Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1989, Blaðsíða 16
Ævintýraferðir Siglt fi'á Vestmanna- eyjum til Færeyja Grein II Höfundar: Niels Chr. Nielsen og Hafsteinn Sæmundsson í Ferðablaði 4. febrúar birt- ist fyrri greinin um ævintýra- siglingu þeirra félaga, Haf- steins Sæmundssonar og Niels Chr. Nielsens, frá Vestmanna- eyjum til Færeyja í fyrravor. Nöfn greinarhöfiinda féllu nið- ur með þeirri grein og eru hlut- aðeigandi beðnir velvirðingar á því. Þeir félagar eru búnir að gefa skemmtilega lýsingu á upplifun sinni af Færeyjum, en núna verður siglingaþátturinn tekinn fyrir sérstaklega. Það er erfitt fyrir okkur nútímamenn að skilja hvemig forfeður okkar fóru að því að sigla á litlum seglskútum milli megin- landsins og íslands. Árlega koma til landsins erlendar seglskútur af ýmsum stærðum og á seinni árum hefur borið við að íslenskir sæfarar sigli seglskútum milli ís- lands og nágrannalandanna. Á Norður-Atlantshafinu út frá ís- landi er alltaf allra veðra von, jafnvel að sumri til. Góður undir- búningur skiptir því miklu máli, eins og fram kemur hér á eftir. Upplýsinga um veðurfar á svæðinu var aflað og fengin straumkort frá Færeyjum. Ferðaáætlun var gerð, sjókort af siglingaleið vandlega skoðuð, gerður listi yfir vistir, varahluti og annað, sem að gagni mætti koma í ferðinni. Eftir sjósetningu í maí voru segl og reiði vandlega skoðuð, vél og björgunarbátur yfírfarin. Skipaskoðun ríkisins tók út alla §óra bátana og gaf út haffæmisskírteini. í ferðinni vom seglskútumar Urta, Andrá og Dögun frá Reykjavík og Paradís frá Borgamesi. í hverjum bát vora 2 áttavitar, vegmælir (log), radíómiðunartæki, talstöðvar, sextantar og í þremur bátanna vora loran-siglingatæki. Enn- fremur þurfti að útvega þjóðemis- vottorð, færeyska fánann og merkjaflögg. Mikið verk var að gera skrá yfir vistir og útbúnað — og koma öllu þannig fyrir, að það færi ekki á fleygiferð í sjó- gangi. Lagt var af stað undir lúðra- blæstri frá Reykjavík um hádegis- bil og stefna tekin á Vestmanna- eyjar. Þangað era um 120 sjómíl- ur og áætlaður siglingatími 24 tímar. A leið út Faxaflóa mættum við tveimur, færeyskum kútter- um, sem vora að koma í tilefni sjómannadagsins og færeyski fáninn var dreginn að hún, þeim til heiðurs. Fyrir Reykjanesvita fengum við góðan s-v-vind, en þá dró úr honum. Sjóveiki var vart hjá öllum áhöfnum, þó reynt hefði verið að fyrirbyggja hana. Undir seglum, um hádegi 4. júní, var komið til Eyja eftir 24 tíma sigl- ingu. Flotinn varð að halda þar kyrra fyrir vegna veðurs fram á mánudag. Menn drápu tímann með því að sækja veislur inn- fæddra, en þennan sunnudag var sjómannadagurinn. Haldið var frá Eyjum í vestan- vindi, þremur vindstigum og sól- skini, 6. júní að morgni. Tilkynn- ingaskyldan var látin vita um ferðir okkar. Einhugur var um, að bátamir væra í samfloti og þeim sem hraðar sigldu, var gert að draga úr ferð til að svo mætti verða. Um miðjan dag jók vindinn og undan Mýrdalssandi var stór- seglið tvírifað og sett upp storm- fokka. Við tókum upp reglu- bundnar vaktir, 4 tíma í senn. Vindur var 5-6 vindstig að vestan daginn eftir og seinnipart dags sigldum við úr landsýn á bullandi lensi. Þegar siglt er á lensi á seglbát- um, skiptir miklu máli að halda vindi rétt í stórseglið, til að það slái ekki yfir og valdi skemmdum. Einnig þarf að gæta þess að fá ölduna rétt á sig að aftan, því skakkaföll geta verið hættuleg. Vindur var enn að vestan, 6-7 vindstig 8. júní, og ölduhæð mik- il. Um kl. 15 tilkynnti Andrá í talstöðina, að stórseglsblökk hefði brotnað í látunum og þá var haft samráð um að bátamir tækju all- ir niður segl og sigldu á reiðanum einum. Aðfaranótt 9. júní datt vindur niður og eftir miðnætti var komið logn, en alda hélst mikil. Þá vora vélamar ræstar og siglt áfram. Um morguninn var sólskin og s- v-gola og seglin sett upp aftur. Undir hádegið risu Færeyjar úr sæ, Múlin á bak, Slættaranes á stjór og Vestmannasund fram- undan og kættist þá allur flotinn. Straumar era mjög sterkir í kring- um Færeyjar og nú vora streymis- Ekki varð aftur snúið, en seinnipart kvölds var stefnan tek- in á Djúpavog. Vind var þá tekið að herða. Skömmu eftir miðnætti urðum við að fella stórseglið, en sigldum áfram á stormfokku og vél. Afram var beiting, en okkur miðaði áfram. Um miðja nótt var komið hávaðarok, 8-10 stig, með töluverðri ágjöf og oft gekk yfír bátinn. Erfiðlega gekk að halda réttri stefnu seinni part nætur og fram á morgun. Um hádegisbil var tekin staðarákvörðun. Þá kom í ljós, að okkur hafði rekið nokkuð af leið. Við urðum að beita meira upp í vindinn, með meiri ágjöf. Teknar vora upp klukkutíma vaktir til að ofkeyra okkur ekki. Vistin neðan þilja var orðin erfið, því illmögulegt var að halda sér í koju í látunum. Báturinn varði sig samt ótrúlega vel í öllum áganginum, þó hann væri aðeins tæpar 5 rúmlestir og 26 fet. Vist- in var ekki betri á hinum bátun- um. Áhöfnin á Paradís lagði á sig mikið erfiði við að ná í færeyskt skerpukjöt fram í akkerisgeymslu, Siglt meðfram klettavegg. Urta á heimleið í fallegu veðri á meðan veðurspáin hélst óbreytt. kortin dregin fram. Siglingaleiðin inn Vestmannasund er tilkomu- mikil, sæbrött fjöll á bæði borð. Við dvöldum vikutíma í Færeyj- um, en sigling á milli þessara sæbörðu, stórbrotnu eyja er mjög áhrifamikil. Áður en lagt var af stað heim á leið, var hringt í Veðurstofu íslands. Þegar veð- urspáin hljóðaði upp á s-v 4-6 vindstig næstu 3 daga, var stefn- ap tekin á ísland kl. 13, stað- artíma, 16. júní. Siglt var sem leið liggur út Djúpin, milli Kalseyj- ar og Austureyjar, framhjá Fugla- firði, norður til Gjógv. Mjög sér- kennileg og hrikaleg innsigling er þar, sem er gjá milli kletta. Paradís hætti sér þama inn, en við hinir biðum fyrir utan, enda ristum við allir dýpra. Gjáin veit að opnu hafi og mikil alda úti fyrir. Síðan var lagt út á Atlants- hafsála. Mikil alda og óregluleg var við land, en varð reglulegri utar. Stefna var tekin á Homa- fjörð, en ákveðið að láta vindátt og styrk ráða hvort siglt yrði vest- ar til Vestmannaeyja eða austar inn á Austfirði. Teknar vora upp reglubundnar vaktir. Vindur var fyrst s-v 4-5 stig og siglt var beitivind með stormfokku og tvírifað stórsegl. Gekk vel um nóttina og fram á næsta dag. Flotinn hafði talstöðvarsamband við skip í þessum slóðum. Segl- skipið Skúta frá Seyðisfirði upp- lýsti um breytta veðurspá, sunnan rok næstu 24 tíma. Þriggja daga veðurspáin, sem við fengum við brottför frá Færeyjum, entist í sólarhring! til þess eins að henda því. Lyktin var orðin alveg óþolandi. Það var ekki bara veðrið, sem gerði þeim lífið leitt! Um miðjan dag var veðrið orð- ið snarvitlaust með miklu særoki, en okkur tókst að halda stefnu á Djúpavog. Um 40 mílur s-a af Papey tilkynnti Steinar á Dögun að báturinn væri vélarvana, sjór hafði komist í olíugejmii. Togarinn Álftafell dró þau inn á Stöðvar- fjörð, þar sem þeim var sýnd frá- bær hjálpsemi og gestrisni. Við hinir héldum áfram og náðum inn á Djúpavog um miðnætti sama kvöld, þreyttir og þjakaðir eftir erfiðan sólarhring. Þar tók á móti okkur Sigurður Gíslason, tollvörð- ur og lögreglumaður staðarins, ásamt konu sinni. Þau höfðu fylgst með talstöðvarsamskiptum okkar í milli og við Homafjarð- arradíó og vissu að heitt kaffi myndi koma sér vel. Sjaldan höfum við verið eins fegnir að hafa fast land undir fótum og þama og sjaldan verið eins þreyttir. Sofið var fram und- ir hádegi næsta dag, en þá var hafíst handa við að þrífa og þurrka bátana og gera við ýmis- legt, sem úrskeiðis hafði farið. Vegna veðurs vora bátamir skild- ir eftir á Djúpavogi, en áhafnimar flugu til Reykjavíkur um kvöldið. Bátunum var síðan siglt til Reykjavíkur nokkram vikum seinna. Það sannaðist í þessari ferð okkar eins og svo oft áður, að Atlantshafsálar eru viðsjár- verðir, jafnvel þegar sól er hæst á lofti. I siglingum á litlum bátum er aldrei of varlega farið. Morgunblaðið/ KG 300 km J Siglingaleið bátanna í umræddri ferð. Eins og sjá má ber þá aðeins austar á heimleiðinni, vegna sterks s-v-vinds. Reglur um búnað kjölbáta: Það eru tilmæli Siglingasambands fslands til eigenda kjölbáta að þeir hafi eftirfar- andi búnað í bátum sínum: 1) Akkeri og festar samkv. reglum Siglingamálastofnunar. 2) Áttaviti. 3) Björgunarvesti fyrir alla um borð. 4) Drifakkeri með línu og segulnagla, sjá fyrirmæli frá Siglingarmál. 5) Krókstjaki. 6) 3 rauð handblys og tvö fallhlífarblys. 7) Vatnshelt vasaljós. 8) Þokulúður. 9) Eitt 2. kg þurrdufts slökkvitæki, tvö ef eldunaraðstaða er um borð. 10) Siglingaljós samkvæmt alþjóða siglingareglum. 11) Handknúin fast uppsett austurdæla. 12) Sjúkrakassi í vatnsheldum umbúðum, samkv. reglu Siglingamálastj. 13) Radarspegill af viðurkenndri gerð. 14) Björgunarhringur með 25 m línu og/eða flothæfur kasthringur með jafnlangri línu. 15) VHF talstöð, skoðaða af Pósti og síma, neyðartalstöð æskileg. 16) Æskilegt er að hafa gúmmíbjörgunarbát eða annað fleytitæki, ef ekki eru tök á viðurkenndum björgunarbát. 17) Öpfggisbelti (Hamess) með 10 mm línu fyrir alla um borð. 18) Sjókort nr. 1 og sjókort af því svæði sem sigla á um og flóðatöflur. 19) Stiga tií að komast um borð úr sjó. 20) Öryggislínu. 21) Æskilegt er að stormfokka sé lituð, (appelstnugul eða annar áber- andi litur). 22) Varmapoka fyrir alla um borð. 23) Víraklippur, nægilega stórar fyrir stögin, og hníf. Ath. ef bátar taka þátt i keppni, þá verður þessi búnaður allur að vera um borð, annars verður þeim visað frá keppni. 16 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.