Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 10
Mary Boone (tv.) og Leo Castelli reka tvö frægustu galleríin í New York og sýna ekki verk eftir aðra en þá, sem setja upp allmargar milljónir fyrir eitt lista- verk. Sjá til dæmis þá sem eru á meðfylgjandi lista ySr kunna nútíma listamenn og verðlag þjá þeim. vegna þess að þeir telja það vera mjög góða fjárfestingu. Áður fyrr var smekkur þeirra í nánum tengslum við uppeldi þeirra. Þeir voru ókunnugir þeirri þróun sem varð í listum eftir tíma impressjónismans. Hún var þeim sem ókunnur heimur. „En smám saman eru þeir famir að treysta sér í nútímalist," seg- ir Gowrie lávarður og hrósar þeim, „þeir skóla augu sín og nálgast lærdómsfúsir nútímann". Rótgrónum listunnendum hryllir við því að hugsa til þess hvar mynd Van Goghs, „Sólblóm", er geymd: Á 42. hæð stórhýsis í Shinjuku-hverfinu, þar sem viðskiptin og skemmtanimar blómstra, hangir hún í út- stillingarglugga. Eigandinn, bmna- og skipatryggingafélagið Yasuda, hefur látið setja upp við hlið hennar 24 myndir eftir bandarísku listakonuna Grandma Moses. NÚ ÞARF AÐ FYLLA SÖFNIN Japanskir sérfræðingar geta ekki sagt með vissu hversu mörg listasöfn eru nú í byggingu í Japan. Fyrir þessi söfn sem rísa í öllum héruðum Japans verður að finna og kaupa listaverk. Það er gert hjá Sotheby- og Christie- uppboðsfyrirtælq'unum og hjá japönskum listaverkasöium sem byrgja sig upp af myndum á uppboðum sem haldin em í New York og London. Japanir sem fjárfesta ( listaverkum hafa í millitíðinni lært eftir nokkra fyrirhöfn hver Picasso var og hvemig hann málaði. Það hefur veitt þeim kjark og nú slægjast þeir einnig eftir verkum eftir Jasper Johns, Jack- son Pollock, Mark Rothko, Franz Kline og aðra viðurkennda bandaríska nútímalista- menn. Þeir sjá einungis dollaramerkið í myndunum því „allir hugsa fyrst og fremst sem braskarar", segir Helge Achenbach. Japanskir flármagnseigendur byrgja sig upp af málverkum í þeirri von að þeir geti innan skamms selt þau aftur með miklum hagnaði. Braskarar sem viija Qárfesta taka jafnvel lán með 6 prósent vöxtum og þaul- kanna birgðir galleríanna hvort ekki fínnist þar málverk eftir van Dyck, Rubens eða Goya. Bandarísk kona, Souren Melkian, sem fyigst hefur með því sem er að gerast í heimi listarinnar, hefur í nokkra mánuði varað hvað eftir annað við hruni listmarkað- arins í blaðinu „Intemational Herald Tri- buneM. „Verðið á listinni grundvallast á trú Eiim atkvæðamesti safhari nútímalistar er Englendingurinn Saatchi. Til dæmis á hann 33 verk eftir Schnabel, 24 eftir Kiefer og 19 eftir Polke. Þegar litið er á listann sem hér er birtur um verðlag á meðalstórum listaverkum eftir þessa menn, sést að bara þessi hluti af safh- inu hjá Saatchi er uppá um það bil 652 mil(jónir króna. manna á henni og þess vegna eru listaverk viðkvæmari fyrir verðhruni en nokkur önnur tegund flárfestingar." Melkien hefur heyrt talað um það í New York að þegar í maí næstkomandi muni markaðurinn taka að hiynja. Enn sem komið er virðist þó ekkert benda til þess að svo fari. En hrunið á listmarkaðin- um, ef það þá kemur, verður með öðru móti en hmnið mikla á Wall Street í októ- ber síðastliðnum. Þar sem engin föst verð- skráning frá degi til dags fyrirfínnst á list- markaðinum og þar sem ekkert tölvukerfi er þar til staðar sem getur gefið upplýsing- ar um verðþróunina munu listaverkabrask- aramir verða fátækir þegjandi og hljóða- laust. Samantekt úr Der Spiegel eftir Hallgrím As- geirsson. Um stQ og stflleysi f þeim vinum sem horfnir em héðan sakna ég tveggja mest. Þórbergs Þórðar- sonar og Sverris Kristjánssonar. Stundum vakna ég á nóttunni að því er virðist bara til að sakna annarshvors þeirra. Og nú á Þórbergur aldarafmæli (að talið er) í mars á þessu ári. Útvarpið tekur hátíðarhöldin snemma því nú í morgun (sunnudaginn 5. febrúar) vom tveir góðir bókmenntaskátar (úr Menn- ingarstúkunni Mídasi) þegar famir að senda fyrstu bunumar utaní meistarann. Nóbelskáldið er löngu orðinn gegn- drepa eftir þá. I þættinum heyrðist rödd Sverris Kristjánssonar og það vakti angurværð- ina. Hami var að bollaleggja um stíl Þórbergs í erindisparti sem þeir stúku- bræðumir feldu inní tveggjamannatal sitt eftirað þeir vom orðnir mjög sam- mála um þann skilning að Þórbergur hefði stokkið inní bókmentasögu landsins án neinna tengsla við fortíð sína (rétt einsog þeir Benedikt Gröndal, Jón Indía- fari og Jón þumall hefðu aldrei verið til). En hvað um það. Undir hugleiðingum Sverris um stfl Þórbergs — sem áreiðanlega var ekki besti hlutinn af þessu tilvitnaða erindi hans — rifjaðist upp fyrir mér atvik sem gerðist á Hringbraut 45 fyrir einum 20 ámm eða meir. Nýkomin var út einhver af bókum Nóbelskáldsins. Undir þeim kringum- stæðum var altaf dálítil spenna í henni Mömmugöggu. Jafnvel svo að hún sagði þá stundum sitthvað um Haldór sem Þórbergi fannst að hún mætti vel hafa látið ósagt. Ég man aðræða hennar um Haldór að þessu sinni endaði með orðun- um: — Þetta er sko enginn stfll sem maður- inn skrifar! Og stmnsaði að svo mæltu framí eld- hús með dável hepnaðri mínu. Það varð góð þögn einsog jafnan eftir- að Margrét vék sér frá. Þórbergur sat álútur með hrekkjalómssvipinn á andlit- inu. Þangaðtil hann spratt á fætur og sagði: — Nei.. .neineinei! Gekk svo lengivel um gólf og lét bíða eftir framhaldinu. Rumdi, glotti og naut stundarinnar. Stansar loks útá miðju gólfí, réttir fram báða lófana til áherslu og segir: — Haldór hefur nebblega stfl! En ég hef engan stfl! Fer svo aftur að ganga um gólf. Dreg- ur inniskóna eftir gólfteppinu og nýtur eftirvæntingarinnar útí æsar. Stansar svo enn, gerir sömu gestíkúlasjónimar með höndunum og endurtekur: — Haldór hefur stfl! Ég hef engan stfl! Haldór er nebblega virtúós! Ég er séní! Virtúós hefur stfl! Séní þarf engan stfl! Og varla hefði Þórbergur sagt þetta nema afþvíað það er rétt. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON INGVAR AGNARSSON Askur Yggdrasils Mjötviður mær á mörk stendur, allra viða vænstur. Limar hans laufgar ljósheimum frá öðlast sína orku. Lífsmeiðursá við lífsins brunn, skepnum öllum skýlir. Himnaguðir ogheimsins böm eiga þarsín óðul. Yggdrasill heitir ilmviðursá, tignast tré íheimi. Limarhans um lífheim allan veita slgól ogskýli. Æðsterhann tré allra meiða, lífsins skjól og skjöldur. Öllum lýðum um alheims byggðir veitirhann mátt ogmagnan. Skýringar: 1) Mjötviður = tré sem setur heiminum mörk svo vlð sem limar þess og rætur greinast, þ.e. aakur Yggdrasils. nyöt = merki 2) Askur YggdraaUa = tré lifsins. Höfundur er forstjóri i Kópavogi. Samsafhað lífrænt efhi frá upphaG lífs á Jörð. Leiðrétting í grein Sigrúnar Helgadóttur um Um- hverfisfræði - nýtingu náttúruauðlinda í síðustu Lesbók, urðu þau mistök, að niður féll skýringarmynd með mynda- texta, sem varð af þeim sökum óskijjan- legur. Um leið og beðizt er velvirðingar á þessu, birdst þessi texti aftur ásamt skýringarmyndinni. Jörðin hefur ákveðna og aftnarkaða stærð, í henni er ákveðið magn þeirra rúmlega hundrað frumefna sem hún er samsett úr. Hugsum okkur að minni hringurinn sýni stærð Jarðar. Hugsum okkur líka, að hægt væri að safna saman öllu lífrænu efni sem til hefur verið á Jörðinni síðan líf kviknaði. í þeirri hrúgu væru líkamar allra manna og dýra sem uppi hafa verið, regnskógar nútímans og burknaskógar fortíðar. Ef þetta væri hægt, þá yrði sú hrúga sem þama safnaðist hlutfallslega jafn miklu stærri Jörðinni og stærri hringurinn á þessari mynd er stærri þeim minni. Þetta er þeim mun merkilegra þegar það er haft i huga, að aðeins um þriðjungur þeirra frumefna sem þekkt eru á Jörðinni taka þátt í mynd- un lífræns efnis. LSfið á Jörðinni getur að- eins nýtt sér efni úr örþunnu lagi við yfir- borð Jarðar, í jarðvegi, vatni, gufuhvolfí og hafi. Það, að samansafnaður efniviður lífvera Jarðar er orðinn að rúmmáli miklu stærri en Jörðin sjálf, verður ekki útskýrt á annan hátt en þann, að alltaf er verið að nota sama efnið aftur og aftur. Kolefnis- frumeindimar sem við erum að anda frá okkur núna voru hér á Jörð þegar hún myndaðist fyrir um 5000 milljónum ára og eru búnar að vera á stöðugu flakki um Jörð- ina sfðan, ýmist í ólífrænu formi, s.s. í loft- tegundum, eða bundnar í Kfrænu efni plantna eða dýra, t.d. þríbrotum eða burkna- tijám á fomlífsöld, risaeðlum á miðlífsöld og við fengum þær ef til vill úr fiskinum sem við borðuðum nýlega og erum svo að senda þær ( enn eina hringferðina. (Byggt á Owen O.S., 1980.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.