Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 4
Upp rís hvert líf essi niðurstaða reynslusögu Jobs kemur upp í hugann þegar grandvar og gáfaður leitandi og listamaður kveður mannheima. Hinni fornu sögu má líkja við stórbrotinn ljóðleik. Hún er meistaraverk bæði að efni og formi og birtir — Þá svaraði Job Drottni og sagði: Ég veit, að þú megnar allt, og engu ráði þínu verður varnað fram að ganga. „Hverersá, sem myrkvar ráðsálykt- un Guðs í hyggjuleysi?“ Fyrir því hefi ég talað án þess að skilja, um hluti, sem mér voru of undursamlegir og ég þekkti eigi. „Hlusta þú, ég ætla að tala. Ég mun spyrja þig, og þú skalt fræða mig.“ Ég þekkti þig af afspum, en nú hefir auga mitt litið þig! Jobsbók 42, 1-5. Um skáldið Heiðrek Guðmundsson, uppruna hans, ævi og ljóðlist. Eftir BOLLA GÚSTAVSSON trúarreynslu, sem vakir alstaðar að baki. Sagan lýsir áleitnum efasemdum og hörðu sálarstríði réttláts manns, sem lendir í þung- um raunum, og hún rís hátt sem máttug trúarsókn ofar öllum stundlegum hégóma. Þetta óbundna söguljóð um ráðgátur mót- lætis og heita baráttu við innri efasemdir er á margan hátt í samræmi við lífsóð Heið- reks Guðmundssonar skálds. Innri heimur mannsins og margslungin litbrigði tímans voru meginviðfangsefni hans og hann stefndi að því sama marki og fornmaðurinn Job, leitaðist við að spinna svo vandaðan þráð úr kembu tímans, að hann gæti tengt hann eilífðinni. Ekkert var honum fjær skapi en uppgjöf, þegar mest á reyndi, og þótt hann af skaphita ætti til að dæma verk sín til dauða, þá varð það aldrei endanleg niður- staða, heldur fór eins og hann sjálfur komst að orði í sögu um gamalt ljóð: „Hann samræmdi efnið og orðanna hljóm, sem átti við formið og Ijóðið uns kvseðið var rímað við reynslu hans sjilfs og runnið í merginn og blóðið. “ Hann var skáld. Bam að aldri fann hann þá þrá bærast fyrst í bijósti sér að yrkja ljóð. Sú köllun var ekki sprottin af hégóm- legum draumum, heldur lífsreynslu, sem oft var sár. Glíman við vonbrigði og efa hófst þá þegar. En efi hans var heiður himinn, því hann slakaði aldrei á kröfum til sjálfs sín, hvorki siðrænum né listrænum. Vegna þessa heiðarlega efa ljómaði jörð um síðir í ljósi sólar. Hreinn hugur efans gaf honum jafnan heiðan dag á ný, þótt yfír jörðu hefðu um stund grúft þungbúin þokuský. Og hann gerði sér glögga grein fyrir því, að einlæg- ur efi er vottur aflsins og löngum aðal hins frjálsa hugar og Heiðrekur orðaði það á þann veg í ljóði: „Ogreyndu því ekki að blása upp bái úr brunnum og kulnuðum glæðum. Því efinn er kveikja og eldur og Ijós I andríkum silmum og kvæðum. Hann byltir sér tíðum og leitar að lausn og lýtur því boðorði einu. En verðurþú aldrei í uppnámi hans, er ekki að segja frá neinu.“ Þama er upphafinu lýst, upphafi skáld- ferils, sem á eftir að verða mörgum hug- stæður svo lengi sém íslensk tunga verður töluð. Það er ekki síst vegna þess, að efi skáldsins varð útsýn tindsins og andi víðrar sjónar, þótt aldrei gerði hann víðreist í bók- staflegum skilningi þess orðs, né sæti á bekkjum æðri menntastofnana. Eigi að síður tókst honum í list sinni að tengja tímann eilífðinni, gat nær ævilokum með hugarró tekið undir orð Jobs, er hann sagði við Drott- in: — Hlusta þú, ég ætla að tala. Ég mun spyija þig, og þú skalt fræða mig. Ég þekkti þig af afspum, en nú hefir auga mitt litið þig. Heiðrekur hafði litið takmark strangra en fijórra átaka og orti því: „Dimm eru ský og dapur hugur þinn, drúpir hvert blóm og fáni í hálfa stöng. Hljómur frá kirkju- klukku til þín berst, klðkkur og sár og nístir hjarta þitt. Heyríst að nýju eftir eina stund ómur frá sömu klukku, mildur tónn. Dregur þú fánann upp, og í þann mund opnast á himni gluggi fagurblir. Vorfuglar syngja, blómin breiða út blöðin sín öll á móti hlýrri sól. Lifir og þróast allt, sem eitt sinn var. Upp rís hvert líf, þótt slegið sé í hel.“ II Heiðrekur Guðmundsson fæddist þann 5. september árið 1910 að Sandi í Aðaldal. Hann var sjötti í röð tólf systkina, bama þeirra hjóna, Guðrúnar Lilju Oddsdóttur og Guðmundar Friðjónssonar skálds og bónda á Sandi. Voru bræður tíu en systur tvær. Einn drengjanna, Snær að nafni, andaðist nokkurra vikna, en hin bömin komust öll yfir tvítugt. Saga þeirra Sandshjóna er kunn og hefur Þóroddur sonur þeirra ritað ítarleg- ar ævisögur beggja foreldra sinna. Öll hafa þau bömin þeirra borið vitni góðum stofn- um. Dylst engum að baðstofupallurinn á Sandi hefur verið einstæður skóli á upp- vaxtarárum þeirra, sífijótt tungutak Guð- mundar Friðjónssonar og stórskorin anda- gift, er „hann knúði strengi kvöldin löng úthjá vetrarmar", eins og Hannes skáld Pétursson lýsir í meitluðu ljóði: „Grípin kenndu þér greppa-söngvar grænir hyljir, brímfall við ósa. Tónn þinn djúpur átti sér öngvar ættir sem lægju til bleikra rósa. “ En þótt við göngum þess ekki dulin, að áhrif þessa djúpa tóns hafí verið sterk og áleitin og Heiðrekur þegar í bemsku ör- geðja og líkur föður sínum um suma hluti, hneigður fyrir bóklestur, brátt fágætlega orðhagur og hefði næmt eyra fyrir hrynj- andi, þá urðu lífsviðhorf hans um margt önnur en skáldsins á Sandi. Skáldskapur hans tók snemma sjálfstæða stefnu óháða uppmna og bemskuumhverfi. Sjálfur kvað hann kynni sín af mönnum hafa fremur orðið sér að yrkisefni en blómin heima, þeg- ar ég eitt sinn innti hann eftir því, hvort umhverfíð heima á Sandi hefði haft örvandi áhrif á skáldhneigð hans. Hann vitnaði til hendinga úr ljóði: „Þar sleit ég bryddum bemsku minnar skóm / og blóm og rósir tróð ég undir fæti“, já, í stað þess að falla í stafi yfir fegurðinni, sagði hann og bætti síðan við: — Þegar ég fór að yrkja fyrir alvöru, eftir að ég fór að heiman, þá eru það fyrst og fremst kynni mín af mönnum, sem hafa orðið mér að yrkisefni, án þess ég hafi orðið fyrir beinum áhrifum af ein- staklingum. Þessi staðhæfing er orð að sönnu og má bæta því við, að til þess þarf hugrekki að sækja skáldskapnum lífsins eld í sálarlíf mannsins og margslungin viðbrögð hans andspænis verðmætum lífsins, verald- legum og andlegum, já, gagnvart lífi og dauða. Sá sem það gerir verður að búa yfir manndómi og djúpum gáfum, ef hann á að halda velli sem listamaður. Þá prófraun stóðst Heiðrekur Guðmundsson. Hann hafði þegið glögg hyggjuskil ljóss og dags til þess að fella reynslu sína í mannheimum í meitluð og lifandi ljóð. Heiðrekur var heima á Sandi til tvítugs- aldurs og vann að búi foreldra sinna. Hann hóf nám við Héraðsskólann á Laugum haustið 1930, en varð að hverfa frá námi vegna veikinda. Það varð honum þyngri raun, að geta ekki aflað sér menntunar, en jafnvel þeir nánustu gerðu sér grein fyrir. Hann tók þann kost að bera þau vonbrigði í hljóði og flestum virtist sem honum væri ljúfast að dveljast heima í átthögum sínum. Hann var heima á Sandi til ársins 1939. Hugðist hann fyrst setjast að í Reykjavík, en dvöl þar var skammæ. Varð Akureyri aðsetur Heiðreks upp frá því og allt til enda- dægurs. Skömmu eftir áramót 1940, þann 27. janúar, hafði hann gengið að eiga unn- ustu sína, Kristínu Kristjánsdóttur frá Bergsstöðum í Aðaldal. Hún er dóttir Krist- jáns bónda Davíðssonar og Hólmfríðar Jak- obsdóttur. Það var mikið gæfuspor og hlut- ur Kristínar í æviverki Heiðreks skálds verð- ur að líkindum aldrei metinn sem skyldi. Á sinn hljóðláta hátt bjó hún honum þær að- stæður, að honum varð meira úr verki é sviði skáldskapar, en kröpp kjör sambúðar- áranna gáfu tilefni til. Hún vakti yfir vel- ferð hans af ást og umhyggju og þegar leið á ævikvöldið og heilsa hans var á þrotum var hún enn hans styrka stoð í því vamar- stríði, sem hann lýsti í samnefndu ljóði, er lýkur á þessa leið: „Þrotinn að burðum bið ég Guð um líkn. Bæn mín er sú, að skipti um sem fyrst Nóttin fer að og óðum dimmir nú. Nóttin fór að og allir þráðu hvíld. Og allir hafa sofhað, nema þú. Gott er að vita vakað yfir sér. Gott er að vita hurð I hálfa gátt handan við stokkinn, þegar rökkva fer. Getir þú vongiöð vakað enn um hríð vinn ég með þinni hjálp mitt dauðastríð. “ 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ1989

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.