Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Page 3
GESTUR PÁLSSON
i-ggpáig
Sl dl E ® S! ® 11E ® a @ B'S 111
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvátj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Forsídan
SÚM
stendur fyrir samtök ungra myndlistarmanna, sem
voru í framúrstefnunni hér á íslandi á áratugnum
1965-1975. Nú eru sumir „súmmaranna" orðnir fræg-
ir menn í Hollandi og nú efna Kjarvalsstaðir til sýning-
ar á SUM-list, og verður hún opnuð í dag.
Ferðablaðið
birtir meðal annars frásögn Gunnars Guðmundssonar
af jeppaferð um fremur lítt kunnar og geysilega
fagrar öræfaslóðir á afrétti Skaftártungna.
Er þetta listaverk eða teikning af einhverskonar húsi?
Það er hvorttveggja. Hér er ein af teikningum arki-
tektsins og hugmyndasmiðsins Peters Cook, sem er
stórfrægur maður á sínu sviði og kemur bráðum til
að messa yfír íslendingum. Meðal þess sem Peter
Cook fæst við eru hugmyndir um samruna náttúru
og bygginga. Það sem hér sést, heitir á ensku „Hilltop
Academy", þ.e. hugmynd um skóla, akademíu, í lands-
lagi. Sjá nánar um Peter Cook á bls 6.
Keflavík
sjötta áratugarins er í umfjöllun Ólafs Ormssonar rit-
höfundar, sem rifjar upp eitt og annað úr heinmi
unglingsáranna í seinni grein sinni um þetta efni, þar
sem rætt er m.a. um nýnasistahreyfingu með mál-
gagni sem upp kom á staðnum, en var snarlega bönn-
uð.
Betlikerlingin
Hún hokin sat á tröppu, en hörkufrost var á,
og hnipraði sig saman, unz í kufung hún lá,
og kræklóttar hendumar titra til og frá,
um tötrana fálma, sér velgju til að ná.
Og augað var sljótt sem þess slokknað hefði Ijós
í stormbylnum tryllta, um lífsins voða-ós,
það hvarflaði glápandi, stefnulaust og stirt,
og staðnæmdist viðekkert — svo örvæntingarmyrkt.
A enni sátu rákir og hrukka, er hrukku sleit,
þær heljarrúnir sorgar, er enginn þýða veit.
Hver skýra kann frá prísund ogplágum öllum þeim
sem píslarvottar gæfunnar líða hér í heim?
Hún var kannske perla, sem týnd í tímans haf
var töpuð og glötuð, svo enginn vissi af,
eða gimsteinn, sem forðum var greyptur láns í baug
— en glerbrot var hún orðin á mannfélagsins haug.
Gestur Pálssón fæddist 1852 í Miðhúsum á Reykjanesi í Barðastrand-
arsýslu og dó 1891. Hann óst upp fyrir vestan, en varð stúdent í
Reykjavík 1875 og lagöi stund á guðfræöinám við Hafnarháskóla en
lauk því ekki. Eftir tímabil sem hann bjó í Reykjavík fluttist Gestur til
Winnipeg 1890 þar sem hann varð ritstjóri Heimskringlu síðasta árið
árið sem hann lifði. Hann er talinn atkvæðamesti boðberi raunsæis-
stefnunnar í bókmenntum og brautryöjandi í islenzkri smásagnagerð.
Mál handa reiðu
ungufólki
Eg hef verið að velta því
fyrir mér undanfarið
hvað hafi orðið af öllu
reiða unga fólkinu sem
svo mikið var til af fyrir
ekki mjög mörgum árum.
Það eru nefnilega svo
fáir nú orðið meðal
minnar kynslóðar sem eru með þrútnar
æðar á enninu vegna þess hvað þeir eru
reiðir yfír einhveiju hugsjónamáli. Reiðiefn-
in virðast einhvem veginn hafa týnzt eða
glatað gildi sínu, til dæmis Víetnamstríðið,
fírring borgarastéttarinnar, vígbúnaðar-
kapphlaupið, vera vamarliðsins og öll hin
stóru málin sem lágu svo þungt á hjarta
unga fólksins á tímum ’68-kynslóðarinnar.
Núna er unga kynslóðin í mesta lagi reið
yfír því að bjórinn verður of dýr, eða ein-
hvetjum öðmm hlægilegum smámunum.
Það hafa fleiri tekið eftir því að ungu
kynslóðinni virðist vera að renna reiðin. í
Stúdentafréttum las ég viðtal við ræstinga-
konu í Félagsstofnun stúdenta, sem segir
að það hafí létt svo mikið yfír unga fólkinu.
Þegar hún hafði hafið störf í matsölunni
snemma á áttunda áratugnum, hafí piltam-
ir verið svo uppteknir af öllum heimsins
vandamálum, að þeir hafi ekki einu sinni
veitt stelpunum athygli. Svo sá ég í skoðana-
könnun að háskólastúdentar hafa upp til
hópa traust á dómstólunum, Háskólanum
og hjónabandinu, stofnunum sem mjög
margt ungt fólk reiddist fyrir ekki löngu
og taldi að ætti að umbylta. Stúdentaráð
neitar meira að segja nú orðið að tala um
pólitík, og Útvarp Rót, þar sem síðasta reiða
fólkið hélt sig, er farið á hausinn.
í framhaldi af þessum þönkum fór ég svo
að hugsa um það, hvort það væri nú í raun-
inni allt orðið svona gott, að það væri ekk-
ert til nógu alvarlegt til að vera mjög reiður
út af, jafnvel um nokkum tíma, og hvort
það ætti fyrir manni að liggja að eyða æsku-
árunum í algjöru geðleysi án þess að fá
nokkurn tíma ástæðu til að vera reiður
ungur maður. En ég komst að þeirri niður-
stöðu, að ég ætti líklega ekki eftir að fá
að hafa það svo gott. Þegar ég reyni að
horfa fram í tímann í leit að máli, sem
líklegt er að ég geti orðið reiður yfir, furða
ég mig eiginlega á því að ég skuli ekki
vera orðinn reiðari nú þegar en raun er á.
Ég held að það, sem helzt muni gera
mig og mína kynslóð reið á komandi árum,
sé það hvemig er verið að fara með jörðina
sem við byggjum. Það er löngum hægt að
humma fram af sér stjómmálamenn, efna-
hagskreppu og alls konar þjóðfélagsleg
vandamál, en það er hægara sagt en gert
að láta sér það í léttu rúmi liggja ef líffræði-
legar aðstæður verða með þeim hætti, að
það verður hreinlega illlíft á plánetunni.
Ástæðan fyrir því a_ð við erum ekki mjög
reið yfír þessu hér á íslandi, held ég sé sú
að við horfumst ekki beint í augu við eyði-
legginguna, sem nútímamaðurinn er víða
að kalla yfír lífríkið. í Þýzkalandi horfa
menn hins vegar upp á það, að skógarnir,
sem Þjóðveijar hafa svo mikla ást á, eru
að deyja. Á Italíu er útblæstri frá bílum og
verksmiðjum að takast það sem ekki einu
sinni germönskum innrásarmönnum tókst,
að eyðileggja listaverk og glæstar bygging-
ar rómverska heimsveldisins. í Noregi og
Svíþjóð drepast silungar og lax í vötnum
og selir drepast úr eitrun í Norðursjó. í
Kanada og Bandarílqunum glíma menn við
sömu vandamál.
Við þurfum ekkert að undrast það að
þar, sem svona er ástatt, er mikið af reiðu
ungu fólki, sem hundruðum þúsunda saman
gengur til liðs við samtök á borð við Green-
peace, sem með öllum ráðum reyna að
stöðva eyðilegginguna. Við þurfum heldur
ekki að vera hissa á þvi, að í augum þessa
fólks öðlast allt líf annað gildi en hjá okk-
ur, vegna þess hvað dauðinn er víða miklu
nálægari.
í þessu ljósi þarf til dæmis að skoða and-
stöðuna við hvalveiðar íslendinga í Vestur-
Evrópu og Ameríku. Síðastliðið haust dvald-
ist ég um nokkum tíma bæði í Bandaríkjun-
um og Þýzkalandi. Hjá jafnöldrum mínum
á báðum stöðum heyrði ég sama viðhorf
gagnvart hvölunum. Þeir eru orðnir að nokk-
urs konar tákni fyrir baráttu lífsins gegn
dauðanum — þessar stóru, gáfuðu og virðu-
legu skepnur, sem líða í tign um hafdjúpin
þangað til miskunnarlausir hvalfangarar
leita þær uppi með nútímatækni og skjóta
með köldu blóði. í þessari framsetningu
kann að felast skilningsleysi á því, að hval-
veiðar eru lifíbrauð fyrir sumar þjóðir, og
að jafnvægi lífkeðjunnar raskast ekki að
ráði, ef stofnamir em veiddir skynsamlega.
En viðhorfið er samt vel skiljanlegt, ef það
er haft í huga hvernig ástand það er, sem
þetta unga fólk horfír upp á, og að það
veit að það á enn eftir að versna nema ein-
hver reyni að spyma á móti. Og þá er ekki
gert upp á milli verksmiðjueigenda, manna
sem fleygja kjamaúrgangi í sjóinn eða hval-
fangara. Þetta er ástæðan fyrir því að unga
fólkið austan hafs og vestan er reitt við
íslendinga og reynir með mótmælum að
koma í veg fyrir að keyptar séu af okkur
vömr.
Við höfum jafngilda, ef ekki gildari
ástæðu til þess að vera Evrópumönnum,
Ameríkönum og fleiri þjóðum reið. Við höf-
um ríka ástæðu til að vera þeim reið sem
orsökuðu gatið á ózonlaginu, sem hefur
fundizt yfir Grænlandi, þeim sem höggva
regnskógana í Suður-Ameríku og þeim sem
menga Norðursjóinn. Þetta getur nefnilega
haft þau áhrif að fiskimiðin okkar mengist,
að sjávarborðið á norðlægum slóðum hækki
og að það vérði heilsuspillandi að njóta sól-
skinsins. Það hafa allir ástæðu til að vera
reiðir, vegna þess að ábyrgðarleysi manna
í umgengni við umhverfi sitt í fáum löndum
getur haft áhrif á lífsskilyrði alls mannkyns.
Þess vegna er ástæða til þess að taka
höndum saman við aðrar þjóðir í því að
reyna að stöðva eyðilegginguna. Það á eng-
in þjóð rétt á því að leika einleik í þessum
málum og fara sínu fram án tillits til þess,
hvað hinum finnst, vegna þess að gæfa allra
þjóða er háð því að enginn skerist úr leik.
Það er mikilvægt að sýna að við höfum
skilning á þessu, vegna þess að annars verð-
ur harla erfitt fyrir okkur að biðja um að
okkar hagsmunum sé sýndur skilningur.
Reyndar snýst málið ekki eingöngu um að
sýna hagsmunum skilning. Tilfínningum
þarf líka að sýna skilning. Að særa tilfínn-
ingar, þótt þær séu kannski ekki sömu og
okkar, veldur reiði hjá öðrum. Þegar allir
hafa gert sér þetta ljóst, og vinna saman
að því að leysa vandann, getum við aftur
hætt að vera reið.
ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MARZ 1989 3