Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 6
Mynd: Arthur Ragnarsson Hvunndagshamingj a að var komið lítið eitt fram yfír hádegisverð á veitingastofunni. Flestir viðskiptavinanna höfðu lokið snæðingi og sátu nú í makindum með kaffíbolla fyrir framan sig. Handan við gluggann sem sneri út að aðalgöt- Úr smásagnasafninu „Draumamóðirin og aðrar sögur“. Þetta er safn japanskra smásagna frá árunum eftir stríð og er þeim ætlað að gefa nokkra innsýn í líf japanskra kvenna og jafnframt að sýna breytingar sem hafa orðið á ímynd konunnar með breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Bókinni er skipt í fímm hluta: Jómfrúin, Eiginkonan, Ástkonan, Móðirin og Útivinnandi konan. Smásaga frá Japan eftir Mori Yoko Hallfríður Jakobsdóttir þýddi úr ensku unni stóð hlynur, eins og sprottinn út úr málverki eftir Bemard Buffet, og benti lauf- lausum greinum sínum upp í kólgaðan vetr- arhimin. Það var augljóslega hvasst úti, því að naktir kvistir hans slógust ónotalega til í eftirmiðdagskulinu. Inni á veitingastofunni var hins vegar hlýtt og friðsælt. Það flæddi engin músík; hljómur frá teskeiðum sem klingdu við postulín var eina undirspil hinnar lágværu melódíu kvenlegra samræðna. Vasar með skærlitum blómum stóðu hér og hvar eins og litskrúðugar eyjar mitt í ilmandi straum- um frá sterku kaffí. Akiko var búin að stara um hríð mitt á berar greinamar fyrir utan gluggann. Gmnnfærinn áhorfandi kynni að hafa álykt- að að hún væri gersamlega hugfangin af vetrarsýninni, en í raun þá var svipur henn- ar ekki mótaður af aðdáun, heldur ráðaleysi. „Nú er ég búinn að segja þér ástæðum- ar,“ sagði Aono við hana og fítlaði við tómt vínglas. „Mér þykir fyrir þessu." Hann leit upp og stalst til að horfa á hana. Það verður allt í lagi með mig án hans, fullvissaði Akiko sjálfa sig. Þar til fyrir tveimur mánuðum vissi ég ekki einu sinni að þessi maður, Aono, væri til. Það olli mér hvorki óþægindum né hugarangri þá, að þekkja hann ekki. Svo ég hverf bara aftur til þess sem var — það er allt og sumt. Þess sem var. Hugsunin byltist fram með flóði af óbærilegum kvíða. Hún hvarflaði augunum upp á Aono. Nei, hún gæti aldrei horfíð aftur til þess sem var. Hvemig gæti hún snúið aftur til þeirrar drepleiðinlegu vanabundnu tilvem? „Ég dey,“ stundi hún. „Hættu þessu! Vertu ekki með svona fleipur," Aono reyndi ekki að dylja gremju sína. „Við gerðum okkar samkomulag, ekki satt?“ „Ég meinti þetta ekki. Mig langaði bara til að vita hvemig það hijómaði þegar ég segði það.“ Aono virtist létt. Akiko leit af honum. í raun og vem er það ekki hann sem ég þarfn- ast, hugsaði hún með sér. Allt og sumt sem ég þarfnast er eitthvað sem tekur mig frá eldhúsinu og sjónvarpinu endmm og eins. Bara eitthvað sem þvingar mig burt úr kæfandi þægindum heimilis míns, þótt ekki sé nema örfáar klukkustundir. Það þarf ekki að vera Aono. Skrambinn hafí það, þar er ekki ein einasta ástæða til þess að það þurfí að vera hann. nema þá sú að hann hafí áhuga á mér. Akiko fékk sting fyrir bijóstið í hvert sinn sem hún velti því fyrir sér hvers vegna hún hafi fallist á að fara með þessum ókunna manni, sem hafði gefið sig að henni í vömmarkaðinum. Aono var einmitt þess konar maður sem var líklegur til þess að abbast upp á húsmóður með gula innkaupa- körfu á handleggnum. Það var það fyrsta sem Akiko flaug í hug er hún sá hann. í raun og sannleika hafði stolt Akiko særst þegar þetta gerðist. Fram undan jakka mannsins stóðu óhreinar líningar á skyrtu sem einhvem tíma hafði verið hvít, og hár- ið á honum var óbragglegt. Óbragglegur maður, hugsaði hún með sér. Samt sem áður, þegar hann sagðist mundi vilja bjóða henni upp á tebolla, þáði hún boðið nánast sjálfkrafa vegna þess að hún blygðaðist sín fyrir að hafa verið ávörp- uð af svona manni. Það var fyöldi annarra innkaupakvenna í kringum hana. Ef hún neitaði honum og hann héldi samt áfram að stíga í vænginn við hana, myndu þau óhjákvæmilega vekja athygli. Eina hugsunin sem komst að hjá henni var að komast burt af staðnum eins fljótt að auðið væri. Þegar hún féllst svo umyrðalaust á upp- ástungu mannsins — þótt svo að syði innra með henni — virtist koma fát á hann eitt andartak. Hann leit út fyrir að trúa ekki sínum eigin eyrum þegar hann gekk á eftir Akiko til dyra. Á endanum fór hún í rúmið með honum þennan sama dag. Hvers vegna hún skyldi hafa gert nokkuð þvíumlíkt, á því hafði hún enga rökrétta skýringu. Sjálfsagt mátti rekja hana til þeirrar sömu hvatar er hafði stjómað viðbrögðum hennar í vörumarkað- inum áður. Þegar inn á kaffístofuna var komið, var maðurinn vandræðalegur á svip en gat þó ekki dulið það sem honum bjó í huga. „Hm — þú, héma — ætlar að koma með mér er það ekki?“ stamaði hann út úr sér og forðaðist augu hennar. „Viltu ekki vera svo góð?“ Það var nákvæmlega engin ástæða til að Akiko færi með honum. Sérhver þáttur í fari hans vakti andúð hennar og gremju. Henni þótti áleitni hans hrein móðgun við sig; hún gat ekki fyrirgefíð að hann skyldi ætla að hún væri svo lítilfjörleg. Hún komst ekki hjá því að sjá grunsemd- arfullar augngotumar sem henni voru sendar frá borðunum umkring — frá tveim- ur, þremur húsmæðrum á svipuðum aldri og hún sjálf og nokkmm unglingsstúlkum, sem sjálfsagt vora ritarar í alltof löngu kaffíhléi. Þessar augngotur komu henni úr jafnvægi og knúðu hana til að taka af skar- ið, svo það endaði með því að hún hvíslaði „allt í lagi“ til mannsins. Jafnvel þegar hér var komið, var Akiko ekki í neinum vafa um að hún myndi geta losnað við hann þegar þau kæmu út af kaffistofunni. Hún þurfti ekki annað en að segja að henni hefði snúist hugur. Hún fór út fyrir á meðan maðurinn borg- aði kaffíð. Sólin var að setjast. Kvöldroðinn yfír borginni var dapraður af ryki. Plast- dræsa þyrlaðist hjá henni í vindsveip, sem einnig bar með sér angan af glóðuðu nauta- kjöti frá nálægum veitingastað. Akiko velti því fyrir sér hvað hún ætti að hafa í kvöld- matinn. Hún leiddi hugann að litla eldhúsinu heima, að leirtauinu eftir hádegisverðinn sem lá óuppþvegið í vaskinum. Hún gat jafnvel séð fyrir sér varalitinn á röndinni á bollanum sínum ofan við uppþomaðar kaffí- dreggjamar. Þegar síðasta skíma hins slæpta sólarlags braust í gegnum söndugt mistrið, var sem hitastigið hrapaði. Það fór hrollur um Akiko. Á því augnabliki læstist um hana sú örvænt- ingarkennd að ekkert skipti lengur máli. Var yfirleitt nokkuð á þessu notalega heim- ili hennar sem henni var raunveralega kært? Hún fann tilgangsleysið hvolfast yfír sig. Maðurinn kom út af kaffístofunni. Þegar hann sá Akiko blikkaði hann augunum nokkram sinnum og þvingaði fram bros. „Ég var hræddur um að þú kynnir að vera far- in,“ útskýrði hann nánast afsakandi. Aug- ljóslega hafði hann búist við að hún yrði farin. „Hvers vegna kona eins og þú? Ég trúi þessu ekki ennþá. Mér er þetta hreinasta ráðgáta." Hann hélt áfram að hrista höfuð- ið þegar þau gengu af stað saman. Þótt hann væri rýr um axlimar, vora hendur hans sterklegar. Þær vora þó alltént hreinar að sjá. Akiko vissi að hún myndi ekki hrökkva undan þessum höndum ef þær snertu hana. Og af þeirri ástæðu einni sam- an fór hún í rúmið með þessum ókunna manni, sem sagðist sölumaður. Hún hafði ekki búist við neinu algleymi í rúminu. Og það gekk eftir. Aono var klaufalegur og lófar hans voru undarlega heitir. Teygjan á svörtu sokkunum hans var slitin og þeir héngu læpulega um ökklana á honum. Á eftir muldraði hann því út úr sér að hann væri líkast til ekki með nóga peninga til að greiða hótelið og þáði, vand- ræðalegur á svip, tvö þúsund yen af Akiko.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.