Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 15
Eftir að hafa skemmt sér við að horfa á Tim Bat leika listir sínar; dansa um með kúluhatt í Chaplin stíl, detta um regnhlíf, gleypa eld og fleira, sem vakti hlátur viðstaddra, tókum við fjöl- leikamanninn tali og forvitnuð- umst um skemmtiatriðin? „Ég er víða búinn að flakka fyrir Breska ferðamálaráðið," sagði Tim. „Ég byggi mínar sýningar á sjónrænu spili og það skiptir ekki máli, hvort ég skemmti enskumælandi eða fslenskum áhorfendum." Skemmtiatriðin eru sótt langt aftur í tímann, en líka byggð á hinum dæmigerða Breta, sem ferðamenn sjá á götum Lundúna með hatt (sumir jafnvel með kúlu- hatt) og sígilda regnhlíf, en Bret- ar eru oft svartsýniskrákur í glampandi sól! Kúluhattinn sæki ég f Chaplinmyndimar, en Chaplin gerði bæði hattinn og stafmn sfgild aðhlátursefni. Mér finnst regnhlífin sýna bresku þjóðarein- kennin betur. Þó að ég noti sömu skemmti- atriði hér og annars staðar þarf Svipmyndir frá Bretlandi andi „menningarborg Evrópu 1990“, með hátfðardagskrá hvem einasta dag, það árið. íslendingar sækja mikið tungumálanámskeið til Bretlands, en þama vom mætt- ir fulltrúar frá „King’s Group Of English Language Schools, 58 Braidley Road, Boumemouth BH2 6LD“ og „Pitman Education & Training Limited, 154 Sout- hampton Row, London WCIB 5AX“. Báðir bjóða upp á skemmti- leg frí í tengslum við tungumála- nám og fólki er bent á að skrifa eftir upplýsingabæklingum. Breska upplýsingamiðstöðin fyrir ferðamenn er að: 12 Regent Street, Piccadilly Circus, London SWIY 4PQ - tveggja mfnútna ganga frá Piccadilly Circus. Breska ferðamálaráðið, bresku jámbrautimar, American Express og breska gistiþjónustan bjóða þar á einum stað fullkomnustu upp- lýsingaþjónustu í London um ferðavaí og gististaði allstaðar í Bretlandi. Sfmaþjónusta kl. 9-18.30 frá mánudegi til föstu- dags, kl. 10-16 á laugardögum, lokað á sunndögum. Sími:(01) 730 3400. Aðallega var siglt á milli eyj- anna á kvöldin og nætuma, en komið upp að þeim að morgni - léttibáturinn fór síðan með okkur í land á afskekktar strendur, þar sem sjórinn er svo tær, að greina mátti botnfiska, gróður og steina. A kvöldin var iðulega grillað á ströndinni. Eyjaskeggjar vom fengnir til að skemmta okkur og einu sinni var haldinn grímudans- leikur - grímubúningamir voru að sveipa sig lökum að hætti Róm- veija - klæðnaður alltaf fijálsleg- ur í ferðinni! Og maður var greini- lega á sjóræningjaslóðum - gömul virki hvarvetna á klettasnösum og fallbyssur í leyni. Sjóveiki? Nei! Það er lítil hætta á að verða sjóveikur. Vindurinn í seglunum heldur líka skipinu stöð- ugu og hindrar hliðarveltu. Og ef fólk er hófsamt í sólböðum, drykkju og mat verður enginn veikur. Öryggis er gætt í hvívetna farið í björgunaræfingu áður en lagt er af stað - allar sóldýnur á þilfari em með flotholti. Matur er einfaldur, en frábærlega góður og nóg um drykkjarföng! Poly- nesía er 248 feta löng skúta, með 45 manna áhöfn og rými fyrir 126 farþega. Sex daga sigling kostar 625-800 Bandaríkjadali -13 daga 1.300-1.500 dali - 19 daga 1.225 dali (framangreind verð em frá fyrra ári, um smáverðhækkun gæti verið að ræða). Tveir togarar sigla á sömu siglingaleiðum og sjá skútunum fyrir vistum. Far- gjald með þeim er miklu ódýrara. Einnig er hægt að sækja um inn- göngu í Windjammer-félagið og gerast sjálfboðaliði f að vinna við að endumýja gamlar skútur og sigla þeim yfír hafið. Nánari upplýsingar hjá: Windj- ammer Barefoot Cmises, P.O.Box 120, Miami Beach, Florida 33119-9983. Oddný Sv.BjÖrgvins ,Marinaparken“ eða sjávar-skemmtigarðurinn i Svarta prinsinum staða. 200 manna áhöfn þjónar 450 farþegum. Á efsta þilfari er útisundlaug. Margar setustofur og veitingahús, 10 manna hljóm- sveit, alþjóðlegar revíusýningar, spilavíti, spilaherbergi, gufubað og sólbekkir em í skipinu — í stuttu máli allt sem slík fljótandi hótel bjóða upp á. Og matseðlar hljóða upp á sjö rétta kvöldverð, meðal annars - ekkert megmnar- fæði! 45 tfma eða tveggja daga sigling (fæði innifalið) kostar um 11.000 krónur íslenskar. Nánari upplýsingar hjá: Fred Olsen Lines, Postboks 1159 Sentmm, 0107 Oslo 1 Breska Ferðamálaráðið með ferðakynnmgu Breskagaman- semi ber hæst! Bretar eru frægír fyrir að kunna að gera grín að sjálfum sér! Og þegar breska ferðamálaráðið var með ferðakynn- ingu í Kringlunni nýlega treystu þeir götutrúði best til að kynna breska þjóðarsál! Lífið í Kringlunni er um margt farið að minna á götur í erlendum stórborgum, enda er hún orðin vinsæll viðkomustaður bæði fyrir erienda og innlenda ferðamenn. Um helgar er þar fjör { ferðakynning- um og skemmtunum - og Tim Bat, sem er einn vinsælasti götutrúður Breta, gaf „Kringlustrætinu" alþjóðlegan blæ! ég alltaf að finna andrúmsloftið á nýjum stað og f nýju landi áður en ég byija. Héma er fremur þögult og rólegt, þó að margt fólk sé á ferli og það þýðir að ég þarf að leggja mig meira fram. Mér finnst ég ná miklu meira út úr götusýningum, þegar ég þarf að safna áhorfendum í kringum mig, en í sýningarsölum þar sem áhorfendur sitja og bíða - með því að ná margmenni saman á götusýningu veit ég að mér hefur tekist nokkuð vel upp. Kringlan er góður sýningarstaður og ís- lendingar virðast kunna vel að meta breska gamansemi," segir Tim Bat að lokum. Bretamir komu með mörg áhugaverð ferðatilboð, sem verða kynnt síðar á þessum vettvangi. Þeir kynntu sérstaklega skemmti- garða eða útisöfn fyrir bamafjöl- skyldur, vítt og breitt um allt Bretland. Einnig eru litlir bæir í nágrenni við London alltaf að verða áhugaverðari fyrir ferða- menn, en þangað liggja braut- arlínur frá miðborg London - tilva- lið fyrir síðdegisferðir út úr stór- borginni. Glasgow var kynnt sem verð- Tim Bat þykir sýna vel bresk þjóðareinkenni r ** 1795. Gestir í París ganga líka gjam- an um Latínuhverfíð á Signubökk- um eða háskólahverfið, sem ber nafn sitt frá þeim tíma, þegar lærðir menn töluðu þar latínu daglega. í veitingahúsahverfínu „Les Halles'! er nýlega búið að reisa stóra gler- og stálsam- steypu, sem geymir undir þaki sfnu fjölda veitingahúsa, verslana og skemmtistaða „Forum des Halles". En of langt mál er að telja upp alla áhugaverða staði f París - sjón er sögu ríkari. Franska rívíeran Strandgatan á Cote d’Azur, „Promenade des Anglais", ber með sér, að Englendingar hafa verið þar tíðir gestir. Nafn „Gustav V“ Danakonungs prýðir eitt strætið, en Gustav V. heim- sótti Nice iðulega til að spila tenn- is. Rívíeran hefur lengi verið leik- völlur hinna rfku og margir vel stæðir ellilífeyrisþegar hafa á síðari árum keypt sér lúxusíbúðir meðfram ströndinni og í róm- antískum, gömlunv húsum í ná- grenninu - þar á meðal fjölmargir Hansen-ar, Hanson-ar og Niels- en-ar. Vissulega hlýtur að vera skemmtilegt að vera ríkur þama og geta slegið um sig með pening- um á dýrum hótelum, veitinga- stöðum og verslunum. En það á líka að vera hægt að njóta sín vel þó að fjárhagurinn sé takmarkað- ur - þama er úrval ódýrra, góðra staða,, sem láta lítið yfír sér, en geta komið manni í kynni við Frakkana sjálfa og aðra, sem hafa flengst á þessari fallegu, veðurblíðu strönd. Sólin skín jafnt á ríka sem fátæka - strætisvagna- ferðir eru ódýrar - alls staðar hægt að borða og drekka svo ódýrt, að maður getur með góðri samvisku fengið sér fordrykk og vín með matnum! Mörg skemmtileg gömul sveita- þorp em í nágrenninu, með áhugaverðum söfnum, t.d. Pic- assosafiiið í Antibes. í Monte Carlo er sjávardýrasafn, gras- garðar, sem em einstakir í sinni röð, og fallegir dropasteinshellar. Gamli bæjarhlutinn í Nice, með blómatorginu og þröngum, skuggafuilum strætum, ber svip- mót síns ftalska uppmna. Nýi miðbærinn er líka spennandi, með risastórum torgum og framúr- stefnubyggingum, prýddur tijá- gróðri og blómaskreytingum. Margir sakna eflaust gömlu bygg- inganna meðfram Promenade des Anglais, en notkun glers og gróð- urs mildar nokkuð svipmót nýju steinkastalanna. Tæknilega séð eiga allir möguleika á að hljóta stóra vinninginn í spilavítinu f Monte Carlo, en hætt er við að mikið þurfi að leggja undir - munið að karlmenn fá ekki inn- göngu nema með bindi! Nánari upplýsingar og bækl- inga er að fá hjá: Det Franske Turistkontor, Frederiksberggade 28, 1. hæð, 1002 Kaupmanna- höfn. Sfmi: 01-11-49-12. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 4. MARZ 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.