Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 8
r Heil öld á heljarþröm Fyrri hluti Sú skoðun varð sífellt útbreiddari er leið á 17. öldina, að Guð væri reiður við mannkynið og hefði sleppt Djöflinum lausum. Taldi einn virtasti fræðimaður landsins, séra Páll í Selárdal, ekki óliklegt að það hefði gerst „anno 1601eðuranno 1598, því aldrei hefir hann verið svo ólmur á móti endumýjuðum guðs söfnuðum sem síðan. íslands er þjóð öll sökkt í blóð, bræðin guðs hér bryddir á sér, hefnd með sér hefir stranga. Öldin gekk ígarð með Gmum á himni og jörðu: Eldar bmtust upp úr {Jöllum, myrkur urðu um mið sumur, hræðileg ókind sást í Grímsnesi. Svo komu Tyrkir til að sanna, að mannkindin var dæmd til að straffast og þjást. Mynd: Gísli Sigurðsson. annig yrkir ónafngreint skáld í kvæði er nefn- ist „Harmagrátur yfir þeim þungu ósköpum, sem til féllu á íslandi, anno 1627,“ ári Tyrkja- ránsins. Frá yrkingartíma kvæðisins eru nú liðin 362 ár og hefur margt breyst sem að ► t Eftir MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON líkum lætur. Þó komu þessi vísuorð í huga mér á dögunum er ég leit hrollvekju nokkra, sem hlotið hefur mikla frægð: Night of the living dead eftir George Romero. Kvikmyndin lýsir tilveru sem snúist hefur gegn sjálfri sér, sundurtættu og blóðistok- knu mannlífi. Ollum eðlilegum hlutföllum er snúið við og dauðir gera innrás í heim lifenda. „When hell is full the dead walk on the earth“, segir Romero. Ekkert getur stöðvað tortíminguna enda er myndin að- eins hin fyrsta í óhugnanlegum þrfleik; þær næstu heita: Dawn of the living dead og Day of the living dead. í myndum þessum eru helstu forboð vestrænnar sið- menningar brotin, kynferðisleg og siðferð- isleg, jafnframt því sem kennimörkum lífs og dauða er útrýmt. Vísuorð Kristjáns Fjallaskálds, „Hvað er líf og hvað er heim- ur?“, öðlast nýtt gildi. Hugtök okkar reyn- ast þýðingarlaus gagnvart fyrirbærum, sem hvorki eru lífs né dauð og þó hvort tveggja. Heimur þessara mynda er ógn- vekjandi; tómleikinn er færður út á ysta odd, öll lögmál úr lagi færð — óreiðan ríkir, ljótleikinn, neikvæðið. Mynd Romeros minnir að vissu leyti á atburði sem lengi hafa verið í minnum hafðir hérlendis — rán Tyrkja 1627. Þá féllu framandlegar verur yfir land okkar „sem blóðþyrstir vargar yfir eitt hræ, brenndu og brældu, drápu og deyddu, píndu og pláguðu, hremmdu og gripu hvar sem þeir gátu, sem aðrir jagthundar". í báðum tilvikum sameina ófreskjumar mann, dýr og djöful í útliti sínu. Fólk skynjar eitthvað ónáttúrulegt og annarlegt í fari þeirra sem vekur ofboð og hrylling. í báðum tilvikum eru brotin forboð sem tengjast andhverfu lífs og dauða, manns og dýrs, náttúru og ónáttúru. Er þó að mörgu leyti ólíku sam- an að jafna. Sautjánda öldin og hin tuttugasta eiga ýmislegt sameiginlegt þótt tjáningarháttur og hugarfar séu með ólíku móti. Það sem þá þótti skynsamlegt er nú iðulega kennt við sturlun. Við hugsum með öðrum hætti, tilfinninganæmi okkar er annað og Jífsvið- horf. Engu að síður er margt skylt. Á þess- um öldum er eins og lostinn og grimmdin leysist úr læðingi hugmyndakerfa, viðtekin heimsskipan kvikar í vitund fólks, jafnvægi brestur og sálsýkiskennd orðræða ryður sér til rúms. Jafnframt tekur hið óhugnan- lega á sig magnaðri svip en nokkru öðru sinni í vestrænni sögu, a.m.k. á íslandi. Myndmálið er að nokkru hið sama þótt túlkun þess sé með ólíkum hætti. Tákn- myndir hafa komist á flæking og glatað fýrri festu sinni. Á þessum öldum á sér einnig stað óvenju- lega mikil goðsagnasköpun. Réttlæta þarf breytt samskiptasnið og siðakerfí. Renna stoðum undir nýtt hugarfar., Goðsagnir fela einatt í sér sannindi sem samfélagið geymir kynslóð fram af kynslóð. Sannindi sem ekki mega gleymast og liggja til grundvallar siðmenningu fólks. Þær eru með öðrum orðum mikilvægur þáttur í vamarkerfi okkar gegn öngþveiti og stjóm- leysi. Að vissu leyti eru þær forskriftir eða forrit sem fela í sér upplýsingar og boð. Annars vegar upplýsa þær ákveðinn hóp um tiltekið vandamál á sérstökum tíma. Hins vegar vísa þær á atferlismynstur sem viðhaldið getur félagslegu kerfi. Þær leiða í ljós ólíka valkosti og hvem þeirra mönnum er fyrir bestu að velja. Tryggja á þann hátt stöðugleika og samhengi. Sagan sýnir að menn hafa hreyfst frá einni goðsögn til annarrar í gegnum tíðina. Á tímamótum í menningunni hefur ávallt skapast nauðsyn fyrir nýsköpun er vísað gæti fólki leið í gegnum öngþveiti áður 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1989

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.