Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Síða 8
Barist gegn aftur- haldi og tregðu rúppan SÚM var stofnuð inni í stofu á Flóka- götu 41, kl. 11.35, 28. 6. 1965. Stofnendur voru Jón Gunnar Ámason og Sigurjón Jó- hannsson en aðrir tveir, Haukur Ðór og Hreinn Friðfinnsson voru ekki viðstaddir en eru meðlimir félagsins." Þama er Jón Gunn- ar ljóslifandi mættur; hann skrifar tilvitnuð orð í stflabók handa framtíðinni. Bætir hann og þessu við: „SÚM hélt eina sýningu í Ásmundarsal, Reykjavík, 12.-24. júní ’65. Þar voru myndir o.s.frv. o.s.frv. (ég má ekki vera að því að skrifa söguna en bið þig að botna og...“ Hér vantaði framhald í fyrstu fundagerðabók SÚM. Fram til þessa dags hefur sagan enn ekki verið botnuð, er þó næstum liðinn aldarfjórðungur frá upphafi sýningarinnar í Ásmundarsal, sem eftir daga sína hlaut nafnið SÚM I. Sýningin í Ásmundarsal var stefnumót- andi viðburður í íslenzkri myndlistarsögu. Þar var komið á framfæri hræringum þáver- andi samtíðar og umheims — kínetískri list, nýraunsæi, öðru nafni popart; var þetta eins og að bijóta rúður í glerhúsi abstraktlistar á íslandi. Strákamir höfðu pata af hlutum í Bretlandi; það vom að auki afdrifarík kynni af Dieter Roth, sem kom á mörgum mikilvægum samböndum. Það má segja, að Dieter Roth hafi sett sitt fíngrafar á íslenzka menningarsögu. Hann var á sínum tíma flölskyldumaður í Reykjavík, oft á tíðum blankur og mynd- skreytti m.a. smásögur fyrir Lesbók Morg- unblaðsins. Til voru þeir tmntuofvitar er litu á hann sem argasta niðurrifsmann — er þó sagan kannski núna búin að sýna fram á annað. Venjulegu fólki var samt ekki lá- andi árið 1965 þegar það lét fram af sér ganga tónleika á vegum Musica Nova, þar sem Nam June Paik og Charlotte Moorman fluttu allsérstæða efnisskrá ásamt róbotti; Paik leysti niðmm sig og sýndi beran boss- ann, og svo framvegis. Klukkan var farin að slá öðm vísi í listinni á þessum tíma, alls staðar annars staðar en á íslandi, þar sem abstraktmenn höfðu myndað sér óeðli- lega öflugt virki, í skjóli einangmnarinnar. Og birtist þá ekki Dieter eins og skratti úr sauðarlegg. Paik sagði undirrituðum, að það hefði einmitt verið fyrir milligöngu Dieters Roth, að þau Charlotte Moorman komu til íslands, þar sem þau fengu einhverja hina almestu blaðapressu á ferlinum. Það var 21 ár liðið frá Lindarbæjamppákomunni er fundum okkar bar saman í veitingavagni lestar á leið til Hamborgar; minntist þá Paik íslands með kóreanskri hlýju og spurði margra spuminga, um sauðfjárhald á ís- landi — og hundahald í Reykjavík, og hvort búið væri að ráða niðurlögum sullsins. í dag er Nam June Paik virtur prófessor við lista- akademíuna í Dusseldorf; hann er nefndur sem faðir videólistgreinarinnar. GALLERÍ SÚM 1969 En leyfum nú ámnum í sögu SÚM að líða hratt á prenti; það er engin ástæða til að fara oní alla sauma í blaðagrein: Það var verið á fósturstiginu allt fram til þess að gallerí SÚM tók til starfa, 15. febrúar 1969. Það var sem sagt millitíð þar sem félögum fjölgaði smátt og smátt, hvar menn og meðlimir vom alltaf að koma sam- an til funda og samþykkja... „að vinna á móti afturhaldssemi og stöðnun í myndlist á íslandi og víðar — styrkja með ráðum og dáðum alla myndlistarlega viðleitni, sem kann að koma fram meðal ungra manna og kvenna." Á fundi vildi einn meðlimur láta keramíkverkstæði heyra undir SÚM; stakk þá annar upp á hænsnabúi. Á öðmm fundi var Kristján Guðmundsson settur yfir flugritanefnd, sem stofnuð var vegna sýn- ingar Rósku í Casa Nova Menntaskólans í Reykjavík, ’67 var árið, en sú nefnd var lögð niður eftir mánuð án þess að hafa komið nokkm í verk. Skráð var það eftir Þórði Ben, „að slök starfsemi SÚM væri rammi utan um ekki neitt." Það rann ómælt vökvamagn meðan verið var að ræða fram og til baka um afstöðuna til FÍM — og einn- ig fór fram leit að hentugu húsnæði fyrir gallerírekstur. FÍK — Félag íslenzkra myndlistarmanna — var í augum SÚM argasta afturhald. Naut þetta félag viðurkenningar hins opin- bera, og hafði tögl og hagldir í safnráði Listasafns íslands. Þetta var a.m.k. sjónar- mið sem súmmarar aðhylltust og rennir undir það stoðum sú sorglega staðreynd, hversu fátæklega Listasafn íslands er búið af verkum súmtímabilsins. Þegar súmmarar Jón Gunnar Árnason ásamt verki sínu, „Leik fyrir tvo stjórnmálamenn“, 1973. sóttu um inngöngu í FÍM, var það ávallt fellt að samþykkja þá; abstraktmenn í klíku- formi óttuðust að innlimun SÚM hefí í för með sér röskun á valdahlutföllum. Loksins kom þar, að húsnæði fannst og útbúinn var sýningarsalur á Vatnsstíg 3B. Gallerí SÚM tók til starfa um miðjan febrú- ar ’69 með því að Sigurður Guðmundsson opnaði þar sína fyrstu einkasýningu. Rak síðan hver sýningin aðra, næst var SÚM II, þar sem Dieter Roth átti súkkulaðiverk og flautu sem nú er kölluð lyktarorgel — nú, og svo var þetta sýningin þar sem Sig- urður kom fram með heysátuna. Þá voru þessir líka með einkasýningu á fyrsta starfs- ári gallerísins: Tryggvi Ólafsson, Jón Gunn- ar, Kristján Guðmundsson og Magnús Tóm- asson. Vorið kórónaði Þórður Ben með happ- eningnum „Gúmmífrelsi." Tvö nöfn í viðbót þurfa nú að komast á blað; Amar Herberts- son og Magnús Pálsson tilheyra myndinni — sá síðamefndi baðst þó undan því að gerast meðlimur SÚM. Síðar, þegar Neil Armstrong var búinn að stíga fæti sínum fyrstur manna á tunglið, var opnuð sýning- in SÚM III, alþjóðleg samsýning, hverri fylgdi lítill brúnn katalógur. Það var Dieter sem flutti obbann af verkum erlendu lista- Sá kafli í íslenzkri myndlistarsögu, sem nefndur er SÚM-tímabilið, hófst 1965 og lauk 10 árum seinna. Hörðum fylgismönnum abstraktlistarinnar þótti SÚM lítt hafa fram að færa sem til framfara horfði og var litið á hópinn lengi vel sem utangarðshreyfingu, sem ekki var viðurkennd í Listasafni íslands. Nú heyrir þetta sögunni til; sumir súmmarar fyrir löngu orðnir frægir menn úti í Hollandi. En tilefni þessa yfirlits er SÚM-sýning, sem Kjarvalsstaðir standa að og verður opnuð í dag. Eftir EINAR GUÐMUNDSSON Greinarhöfundurinn, Einar Guðmundsson, á sýningu Jóns Gunnars Árnasonar í Galierí SÚM 1971.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.