom aldrei til þess að ég þyrfti að gefa tóninn. Heiðarbúar fóra á sumardaginn fyrsta fylktu liði um götur bæjarins áleiðis til kirkju þar sem Helgi S. predikaði stundum. í endurminningunni er starfið í skátafélags- skapnum einnig tengt frímerkjasöfnun sem nokkrir félagar stunduðu af ákafa, t.d. Sveinbjöm Jónsson, upþeldissonur Ragnars Guðleifssonar, sonur Jóns Tómassonar símstöðvarstjóra. Hjá yfirgnæfandi meirihluta unglinga í Keflavík á síðari hluta sjötta áratugarins, og þá helst piltum, vora íþróttir aðaláhuga- málið, knattspyma, sund og fijálsar íþrótt- ir. Ég tilheyrði mjög fámennum hópi sér- vitra unglinga sem vora með alls konar pælingar um lífíð og tilverana. Kom ein- staka sinnum í bókabúð hjá Kristni Reyr við Hafnargötuna, gegnt Nýja bíói þar sem ég viss menninguna helst dafna. Þar var gott að koma. Kristinn hafði þannig smekk fyrir bókum að því sem hann mælti með mátti treysta. Þá var ævisaga Kristmanns Guðmundssonar að koma út og maður las bækumar líkt og spennandi reyfara. Höf- undur var nokkuð lífsreyndur í kvennamál- um eða taldi sig vera það. í bókabúðinni fannst mér ég komast yfir fágætar gersem- ar þegar ég eignaðist eintak af nýrri skáld- sögu norska rithöfundarins Agnar Mykle, Frú Lúna í snöranni, sem kom þá út í íslenskri þýðingu. Bókin þótti nokkuð djörf, með bókinni fór að vísu mesti leyndardómur- inn um samskipti kynjanna, síðar þegar fermingarbróðir og skólabróðir, Ólafur H. Ólafsson, sagði mér þau tíðindi að hann hefði komist yfír bók sem innihéldi djarfar og berorðar lýsingar á samskiptum karls og konu, eitthvað sem við piltamir voram auðvitað famir að hugleiða á táningaaldri og forvitnin töluverð. Bersöglismál heitir sú bók og er eftir Frank Harris og kom út nokkram áram áður og var gerð upptæk samdægurs, þá þegar fyrstu eintök bárast í bókabúðir, talin ganga einum of langt í berorðum lýsingum á samskiptum kynjanna, ástarleikjum helstu söguhetja. Óli bjó þá í foreldrahúsum, í stóra steinhúsi upp af Tjamargötunni sem í þá daga var í heiðinni fyrir ofan byggðina, nú að mér skilst inn í miðjum bæjarkjamanum, þannig hefur byggðin þanist út í Keflavík á síðari áram. Við skólafélagamir komum stundum í heim- sókn í von um að fá bókina til aflestrar. Varð biðröð nokkur og Óli segir aðspurður nú þijátíu árum síðar að loks þegar kom að mér þá hafí ég lesið bókina á einum degi og hvorki þegið hádegisverð eða kaffi og meðlæti og sennilega ekki veitt því at- hygli þó rauði herinn hefði gengið á land og háð grimmilega orastu við vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. Bókin gekk á milli okk- ar skólafélaganna og ég held að okkur hafi þótt við vera með þannig rit á okkar vegum að ef upp kæmist þá varðaði það brot gegn hinum almennu hegningarlögum og sem slíkt auðvitað refsivert athæfí. Feiminn Ungur Maður Gagnfræðaskóli tók fyrst til starfa í Keflavík í októbermánuði árið 1952 og þá settur skólastjóri Rögnvaldur Sæmundsson sem gegndi þeirri stöðu um árabil við góðan orðstír. Á haustmánuðum 1956 er ég sestur þar á skólabekk, þrettán ára, svo hlédrægur og feiminn að ég þorði varla að segja til nafns, hrekklaus og að ég held bara ljúfur piltur sem var eins og margir skólafélag- anna eins og óráðin gáta. Þorpið í öram vexti, uppbygging á flestum sviðum at- vinnulífs, til lands og sjávar, og þá þegar farið að byggja allt í kringum Hringbraut- ina, á túninu fyrir ofan bamaskólann og í næsta nágrenni gamla kirkjugárðsins. Að- komufólk streymdi til Keflavíkur og Njarðvikur í atvinnuleit á Keflavíkurflug- velli og á vetrarvertíð í Keflavík. Lífsafkoma fólksins var óviða betri á íslandi í þá daga. Þá vora dugandi athafnamenn í Keflavik, fyrir utan Huxley Ólafsson sem áður er minnst á, Bjöm Magnússon, iðnrekandi, vélsmiður sem var með umfangsmikinn at- vinnurekstur við Suðurgötuna, þar til hann flutti með starfsemina úr skúmum í stór- hýsi gegnt Fiskiðjunni, efst við Hafnargöt- una, þar sem áður var gamli vegurinn upp á Keflavíkurflugvöll. Það var einhvem tímann á fyrstu áram sjöunda áratugarins. Og í hugann koma Magnús Bjömsson, veit- ingamaður sem rak Víkina á homi Faxa- brautar og Hafnargötu, Margeir Jónsson, Hreggviður Bergmann, útgerðarmenn, og Eyjólfur Bjamason, kaupmaður á Klapp- arstígnum, hógvær og kurteis maður, lág- vaxinn, og um tíma meðhjálpari við Keflavíkurkirkju. Hann var faðir Gunnars Eyjólfssonar leikara. Þá var annar maður lítið eitt hærri í lofti en Eyjólfur Bjamason og virðulegur eins og Eyjólfur. Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri, minnisstæð- ur og óhætt að fullyrða, að í þá daga var sparisjóðurinn í öruggum höndum þegar Guðmundur fór með stjóm mála, líklega í eina þijá áratugi. Hann var einn af forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Keflavík og á Suðumesjum og lengi náinn samstarfs- maður Ólafs Thors þegar hann var þingmað- ur Gullbringu- og Kjósarsýslu. Niðurlag í næsta blaði. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 4. MARZ 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.