Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 3
i-BgBflg HHssasaEæanas® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Augiýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Sími 691100. Myndin er af málverki Francis Picabia frá árinu 1935 og heitir hún „í leikhúsi“. Picabia var einn af módemistun- um fyrr á öldinni, en stóð þá í skugga annarra svo sem Picassos, Braques, Miros og Klees, enda var Picabia mjög sér á parti. Með tilkomu „Nýja málverksins" hefur Picab- ia verið tekinn til endurmats, enda er hann í hæsta máta nútímalegur. Hefur frægð hans og virðing farið mjög vaxandi. Franska stjómarbyltingin átti sér stað fyrir 200 ámm og hefur því verið haldið fram, að í raun hafí nútíminn byijað þá; slík vom áhrif byltingarinnar á hugsunarhátt og stjórnar- hætti. Siglaugur Biynleifsson hefur að beiðni Lesbókar ritað ijórar greinar um þetta efni og birtist sú fyrsta hér og fjallar um aðdraganda byltingarinnar. Greinamar munu birtast í júní og júlí. Réttlæti velferð og lýðræði, heitir grein eftir Pál Skúlason prófess- or og fjallar hún um siðfræði í pólitík, sem ekki veitir af að hugleiða. Upphaflega átti þetta að vera framsöguer- indi á fundi í Garðabæ, þar sem stjómmálamönnum var boðið að taka þátt, en ekkert varð af þeim fundi, þar sem stjórnmálamenn virtust ekki hafa áhuga á að ræða um þetta efni. Ferdabladid hefur verið á ferðinni í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna, sem er alveg sér á parti meðal bandarískra borga, enda streyma þangað milljónir ferðamanna ár- lega. Meðal þess sem mest aðdráttarafl hefur, má nefna Hvita Húsið og Þinghúsið, en í Washington em einnig mörg frábær og fjölbreytt söfn. HANNES PÉTURSSON Marie Antoinette Sem úfið haf er þessi mikla þyrping og þarna sést á vagninn eins og sker. Hún stendur þögul, horfir yfir hópinn en hæg og svöl er morgungolan. Lengra burtu bíður hin bitra öx í háu gálgatré og sést yfir múginn. Hún er þreytt og heyrir öll hrópin sem úr óramiklum fjarska buguð af hinni beisku fangadvöl Er von hún skilji að allur þessi æsti óhreini lýður, þetta grimma vopn sem blikar þama blóðugt, óseðjandi sem bölvað skrímsli, sáir dauða og kvöl sé hvítur draumur hugsuðanna, framtíð hollari, betri og eina völ en hitt sem nú skal rifið upp með rótum: hið rotna stjórnarfar og mikla böl sé hún, sem yfir hópinn orðlaus starir hrein og föl. Ljóðið er birt í tilefni frönsku stjórnarbyltingarinnar fyrir 200 árum, sem um er fjallað hér í blaðinu. Marie Antoi- netta (f. 1755), dóttir Maríu Theresíu, var drottning, gift Lúðvík sextánda Frakkakonungi. Byltingarmenn settu hann af og hálshjuggu í París 1792. Ári síöar var Marie Antoinette hálshöggvin þar í borg. Ljóðið er ort 1955 og var frumprentað í fyrstu Ijóöa- bók Hannesar Péturssonar það sama ár. B B Drög að borg Deilur um hugsanlega lagningu og nauðsyn á stórri umferðaræð um Fossvog em afleiðing af skipulagsstefnu margra áratuga, sem hefur miðað að því að tæta borgina út um allar trissur. Þegar útmörk Reykjavíkur em skoð- uð, kemur í ljós að hún er á stærð við erlend- ar milljónaborgir og í rauninni em þetta aðeins drög að borg, eða slitrur. Árið 1962 var út gefinn mikill doðrantur um aðalskipu- lag Reykjavíkur eftir að danskir sérfræðing- ar höfðu rýnt í málið. Þá var nýjasta tízka í skipulagi borga sú, að byggja laustengda smábæi á víð og dreif fremur en að þétta byggðina. í þessum útbæjum áttu að vera miðbæjarkjamar sem kæmu að einhveiju leyti í stað eins, gamalgróins miðbæjar. Reynslan varð sú, að miðbæjarkjamar í útbæjum gátu engan veginn komið í stað gamalgróins miðbæjar í borg; þar var ein- faldlega of fátt um fólk og það flýtti sér þaðan í burtu þegar það hafði gegnt erind- um sínum. Alvöm miðbær er margfalt íjöl- breyttara og lífrænna umhverfí en einn verzlanakjami getur orðið. Afleiðingin af þessari stefnu varð meðal annars sú, að miðbær Reykjavíkur lenti í niðurníðslu og vanrækslu. Óglæsilegri miðbær mun vand- fundinn í höfuðborgum hins vestræna heims að minnsta kosti. Um alla Reykjavíkurborg em opin og óbyggð bersvæði, engum til gagns nema vindinum, sem nær sér rækilega á strik þar. Öll þessi innanbæjaróbyggð blasir við þegar flogið er yfír borgina -eða ekið um hana - og þá virðist liggja ljóst fyrir, að þessi gífurlega þensla upp í Breiðholt, Ár- bæjarhverfí, Selás og Grafarvog var óþörf. Garðabæ óg Kópavog mætti nefna af sömu ástæðu; 100-150 þúsund manna bær væri víðast hvar talinn mjög rúmgóður á öllu Seltjamamesi og inn að Elliðaám og í fjöl- mennum borgum með háreistri byggð- Par- ís til dæmis - kæmist þessi mannfjöldi fyrir í gamla Vesturbænum. Flestum þætti það nokkuð langt gengið í þéttingu byggðar, en ætli hinn gullni meðalvegur liggi ekki mitt á milli gamalla, erlendra stórborga og þeirrar stefnu, sem sérfræðingarnir hafa leitt yfir okkur Svefnbæjastefnan með tilheyrandi verlz- ana- og þjónustukjömum er gífurlega dýr. Hún útheimtir óheyrilega víðfeðmt gatna- og lagnakerfí og hún veldur því einnig, að smávægileg erindi útheimta fáránleg ferða- lög og tíma. Umferðarvandamálin em svo að segja búin til, því það er dýrt að vera fátækur og við höfum lítið getað leyft okk- ur annað en ódýrar og lélegar lausnir svo sem hringtorg og ljós á stöðum þar sem brýr og slauffur em í raun það eina brúk- lega. Þessi stefna er íslenzku efnahagslífí dýr- keypt. Afleiðing hennar er m.a. sú, að stijál- býlið innan Reykjavíkur útheimtir miklu meiri bílaeign en annars þyrfti að vera. Eiginlega þykir nauðsynlegt að hver ökufær maður hafí sinn eigin bíl. Það er á hinn bóginn dálítið kyndugt, að vinstri vængurinn í pólitíkinni, sem alltaf hefur í orði kveðnu horn í síðu einkabílsins og gatnakerfísins yfírleitt, hefur einmitt lýst sig andvígan þéttingu byggðar í borginni. Einkabíllinn er einfaldlega þrautaráð fólks, sem verður að lifa við þetta skipulag og bersýnilega er hann þrautaráð hinna vinstrisinnuðu einnig. Nú heyri ég rekið upp ramakvein: Utivist- arsvæðin. Viltu láta byggja á útivistarsvæð- unum - ekki nema það þó? Bíðum við; hvar skyldu raunvemleg útivistarsvæði vera? Ef í ljós kæmi að einhver blettur væri virkilega notaður til útivistar, þá hlýtur að vera sjálf- sagt mál, að hann fái að halda sér. Mér kemur ekki hug að byggt verði í Hljómskála- garðinum eða í Laugardalnum þar sem tijá- ræktin er hvað gróskumest. En jafnvel á þessum unaðsreitum sýnast æði fáir á ferli á góðviðrisdögum. Hver er til dæmis nýting- in á Klambratúninu eða öllum grasflötunum inn með Suðurlandsbraut og Miklubraut? Einn af andstæðingum Fossvogsbrautar lýsti nýlega því stórslysi, ef brautin fengi að halda áfram utanmeð Öslq'uhlíðinni og eyðilegði útivist borgaranna, sem hann ímyndaði sér að væm þar í hrönnum að spásséra. Ugglaust gengur einn og einn maður um Öskjuhlíðina, einkum ofanverða, og áreiðanlega verður það hægt eftir sem áður. Óbyggðimar á höfuðborgarsvæðinu em handa plastinu og ruslinu, sem fýkur úr einum stað í annan eftir því sem vindurinn blæs á þessu veðrasama landi. Til að skapa skjól verður að byggja þétt; ekki þó staka turna með bersvæðum þar sem rokið getur ólmast fyrirstöðulaust. Það er regin mis- skilningur að þétt borg þurfi að vera lakara umhverfi. Til dæmis læt ég nægja að benda á Frankfurt i Þýzkalandi, sem þurfti að endurbyggja eftir stríðið. Hún er háreistust þýzkra borga, en sá staður er vandfundinn í borginni, þar sem ekki sjást myndarleg tré. Til þess að miðbær Reykjavíkur deyi ekki úr leiðindum þarf að gefa fólki kost á að búa þar. Það sem búið er að byggja og teygja borgina í áttina austur á Hellisheiði verður ekki aftur tekið. En nú er næsta skref að teygja hana inn með Sundum, allar götur til Mosfellsbæjar. Þesskonar skækla- tog útheimtir ennþá stærri umferðaræðar, ennþá fleiri bíla, ennþá meiri tímasóun í akstur og ennþá meiri streytu. Hún er þó nóg fyrir. Það er athyglisvert að sjá nýju íbúðahús- in rísa við Skúlagötuna; vel teiknuð og nút- ímaleg hús, þar sem áður stóðu kumbaldar Skuggahverfísins. Flest húsin í þessu hverfí er börn síns tíma, börn fátæktarinnar frá fyrstu áratugum aldarinnar. Þau eiga sína sögu og eitthvað af þeirri sögu hefur stund- um verið rifjað upp hér í Lesbók; bæði í tíð Árna Óla og uppá síðkastið í greinum Guð- jóns Friðrikssonar sagnfræðings. Við skul- um minnast þess, að torfkofarnir, þurrabúð- imar, voru þama á undan þeim og urðu að víkja þegar steinbæir og bárajárnshús komu til sögunnar. Sjálfsagt er að varðveita einn og einn slíkan minjagrip en halda að öðra leyti áfram endumýjun á þessu svæði með þeim glæsibrag, sem er við hæfí í nútíma höfuðborg. Við stöðvum ekki hjól fram- vindunnar og lifandi borg getur ekki orðið byggðasafn. Þegar búið er að nema land á galeyðun- um og þétta Reykjavík svo að hún líkist borg fremur en slitram af svefnbæjum, verð- ur hægt að hefjast handa um að byggja gler- eða plastþök yfír sumar götumar að minnsta kosti. Við getum kallað þær vistgöt- ur. í raun og vera er Kringlan yfírbyggð verzlunargata og má marka af vinsældum hennar, að þessi lausn þykir góð. Við getum ekki byggt lífvænlega borg eftir skipulags- aðferðum suðlægari landa. Eðlilegast væri að ný uppbygging og þétting byggðarinnar hefjist í sjálfum mið- bænum, Kvosinni. Talsmenn þess að við- halda hinum einstæða kotrassasvip á mið- bænum, væla hinsvegar hástöfum ef kemur til umræðu að hrófla við því sem fyrir er. Steinkumbaldar bankanna drepa þennan stað í dróma; samt er ekki minnsta þörf á því að bankabyggingar standi við aðalgötu miðbæjarins. Ég hef litla trú á því, að á næstu öld vilji fólk hafa höfuðstað íslands eins og við höfum skipulagt hann og byggt. Vandinn er þó ekki „skilningsleysi ráðamanna“ eins og stundum er sagt, heldur úrtölufólk og hreint afturhald, sem á sinn stóra þátt í að Reykjavík er vægast sagt mikið undranar- efni þeirra erlendu gesta, sem áhuga hafa á umhverfismálum; borgarskipulagi þar á meðal. Þeir sjá það sem við blasir, að hér höfum við búið okkur heldur óhægan ívera- stað. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚNl 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.