Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Page 6
Asnan-mörgæsir (gentoo penguin) byggja hreiður úr steinvölum. Á Suðurskautslandinu í nóvember 1987. AJIar myndirnar hefur Ólafur Ingólfsson tekið og er endurbirting á þeim óheimil nema með leyti hans. IslcnskiirI við rannsoknir á báðum heimskautasvæðunum ur við sig námskeiðum í jarðfræði, stærð- fræði og eðlisfræði og hóf síðan nám í nátt- úrfræði við Háskóla Islands. Sá kennari sem hann varð fyrir mestum áhrifum af var Sig- urður heitinn Þórarinsson prófessor. Við þau kynni fékk Ólafur varanlegan áhuga á jarð- fræði og jöklarannsóknum sérstaklega. „Hann hafði lag á því að lýsa fyrir manni ferlum náttúrunnar þannig að maður heill- aðist gjörsamlega," segir Olafur þegar hann minnist á kennara sinn. Sigurður Þórarinsson stundaði sjálfur nám í Svíþjóð og gat sér þar mjög gott orð og var honum boðin prófessorstaða, en hann afþakkaði og vildi heldur starfa í heima- landi sínu eins og kunnugt er. Hann starf- aði þó alla tíð í nánum tengslum við sænska jarðfræðinga og var í upphafi ferils síns meira og minna í Svíþjóð, en Svíar eiga nokkra af fremstu vísindamönnum þegar um er að ræða jöklarannsóknir og ýmis svið jarðfræðinnar þeim tengdum. Þar má sérstaklega nefna einn lærifeðra Sigurðar prófessor Hans Wison Ahlman í Stokkhólmi sem vann við mjög merkar rannsóknir ásamt Sigurði á Vatnajökli. Sambandið milli ís- lendinga og Svía hefur verið umtalsvert á þessu sviði. Fyrstu jarðfræðingamir Þor- valdur Thoroddsen, Helgi Fjeturss og Guð- mundur G. Bárðarson höfðu töluverð sam- skipti við sænska starfsbræður sína, þó svo að þeir sæktu menntun sína og rannsókn- arfé til Dana. Það sést m.a. á því að þeir birtu niðurstöður rannsókna sinna í sænsk- um vísindaritum. Svíar hafa á seinni tímum tekið á móti íslendingum í jarðfræðinám. Ólafur lagði einnig leið sína til Svíþjóðar og hóf framhaldsnám við háskólann í Lundi árið 1980. í ársbytjun 1987 varði hann doktorsritgerð sína sem fjallar um ísaldarlok í Borgarfirði. Hann kortlagði jarðlagaskipan og gerði líkan af jökla- og veðurfarsbreyt- ingum. Samhliða rannsóknum í Borgarfirði fór Ólafur einnig leiðangur til Svalbarða þar sem hann athugaði jökla sem ganga í sjó fram á svipaðan hátt og í Borgarfirði á þeim tíma sem Ólafur fjallar. Þessir jöklar eru einnig mun kaldari en þeir jöklar sem nú fyrirfinnast á íslandi og eru jafnvel botn- frostnir og jöklafar því annað. íslensk stjórn- völd studdu fjárhagslega þátttöku hans í undirbúningsleiðangri Svíanna síðastliðið haust, en í sumar fékk Ólafur fjögurra ára rannsóknarstöðu hjá sænska raunvísinda- sjóðnum með aðstöðu við háskólann í Lundi. Landfræðilega er rannsóknarsvið hans afar víðtækt, því verkefnin, sem hann vinnur í samvinnu fleiri aðila, eru á íslandi, Græn- landi og á Suðurheimskautslandinu. Skoðar Veðurfar í Jöklum Ogjarðlögum Rannsóknarviðfangsefnið er þó náskylt á þessum svæðum, en það er í stuttu máli að kanna sveiflur í veðurfari með því að athuga breytingar á jöklafari árþúsundir og milljónir ára aftur í tímann, en jöklar eru einmitt sérstaklega viðkvæmir fyrir veður- farsbreytingum. Vísindalegur áhugi mann á heimskautasvæðunum hefur aukist mjög Til háskólans í Lundi sækja margir íslendingar til náms, en flestir þeirra snúa heim aftur strax eftir að lokaprófi er náð. Það eru þó til ein- staka undantekningar. Einn þeirra er Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur sem varði doktorsrit- Rætt við dr. ÓLAF INGÓLFSSON sem búsettur er í Lundi í Svíþjóð Eftir PÉTUR PÉTURSSON gerð sína á síðasta ári. Hann er nú þegar meðal reyndari vísindamanna þegar um er að ræða jöklarannsóknir á heimskautasvæð- unum. Árið 1986 tók hann þátt í norrænum leiðangri sem stundaði rannsóknir í Thule á Grænlandi. Sl. sumar var hann aftur við rannsóknir á Vestur-Grænlandi, á rann- sóknastöð sem rekin er af Kaupmannahafn- arháskóla á eyjunni Diskó, þar sem íslenski jarðfræðingurinn Helgi Pjeturss var við rannsóknir um aldamótin. Sama haust tók hann þátt í sænskum leiðangri sem stund- aði rannsóknir á Suðurskautslandinu í sam- vinnu við Vestur-Þjóðveija. Af Svíanna hálfu var þetta undirbúningur undir stærri leiðangur sem Ólafur tekur þátt í og hefst í febrúar á næsta ári. Þegar er búið að velja öll tæki og útbúnað, þrautreyna hann við aðstæður sem líkjast því sem mætir vísindamönnunum á staðnum. Mér lék hug- ur á að kynna þennan landa lesendum Morg- unblaðsins og tók hann því vel. Fjallaferðir Með Skátum í LÍBANON Ólafur fæddist í Reykjavík árið 1953 og stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, reyndar í máladeild. Á náms- árum sínum heima tók hann mikinn þátt í útilífi og flallgöngum með skátum og var einnig með í Ferðafélagi íslands. Hann hef- ur þannig ferðast um flest fjöll og fimindi á íslandi og þaðan fengið áhuga á jarð- fræði og náttúrufræði. Eftir stúdentsþróf leiddi ferðaáhuginn hann út fyrir landstein- ana og hann fór um Evrópu þvera og endi- langa, til Miðausturlanda og var t.d. í Líban- on þegar borgarastyijöldin braust úr í maí 1975 og lenti þar bókstaflega í miðri skot- hríð. Eftir tveggja ára hlé frá námi bætti Ólaf- mikið á undanförnum árum. Menn vilja fá að vita um náttúrufar þessara svæða, m.a. til að athuga áhrif mengunar og útbreiðslu hennar. Rannsóknarverkefnin eru m.a. hvemig veðráttan hefur breyst í aldanna rás, t.d. seinustu 10 þúsund árin, til þess að geta skilið að hvað eru náttúrulegar sveiflur í veðurfari og hvað em breytingar sem maðurinn hefur kallað fram á einn eða annan hátt. Hvemig samband er milli veðr- áttunnar á Norður- og Suðurheimskautinu 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.