Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 17
■ LESBCK l§j] [nJ® E [aJ [ð] @ [1] 0 S 18. MARZ 1989 stofa ásamt fundarsölum, þægi- legum setustofum og að sjálf- sögðu eru þar barir. Það er sviss- neska hótelfyrirtækið Kuoni, sem rekur hótelið. Lengd vallarins er 6.112 metr- ar, parið 71. Flatimar þykja mjög góðar og eru hafðar snöggslegnar og em því hraðar. Æfingaflöt og æfingabraut em þama einnig og hægt er bæði að fá sér ieigðan rafbíl, svo og kylfur, ef maður er á ferðalagi og hefur ekki settið með sér. Þessi völlur telst ekki léttur; hann er bæði í lengra lagi og auk þess em á honum 96 sandglomp- ur, svo það er hæpið að maður sleppi við þær. Og víða em tjam- ir. Ein er til dæmis við áttundu braut, beint framan við hótelið og er þar slegið yfír tjömina og aðstæður minna dálítið á tjömina á Nesvellinum. Margar brautimar em bogadregnar og völlurinn ber með sér, að það er enginn auk- visi, sem teiknað hefur, enda er það enginn annar en Robert Trent Jones, sem telja má að sé fræg- Skógurinn er stórvaxinn meðfram brautunum og yfir allt gnæfa Alparnir. Hér þarf ítrustu ná- kvæmni, því víða hallar brautum niður að vötnum eða lækjum og varla þýðir að leita að bolta í þessum gróskumikla skógi. Fagfur golfstaður í skjóli Alpanna Til þessa hefur Þýzkaland naum- ast verið til á landakorti golfleik- ara. Golfvellir þar hafa verið frem- ur fáir og oft alveg lokaðir. Nú hefur skyndilega orðið mikil Af undurfögrum golf- stað í Þýzka landi sem vert er að kynnast ef leiðin í sumarleyfinu liggur nálægt Bod- ensee. breyting á og Þjóðvetjar em að átta sig á gildi golfs sem almenn- ingsíþróttar og um leið til að draga að ferðamenn. Mest hefur verið að gerast suður í Bæjara- landi, þar sem tugir valla em annaðhvort tilbúnir eða í bygg- ingu. Var nýlega frá því sagt í þýzka vikuritinu Spiegel, að bændur suður þar hefðu nýverið Golfhotel Bodensee. uppgötvað þennan möguleika til þess að koma lendum sínum og skógum í verð og byðu nú fram land til þeirra, sem mynda vildu golfklúbba. Við vatnið Bodensee á mörkum Þýzkalands og Sviss var fyrir gamalgróinn golfstaður með hó- teli og ágætum golfvelli, þar sem heitir Lindau. En skammt þaðan og við rætur Alpanna er annar stórgóður golfstaður: Golfhotel Bodensee með 18 holu skógar- velli, þar áherzla hefur verið lögð á að hrófla sem minnst við náttú- mnni og vatn kemur þar víða við sögu. Raunar er þetta ljómandi dvalarstaður fyrir þá, sem einung- is vilja njóta útivistar. Hótelið er í herragarðsstfl; það er með 32 herbergjum og nokkmm svítum og öll em herbergin búin sjón- varpi, myndbandstæki og síma. Hótelið er þannig staðsett, að þaðan verður gott útsýni yfir golf- völlinn. Og margt fleira er hægt að gera þar en að leika golf. Til dæmis er þar leikfimissalur, saunabað, nuddpottur og sólbaðs- asti golfvallaarkitekt heimsins núna. Eins og nærri má geta, starfar golfkennari í tengslum við völlinn og eins og tíðkast viða, bæði hér og í Evrópulöndum, er hann brezkur. Frá Golfhotel Bodensee er skammt að fara til margra áhuga- verðra staða. Aðeins tekur rúma klukkustund að aka til Zúrich og mun skemmra er til Múnchen og aðrir bæir em nær, svo sem Breg- enz, Friederichshafen og Meers- burg. Til Stuttgart er einnig frem- ur stutt að fara. Morgunverðarhlaðborðið á að samanstanda af 30 mismunandi réttum, svo það er auðvelt að fá golfkúlu framan á magann, sé hreyfíng og áreynsla vanrækt. Og það er þessi staðgóði þýzki matur, sem við fáum þó varla í magann af á sama hátt og stund- um gerist sunnar í Evrópu. Sem sagt; hér eiga að vera öll skilyrði til þess að geta látið sér líða vel á frábæmm golfvelli í undurfögm landslagi. Fr.Br./GS. Afstöðuteikning af Bodensee, bæjunum þar i kring og Golfhotel Bodensee.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.