Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 10
ÆT u R l | G L A T K I S' T U N N I Ásýndir og sam- skotabaukar óbirt ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson - Arið 1916 gerðist það að danskur dósent í Reykjavík, Holger Wiehe, ásakaði Jóhann Sig- urjónsson skáld og aðra íslenska rithöfunda í Danmörku um föðurlandssvik í ritdómi í tímaritinu Tilskueren. Dósentinn var að fjalla Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON um skáldsögu eftir Einar Kvaran og taldi sig hafa tilefni til að gera á þennan hátt upp á milli Einars og þeirra íslendinga sem þá leituðu sér frama í heimalandi hans sjálfs. Wiehe taldi sig tala máli margra sam- landa íslenskra skálda sem unnið hefðu sér til óhelgis að leita sér frægðar með ritverk- um á öðru máli en þeirra eigin. Um þessar mundir voru fjórir íslendingar komnir áleið- is að þessu marki í Danmörku. Jónas Guð- laugsson sem reyndar hafði látist nokkrum mánuðum áður en ámælin birtust. Guð- mundur Kamban, Gunnar Gunnarsson og Jóhann Siguijónsson. Ritstjóri tímaritsins sendi Gunnari og Jóhanni grein Holgers Wiehe áður en hún var tekin til birtingar og þá með vilyrði um að birta athugasemd- ir þeirra um leið, ef einhverjar yrðu. Af þessu tilefni ritaði Jóhann dálítinn pistil sem svo birtist í Tilskueren fyrri hluta vetrar 1916. Jóhanni fórust vel orð í svari sínu — hann byggði jafnan greinar sínar upp af vísindalegri rökfestu og þrátt fyrir það með myndríku, skáldlegu máli. Hann benti á að aðeins einn maður væri nafngreindur í greininni af umræddu tilefni, Gunnar Gunn- arsson, og því yrði að ætla að átt væri við þá íjórmenninga alla. Einn þeirra væri lát- inn, annar, Guðmundur Kamban, væri bú- settur í Bandaríkjunum og aðfinnslan færi því líklega fram hjá honum, Gunnar myndi sjá um sig sjálfur, en hvað sér viðviki þá hefðu þau leikrit hans; sem hann hafði gert opinber, verið flutt við góðar undirtektir í Reykjavík, svo góðar að hlyti að vera til marks um almannavilja og af þessari ástæðu og öðrum kenndi hann þess ekki að hann bæri brennimark föðurlandssvikarans á enni sér. Jóhann kaus að hafa að engu þau ámæli hins danska Wiehe en ástæðulaust er að efast um að skammsýnin hafi verið sjálfri sér Iík þá sem endranær og þeir íjórmenn- ingar mætt nokkru andstreymi fyrir að fara ekki troðnar slóðir og þar á ofan fyrir að gerast í því mæli þátttakendur í danski menningu sem þeir gerðu. Og vissulega var þeim ijórmenningum vandi á höndum við j)ær aðstæður sem þeir höfðu kosið sér. (Kamban sneri aftur eftir að hafa um skeið freistað gæfunnar meðal enskumælandi fólks.) Komnir frá sjálfstæðu menningar- svæði innan Danaveldis þar sem ríkjandi var andúð á Dönum og hlutu á fullorðins- aldri að freista þess að ná þeim tökum á danskri tungu að stæðist samkeppni við hina betri rithöfunda Dana og síðast en ekki síst yfírvinna, eða a.m.k. virkja sér í hag, þær hugmyndir sem danskur almenn- ingur gerði sér um ísland og íslendinga og oft voru Ijarri raunveruleikanum. Þeir íjór- menningar urðu að læra að sigla milli skers og báru og miðað við þessa örðugleika alla varð velgengni þeirra mikil, og næsta ólík- indaleg ef til þess eins er horft hveijar hug- myndir íslendingar hafa lengst af gert sér um afstöðu Dana til sín fyrr á tímum. Um greinaskrif Jóhanns Siguijónssonar í dönsk blöð, eftir að hann fluttist til Dan- merkur um aldamótin síðustu, hefur lítið verið fjallað, hann fékkst ekki mikið við slíkt en þær tvær greinar sem hér verða teknar fyrir gefa góða mynd af hugmyndum hans og aðferðum á þeim vettvangi, betri en flest annað af opinberum skrifum hans, þessa manns sem að kunnugra manna vitn- isburði var gæddur svo mikilli skáldgáfu að honum var veruleikinn sem skáldskapur, talaði, hugsaði, aðhafðist í ljóðum, ekki bara ritaði, og ekki að undra með hliðsjón af þessum einkennum hans að hann varð einna fyrstur íslendinga til að yrkja með fijálsu hljómfalli, órímað. Af þeim fjórum íslenskum mönnum sem brutust til frægðar meðal Dana var Jóhann vafalaust háðastur um getu sína til að skrifa, viðurkenningu annarra manna á verðleikum sjálfs sín og ritverka sinna, og þar með líklega kennt sterkast þeirra pólitísku átaka sem urðu milli þjóðanna tveggja á fyrstu tveimur ára- tugum aldarinnar. Er þó ekki með þessum orðum verið að draga úr vanda hinna þriggja. Arið 1915 ritaði Jóhann grein í stórblað- ið Politiken um sambúðarmál íslands og Danmerkur. Greinin er Iýsandi um aðferð við að sætta þær andstæður í eigin persónu- leika sem Iq'ör hans höfðu búið honum. Greinin hefur ekki birst víðar, né áður á íslensku. Jarðskjálfti sá, sem Jóhann nefnir í grein sinni, varð árið 1896 á Suðurlandi. ÍSLAND OG DANMÖRK „Æ fleiri láta nú í ljósi hér í Danmörku það álit sitt að ef ekki náist innan tíðar endanlegt samkomulag um málefni íslands og Danmerkur verði að koma til fulls að- skilnaðar. Mér skilst að þetta álit eigi vaxandi fylgi að fagna. Mér skilst að hinn langvinni pólitíski ágreiningur hafi valdið að Danir beri orðið kala í bijósti til íslendinga — svo sé komið því hjartalagi sem eftir jarðskjálftahrinuna miklu reyndist nauðstöddum íslendingum betur en allra annarra Evrópuþjóða til sam- ans. Ég viðurkenni opinberlega að mér sár- gremst að svo er komið. Að mínum skilningi hefur þjóð mín ekki efni á að hafna vináttu þjóðar sem er stór- veldi miðað við smæð sjálfrar hennar — og sem að fijálslyndi og andlegri spekt hreint ekki er síðri hinum elstu Evrópuþjóðum. Og þó hafa þessar yfírlýsingar danskra manna sína bjartari hlið. Þær fela í sér grundvöll að sáttargerð, aðlaðandi og ær- legri. Hinir sömu lýsa yfir að danska þjóðin reikni ekki með þeim möguleika að beita vamarlausa smáþjóð valdi. Segja að ef við, svo fámennir sem við erum og ijarri um- heiminum, höfum einhug og kjark til að stýra þjóðarskútu okkar einir, þá muni þeir virða þann vilja okkar. Ég hverf aftur um nokkurra ára skeið. Dönsk þjóð hafði rétt hinni íslensku vinar- hönd svo ekki varð um villst. Tillagan sem Hannes Hafstein umboðshafi og ráðherra lagði fyrir hina íslensku kjósendur átti að innsigla vináttusáttmálann og þjóðin íslenska þar með vera laus við hinar niður- lægjandi stjómmálaeijur. Tillögunum var tekið með fögnuði og útlit var fyrir að inn- an tíðar yrði komist að samkomulagi. En nú hafa hafíst upp raddir með fullyrðingum um að hin framrétta sáttarhönd hafí annað- hvort yerið borin upp af óheilindum eða fávísi; ísland eigi óskoraðan rétt á sjálf- stæði og vináttubragðið ekki meira en svo að það feli í sér ósk — blint eða af ráðnum hug — um að hindra í eitt skipti fyrir öll að draumur íslendinga um sjálfstæði geti orðið að veruleika. „Ættum vér að leggja fijálsræði lands vors um aldir í sölurnar fyrir stundarávinn- ing?“ „Ættum vér að koma í veg fyrir um alla framtíð að afkomendur vorir geti ráðið sér sjálfir?" Þessar bitm yfirlýsingar urðu tillögu umboðsaðilans banavopn. Þér Danir sem enn berið í bijósti vináttu til hinnar íslensku þjóðar, og álítið, sem ég, að fullur aðskilnaður nú yrði íslendingum til óbætanlegs tjóns, sviptið þá íslendinga, sem andmæltir em því að sættir takist, þessu vopni og áhrifamáttur þeirra manna verður að engu! Því að bjargföst trú mín er að allar hindranir munu úr vegi og stutt í samkomulag ef danska þjóðin sannfærir hina íslensku með gildum rökum um að það sé ekki hennar hagur að fírra hina íslensku möguleikanum á að láta rætast draum sinn frá fomu fari um fullt frjálsræði ein- hvemtíma í óljósri framtíð. Ég hef ekki nægilega þekkingu, innsýn eða forræði til að benda á leið nákvæm- lega, en af þeim kvíðboga fyrir og þeirri elsku sem ég ber í bijósti til hins fagra lands míns leiðir rétt minn til að reyna að beina mönnum fram á veg. Og því er það von mín að konungurinn og réttsýnir og sóma- kærir danskir embættismenn vilji láta ís- lendingum eftir drauminn um fullt og óskor- að sjálfstæði án þess að svipta ísland nútím- ans vináttu og vemd hinnar dönsku þjóðar. Framkvæmdin gæti orðið, sýnist mér, á þann veg að sett yrði í samninginn, sem ég vona að verði innan tíðar gerður — óupp- segjanlegan um lengri eða skemmri tíma — yfírlýsing sem efnislega og með leikmanns- legu orðalagi væri á þessa leið: „Þegar samningstíminn er útrunninn og nýr samn- ingur á döfinni eiga íslendingar rétt á að taka upp að nýju hið óháða þjóðskipulag sögualdarinnar, ef í ljós kemur við almenn- ar kosningar að með þjóðinni ríkir eining um að vilja það.“ Ef lokaorð samkomulagsins yrðu á þenn- an veg er von mín og vissa að ekki hvarfl- aði að réttsýnum og sómakæram íslenskum embættismönnum að endurgjalda virðulegt sáttarboðið með einhvetjum þætti hinnar efnahagslegu sérstöðu Islands — nú um stundir er stórveldin úthella blóði til að veija sjálfstæði sitt. Ég get hugsað mér Dani sem settu íslend- ingum úrslitakosti með keim af hótun: „Ann- aðhvort hlítið þið þeim skilyrðum sem við höfum sett eða þið verðið svo frjálsir sem þið sjálfir hafíð óskað. Við eram orðnir þreyttir á að standa í deilum við ykkur og sækjumst ekki eftir að halda yfir ykkur vemdarhendi sem þið getið bægt frá ykkur hvenær sem ykkur sýnist.“ Ég segi, ég get hugsað mér þetta. En ég myndi svara hinum sömu, að vinátta og ást yxu í skjóli fram- réttrar verndarhandar, sem háð er loforði um að víkja sjálfviljug þegar skjólstæðingur- inn vill. Og gemingurinn — göfugur, óeigin- gjarn — yrði Danmörku til ævarandi sóma ef af yrði á þessari sortans tíð þegar jafn- vel þeir bijóstbestu og hugvitssömu eiga örðugt með að greina í milli valds og réttar.“ Af grein Jóhanns má sjá að fyrir hann var í mörg horn að líta ef fremd hans — sem íslendings — átti að verða að raun- veraleika, þar með varanlegur ávinningur meðal Dana — sem hún ekki varð. Hann náði viðurkenningu og frægð fyrir leikrit sín en heimsstyrjöldin fyrri og á nokkurn máta andúð manna eftir hina síðari á aría- dýrkun, á þesskonar ofstækiskenningum nasista um norræna yfírburði, kom niður á hinu íslenska framlagi fjórmenninganna til danskra bókmennta. Síðast en ekki síst urðu persónulegar ástæður til þess að gera skammlífa frægð Jóhanns meðal Dana. Jóhann Sigutjónsson (1880-1919) var af efnafólki kominn, faðir hans, Siguijón Jó- hannesson bóndi á Laxamýri í Norður- Þingeyjarsýslu var ríkastur bóndi á Norður- landi á þeim áram sem Jóhann var að alast upp, síðustu tveimur áratugum síðustu ald- ar, og Jóhann naut mikils eftirlætis og ástríkis af báðum foreldram sínum. Hann var til muna líkari móður sinni, Snjólaugu Þorvaldsdóttur sem mjög var fyrir andleg efni og skyld Jónasi Hallgrímssyni. Á full- orðinsáram háði Jóhanni það atlæti sem hann hafði notið í foreldrahúsum. Þegar fram í sótti á Danmerkurárunum sýndi hann merki um ofmetnað, úthaldsskort, hafði þá og jafnan talsvert óraunhæfar hugmyndir um sjálfan sig, hégómlyndi gagnvart eigin verðleikum sem leiddi til mikillar viðkvæmni fyrir gagnrýni og yfirleitt því hvernig menn umgengust skáldskap hans. Af þeim sökum hve þurftugur hann var fyrir veraldlega velgengni rýrði hann skáldskapargildi sumra leikverka sinna með því að endurrita þau í samræmi við tilmæli milligöngumanna og „meintar" óskir almennings. Hann hafði enn um það leyti sem hann lést, aðeins 39 ára gamall, helst til barnalegar hugmyndir um samfélagsmál og tilvistarkjör manna yfírleitt, — og það ekki síður þótt hin ljóð- rænustu verka hans gefi í skyn djúpsæ, sammannleg sannindi, þótt þversagnakennt virðist í fljótu bragði. Jóhanni lá svo á út í heim að hann hætti námi eftir fjórða bekk í Lærða skólanum, og það þrátt fyrir ágætan vitnisburð. Hann kaus að nema dýralækningar við Land- búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn í því skyni að ferðast samhliða starfi (og þá var einn dýralæknir á íslandi), en hann hætti námi þegar hann átti eftir einn vetur í skó- lanum og sneri sér af alhug að ritstörfum — og uppfinningum sem tryggja skyldu honum íjárhagslegan grundvöll. Hann fann upp hattpijóna sem ekki var hægt að stinga 10 ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.