Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 4
pt ! ',í ' ' j "9v f>3 rrr:! í r 99 irrl I +een cssuns ’tf ] te?f?ir?ð£ Hlutverk siðfræðinnar í stjórnmálum Réttlæti, velferð og lýðræði þessu erindi mun ég reyna að gera grein fyrir hvert sé eða eigi að vera hlutverk siðfræðinnar á vett- vangi stjórnmála. Svarið við þessari spumingu virð- ist raunar liggja ljóst fyrír. Hið hagnýta gildi sið- fræðinnar almennt séð er fólgið í því að skýra fyr- Stefnir, Félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, vildi efna til fundar með fulltrúum allra þingflokka þriðjudagskvöldið 4. apríl sl. Umræðuefnið átti að vera siðferði í íslenzkum stjórnmálum og var Páll Skúlason beðinn að hafa framsögu á fundinum ásamt fulltrúum þingflokkanna. Þegar á reyndi kom í ljós að þingmenn höfðu almennt ekki áhuga á að ræða þetta mál og ákváðu fundarboðendur því að hætta við fundinn. Lesbók hefur nú fengið erindi Páls til birtingar. Eftir PÁL SKÚLASON ir okkur hvað í siðferði felst og þar með að hjálpa okkur til að vega það og meta hvað er rétt og hvað rangt í hegðun fólks gagnvart hvert öðru á öllum sviðum mann- lífsins. Stjórnmál falla þar með undir sið- ferði. Þar af leiðandi er öll stjórnmálaum- ræða og allt sem hægt er áð segja um stjóm- mál af siðferðilegum toga. Fyrst mun ég að víkja í stuttu máli að dygðum og löstum, síðan að siðareglum. Að því búnu ræði ég svolítið um gæði lífsins og mat fólks og meðferð á þeim. Um rökleg tengsl hinna þriggja þátta siðferðisins - dygða, siðareglna og verðmæta — ætla ég ekki að íjölyrða. Hlutverk siðareglna er að standa vörð um verðmæti og stuðla að dygð- ugu lífemi. Dygðugur maður kann skil á gæðum lífsins og virðir siðareglumar. Verð- mætin em það sem líf okkur snýst um og til að njóta þeirra þurfum við að vera dygð- ug og hafa reglur til að gera greinarmun á réttu og röngu. Meginefni þessa máls snýst einmitt um réttlætið og velferðina sem flest- ir, ef ekki allir, vilja að tryggð séu með skynsamlegum stjórnarháttum. Kenning mín er sú að það verði einungis gert með virku lýðræði. Um Dygðir Og Lesti Fyrst skulum við víkja að dygðum og löstum. Höfuðdygðir mannfólksins hafa gjarnan verið taldar hófsemi, hugrekki, sanngirni og viska, en höfuðlestimir verið taldir hroki, öfund, níska, eyðslusemi, græðgi, heift og leti. (Lestimir em raunar miklu fleiri; ég minni á meinfýsni, losta- semi, ágimd, tómlæti, fúllyndi, afskipta- semi, valdafíkn og takmarkalausa metorða- gimd.) í stjómmálum reynir mjög á allar höfuð- dygðimar, en algengustu og alvarlegurstu lestimir em þar hroki, ágimd og valdafíkn. Valdafíknin er vafalaust sá löstur sem al- menningur gerir mest úr í fari stjómmála- manna, en ég hef gmn um að fólki hætti til að mgla heilbrigðri viðleitni þeirra til að öðlast völd saman við þennan löst. Auðvitað er fráleitt að lasta stjómmálamenn fyrir að sækjast eftir völdum. Starf þeirra snýst fyrst og fremst um að ná völdum og beita valdinu sem þeir hafa. Hinar siðferðilegu spurningar em því tvær: hvort þeir nái og haldi völdum með lygum, prettum og svikum og misbeiti því valdí sem þeim er falið — eða hvort þeir nái og beiti völdum sínum eftir lýðræðislegum leikreglum tog í al- mannaþágu. Um þetta má margt segja, en ég nefni hér aðeins fáein atriði. Það verða vafalaust margar freistingar á vegi þeirra sem sælq- ast eftir stjómmálavöldum, og kannski eink- um sú að ætla sér um of, telja sig geta gert hluti sem em ekki á manns valdi. Beit- ing valds er ævinlega vandasöm. Því má aldrei gleyma að vald þingmanna og ráð- herra er lögbundið vald í almannaþágu. Algeng misbeiting þess felst í því að hampa sérhagsmunum á kostnað almannaheilla. Hér reynir á visku og hugrekki stjórn- málamanna sem þurfa iðulega að taka ákvarðanir sem bijóta gegn sérhagsmunum. Góðgjam stjómmálamaður getur lent hér á köldum klaka, ef hann skortir visku og hugrekki til að fylgja þeim siðareglum sem honum ber að halda í heiðri. UM SlÐAREGLUR: SKYLDU- STEFNA OG NYTJASTEFNA Siðareglur skiptast í boð og bönn; bönnin segja okkur að láta eitthvað ógert, boðin segja okkur að gera eitthvað. Siðareglurnar eru ótal margar eins og reglur tungumáls- ins svo að ég get ekki talið þær upp fyrir ykkur. Siðfræðingar hafa þó reynt að koma orðum að ákveðnum fmmreglum sem allar aðrar reglur verða að falla undir, ég ætla að nefna tvær frægar tilraunir í þessa vem. Önnur er svona: „Breyttu ævinlega á þann veg að reglan, sem þú fylgir, geti orðið al- menn lög, gilt alls staðar og fyrir alla.“ Hin er á þessa leið: „Breyttu ævinlega á þann veg að þú aukir sem mest á almenna ham- ingju í heiminum.“ Fyrri reglan er skyldu- regla, síðari reglan nytsemisregla. Skyldu- stefna og nytjastéfna hafa lengi eldað sam- an grátt silfur innan siðfræðinnar. í stjómmálum endurspeglast þetta í tveimur höfuðhugsjónum síðari tíma. Skyldustefnan vísar til hugsjónarinnar um réttarríkið, þar sem grandvallarréttindi em tryggð og stjómað er eftir lögum sem allir virða og þekkja. Nytjastefnan vísar til hug- sjónarinnar um velferðarsamfélagið, þar sem hagur allra borgara er tryggður og séð er fyrir þörfum hvers og eins. Ef vel á að vera þurfa reglur og stefnumál stjómmála- flokka að taka mið af báðum þessum hug- sjónum, réttarríkinu og velferðarsamfélag- inu. Því miður virðist ganga ákaflega illa að samræma þetta tvennt. í ákafa sínum við að gera það sem horfír til góðs leiðast menn og flokkar út í að gera það sem er rangt, margoft óafvitandi. Þeir sem aðhyllast nytjastefnu líta gjarn- an svo á að réttlæti sé einn þáttur velferð- ar; og það sé réttlætismál að tryggja vel- ferð sem flestra, helst allra þegna þjóð- félagsins. Fólk reynir að tryggja velferð sína og hagsmuni meðal annars með því að afla sér réttinda af ýmsu og ólíku tagi. Slík rétt- indi, sem fólk ávinnur sér og reynir að tryggja með samningum eða lögum, em mannasetningar, svo sem réttindi til heil- brigðisþjónustu og til lífeyris. Réttindum af þessu tagi má breyta og jafnvel afnema, ef fólk telur ekki fært að verða við þeim eða lítur á önnur mál sem enn mikilvægari. Þeir sem aðhyllast skyldustefnu líta á hinn bóginn svo á að það sé eðlismunur á hagsmunamálum og réttlætismálum, þó að vissulega falli þau oft saman. (Til dæmis em það hagsmunir manns að fá laun sín greidd eins og um var samið og það er líka réttlætismál.) Skyldustefnumenn leggja jafnframt annan skilning í réttindahugtakið. Eiginleg réttindi em þá ekki mannasetning- ar, heldur ófrávíkjanleg krafa sem ber að framfylgja hvað sem öllum hagsmunum líður. Eiginleg réttindi geta ekki verið samn- ingsatriði; og þau verða ekki sett í lög, heldur má einungis lýsa þeim í lögum. Rétt- ur til lífs og friðhelgi heimilisins er gjarnan talin meðal slíkra réttinda hvað sem öllum hagsmunum líður, en ekki rétturinn til vinnu sem kveður augljóslega á um mikilvæga hagsmuni. En rétturinn til lífs og friðhelgi heimilisins tengist líka mikilvægum hags- munum. Má ekki jafnvel undir vissum kring- umstæðum leggja réttinn til lífs og réttinn til vinnu að jöfnu? Hér er ekki staður til að reyna að leysa djúpstæð, erfið og brýn ágreiningsmál skyldustefnu og nytjastefnu. Það þýðir samt ekki að leiða þau hjá sér, því að það jafn- gilti því að leiða eiginleg stjómmál hjá sér. Munurinn á þessum sjónarmiðum sprettur af augljósum greinarmun réttlætis og vel- ferðar. Höfuðeinkenni velferðarmála er að við ráðskumst með þau; við sinnum vissum velferðarmálum í dag og frestum því til morguns að sinna einhverjum öðmm jafn- brýnum málum. Höfuðeinkenni réttlætis- mála er á hinn bóginn það að við getum ekki ráðskast með þau; ef manneskja á rétt á einhveiju, þá er það ekki bara í hennar þágu að hún nái rétti sínum. Það á að virða rétt hennar skilyrðislaust og samstundis. Vandinn sem við stöndum svo frammi fyrir er sá að í raunvemleikanum mglumst við á því hvað er hvað og fömm með réttlæt- ismál — eða öfugt. Og leiðumst út í skissur. 4 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.