Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 10
I Sixtínska kapell- an í nýju ljósi Em dirfskufyllsta og um leið umdeildasta áætl- un um hreinsun og viðgerðir á listaverkum sem gerð hefur verið á þessari öld, hefur nú þegar staðið yfir í átta ár og verður enn í framkvæmd fjögur ár í viðbót. Hér er um að Margur er búinn að mæna uppfyrir sig á loft Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu í Róm og dást að myndum Michelangelos. Núna fer fram hreinsun á þessum rúmlega 400 ára freskum og koma þá í ljós mun ljósari og skærari litir. Þetta hefur verið umdeild aðgerð og sumir listgagnrýnendur og sagnfræðingar hafa tekið svo djúpt í árinni, að telja þetta samsvara eyðileggingu og að listrænt gildi myndanna sé pú ámóta og póstkorts. Eftir ROBERT HUGHES ræða hreinsun á freskum eftir Michelangelo í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu. Þegar er búið að taka til hendinni við hreinsun á öllum kringlóttum veggmyndum í kapellunni og einnig á þremur af alls níu freskumynd- um með lýsingum á atburðum í gamla testa- mentinu, sem prýða loftið. Hafa öll gömul óhreinindi 478 ára verið hreinsuð vandlega af freskunum, lélegar viðgerðir verið af- máðar, gert við skemmdir á nýjan leik og fjarlægð mörg lög af dökkleitum límvökva, sem viðgerðarmenn á 17. og 18. öld notuðu sem lakk á myndimar. MikilVonbrigði Í ljós kemur allt annað yfirbragð á þess- um heimsfrægu listaverkum Michelangelos, þar sem skært skin listanna og fegurð þeirra er í fullu samræmi við löngu viðurkennda fæmi hans sem teiknara og helgimyndamál- ara. Hvelfingin í Sixtínsku kapellunni er núna orðin sannkallað ríki ljóssins. En ekkert vinnst samt, án þess að mönn- um þyki að eitthvað hafí um leið tapazt, þótt aðeins sé um stundarsakir. Það hefur nefnilega löngum þótt mega setja dökka liti í loftinu í beint, óijúfanlegt samband við dýptina í listrænni hugsun Michelangelos, og á þessi skoðun sér djúpar rætur hjá fólki. Ókkur fínnst það óneitanlega nokkuð ankannalegt að sjá föðurlegan öldung skrýddan skærbláum, hvanngrænum, bleik- um, gulum, ljósflólubláum og rósrauðum skrúða í silkimjúkum og loftkenndum ljóma svokallaðra colori cangianti eða breytilegra litbrigða. Menn hafa yfírleitt ennþá þá til- hneigingu að líta á mikla litadýrð fremur sem einkenni kvenlegrar heldur en foður- legrar ímyndar. Það kann því vel að vera, að mönnum bregði nokkuð í brún er þeir líta hið nýja yfírbragð freskumyndanna, og þyki öllu auðveldara að átta sig á freskunum eins og þær hafa verið hingað til, heldur en á myndunum eins og þær eru frá hendi Michelangelos í raun og veru. Séu þær skemmdir hafðar í huga, sem alls konar viðgerðarmenn hafa í aldanna rás unnið á fomfrægum listaverkum, þá er ekki nema von, að menn taki orðið öllum slíkum við- gerðum með fyrirvara og láti í ljós nokkrar efasemdir um réttmæti þeirra. SlTT SÝNIST HVERJUM Að undanfömu hafa verið uppi magnaðar deilur með sérfróðum mönnum út af hreins- unaraðgerðunum í kapellunni. Hefur núna fyrir skömmu verið hafízt handa við hreins- un og viðgerðir á einu frægasta myndverki vestrænnar listsköpunar, það er að segja á Sköpun Adams eftir Michelangelo. Sá sem hefur yfímmsjón með þessum umdeildu aðgerðum í Sixtínsku kapellunni er Gian- luigi Colalucci, en hann er yfírmaður við- gerða á listaverkum í Vatíkaninu. Helztu andstæðingar þessara viðgerða og hreinsunar em þeir James Beck, deildar- forseti listasögudeildar við Columbia- háskóla, Alexander Eliot, fyrrum listgagn- rýnandi við tímaritið Time, og Allessandro Conti sagnfræðingur í Flórens, sem hefur sérhæft sig í viðgerðum á listaverkum og ritað bók um það efni. Alexander Eliot hef- ur gengið svo langt að staðhæfa, að nærri því helmingur loftsins í Sixtínsku kapellunni hafí nú þegar verið eyðilagður, og að list- rænt gildi myndverkanna sé núna orðið áþekkt og póstkorts. James Beck lítur á hreinsunina sem hættulegt skref, sem tekið hafí verið án þess að fullnægjandi þekking hafí raunvemlega verið fyrir hendi og án þess að viðgerðarliðið hafí haft nægilega góðan menningarlegan bakgmnn. Ber Eliot þessa hreinsun saman við það stórslys, er geimskutla Bandaríkjanna fórst — James Beck ber hreinsunina aftur á móti saman við Tsjemobyi-slysið. Freska er sú tegund málverka, sem end- ist lengst. Hún er máluð með vatnsþynntum litum á blauta, nýlagða múrhúð — intonaco. Þegar múrhúðin þomar, er liturinn bókstaf- lega fastur í efninu. Síðan má líka bæta litum í málverkið a secco, þ.e.a.s. á þurra múrhúðina. Andstæðingar hreinsunarinnar telja, að sumt af dökka litnum í freskunum í lofti Sixtínsku kapellunnar hafí Michelang- elo sjálfur sett með lausn úr dökkum lit, blönduðum límvökva, og hafí þessi viðbót verið borin á eftir að freskan þomaði, til þess að fá mannamyndir til að skera sig meira úr bakgrunninum og til að skapa meira andrúmsloft í myndverkið í heild. Halda þeir því fram, að núna sé verið að afmá þessa dökku lausn 'meistarans af mjmdunum, ásamt með sjálfum óhreinind- unum, og séu þessar aðgerðir hin mesta svívirðing. Prófessor James Beck telur, að Gianluigi Cocalucci og starfslið hans, sem hefur einbeitt sér að ítarlegum rannsóknum á Sixtínsku kapellunni undanfarin átta ár, hafí samt ennþá ekki rannsakað hana nægi- lega vel. Hánn álítur og að það efni sem notað er við hreinsunina — svokallað AB— 57— hafi enn sem komið er ekki verið rann- sakað nægilega vel til þess að notkun þess geti taiizt réttlætanleg. Það skal þó tekið fram, að efni þetta hefur verið notað við hreinsun á freskum og steini frá því um 1972. Þá hafa andstæðingamir líka rakkað niður hið nýja yfírbragð freskanna og segja myndimar virka „flatar", tilbreytingar- lausar og tilgerðarlegar; þar vanti alla dýpt og litimir séu of nútímalegir MlKIÐ NÁKVÆMISVERK Allar þær greinir sem orðið hafa með mönnum út af hreinsun listaverkanna hafa tendrað þvílíkt óvildarbál, að það kemur eiginlega á óvart að langflestir sérfræðingar í listsköpun endurreisnartímabilsins — og alveg sérstaklega sérfræðingar í list Mich- elangelos — hafa lýst yfír heilshugar stuðn- ingi sínum við hreinsunaraðgerðimar, og þeir vísa alfarið á bug öllum aðdróttunum um fljótfæmisleg, vanhugsuð vinnubrögð og ónógar rannsóknir af hálfu viðgerðarliðs- ins. Þeir listfræðingar og sérhæfðir viðgerð- armenn listaverka, sem lagt hafa leið sína upp á vinnupallana í Sixtínsku kapellunni, virðast allir vera á einu máli um, að mjög sé vandað til viðgerða freskanna; stöðugt sé verið að reyna lausnina, sem notuð er við hreinsunina, og styrkleika hennar sé breytt á hámákvæman hátt eftir því hvem- ig efnafræðilegt ástand og lagskipting freskunnar er á hverjum bletti. Verklag hreinsunar- og viðgerðaliðsins er því allt annað en þær lýsingar sem andstæðingar aðgerðanna hafa gefíð. Þegar þeim tekst hvað bezt upp í málsnilld og orðaflaumi, mætti álíta, að þama væru á ferðinni hreins- unar- og viðgerðamenn sem væm hálfblind- ir nostrarar sem réðust til atlögu gegn loft- inu í kapellunni með skrúbbum og sterkasta hreingemingarlegi. Nýlega fékk viðgerðarliðið í Vatíkaninu Spámaðurinn Jóel hefur eins og stigið út aða hlutanum sést hvernig myndin var < og sumum Gnnst allt að því helgispjöll a an. Það er þó Ijóst, að Michelangelo m&l. hreinsunina. enn eina traustyfírlýsingu. Hún kom frá Samuel H. Kress-stofnuninni í Bandaríkjun- um, en hún hefur um árabil starfað mikið að því að bjarga ítalskri list og vemda hana gegn skemmdum. Sex manns úr hópi fær- ustu sérfræðinga í viðgerðum og vemdun ítalskra málverka (þeirra á meðal em John Brealey og David Bull, yfírmenn viðgerða- deilda Metropolitan-listasafnsins í New York og Listasafnsins í Washington) rannsökuðu freskumar að beiðni stofnunarinnar. Eftir ítarlega rannsókn birtu þeir álit sitt í opnu bréfí og töldu, að hinn nýtilkomni ferskleiki sem núna einkenndi aftur litina og hin ským förm, sem núna kæmu í ljós í freskunum í lofti Sixtínsku kapellunnar, væri algjörlega í samræmi við og trúr liststíl 16. aldar í ítölskum málverkum og staðfesti tign og glæsileika listsköpunar Michelangelos. VINNUBRÖGÐ MEISTARANS Það veikir mjög allan málatilbúnað and- stæðinga hreinsunaraðgerðanna, að þeir hafa ekki getað lagt fram skýr gögn um, að Michelangelo sjálfur hafí borið á fresk- umar neitt af þeim límvökva og það sót sem fyrir hendi er í listaverkunum í lofti Sixtínsku kapellunnar. James Beck vitnar í frásögn Ascanios Condivis, ævisöguritara endurreisnartímabilsins, en hann talar um að Michelangelo hafí í lokin jrfírfarið fresku- myndaflokkinn á sérstakan hátt með ultima mano, þ.e. lagt síðustu hönd á verkið og bætt við það. A hinn bóginn minnist Condivi ekki einu orði á það, í hveiju þessi lokajrfír- Ýmsar valasamar viðgerðir böfðu farið fram, en nýjasta hátækni & þessu sviði Ieiðir í fjós hvað er upprunalegt. Hér sést til dæmis, að upphaflega gylltur lokkur á myndinni til hægri ('yfír öxlinni) hafði einhvemtíma veriðyfírmálaður sem klæði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.