Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 2
STAÐA RAUNVISINDA I S O V E T R I K J U N U M EKKERT JARÐREK HÉRNA MEGIN OG HANANÚ stand raunvísinda Sovétmanna frá því skömmu eftir byltingu allt fram undir daga Gorbatsjovs hefur stundum komið Vestur- landabúum undarlega fyrir sjónir. Stundum hefur verið erfítt að greina á milli vísinda- í fáum eða engum löndum heims hafa jarðvísindi verið stunduð og haft jafnmikla hagnýta þýðingu sem í Sovétríkjunum. En þessi fræðigrein er stunduð á skjön við það sem gerist annars staðar og sovézkir vísindamenn með Belúsoff í broddi fylkingar hafa ekki viljað viðurkenna landreks- kenninguna, en eru að gugna og verða þá að kalla fyrirbærið öðrum nöfnum. Eftír EGIL EGILSSON legra niðurstaða og hollustuyfirlýsinga við flokkinn eða félaga Stalín. A stundum og í ýmsum greinum virðist svo sem tilviljun fremur en rðkhugsun hafi ráðið því í hvaða stefnu vísindin þróuðust. Enn fremur ber hér að nefna sært stolt þessarar marghijáðu þjóðar, sem varð til þess að vísindakenning- ar Vesturlanda áttu ekki upp á pallborðið meðal hennar, heldur voru stimpluð kapítalísk vísindi. Fyrir ekki alllöngu gerði Omólfur Thorlacius grein fýrir því hér í blaðinu hvemig hin svonefnda Lysenko-villa varð til, og hvaða afleiðingar hún hafði. Sá kvitt- ur, ef nefna mætti svo, kom upp innan líf- fræðinnar, og snerist um að allt önnur lög- mál réðu erfðum lífvera en vísindi Vestur- landa vilja vera láta. Það eitt væri ærið rannsóknarverkefni hvaða áhrif þessi „villa“ hafði á atvinnu- og efnahagsþróun Sovét- ríkjanna. EÐLIS- og Jarðvísindi Færri vita að svipaðrar tilhneigingar gætti innan eðlis- og jarðvísinda, þótt afleið- ingamar yrðu ekki jafn miklar. I landi þar sem gyðingahatur hefur verið landlægt und- ir mismunandi stjómarfari var því ekki tek- ið án tregðu þegar gyðingurinn Einstein, höfundur afstæðiskenningarinnar, gerbylti hugmyndum manna um rúm og tíma. Enn færri vita að svipaðar tilhneigingar gætti ofurlítið gagnvart hinni megingrein tíma- eðlisfræðinnar, sem er skammtafræðin. Sú grein varð til á miklu léngri tíma en afstæð- iskenningin, og miklu fleiri tóku þátt í gerð hennar. Og sú grein fól í sér eitt atriði sem kom þröngsýnum rétttrúuðum marxistum illa. En af þeirri gerðinni voru rússneskir marxistar. Meðal þeirra var marxisminn yfirvísindi állra vísinda. Marxisminn var nauðhyggjukenning. Segja má að í nauð- hyggju felist að ástand heimsins (eða hluta hans) sé afleiðing af ástandinu á augabragð- inu á undan. Samkvæmt nauðhyggju marx- ismans var bylting hins kapítalíska þjóð- félags fyrirfram ákveðin nauðsjm. Sú nauð- hyggja sem gætti í marxismanum var und- ir áhrifum frá hinni klassísku aflfræði New- tons, sem hafði getað gefið skýringar í grundvallaratriðum á flestum efnisfyrirbær- um í tvær aldir. En samkvæmt eðlisfræði Newtons var ekki rými fyrir tilviljanir. Skammtafræðin Skammtafræðin varð til í meginatriðum frá því um nítján hundruð fram til nítján hundruð og þijátíu. Hún tók öðruvísi á málum en hin klassíska aflfræði. Þar missir orsakarlögmálið að nokkru leyti gildi sitt. Það er nefnilega grundvallarlega útilokað að ástand einhverra. efnislegra hluta sé af- leiðing af ástandi einhvers augabragðs á undan. Til að svo sé, þarf að henda reiður á hreyfingu hluta með meiri nákvæmni en gerlegt er. Þar með var sú smuga sem til- viljuninni var látin eftír orðin veiklun allra nauðhyggjukenninga fyrri tíma. Samkvæmt þessu má sjá þess stað (a.m.k. meðal hugmyndafræðinga Rússa) að skammtafræðinni hafi verið tekið með nokkrum fáleikum. Þeir ráðast sérstaklega á þá stefnu innan skammtafræðinnar sem er nefnd Kaupmannahafnarskólinn. En sam- kvæmt þeirri túlkun átti tilviljunin fijálsari leik en meðal annarra stefna. Reyndar eru eðlisfræðingar dagsins í dag ekki ásáttir um þessi atriði. Og víst er um það að Sovétmenn lærðu sína skammta- fræði, hvað sem leið allri túlkun á tilviljun, orsök og afleiðingu. Það var hvorki meira né minna en forsenda efnahags- og vísinda- framfara þeirri. Og þeir hafa sannarlega átt sína afburðamenn á þessari öld innan eðlisfræðinnar. Af þeim ber hæst Lev Davidovitsj Landau. En hann var í nánum tengslum við eðlisfræðinga Vesturlanda, dvaldist m.a. í Kaupmannahöfn á umbrot- atímum eðlisfræðinnar á fyrri hluta þessar- ar aldar. En þar fór fram verulegur hluti af nýsköpun skammtafræðinnar. Um Landau er sagt, að hann hafí síðast- ur manna verið vel heima innan allra megin- sviða eðlisfræðinnar. Og það sem eftir hann liggur er ótrúlegt, bæði að magni og vegna þess hve margvíslegs eðlis verk hans eru. Hins vegar liggur það orð almennt á rússn- eskum eðlisfræðingum meðal Vesturlanda- búa, að þeim hætti til að missa jarðsamband- ið, og verk þeirra geti orðið gagnslitlar form- úlubyggingar án skírskotunar til hins efnis- lega raunveruleika. Þetta verður að teljast í nokkru samræmi við þá mynd sem er gefin af sovéskum jarðvísindum hér á eftir. JARÐVÍSINDI Landrekskenningin í fáum eða engum löndum heims hafa jarðvísindi verið meir stunduð og haft jafn- mikla hagnýta þýðingu sem í Sovétríkjun- um. Vitaskuld stafar það af því að bæði er að finna mikið magn olíu og annarra jarð- efna í löndum þeirra. En hvemig skyldi þessi fræðigrein hafa verið stunduð? Óneit- anlega með dálítið sérkennilegum hætti. Einblínt hefur verið á jarðfræði meginlanda, sem er skiljanlegt út frá landafræði lands- ins. Og þar með er ekki óeðlilegt að hin stóru sannindi nútíma jarðvísinda, sem eru landrekskenningin, hafi runnið upp seinna fyrir sovéskum jarðvísindamönnum en öðr- um. En hins vegar leið á svo löngu uns þeir létu undan sjónarmiðum Vesturlanda með tregðu, að engu tali tekur. Að síðustu létu þeir undan, eða eru að láta undan, fyr- ir knýjandi nauðsyn — og þá varð að kalla hugtökin öðrum nöfnum en Vesturlanda- búar höfðu löngu gefið þeim. Sovésk Jarðfræði Eftir Byltingu Þjóðfélagsbylting er ætíð yfirtaksmikil fyrst eftir að hún hefur hafist. Það á við hvers eðlis sem hún er. Hún setur mark sitt á öll svið þjóðlífsins. Rússnesk jarðfræði fór ekki varhluta af þessu. Hinir fjölmörgu jarð- fræðingar sem urðu til skömmu eftir bylt- ingu voru ekki vísindamenn í venjulegum skilningi þess orðs, heldur hermenn mikillar herfarar alþýðunni til heilla og félaga Lenín og félaga Stalín til dýrðar. Jarðfræðihamar- inn var ekki vísindatæki, heldur vopn í þess- ari herför, og hefði þessvegna getað verið tekinn úr sigðinni í merki hreyfingarinnar. Ætlunarverkið tókst. En það var að finna jarðefni í þágu þjóðfélags öreiganna. Þetta var sönn meginlandajarðfræði, og árangur ekki háður því hvort menn aðhylltust rek meginlanda. Sú kenning er orðin til í kring- um úthöfín. Gamlar Kenningar Kenningamar voru byggðar á hugmynd- um nítjándu aldarinnar um hreyfíngar jarð- skorpunnar. Ein útgáfa kenninganna fólst í að samdráttur jarðar ylli því að jörðin skryppi saman og jarðskorpan leggðist því í fellingar. A Vesturlöndum kemur tilgátan um rek meginlanda upp á þriðja áratugi aldarinnar, og var þá kennd við upphafs- mann hennar, Þjóðveijann Alfreð Wegener. Kenningin fellur að nokkm leyti í gleymsku um skeið, einkum vegna þess að þeir kraft- ar sem þurfti til að flytja meginlönd til á jarðarkúlunni vom ekki taldir fyrirfinnast. Nýrri Kenningar Vestra Og Eystra Á sjöunda áratug aldarinnar ryður kenn- ingin um rek meginlanda sér til rúms á Vesturlöndum. En um það leyti fara að koma fram ýmiss konar athuganir og mæli- niðurstöður sem styðja hana. Nú er svo komið að yfirgnæfandi meirihluti jarðvís- indamanna á Vesturlöndum öllum hallast að þessari kenningu. Austan jámtjalds þróuðu menn áfram kenningar um samdrátt jarðarinnar og hreyfingar jarðskorpunnar sem á því leiddu. Þróaðar em kenningar um að jörðin þenjist út og dragist saman með jöfnu millibili, og að allar fmmorsakir hreyfínga séu þannig hinar lóðréttu, en láréttar hreyfingar séu einungis afleiðingar hinna. Á stríðsámnum skýtur upp í Moskvu nýrri stjömu innan jarðfræðinnar, sem hefur skinið austur þar allt fram undir nítján hundmð og áttatíu. Hann hét Vladimir Vladimirovitsj Belúsoff. Hann setti þessar sveiflur jarðar í samband við varmamyndun geislavirkra efna í iðmm jarðar, og reyndist alla sína tíð hinn harð- asti andstæðingur meginlandareksins, sem var kapítalísk uppfinning. Hann lýsti þá kenningu „hugarburð án samhengis við vísindalega hugsun.“ Belúsoff naut almennt mikillar virðingar innan sinnar vísindagreinar, allt fram til þess er Vesturlandabúar taka að aðhyllast rekkenninguna. Barátta hans við þennan keppinaut kenninga hans hefst fyrir alvöru um miðjan sjöunda áratuginn. Vegna hinnar háu stöðu sinnar (meðlimur sovésku vísinda- akademíunnar og stjómandi stórrar jarðvís- indastofnunar) hafði hann mikil samskipti við jarðvísindamenn Vesturlanda. En allt kom fyrir ekki. Meðal annars tók hann þátt í rússnesk-bandarískum leiðangri á fyrstu ámm áttunda áratugarins. Erindi Banda- ríkjamanna var að sjá Mið-Atlantshafs- hrygginn ofan jarðar. Belúsoff komst að þeirri niðurstöðu að allar hliðranir landa beggja vegna Atlantshafsins væm útilokað- ar, en komst hins vegar að því að stór lönd ættu til að dýfa sér í hafið og fá yfir sig hraunbreiðu af þeirri gerð sem botn úthaf- anna er gerður úr. Áhrif Belúsoffs vom mikil. Og í hinum háa valdapýramída rússneskra jarðvísinda- manna sat hann efstur um langt skeið. Hann mótaði skoðanir annarra, bæði vegna þess álits sem hann naut, og af því að í kerfí sem þessu, er það mönnum síst til framdráttar að hafa aðra skoðun en sá sem ræður. En um nítján hundmð og áttatíu hefur hann mildast nokkuð í afstöðu sinni, og sjá má þess stað að hann og aðrir gleypi þennan seiga bita — í pörtum, og ef honum er gefið eitthvert annað nafn en rek megin- landa. Nú áratug síðar hefur fjöldi sovéskra jarðvísindamanna snúið við blaðinu. Eftir stendur spumingin: Hvað verður þegar glasnost Gorbatsjovs fer að hafa vemleg áhrif innan menntakerfísins? Skyldi opnara og lýðræðislegra þjóðfélag verða til þess að forða frá menningarlegum og efnahagsleg- um stórslysum af því tagi sem hér hefur verið minnst á? Höfundur er eölisfræðingur. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1989

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.