Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 3
i-ggpjnr M; iP RJ p p N B [Lj A Ð _8.; L NJ S Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: — Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. 17. öldin 9 var öld Hallgríms og Brynjólfs biskups, en hún var líka öld Tyrkjaránsins og það var aðeins eitt af mörgu straffi, sem talið var óhjákvæmilegt að kæmi yfir hinar þjáðu mannkindur. Þetta var heil öld á heljarþröm, segir Matthías Viðar Sæmundsson í grein sinni. Það er fyrri hluti hennar sem hér birtist. Forsíðan Undanfarin ár hefur staðið yfir hreinsun á hinum frægu freskum Michelangelos á lofti Sixtínsku kapell- unnar í Vatíkaninu í Róm. Munurinn er ótrúlegur eftir að rúmlega fjögurra alda gróm var hrein§að með vísindalegri nákvæmni, en ýmsir kunnir listamenn og sérfræðingar hafa lýst sig mjög mótfallna þessu fram- taki og jafnvel talað um eyðileggingu. Um þetta er grein á bls 10 ásamt fleiri myndum af verkunum, fyrir og eftir hreinsunina. Heiðrekur Guðmundsson frá Sandi hefur kvatt ogþað er einu góðu skáldi færra í landinu. Heiðrekur ól aldur sinn að mestu á Akureyri og var ekki einn af þeim, sem áberandi geta kallast í menningarlífinu, en ljóðabækur hans sættu alltaf tíðindum. Bolli Gústavsson prestur í Laufási minnist skáldsins með grein sem heitir Upp rís hvert líf. MATTHÍAS JOCHUMSSON Forsjónin Hvað er það Ijós, sem lýsir fyrir mér þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það ljós, sem ljósið gjörir bjart og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar „ást“ á æsku-brosin smá, og „eilíft Iíf“ á feiga skörungs-brá? Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von, sem vefur faðmi sérhvem tímans son? Guð er það ljós. Hver er sú rödd, sem býr í brjósti mér og bergmálar frá öllum lífsins her — sú föður-rödd, er metur öll vor mál, sú móður-rödd, er vermir líf og sál — sú rödd, sem ein er eilíflega stillt, þótt allar heimsins raddir syngi villt — sú rödd, sem breytir daufri nótt í dag og dauðans ópi snýr í vonar-lag? Guð er sú rödd. Hver er sú hönd, sem heldur þessum reyr um hæstan vetur, svo hann ekki deyr — sú hönd, sem fann, hvar frumkorn lífs míns svaf sem fokstrá, tók það upp og líf því gaf — sú hönd, er skín á heilagt sðlar-hvel, og hverrar skuggi kallast feikn og hel — sú hönd, er skrifar Iífsins laga-mál á lilju-blað sem ódauðlega sál? Guð er sú hönd. íanda sauðkindarinnar Eigi er mark að draumum. Sá sem vaknar morgunn- inn fyrir einhvem Örlygs- staðabardagann getur svo sem reynt að hugga sig með þessu. En undir niðri veit hann, að það merkjamál sem í draumi birtist er einatt marktækt, þótt gangi miður að ráða það nákvæmlega. Þetta merkjamál er undarlegt fyrirbæri og er til dæmis mun- ur á því hjá innfæddum borgarbúum og hinum sem alast upp í sveit. Mér skilst af draumspökum mönnum, að fólk sem elst upp hér á mölinni dreymi ekki hey í hlöðu eða hvítt sauðfé fyrir snjóþynslum. Þetta merkjamál er hinsvegar algengt í draumum þeirra, sem slitið hafa bamsskónum í sveit og það heldur áfram þótt sá hinn sami verði borgarbúi í marga áratugi. Því nefni ég þetta nú, að um áramótin dreymdi mig fulla rétt af hvítu fé; gamal- kunnur draumur, en hafði ekki borið fyrir mig í allmörg ár. Þetta voru óvenjulega stórar og glæsilegar kindur, sem spymtu þijózkulega við klaufum, þegar þær vom dregnar og flöldinn eftir réttarstærðinni gat verið á bilinu 60-100. Enda þótt allt væri autt og næstum grænt yfir að líta á fyrstu dögunum eftir áramótin, vissi ég af feng- inni reynslu að þessi draumur boðaði aðeins eitt og að það mundi ekki bregðast. Aðeins gat það verið spuming, hvort fannfergið mundi endast í tvo eða þijá manuði. Kannski er þetta arfur frá gengnum kynslóðum, sem lifðu næstum alveg á sauðkindinni, að hún skuli birtast nútímafólki í draumi með þess- um hæiti. Það er meira að segja spuming hvort við eru ekki orðin lík þessari skepnu með einhveiju móti. Ég kem að því síðar. Nú höfum við enn verið minnt á það, hvemig alvöru vetur verða á íslandi og að það getur orðið langt að þreyja Þorrann og Góuna, ekki sízt þegar samgöngur teppast. Góan hefur orðið öllu grimmari en Þorrinn líkt og segir í visunni: Þorri bjó oss þraunga skó þennan snjóavetur, en hún Góa ætlar þó að oss króa betur. Menn tóku grannt eftir ýmsum smáatrið- um og bættu þeim vísdómi við alþýðuvísind- in í aldanna rás. Það vissi á fannfergi ef sólin settist í heiðríkju á kyndilmessu og betra var, að Góan byijaði illa: Grimmur skyldi góudagurinn fyrsti, annar og hinn þriðji, - þá mun Góa góð verða. Ugglaust er takmörkuð virðing borin fyr- ir þesskonar fróðleik á öld tækni og vísinda. En þeir sem telja þetta ekki síður áreiðan- legt en langtímaspár veðurfræðinnar, benda hróðugir á, að þrátt fyrir þessar tvær sól- skinsstundir, sem mældust í Reykjavík allan janúar, hafi sólin náð að finna sér góðan heiðríkjublett til að setjast í á kyndilmessu, - og fyrstu góudagamir vom því miður heldur skárri en aðrir dagar. Alþýðuvísindin reyndu ekki þá dul að finna orsakir fyrir snjóavetrum. Það þvælist reyndar fyrir vísindum nútímans einnig og ekki lítur það vel út fyrir spámenn gróður- húsakenningarinnar, sem spáir mjög vax- andi hita á norðurhjaranum jafnt sem ann- arsstaðar, þegar metkuldi mælist í Alaska á þessum vetri og raunar fimbulkuldi miklu víðar, t.d. suður um Bandaríki. Það er vitað að mikil eldgos hafa spúð slíkum fímum af gosefnum á himinhvolfið, að máttur sólar- innar dvínar; það er hliðstæða við það fyrir- bæri af manna völdum, sem nefnt hefur verið kjamorkuvetur og hefur sem betur fer ekki orðið enn. Ekki er hægt að benda á nein risagos uppá síðkastið, en eitt hefur gerst af manna völdum, sem gæti hugsan- lega hafa haft sín áhrif. Mestu umhverfis- fantar veraldarinnar hafa leikið lausum hala í frumskógum Amazonlandsins í Bras- ilíu. Þótt það séu nánast óskiljanleg afköst, hefur verið upplýst, að þeir hafi á einu ári brennt landsvæði sem svarar til stærð Vest- ur Þýzkalands og að mökkurinn sem af þeim bmna varð, samsyari tíundahluta af allri mengun í andrúmsloftinu. Við emm kannski að súpa seyðið af þess- um umhverfisglæp með harðindunum, sem koma þvert á allar kenningar um gróður- húsaáhrif og vaxandi hita. Hvort sem það stenzt eða ekki, gætu aðrar afleiðingar af þessari eyðingu orðið stómm örlagaríkari. Nefnilega það, að regnskógamir em ómet- anlegir fyrir endumýjun andrúmsloftsins. Heimurinmn virðist standa ráðþrota gegn græðginni, sem þama veður um eins og óargadýr og hefur fundið hentuga aðferð til þess að fmmbyggjar og íbúar þessa lands, indíánamir, séu ekki með uppsteyt. Þeir em einfaldlega skotnir. Á meðan stórglæpamenn stunda þessa iðju, em stærstu umhverfíssamtök heims- ins, grænfriðungar, í stríði við okkur út af fáeinum hvölum. Þeir virðast ekki sjá skóg- inn fyrir tijánum. Eins er um íslenzka ráða- menn nú um stundir; þeir sjá ekki heldur skóginn fyrir tijánum. Það skiptir vitaskuld engu máli hvoram megin hryggjar þessir hvalskrokkar liggja. Og það er heldur ekki meginatriði þegar verzlanakeðja í Þýzkal- andi guggnar undir þrýstingi þeirra grænu og hættir viðskiptum við okkur. En það skiptir hreinlega öllu máli, að ekki sé hægt að grópa í hug jarðarbúa með lævíslegum áróðri, að íslendingar séu forhertir um- hverfísvargar sem engu eira og séu jafnvel verri en þeir sem skjóta Indíána að gamni sínu og brenna lungu jarðarinnar suður í Amazónlandi. Við virðumst ekki sjá, eða að minnsta kosti ekki vilja viðurkenna, að þessi vísindaáætlun lyktar langar leiðir af tvöfeldni, svo hvert mannsbam getur sagt: Þetta era hræsnarar. Er það þessi úthrópun sem við viljum? Hvaða stoð er okkur í því að hafa ritað beztu bókmenntir heimsins á miðöldum og í þvi að hafa varðveitt þessa tungu og það sem við nefnum íslenzka menningu, þegar búið er að njörva okkur niður á sakamanna- bekk í ásýnd heimsins og börn um víða veröld horfa á það í hugvitssamlega unnum myndasögum, að á þessu íslandi búi ein- hver mestu úrþvætti, sem hægt sé að benda á. Þetta er alltsaman hægt í krafti peninga og nútíma áróðurstækni, ekki sízt í sjón- varpi. Við vitum hversu sanngjamt það er, en við megum heldur ekki vera svo lélegir skákmenn, að við sjáum ekki einu sinni einn leik fram á við. Svo aftur sé minnst á sauðkindina: Þijózka sjávarútvegsráðherra og ríkisstjóm- arinnar allrar er alveg í anda þessarar skepnu, sem spymir við klaufum jafnt í draumi sem vemleika. Líklega höfum við étið of mikið af rolluketi. Nú er að hætta að spyma hugsunarlaust við klaufum; reyna að sjá þó ekki væri nema tvo leiki fram í tímann og bregðast við í hvelli. Ég tek und- ir það, sem fram kom í Helgispjalli í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins, að við eigum að gera það sem er nákvæmlega andstætt hinni þijózkufullu stjómarstefnu: Að gerast for- ustuþjóð í hvers kyns umhverfisvemd og fá grænfriðunga til liðs við okkur í þeirri bar- áttu. Hún á að sjálfsögðu ekki að snúast um fáeinar hvalskepnur, heldur þann voða, að það er á ýmsan hátt verið bæði að eyði- leggja jörðina og andrúmsloftið. En það er líka ýmislegt hér á heimavíg- stöðvunum, sem betur mætti fara. Hér er stundum gífurleg loftmengun af ryki, vegna þess að við emm í flokki þeirra bananalýð- velda, sem horfa á landið eyðast án þess að gera nokkuð róttækt. Þetta er einfald- lega rányrkja: veðráttan og græðgin hjálp- ast að. Þegar sandmekkinum slotar, mæmm við góða loftið og við viljum gjaman að gestir geti dregið andann djúpt og stunið af unaði yfir góða loftinu. Én það er ekki allsstaðar jafn gott og sýnizt. Við viljum nefnilega spara okkur mengunarvömina þegar bílar em fluttir inn og látum þá spú koltvíssyringi óheft út í loftið þegar þjóðir suður í Evrópu leyfa ekki bfla öðmvísi en með mengunarvöm. Þessi menningarþjóð, sem gjaman vill kalla sig svo, á víst ýmislegt ólært. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.