Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 13
SSESEHSlEŒllISŒ]®® 3. JÚNÍ 1989 Borgarkynning WASHINGTON Hvelfing- þinghallar Bandaríkjanna — krýnd með frelsisstyttunni. „Höfuðborg hins frjálsa heimsu Húsið við 1600 Pennsylvania Avenue N.W. Þeir eru fjörugir hoppandi íkornarnir á grasflötinni við tveggja hæða hvíta húsið, sem lætur lítið yfír sér, eru jafnvel svo gæfír að þeir éta úr lófa ferða- mannsins. En þetta er ekki „venjulegt hús“ og okkur finnst þetta vera „öðruvísi" íkornar, sem búa í þessum garði. Því þegar betur er að gáð, sjást ljóskastarar í leyni á bak við trén og við horf- um og horfum í von um að sjá einhveija hreyfingu á efri hæð hússins. Ef þú ert heppinn, get- urðu séð Bandaríkjaforseta bregða fyrir innan um blaða- mannahópinn, sem safnast oft saman á grasflötinni — 1.800 blaðamenn sinna eingöngu frétt- um frá Hvíta húsinu! Að skoða Hvíta húsið er efst á óskalista margra ferðamanna og snemma morguns myndast bið- bergið með Rembrandts-málverk- um af Washington og Jefferson; Rauða herbergið, notað fyrir minni móttökur og RíkisborðsaÞ inn, sem rúmar 140 manns. í Móttökusal diplómata svífur andi Franklins D. Roosevelts jrfír vötn- um'en þar hélt hann sínar frægu útvarpsræður,„fireside chats“. Þegar gengið er um hið nýlega bókasafn, reikar hugurinn til einnar frægustu húsfrúar Hvíta hússins, Jaequeline Kennedy, sem stóð að hluta fyrir búnaði þess í forsetatíð eiginmanns síns. Húsið á hæðinni - öxull hjólsins Voldugasta ríkisstjórn í hinum vestræna heimi á skilið þinghöll eins og Capitol á Capitol-hæð. Hin risastóra hvíta bygging með hvolfþaki og frelsisstyttu efst sækir fyrirmynd sína til ekki síðri byggingar en Péturskirkjunnar í Róm. 45 mínútna skoðunarferðir eru frá austurhlið — „Rotunda". Hægt er að gera ráð fyrir eins til tveggja tíma biðröðum við flesta skoðunarstaði í Washing- ímynd íslendinga af einni voldugustu höfuðborg í heimi hefiir oft einkennst af ótta; að í Washington séu fleiri morð en í öðrum bandariskum borg- um; að meirihluti borgarbúa sé svartur (meira að segja svartur borgarstjóri!) og menn sjá gjarnan fyrir sér lífvana, leiðin- legt ^fjórnarsetur, þar sem eng- inn þorir að hreyfa sig eftir að skyggja tekur. En Washington á mörg andlit og er í raun margar borgir. „Að sjá er að skilja," segir máltækið. Wash- ington D.C., oft nefnd „höfiið- borg hins frjálsa heims“, er miklu meira en pólitískt sfjórn- arsetur — borgin er opinberun safiia og sögulegra staða; breið- stræti með trjágöngum; hvítar marmarabyggingar í stíl við grísk og rómversk hof; gróður- sælir lystigarðar. Að ganga í gegnum Was- hington er eins og lesa sögu Banda- ríkjanna — og eftir situr mynd af einni fal- raðir, en húsið er opið frá kl. 10-12 f.h. virka daga. Aðeins 5 herbergi af 132 eru til sýnis í elstu, opinberu byggingu Wash- ington — heimili allra Bandaríkja- forseta, nema George Washingt- ons, sem borgin dregur nafn sitt af. í landhelgisstríði milli Breta og Bandaríkjamanna 1812-14 brenndu Bretar á einum degi allar opinberar byggingar í Washing- ton. Hvíta húsið ber nafn sitt frá brunanum — mörgum súrnaði í augum við að sjá hvíta málningu hanga í lögum utan á sótsvörtum veggjum nýja hússins, sem átti að hýsa forseta hins nýja ríkja- sambands! Ferðamenn fá að skoða Austur- herbergið — hvíta og gyllta mót- tökusalinn fyrir blaðamenn, sem margir telja eitt fallegasta her- bergi í heimi; hringlaga Bláa her-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.