Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 18
Útivistarskálarnir í Básum í Þórsmörk. Ferðir Útivistar um páskana FERÐAFÉLAGIÐ Útivist e&iir að venju til fjölbreytts úrvals styttri og lengri ferða um páskana, allt frá dagsferðum upp í fimm daga ferðir. Vinsælustu ferðimar hafa jafnan verið á Snæ- fellsnes og í Þórsmörk, en auk þeirra verður að þessu sinni sér- stök gönguskiðaferð. Lagt verður upp i fimm daga ferð í Þórs- mörk kl. 9 á skírdag 23. mars og i þriggja daga Þórsmerkurferð á laugardaginn fyrir páska, 25. mars, einnig kl. 9 að morgni. Það fer eftir færð hversu greiðlega gengur að koma sér inneft- ir, en væntanlega verður komið í Bása síðdegis, en þar á Útivist tvo góða gistiskála. Básar eru sunnan Krossár þannig að ekki þarf að aka yfir hana, enda oft erfiðleikum bundið að vetrarlagi. Frá Básum verða skipulagðar gönguferðir um Þórsmörk, en úr nóg af leiðum er að velja, bæði um láglendi og á hærri slóðir. Göngubrýr á Krossá og ánni Hrunaá innst í Mörkinni auðvelda gönguferðir. Hrunaárbrúin var reist af Útivistarfólki fyrir fáum árum og opnar möguleika til að skoða falleg svasði er nefnist Teigs- og Múlatungur, í nágrenni skriðjökla er koma frá vestan- verðum Mýrdalsjökli. Þeir sem vilja á hærri slóðir eiga kost á göngum á fell og um Qallshlíðar, jafnvel upp á Fimmvörðuháls, ef færð leyfir. Efalaust verður ennþá nægur snjór til að hægt sé að taka með gönguskíði, en fyrir gönguskíðafólk verður einnig boð- ið upp á fimm daga gönguskí- ðaferð, sem verður að hluta í sam- floti með Þórsmerkurferðinni. I þeirri ferð verður farið um svæði norður og norðvestur af Þórs- mörkinni, bæði Tindfjöll og Emstrur og gist í skálum, eftir því sem aðstæður leyfa. Það er notalegt að koma í Úti- vistarskálana að afloknum góðum Lagt upp í Útivistargöngu á Snæfellsjökul. göngudegi, sem eru bæði vistlegir og hlýir. Miðstöðvarhitun var sett upp í haust og þess má geta að komin er ný viðbygging við stærri skáiann er hýsir eldhús og borð- stofu. Gistiaðstaðan því orðin eins og best gerist í óbyggðum. Á Snæfellsnes er farið bæði í þriggja og fimm daga ferðir á skírdagsmorgun 23. mars kl. 9. í þeim ferðum er sem fyrr gist í því ágæta félagsheimili að Lýsu- hóli í Staðarsveit, en þar er góð gistiaðstaða. Útisundlaugin og heiti potturinn gera staðinn sér- lega skemmtilegan til dvalar. Lýsuhólslaug er stærsta kolsýru- laug á landinu og vatnið þar hef- ur því sömu efnasamsetningu og ölkelduvatn. Laugarvatnið er því einkar heilsusamlegt. Svo margt er að skoða á Snæfellsnesi að heilir páskar duga ekki til að gera því öllu skil. Hápunktur ferðarinnar er að sjálfsögðu gönguferð á Snæfells- jökul, en á hann er farið strax og færi gefst í ferðunum. Göngu- ferð á jökulinn tekur sjö til átta klukkustundir fram og til baka og er fæstum ofviða, sem eitthvað vilja á sig reyna og eru í góðu Iíkamlegu ástandi. Þeir sem ekki verða með í Jök- ulgöngunni geta á meðan farið í öku- og skoðunarferð í kringum hann. Auk Snæfellsjökuls- göngunnar er ætlunin að fara í göngu- og skoðunarferðir bæði um þekkta og lítt þekkta staði undir Jökli og víðar. Þama fær fólk tilvalið tækifæri til að kynn- ast söguslóðum Kristnihalds undir Jökli og ekki sakar að hafa lesið bókina eða séð nýju bíómyndina eftir sögunni áður en haldið er í ferðina. Þess má geta að páska- ferð í Oræfasveit verður ekki far- in að þessu sinni, en ferð í Skafta- fell-Öræfí og á Oræfajökli verður 20. apríl. í ferðimar þarf að panta og taka farmiða tímanlega á skrif- stofunni í Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Að sjálfsögðu em allir velkomnir að vera með, en Útivistarfélagar greiða lægra fargjald og afsláttur er veittur fyrir böm. Að lokum skal hér minnt á dagsferðir um bænadaga og páska. Brottför í þær allar ér frá BSÍ, bensínsölu kl. 13 og ekki þarf að panta fyrirfram. Á skírdag verður stórstraums- og kræklingaljöruferð í Hvalfjörð. Á föstudaginn langa verður 8. ferð í ferðasyrpu Útivistar, Land- námsgöngunni, en með henni er ætlunin að ganga á mörkum land- náms Ingólfs í 21 ferð. í 8. ferð- inni verður gengið frá Músamesi á Kjalamesi yfir að Saurbæ. Laugardaginn fyrir páska verður farið á Þingvelli, gengið um gjárn- ar að Oxarárfossi og víðar. Á annan páskadag er svo ganga frá Hveradölum um Lágaskarð, fram- hjá gígnum Eldborg að Raufar- hólshelli. Þetta em allt gönguferð- ir við allra hæfí. Ókeypis gisting á erlendri grund Verðlag á gistingu í fríum og ferðalögum ræður oft hve lengi fólk dvelur í viðkomandi landi. Löng hótelgisting er kostnaðarsöm og það er líka dýrt að vera lengi með íbúð eða sumarhús á leigu, þar sem hægt er að elda sjálfúr, þó það sé yfirleitt ódýrasti valkost- urinn. Hótelherbergi og ibúðir í ferðamannaþorpum eru eingöngu miðaðar við þarfir ferðamanns, sem hefúr skamma viðdvöl. En ef um lengri dvöl er að ræða er notalegt að hafa heimilislegt í kringum sig og ekki sakar að hafa einhvem til að líta eftir sínu eigin húsi, í langri fjarveru. Samtök sem neftia sig „Að skipt- ast á heimilum" em stöðugt að færa út kvíamar. Þau vom stofnuð í Englandi fyrir 30 ámm, urðu fljótt vinsæl í Bandaríkjunum og núna em fjölskyldur um allan heim til- búnar til að lána heimili sitt gegn því að fá heimili í öðm Iandi, þar sem viðkomandi Qölskylda vill eyða fríinu. Upplýsingarit samtakanna „Holiday Exchange Book“ er gefin út árlega. Þar em skráðar fjölskyld- ur í flestum Evrópulöndum, í Ástr- alíu, á eyjum í Karabíska hafiru, Japan, Kenya, Zimbabwe og vfðar, sem em tilbúnar að hafa búsetu- skipti. ' Hver eru inntökuskilyrðin? Allir geta gengið í samtökin. Þeir þurfa aðeins að fylla út eyðu- blað, til að gefa nákvæmar upplýs- ingar um húsnæðið, sem þeir bjóða í skiptum, tilgreina íjölskyldustærð og stöðu - merkja við þau lönd, þar sem áhugi er á að eyða fríinu, á hvaða tímabili og hve lengi þeir vilja skipta á húsnæði. Æskilegast er að Qölskyldur af sömu stærð, með böm á líkum aldri og með svip- uð áhugamál, geti skipst á hús- næði. Þá em rúmin til reiðu - bama- herbergin með leikföngum fyrir sama aldur - hljóðfæri fyrir tónlista- mnnendur - bækur sem ná yfír sama áhugamál, svo eitthvað sé nefnt. Hvað vinnst með að skiptast á heimilum? Fyrst og fremst spamaður. Hægt er að ferðast lengra fyrir minni pcninga, sparað heimsóknir á dýr veitingahús og taka lengra frí. Fólk kemst betur inn í andrúmsloft landsins - kaupir inn í sama búðar- hverfi og skiptifjölskyldan - bömin leika sér með krökkum í næsta húsi og fleira. Það finnst líka bet- ur, hvemig er að eiga heima í við- komandi landi. En auðvitað er viss áhætta í að lána heimili sitt ókunn- ugum. Samtökin em með tryggingu fyrir báðar íjölskyldur upp í ákveðna hámarksupphæð, en það verður líka að taka í sig persónu- lega ábyrgð á eignum og húsmun- um. En þeir sem hafa reynt þetta láta skrá sig aftur og aftur. Yfír 50% af fjölskyldum, sem em á skrá, hafa sjálfar skipst á heimilum - svo að fólk virðist almennt mjög ánægt. Það getur verið mikill stærðar- munur á hýbýlum, sem skipst er á og fer það að sjálfsögðu eftir hvar heimilið er staðsett. Heimili í miðri stórborg t.d. í London (margar fjöl- skyldur em þar á skrá) em yfírleitt íbúðir í stórhýsum, en ef heimilið er uppi í sveit er yfírleitt um stórt einbýlishús að ræða. Umboðsmenn samtakanna í Dan- mörku vom hér á landi fyrir skömmu. Danmörk og Noregur em nýlega komin með umboðsmenn, en þá vantar enn í Svíþjóð, Finn- landi og á íslandi. Ef einhver skyldi hafa áhuga á að taka slíkt að sér ætti sá hinn sami að hafa samband 18

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.