Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 5
RÉTTLÆTIÐ ER FORSENDA Velferðar Frá sjónarhóli stjómmála er kjarni þessa máls sá að réttarríkið er í sannleika frnrn- forsenda velferðarsamfélagsins. Nái rétt- lætið ekki fram að ganga fer margt forgörð- um og tómt mál verður þá að tala um vel- ferð. Með ranglæti lætur fólk ekki gott af sér leiða. Allar siðareglur og starfshættir í stjómmálum eiga að byggja á þessari for- sendu, því að fólk getur ekki gert neitt gott nema það geri jafnframt það sem er rétt. Þegar stjómmálamenn velta vöngum yfir því hvað sé til góðs fyrir þjóðina eiga þeir þess vegna fyrst að spyija sjálfa sig hvort það sé réttlátt gagnvart öllum þegnum hennar. Mér virðist að á þessu sé alvarlegur brestur í stjórnmálalífi okkar og raunar öllu opinbem lífi. Bresturinn stafar af því að fólki gengur ekki vel að tengja saman hug- sjónimar um réttarríkið og velferðarsam- félagið. Þó að ég telji mig nú hafa sýnt fram á að réttarríkið sé ófrávíkjanleg for- senda velferðarsamfélagsins er vandinn ekki nema að hálfu leystur. Spuming er það eft- ir sem áður hvemig unnt sé að sætta þess- ar hugsjónir í reynd og kem ég að því síðar hvemig ég tel unnt að gera það. Stjórnmálavöld Og Gæði Lífsins Snúum okkur nú að lífsgæðunum og mati fólks og meðferð á þeim. Lífsgæðin eru af þrennu tagi. í fyrsta lagi em veraldar- gæði sem skiptast í efnahagsleg, stjóm- málaleg og menningarleg gæði; höfuðein- kenni veraldargæða er að þau em af skom- um skammti, um þau er því samkeppni og þau em fallvölt eða hverful. í öðm lagi em andleg gæði sem skiptast í vísindaleg, list- ræn og tæknileg gæði; höfuðeinkenni þeirra er að þau em ótakmörkuð í sjálfu sér, um þau er því engin samkegpni og þau em sögð eilíf eða varanleg. í þriðja lagi em siðferðileg gæði sem má flokka eftir tegund- um samskipta, en þeim má skipta í þrennt: öll hugsanleg samskipti fólks (hvort sem það þekkist eða ekki), náin persónuleg sam- skipti (fjölskyldu- og vináttubönd) og skipti manns við sjálfan sig (sem koma meðal annars fram í sjálfsáliti manna og dómum um sjálfa sig). í öllum mannlegum samskipt- um em það réttlæti og virðing fyrir mann- eskjunni sem skipta mestu. I nánum per- sónulegum samskiptum em ástin og vinátt- an efst á blaði, en fyrir einstaklinginn sjálf- an em það dómgreind og sjálfræði sem úrslitum ráða. Dómgreindin skiptir sköpum því að hún er lykill hvers manns að öllum öðmm gæðum, bæði veraldlegum og andleg- um; dómgreindina notum við til að vega og meta öll gæði lífsins; hún gerir fólki kleift að standa á eigin fótum. í stjómmálum em það svo ákveðin gæði í hveijum þessara þriggja flokka lífsgæða sem mestu skipta. I flokki veraldargæða em það bersýnilega völdin í þjóðfélaginu sem em eftirsóknarverðust. í flokki andlegra gæða er það kunnáttan, listin eða tæknin. I flokki siðferðisgæða er það svo réttlætið. Völdin, kunnáttan og réttlætið em þau gæði sem stjómmál í sjálfu sér snúast mest um. Kunnáttan felst í stjómlistinni, réttlæt- ið í stjómviskunni. Góðir stjómmálamenn þurfa bæði að hafa stjórnlist og stjórnvisku til að bera. Stjómmál snúast einnig um öll önnur gæði. Ástæðan er sú að völdin em þau gæði sem gera okkur kleift að hafa aðgang að öllum öðmm gæðum og jafnvel að ráðsk- ast með þau. Um það má samt deila hvort stjómmálavöld nái til sannra andlegra gæða, þótt þau geti haft og hafi margvísleg áhrif á skilyrði fólks til að njóta slíkra gæða. Til samanburðar við stjómmálavöld get- um við tekið peninga. Þeir veita aðgang að ótal gæðum og meðal annars að völdum. Til að vama því að peningavaldið fái öllu ráðið gilda í réttarríki siðareglur sem banna að menn geti keypt sér pólitísk völd, t.d. verslað með atkvæði. Með svipuðum hætti em ýmsar reglur sem banna hinu pólitíska valdi afskipti af ýmsum málum þar sem ýmis mikilvæg gæði era í húfi bæði verald- leg, siðferðileg og andleg. Félagafrelsi, rit- frelsi og trúfrelsi era talin meðal þeirra réttinda sem stjómvöldum í réttarríki er óheimilt að hrófla við. (Skyldustefnumenn og nytjastefnumenn deila um það hvort þessi réttindi séu mannasetningar eða eigi sér stoð í náttúrarétti.) í nafni almanna- heilla hafa þó stjómvöld í hinum vestræna heimi iðuiega afnumið eða skert slík réttindi. Alræðisvandi Ríkisins Hér rís hinn siðferðilegi höfuðvandi stjómmálanna. Ríkisvaldið er í sjálfu sér alræðislegt. Jafnvel þó að lög og reglur kveði á um það innan hvaða marka megi beita því, þá er aldrei nein trygging fyrir því að þessu valdi verði ekki misbeitt. Það em tvær meginleiðir til að takast á við þenn- an vanda og þær þarf að fara samtímis. Fyrri leiðin er sú að tryggja sem vönduðust vinnubrögð í dómskerfinu og sem mest sjálf- stæði dómstólanna gagnvart öðmm örmum ríkisvaldsins. Síðari leiðin er sú að vinna markvisst að uppeldi og menntun til að styrkja réttarvitund og siðferðisþroska landsmanna, svo að þeir megni að byggja upp og viðhalda eiginlegu réttarríki. I opinberri stjómmálaumræðu eiga þessir tveir málaflokkar að hafa forgang frá sið- ferðilegu sjónarmiði. Vegalagning, heilsu- gæsla, uppbygging einstakra atvinnugreina, rekstur bankakerfisins og viðskiptalífsins og hvers kyns sérhagsmunamál tiltekinna félagshópa eða sveitarfélaga em vissulega mikilvæg í velferðarsamfélaginu. Frá sjón- arhóli réttarríkisins og þar með sljóm- málasiðferðis em slík mál, mér liggur við að segja, aukaatriði. Árangurinn af öllu velferðarstarfinu veltur á því að fólk skilji það sem framfarir í opinbem siðferði. Svo dæmi sé tekið þá er umhugsunarvert hvort það þjónar tilgangi að leggja tugi milljarða í heilbrigðiskerfi sem stuðlar að þvi að fram- lengja líf fólks sem hefur hvorki efnisleg né andleg skilyrði til að njóta lífsins. Það em hins vegar brot á mannréttindum að hindna fullfrísk gamalmenni í því að vinna sómasamlega fyrir sér á meðan þau hafa orku til. Þetta dæmi virðist mér vera nokkuð aug- ljóst, en nú kann að vera að einhver sé mér ósammála og telji góða sjúkraþjónustu vera réttindamál ekki síður en það að vera ekki sviptur vinnu sinni. Annar kann að vera mér ósammála um það að dómskerfið og uppeldið eigi að vera forgangsverkefni ríkis- ins og telja það jafnmikilvægt eða jafnvel enn mikilvægara réttindamál að ríkið styðji við atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Hann bætir því gjaman við að blómlegt atvinnulíf sé undirstaða þess að halda uppi réttlátu velferðarþjóðfélagi. Hér er komið að vandanum sem ég vék að áður. Hvernig eigum við að greina á milli réttlætismála og velferðarmála í ein- stökum tilfellum? Með öðmm orðum: hvern- ig eigum við að taka pólitískar ákvarðanir í sameiginlegum réttlætis- og hagsmuna- málum? Hvemig eigum við að komast að niðurstöðum um þau réttindi sem réttarrík- ið byggist á og um þá hagsmuni sem velferð- arsamfélagið veltur á? Hvemig á að sætta og samræma hugsjónir okkar um réttarrík- ið og um velferðarsamfélagið? Þetta er að mínum dómi stærsta siðferðilega úrlausnar- efni vestrænna ríkja, ef ekki allra ríkja heims. Siðferði okkar veltur því öðm fremur á því að við finnum viðunandi leiðir til að taka á þessu verkefni. Lýðræðishugsjónin Til þess þurfum við hugsjón sem gerir okkur kleift að framfylgja í senn kröfum réttarríkisins og kröfiim velferðarsamfé- lagsins, leið sem gerir okkur kleift að upp- götva í senn mælikvarða á réttindi og hags- muni og að leiða ágreining þeirra tii lykta í einstökum málum. Eina hugsjó in sem ég fæ séð að geti orðið okkur til leiðsagnar er hugsjón lýðræð- isins. Lýðræði merkir það að lýðurinn, al- menningur, ráði sínum málum, hann sé ekki ofurseldur valdi ákveðinna hópa, flokka eða einstaklings. Mér virðist að hvorki rétt- arríkið né velferðarsamfélagið fái staðist nema þar sem fólk býr við virkt lýðræði, þ.e.a.s. þar sem allur almenningur tekur virkan þátt í ákvörðunum um mál sín. Þetta er augljóst hvað velferðarsamfélagið varðar: fólk verður sjálft að segja álit sitt á því hveijir hagsmunir þess em, hvað það telur vera sér til góðs. Okkur getur skjátlast um þetta, en engir sérfræðingar geta samt hugsað að öllu leyti fyrir okkur og sagt okkur hvað sé okkur til góðs. Þetta er líka augljóst varðandi réttarríkið: það geta eng- in stjórnvöld haft óskorað úrslitavald um réttlætið; jafnvel hæstarréttadómar kunna að vera. rangir, hvað sem hver segir og hvað sem hver heldur. Þess vegna á hver sem er — allur almenningur — rétt á því að segja hvað honum finnst um réttlætið. Ef við föllumst á þetta og viðurkennum lýðræðishugsjónina ekki aðeins í orði, heldur líka á borði, þá blasa við ákveðnar ályktanir í senn varðandi réttarríkið og velferðarsam- félagið. Eg ætla að nefna einungis tvær. Hin fyrri er sú að lýðræðinu fylgir að viss réttindi em öðmm mikilvægari: Fmmrétt- lætiskrafa lýðræðisins er sú að almenningur sé fær um að gegna lýðræðisskyldu sinni; stjórnmálalegt uppeldi, stjómmálamenntun, er forsenda lýðræðis _ í réttarríki. Síðari ályktunin er þessi: Ákvarðanir um það hvemig gert er upp á milli hagsmuna verða að fara eftir opinberam leiðum sem allur almenningur þekkir og virðir og getur hve- nær sem er skoðað hvemig farið er eftir. SlÐFERÐIS V ANDIÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA Siðferðisvandi íslenskra stjórnmála er ein- faldlega sá að við — íslenskur almenningur og þar með taldir stjómmálamennimir — höfum verið svo önnum kafín við að byggja upp efnahagslegt velferðarkerfi, kerfi sem á að sinna öllum okkar þörfum og löngun- um, að við höfum ekki mátt vera að því að huga að þeim siðferðisgmnni sem allt bákn- ið hvílir á. Við höfum ekki lagt á okkur að skilja og virða framreglur réttlætis og lýð- ræðis. Hér er ekki við einn eða neinn að sakast öðmm fremur, enda er vandinn ekki sá að finna skýringu á ástandi máli. Vandi okkar nú er sá að fara að hugsa skipulega og markvisst — með hjálp siðfræðinnar — um þau mörgu erfiðu og brýnu réttlsetismál og verkefni sem bíða úrlausnar. Ég gæti trúað að á þeim langa lista standi málefni íjölskyldunnar, uppeldis- og barnavemdar- mál efst á blaði. Frá sjónarhóli samfélagsins er alls ekkert mál biýnna en uppeldi þegn- anna; hvort þeir séu eða verði hæfir til að takast á við þann vanda að koma á laggirn- ar og viðhalda sjálfstæðu ríki hér á landi — ríki sem verði mótað í anda réttlætis, vel- ferðar og lýðræðis. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. Karol Wojtyla og Halldór Laxness - tengslin gegnum Kristnihaldið Halldór Laxness og nú- verandi páfi, Jóhannes Páll II, eiga það m.a. sameiginlegt að hafa báðir staðnæmst við spænska skáldið Jó- hann af krossi og gert því skil í verkum sínum, hvor með sínum hætti. Páfinn samdi dokt- orsritgerð um Jóhann, en Halldór Laxness lætur hann syngja undir í „Kristnihaldi undir Jökli“. „Umbi“ er heldur ekki aðeins persóna í sögu Halldórs Laxness, heldur tengist slík persóna líka sögu Jóhanns af krossi og Karmelítanrta á Spáni á 16. öld, en þá sendi páfinn einmitt sinn „Umba“ til að rannsaka kristnihald í Kastilíu í klaustmm Karmelít- anna. Séra Karol Wojtyla óskaði eftir því að fá að ganga í Karmelítaregluna eftir prest- vígslu, en Sapeinha erkibiskup í Krakow hafnaði beiðni hans og sendi hann til fram- haldsnáms í Róm. Fyrri doktorsritgerð Kar- ols fjallaði síðan um verk spænska 16. aldar - dulhyggjumunksins og Karmelítans heilags Jóhanns af krossi. Þessi Spánveiji heillaði annan frægan mann á sömu ámm, Halldór Laxness. Heilagur Jóhann settist nefnilega að í íslenskum bókmenntum í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness, en þar er 42. kaflinn sérstaklega helgaður honum og ljóðlist hans og nefnist „Ljóðmæli Jóns helga af krossi ofl.“. Ua Kristnihaldsins þykist hafa verið í klaustri á Spáni og dregur samlíkingar milli sín og Umba annars vegar og Teresu frá Avfla og Jóhanns af krossi hins vegar. Meðal annars er sami aldursmunur á þeim þegar þau hittast í fyrsta sinn. Ekki er ástæða til að fara út í langar samlíkingar milli þessara persóna eða hugmyndafræðina hér og nú, en greinilegt er að sá dulmagn- aði bjarmi sem Halldór varpar á Kristnihald- ið er vísvitandi sóttur til þessara frægu dýrlinga rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Við nánari skoðun á persónum og atvikum Kristnihaldsins er eins og glitti enn einU sinni í þá víðtæku, kaþólsku þekkingu Nób- elsskáldsins, sem það nýtir sér aðeins til heimsborgaralegrar hótfyndni, ef ekki sem einkabrandara. Skáldið veit vel að fáir mót- mælendalesendur hans hafa heyrt um „umb- ann“ Peter Femandéz sem Píus V páfi sendi til að rannsaka kristnihald í Kastilíu á 16. öld og sérstaklega klaustur Karmelítaregl- unnar. Hugsanlega er Halldór hins vegar að spjalla þarna einslega við sína kaþólsku lesendur, líkt og víða annars staðar, þegar hann höfðar til kirkjusögunnar og kenning- anna. Heilög Teresa af Avila, hugmyndafræð- ingur og stofnandi þeirrar greinar Karmel- klaustranna sem við Islendingar þekkjum í Hafnarfirði, er átrúnaðargoð Úu í Kristni- haldinu, en Úa segist hafa dvalið í klaustri á Spáni. Halldór Laxness veit auðvitað líka, að Heilög Teresa af Avíla er ekki einasta vemdardýrlingur spænskra rithöfunda, heldurgerðist frægasta „Umba-saga“ Spán- ar einmitt vegna rannsókna á „Kristnihaldi“ í Karmelítaklaustmnum á hennar tíma eins og áður segir. Er það líka hugsanlegt að Halldór Lax- ness sé kannski örsnöggt á einum stað að vitna til Karmelklaustursins í Hafnarfirði? Tengsl em í Kristnihaldinu rakin milli dular- fullra sagna af Úu nútímans, konunni úr Karmelklaugtrinu á Spáni, og fyrri tíðar konu á Snæfellsnesi. Halldór Laxness lætur svo Fínu Jónsen segja, án sérstakrar skýr- ingar, að þótt konan sé vel kunn þar í sveit- inni þekki nú _ enginn Úrsulu ensku/Úrsu/Úrsalei/Úu — „I Hafnarfirði“. ÓLAFUR TORFASON Grein þessi átti að vera i síðasta tölublaði Les- bókar, sem helgað var páfaheimsókninni, en hún féll niður vegna mistaka, sem beðist er velvirðing- ar á. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 3. JÚNÍ 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.