Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 9
óþekktra aðstæðna. Þá er þðrfin meiri en nokkru sinni ella á því að sætta andstæður og sundurleit hughrif, festa ný viðhorf og form, skapa samvitund eða skoðanagrund- vðll. Goðsagnir eru betur til þess fallnar en þvingunaraðferðir, boð og bönn. Einkan- lega ef þær eiga sér stoð í veruleikanum sjálfum en styðjast ekki einvörðungu við foma bókstafi. Þær hafa til lengdar öflugri áhrif á vitundarlíf fólks en ítroðsla og nauð- ung. FÖLARSÓLIR OgFyrirburðir Samfélag sautjándu aldar spennt milli öndverðra skauta; jafnvægi var lítið sem ekkert, hugarfar manna kynlega skipt og mótsagnakennt. Dauðinn varpaði löngum skugga og kallaði á ofsafengna útrás í diykkjuskap og kynlífi sem aftur olli nístandi sektarkennd og harðneskjulegum refsingum. Lostinn og grimmdin ferðuðust í sama vagni undir þremur sólum svörtum. Að þessu leyti er sautjánda öldin ein hin magnaðasta í sögu íslands byggðar. Jafn- framt fól hún í sér endurreisn íslenskra bókmennta og var glæsilegt skeið í skáld- skap. Fram komu sígildir höfundar eins og Hallgrímur Pétursson, Æri-Tobbi, Jón Magnússon og Stefán Ólafsson. Sú hefð hefur og skapast að kalla tímann frá 1550 til 1770 lærdómsöld. Þannig vaknaði áhugi á íslenskum fornfræðum og fombókmennt- um um 1600. Rannsóknir á þeim hófust jafnfi-amt því sem byijað var að safna þjóð- fræðum. Sautjánda öldin er í þessu og fleiru hlið- stæða Endurreisnarskeiðsins í Evrópu 1400-1600. En um leið var hún öld mikill- ar þröngsýni og menntahaturs. Margir litu lærdóm sem ekki var guðfræðilegs eðlis homauga. Höfðu ýmugust á iðkun náttúm- fræða og töldu hana vera óguðlega „holds- ins forvitni". Lærðir menn kinokuðu sér jafnvel við að stunda rannsóknir sínar af ótta við ofsóknir og galdragmn. Þetta var öld óreiðu í andlegum efnum þar sem and- stæðir hugsunarhættir tókust á með ýms- um hætti: rétttrúnaður, húmanismi, galdra- trú, magísk lífssýn. Kirkjan var að herða tökin en hafði ekki enn náð til fulls valdi ýfir sálum manna. Sú skoðun varð sífellt útbreiddari er leið á öldina að Guð væri reiður við mannkynið og hefði sleppt Djöflinum lausum. Taldi einn virtasti fræðimaður landsins, séra Páll í Selárdal, ekki ólíklegt að það hefði gerst „anno 1601 eður anno 1598, því aldr- ei hefír hann verið svo ólmur á móti end- umýjuðum guðs söfnuðum, sem síðan". Öldin gekk_ og í garð með fimum á himni og jörðu. A festingunni sáust fölar sólir, logandi stjömur og glóandi spjót; eldar bratust upp úr fjöllum, ormar úr fljótum og mýs úr ull kinda; myrkur skullu á um mið sumur. Brjálsemi var og algeng sam- kvæmt annál Gísla biskups Oddssonar — umskiptingar margir. Við árið 1606 stend- ur skrifað að „á Flankastöðum sé fjögra eða fimm ára gamall drengur, sem hafi getnaðarfæri, skegg og kviðarhár, sem fullorðinn karlmaður", ennfremur að á Ey í Grímsnesi búi „hræðileg ókind, herfíleg og ferleg" er reki stundum upp hvínandi hljóð. „Oðra hvora“, segir biskup, „hefur hann vaxið mjög á lengdina og því lengri, sem hann hefur orðið, því meira hefur hann grennzt fram yfir hæfi“. Þykist bisk- up þekkja fleiri dæmi um slíka umskipt- inga. íslendingar hafa alla tið búið við meira öryggisleysi en flestar aðrar þjóðir. Þeir virðast þó hafa unað kjöram sínum — nátt- úrahamföram, einangran og löngum vetr- amóttum — með jafnaðargeði gegnum ald- imar; barist ótrauðir gegn myrkri, eldi og ís kynslóð fram af kynslóð, án þess að bugast. Hið dimma og óhugnanlega settist þó snemma að í vitund þeirra og mótaði lífsskynjunina. Þannig tíðkaðist trú á galdra og afturgöngur meðal alþýðu frá upphafi og fram aldimar þótt kirkjan reyndi að beijast gegn henni — hið sjúka og hryllilega var mönnum aldrei fjarlægt. Þeir virðast þó hafa lifað í sátt við myrk- rið allt fram á sautjándu öld. Þannig ríkti ákveðið jafnvægi í þjóðtrúnni. Huliðsver- öldin var í senn heimur óskar og ótta, góðs og ills, ljóss og myrkurs. Einstakling- urinn lifði með álfinn á aðra hlið en draug- inn á hina. Bjó sér til vamarkerfí í þjóð- trúnni er gerði honum kleift að þrauka þorrann og góuna í friði við landið og sjálf- an sig. Hann las náttúrana eins og bók fulla af merkingarríkum táknum og gaf óskýranlegum fyrirbæram nafn. Náði með því móti tökum á háskalegum veraleika er eila hefði getað yfirbugað hann. í heimi þessa einstaklings var í sjálfu sér enginn eðlismunur á náttúrlegum og yfímáttúrleg- um fyrirbrigðum. Hann var hluti af tilvera þar sem hið efnislega og andlega störfuðu saman með allt öðram hætti en nú gerist. Náttúran stjómaðist að hans mati af and- legum lögmálum sem menn gátu í sumum tilvikum haft áhrif á. Þessi magíska lífsskoðun kemur til dæmis fram í fjölda „loftsjóna" er menn þóttust sjá á sautjándu öld. Nefnir Gísli biskup Oddsson mörg dæmi þeirra í annál sínum. Kvöld nokkurt árið 1609 sá þannig prestur nokkur „ský hátt á lofti, sem virtist berast fyrir hörðum austanstormi; var það í laginu eins og vagn og fór í kring sólarsinnis; þegar skýið var komið hringinn að uprásarstað sínum sást maður rísa upp úr vagninum og breiða út handleggina, fyrst tvo síðan fjóra { allar áttir heims". Fleiri sýnir og stórkostlegri bar fyrir augu manna. Þær bera vitni um skynjunarhátt og reynslu sem okkur er nú framandi. DjöflatrúOg VÍTISHRÆÐSLA Eftir siðaskiptin og einkanlega á sautj- ándu öld rofnuðu magísk vensl einstaklings og umheims, jafnframt því sem þjóðtrúin tók breytingum. Álfurinn rann saman við drauginn. Hinn huldi heimur greindist frá daglegum veraleika fólks og varð að djöfla- veröld. Andhælisleg tvfhyggja kom S stað fyrri lífssýnar. Ástæður þessa vora margar — samfléttun þeirra á ákveðnu augnabliki: versnandi lífskjör, harðnandi veðurfar, of- stækisfull trúarboðun. Hræðsla við illa anda og yfimáttúrlegar verar varð að trafl- un — félagslegri sálsýki er gleggst kom fram í galdrafárinu. Þá varpaði fólk kvíða sínum og ótta á galdramenn sem áður höfðu verið hetjur í vitund alþýðu, vitn- eslq'a þeirra eftirsóknarverð. Þeir urðu nú að ímyndum hins illa — uppsprettur óreiðu og slysa í mannheimi. Ráðist var gegn þeirri lífsskynjun sem gert hafði þjóðinni kleift að lifa í landinu og frelsið skert á flestum sviðum. Innræting og skipulag færðust í aukana. Leitast var við að sveigja hvem og einn undir kristilega samvitund sem með tímanum varð að ósýnilegu valdi er gegnsýrði flest svið lífsins oglagði sjálf- stæða viðleitni í dróma. Hin lútherska kirkja beitti mörgum ráð- um til að festa menn í trúnni og efla yfir- sjálfið: hina kristilegu samvisku. í því sam- bandi skipti vítiskenningin miklu máli. Útskúfunarhugmyndir höfðu lítt verið áberandi á síðustu tímum kaþólskrar kristni hérlendis en eftir siðaskiptin urðu þær eitt öflugasta innrætingarmeðal kirlq- unnar. Þær sköpuðu og sjúklega skelfíngu hér á landi sem annars staðar. Hefur Páll Eggert Ólason bent á að ein afleiðing þeirra hafi verið aukin útbreiðsla geðveiki, enda geta ættbækkur, prestasögur og annálar fyrri tíma oft um að menn hafí sturlast, verið hrelldir á samvisku sinni, fengið samviskusturlan. Kennimenn héldu og mjög helvíti að almúganum í stólræðunr sínum og ritum svo ekki var furða þótl andskotinn yrði laus. Gott dæmi um kenn- ingu kirkjunnar er ritið Kristileg undirvi- sun um ódauðieika sálarinnar sem lagl var út og prentað á Hólum í upphafí aldatf innar, 1601. Þar er kvölum helvítis m.a. lýst á eftirfarandi hátt: 5. Þar er eilíf hörmung, neyð og angist. 6. Eilif eldsins kvöl og pína, í eldinum að brenna og stikna, en verða þó aldrei uppbrenndur. 7. Þar eru þreifanleg ytri myrkur. 8. Þar er eilíf skelfing og hræðsla. 9. Þar er logandi bik og brennisteinn, í hveijum þeir fordæmdu loga, stikna og brenna óendanlega. 10. Þar er nagandi ormur vondrar sam- vizku, sem aldrei deyr og aldrei Iætur af samvizkuna að naga og bíta. 11. Þar er eilífur og aldrei útslökkvanlegur eldur. 12. Þar er reiði guðs, hverja þeir for- dæmdu finna og líða, sú eð aldrei að eilífu mýkist né stillist. 13. Þar er vein og kvein, óp og tanna gnístran. 14. Þar er písl og pína í eldsins loga óaflát- anlega. 15. Þar er fordjörfun og fyrirdæming. 16. Þar er sá annar og eilífur dauði. Hin kristilega undirvísun er samhljóða fjölda annarra rita sem út komu á sautj- ándu öld. Lýsingamar á víti era óskipulegt samansafn ýmiss konar hugmynda um kvalir fordæmdra. Settar saman í því skyni að skapa hrollvekju er hræði fólk til holl- ustu og réttrar trúar. Árið 1619 þramaði prédikari nokkur í London: Séu allar grein- ir mannlegrar angistar frá upphafí vega, séu allar greinir pyntinga sem upp hafa verið fundnar — sé öllu þessu safnað sam- an er það þó sem flugnabit í samanburði við kvalir vítis, þar sem Guð sýnir hefndar- mátt sinn. í alþýðlegum trúarritum var megináhersla lögð á hina líkamlegu þján- ingu. Hún þótti áhrifameiri en ógn andlegr- ar útskúfunar enda varð fólk þessa tíma lítt vart við náð Guðs í daglegu lífi sínu. Hin lútherska innræting birtist ekki að- eins í nauðung og valdboði hérlendis heldur og goðsögulegri nýsköpun eins og áður getur. Raunverulegir atburðir urðu tilefni goðsagnar sem renndi stoðum undir djöfla- trú og vítishræðslu meðal almennings og áttu ef til vill meiri þátt í kristnun íslend- inga á sauijándu öld en menn hafa gert sér grein fyrir. Kirkjunni tókst að tengja boðskap sinn við veraleika sem brann á líkama hvers og eins: veraleika sem gerði helvíti að raunveralegri ógn. Með Tyrkjar- áninu 1627 fékk hið illa á sig áþreifan- legri mynd í vitund alþýðu en áður. Hinir framandlegu ræningjar urðu í þjóðsögunni að manndjöflum: heiðinni þjóð, óþjóð, manndjöflaþjóð. Þeir urðu að sendiboðum Satans, skuggaskrímslum er stefndu hinni mennsku borg í hættu væri ekki við þeim bragðist á réttan hátt: með eflingu kirkju og kristni. TYRKJASKELFING Óttinn við Tyrki var almennur í Norður- álfu frá fimmtándu öld og fram á þá nítjándu. Þeim var bölvað í prédikunarstól- um og særingar þuldar gegn þeim löngu eftir að þeir höfðu hætt víkingaferðum. í bænabókum kirkjunnar höfðu þeir sömu stöðu og náttúrahamfarir, stórsóttir og reiðarþramur. Þeir komu og úr skelfilegum heimi að mati manna, heimi „grimtnra villigalta", djöfuls þý með ráni og morði. í „Bæn á móti Tyrkjanum“ sem prentuð var í Avenarii bænum er Oddur biskup Einarsson þýddi á íslenska tungu segir: „Hann (Tyrídnn) hefur gefíð líkami þína þénara hræfuglunum undir himninum til fæðu, og hold þinna þénara villidýram í landinu. Hann hefur úthellt blóði þeirra kristnu svo sem vatni, og þar var enginn sem þá greftraði". Bæn þessi var lesin hér á landi fram til 1860-70 að sögn Jóns Þorkelssonar. Menn kyijuðu og vemdar- sálma gegn Tyrkjum fram á níljándu öld. Heiftin og skelfíngin lifðu með þjóðinni furðu lengi. Allmargar heimildir era til um Tyrkja- ránið. Er athyglisvert að skoða hvað það var sem mestan óhug vakti með fólki þeg- ar í byijun. Viðbrögð Þorleifs sýslumanns Magnússonar á Hlíðarenda era að mörgu leyti dæmigerð. í huga hans vora Tyrkinn og Páfinn greinar af sama meiði, enda var Tyrkjum iðulega skipað á bekk með villu- trúarmönnum og heiðingjum í lútherskum bænabókum. Markmið ræningjanna var að mati Þorleifs að fordjarfa öll Norðurlönd og koma þeim undir ríki Satans. í bréfí þann 17. ágúst 1627 ritar hann um ránið í Vestmannaeyjum og segir meðal annars: „Þeir hlupu sem beztu hestar; þeir hlupu upp björg og hamra, sem kettir, svo ei stendur fyrir þeim. Þeir hafa flöskur upp á sér, og bolla lítinn að láta í af flöskun- um; það drekka þeir nær þeir vilja illt að- hafast — meina menn mannablóð með púðri og öðra tilbúið, — að herða upp þar með þeirra grimmd og blóð gírugheit." Ránið varð þegar í byijun tilefni magn- aðrar hrollvekju enda virðast ódæðisverk ræningjanna hafa verið dæmalaus: blóð- þorsti þeirra og miskunnarleysi með ólík- indum — „snera þeir aftur þá helstungnu sundur að saxa og höggva, hvar af þeir höfðu gaman og lyst“, segir á einum stað. Ljóst er þó að lýsingamar aukast með tímanum: hroðaverkin verða sífellt verri og svívirðilegri. Gott dæmi um það er frá- sögn af illvirki nokkru sem Tyrkir unnu á Austfjörðum og greint er frá í flestum lýs- ingum á ráninu. í einni elstu heimildinni er sagt að þeir hafi tekið piltung nokkum og skorið hann þvert yfír andlitið, flett svo augnabrúnunum ofan fyrir augun og sneytt loks af honum „báða hans huppa fyrir neðan síðumar“. Lét hann þar líf sitt með harmkvælum. Ekki segir frá öðram aftök- um af slíku tagi í þessari frásögn. í ann- arri heimild er hins vegar skýrt frá því að 21 maður hafí fundist dauður, þannig til- hafður. Síðari hluti birtist í næstu Lesbók. Höfundur er lektor viö Háskóla (slands. KRISTINN MAGNÚSSON Kfoss- festing Heródes þvoði hendur sfnar — Það var ekki lengur spuming um tár — Herskarar vörðuðu veginn til hásætis Pílatusar Svo ekki hallaðist á vináttuleikinn Innan ögurstundar lokaði mannijöldinn hringnum með hrópum: Krossfestið hann Eftir samspilið táraðist mannfjöldinn Höfundur er prentari og bílastæöavörður og hafa Ijóð hans oft birzt í Lesbók. STEFÁN STEFÁNSSON Kyrrð / röðuls roðavarpi rósleikur hljóður raki er á reinum rökkurfagur óður af yndi loftið ilmar og umvefur heitt hvert það lífsins hjarta af heiminum þreytt agndofa í undrun ég aldrei skildi fyrr takturinn er týndur tíminn er sem kyrr almættið er opið allt sem verður eitt etjur, fár og amstur engu fá hér breytt bifast ekki blöðin bærist ekki hár bæna minna blíðra blika silfurtár Höfundur býr á Patreksfirði LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MAR2 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.