Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 12
ÞYZKALANDSP I ST I L L Mótmælt / vetrarblíðunni í Neðra Saxlandi i vetur. Þjóðveijar eru orðnir ákaBega umbverGssinnaðir og bér er mótmælun- um beint gegn kjamorkuveri. Skógarbirnir andvaka og moldvörpurnar grafa nótt sem nýtan dag Gamlir menn hér um slóðir segja, að fyrr á árum hafí veturinn ávallt staðið undir nafni. Þá fór að snjóa svolítið strax í desember. Eftir áramótin hófu hörkumar fyrir alvöru að gera vart við sig. Þá snjóaði mikið. Fyrir skoða í búðarglugga og kaupa vetrarvörur á niðursettu verði. Síðustu helgina í janúar hófust að vanda vetrarútsölumar hvarvetna í Þýskalandi. Einkum eru það stóru vöruhús- in sem leggja kapp á að losna við allt það sem þau sjá ekki fram á að selja á næst- unni nema fyrir minna verð. Þetta árið er gósenlandið mun ríkulegra en oft áður. Vetrarfatnáður hvers konar hefur sáralítið selst vegna hins milda loftslags. Við liggur að unnt sé að prútta við kaupmenn um hlýj- ar og hnausþykkar dúnúlpumar, sem eitt sinn vora svo dýrar að þær þóttu jafnvel stöðutákn. Oft er það reyndar svo, að að- eins annars flokks vörar séu boðnar ájafn- vel helmingi lægra verði á vetrarútsölunum. Undirrituðum varð á að kaupa eina af téðum flíkum sem varla er unnt að setja á bekk með þeim bestu þeirra gerðar. Þegar hann fór að ganga í dúnúlpunni góðu fór að bera á því að fuglsQaðrir fóra að gægjast út úr saumunum. Áður en varði var hann orðinn svo fiðraður að við lá að hann gæti farið ferða sinna eins og fuglinn fljúgandi. í haust bjó fólk bfla sína undir veturinn að venju. Teknir vora fram vetrarhjólbarð- amir og þeir athugaðir gaumgæfilega. Þættu þeir ekki nægilega góðir vora í snatri keyptir nýir. Hér í landi era hin svonefndu nagladekk stranglega bönnuð og því er mikil áhersla lögð á gott mynstur og grip- mikið. Það þykir heldur ekki tiltökumál að kaupa sér góð dekk á tveggja eða þriggja Eftir HJALTA JÓN SVEINSSON kom að snjórinn héldist fram í mars og jafn- vel apríl. Algengt var að frostið færi yfír 20 gráður. Nú er öldin önnur. í byijun febrúar hafði veturinn ekki enn látið á sér bæra. Gömlu mennimir kvarta yfir því að engin leið sé að átta sig á þessu lengur. Eitt árið sé kannski eðlilegt að þessu leyti. Næstu þijú árin afbrigðileg. Þeir hafa það á orði að eitthvað hljóti að vera að gerast í háloftun- um. Þeir tala um það sín á milli að kannski sé það hið svokallaða gat í ósonlagið sem valdi þessu furðulega veðurfari. í görðum gægjast upp blóm í ótal litum. Elstu menn muna ekki annað eins og gömlu konumar ganga nú um lóðir sínar og líta yfir beðin áhyggjufullar. Þær styðja hönd á mjöðm og hrista hausinn. Laukamir sem áttu ekki að lifna við fyrr en í byijun maí era sem óðast að breytast í fagurlituð sum- arblóm á miðjum þorra. Hvemig bregst náttúran við ef frystir skyndilega og gróður- inn er færður í helsi frostsins í miðjum gró- andanum? Það er von að þær séu áhyggju- fullar. Bram. tijánna er líka við það að springa út. f skóginum má finna nýja og ferska sveppi sé grannt skoðað. Vetrarútsölur í VORÞEYNUM Á miðjum þorra er skrýtið að ganga um götur og torg klæddur sumarklæðnaði, ára fresti þar eð þau kosta ekki á við heilan skuttogara eins og sums staðar. Að sjálfsögðu er þess gaumgæfílega gætt að frostlögur sé nægur á kælikerfinu. Einnig er gott að hafa hið svokallaða lása- sprey svo betur gangi að bijóta sér leið inn í bflinn á ísköldum vetrarmorgnum. Rúðu- sköfur af ýmsum stærðum era jafnframt nauðsynlegar. En hvað gerðist? Hið gripmikla mynstur hjólbarðanna slitnar óðfluga á snjólausu malbikinu. Vetrarútbúnaður annar er farinn að flækjast fyrir. Sumir vora svo forsjálir að koma keðjun- um fyrir í farangursrýminu í haust því allur er varinn góður. Þær voru keyptar dýra verði á sínum tíma, — því þær þykja meiri munaður en dekkin. Á þorranum era bæði vetrardekk og keðjur boðnar á einkar lágu verði. Svo lágu reyndar, að sumir hafa freistast til þess að byrgja sig upp til næstu ára. Guði HEILSAÐ í 2000 METRUM Snjóleysið hefur líka gert milljónum skíðaiðkenda gramt í geði. Það er sök sér að flatlendið sé ekki á kafi í snjó þó hávet- ur sé. Verra er að Alpamir skuli einnig vera auðir. Að visu má renna sér sé farið upg fyrir 2.000 metra. Á þorra fara fjölmargir Þjóðveijar að huga að vetrarfríi og straumurinn liggur suður á bóginn í Alpana. Skíðasvæðin dreif- ast aðallega um Suður-Þýskaland og Týróla- héraðin í Austurríki og Ítalíu. Elstu menn þar muna vart aðra eins tíð. Mörg skíðahót- elin ramba á barmi gjaldþrots vegna þessa sérstaka ástands. A undanfomum áram hefur mikið verið fjárfest í auknu hótelrými og betri aðstöðu í hvívetna fyrir skíðafólk. í útreikningum er skiljanlega gert ráð fyrir eðlflegum aðstæðum. Á þorranum þetta árið þýðir sum sé ekk- ert annað en að fara upp í 2.000 metra til að eiga von á hvítum sæludögum. Margir eiga erfitt með að laga sig að þynnra lofti svo hátt uppi. Úthaldið er minna og ef við- komandi er veill fyrir hjarta má hann fara að vara sig. Þess vegna rifjast nú upp sagan af körlun- um sem hittust í skíðalyftunni suður í Týról um árið. Annar var á leið niður en hinn upp. Svo vill til að á þessum slóðum bjóða imifæddir ekki góðan daginn. Vegna ka- þólskunnar þama í syðra, segja þeir þess í stað: ^Grflss Gott", sem þýðir „heilsaðu Guði". Sá sem var á leiðinni upp var frá Norður-Þýskalandi. Hinn var innfæddur. Þeir mættust við tvö þúsund metra mörkin. Sá innfæddi heilsaði áðkomumanni: „Heils- aðu Guði." Hinn svaraði: „Svo hátt upp þori ég ekki að þessu sinni, góði minn." MOLDVARPAN ALDREIIÐNARI Hin ýmsu villtu dýr .þessa lands hafa raglast í ríminu á margvíslegan hátt vegna hins milda vetrar. Moldvörpumar, sem verða í venjulegu árferði að hafa hægt um sig á þessum -árstíma vegna freðinnar jarðar, hafa verið að keppast við síðan í haust. Iðni þeirra slær nú öll met. Þær grafa heljar- mikil göng niðri í jörðinni og ýta moldinni aftur fyrir sig. Því má sjá verk þeirra um .öll tún og garða. Moldvörpuhrúgumar hafa aldrei verið fleiri. Bændum hrýs hugur við þessu og ekki síður mörgum garðeigandan- um. Og við moldvörpunum má ekki hrófla, því þær era friðaðar. Þegar gengið er um úti í skógi á góðum og sólríkum degi á miðjum þorra reka veg- farendur augun í fleiri merki vorsins en sveppina fyrmefndu. Mýflugumar sveima um í þykkum torfum. Hvað yrði um þennan árgang ef allt í einu kæmi vetur og frostið næði að læsa sig í þær? Um það mátti lesa í blöðum á dögunum, að neyðarástand ríkti á meðal skógarbjama í Slóvakíu. Vegna snjóleysis og hita hefur þeim ekki komið blundur á brá í vetrarhíði sínu. Svona getur náttúran verið duttlunga- full, — eða er það eitthvað annað sem veld- ur þessari tímaskekkju? í Þýskalandi á miðjum þorra,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.