Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 8
Árið mitt í Ghana Höfundurinn dvaldist um eins árs skeið ét framandi slóðum: í héraðinu Dagbon í Afríkuríkinu Ghana, þar sem dagshitinn er yfír 40 stig og menn stunda sjálfsþurftarbúskap og búa við fjölkvæni. íburðarmiklar og skrautlegar hátíðir setja svip sinn á líf þeSSa fólks, sem heldur í hefðir langt aftan úr fortíðinni. Eftir ÞORVARÐ ÁRNASON Fiðlarinn stillir strenginn sinn, þetta er þykkur göndull, búinn til úr taglhárum. Fleiri strengir eru ekki á fiðlu þessari sem kölluð er Gonjí og er eins konar einkennishljóðfæri þessa héraðs. Sagnir herma, að endur fyrir löngu hafi þáver- DAMBA andi konungur Dagúmbamanna sótt fiðluna alllangt norðan úr löndum. Hugsanlega hef- ur hann leitað á fomar slóðir því samkvæmt sögunni lögðu Dagúmbar mikið land undir fót áður en þeir settust hér að. Upprunalegu íbúanna felldu þeir eða stökktu á brott en skýrðu landið uppá nýtt og nefndu það Dagbon. I dag er Dagbon hluti af Vestur-Afríku- ríkinu Ghana. Héraðið er í savannabeltinu, norðan við miðbik landsins og austan. Dag- úmbar em álíka fjölmennir og íslendingar, flestir muhameðstrúar. Tunga þeirra nefnist Dagbani og er eitt af þeim átta megintungu- málum sem töluð eru í Ghana. Þetta er landbúnaðarsamfélag, 95% íbú- anna eru bændur og stunda þeir flestir sjálfsþurftarbúskap. Þeir rækta einkum maís, jarðhnetur og Yam (rótarávöxtur, ekki ósvipaður kartöflum á bragðið en öllu stærri). Jafnframt þrífst hér stórar hjarðir nautgripa, sauðfjár og geita. Landið er að sönnu frjósamt en aðrar náttúrauðlindir vart fyrir hendi. Höfuðborg þessa foma konungsríkis heit- ir Yendí og er hvorki ýkja stór né mikið fýrir augað. Þar búa um tíu þúsund manns, flestir í hefðbundnum húsakynnum Dag- úmbamanna: hringlaga leirkofa með strá- þaki. Yendíbúar halda almennt fast í fomar hefðir, þar þrífst og skrautlegt mannlíf sem undirritaður var svo lánsamur að mega fylgjast með veturinn 1987—88. Skal nú reynt að bregða upp nokkmm minningum frá þessum tíma, þótt brota- kenndar kunna að verða. Næturhimininn er tær og stjömubjartur, í mánaskininu virðast þökin úr silfri en ekki af stráum gerð. Utan úr myrkrinu berst ómur af bumbuslætti. Klukkan er orðin tíu og búið að taka rafmagnið af. Yfirleitt er það merki um að gengið skuli til náða, því vinnudagurinn á ökmnum er langur, en ekki í kvöld og raunar ekki undangegnar vikur. Menn em að æfa sig fyrir dömbuna. Damban er mesta hátíð sem haldin er á þessum slóðum; spámaðurinn á afmæli og þá verður auðvitað að halda veislu. íslam er talið hafa borist til Dagborn í byrjun 18. aldar, flestir bæjarbúar játa múhameðstrú en eins og algengt er meðal Afríkubúa hafa þeir aðlagað þessa aðfegnu trú að ýmsum góðum og gildum innlendum siðum. Þannig var Damban uppmnalega uppskemhátíð. Þetta er tími hinna síðustu rigninga og við tekur þurrkur fram á vor. Yendíbúar em þó yfirleitt moskuræknir vel, mæta ávallt til bæna á föstudögum kl. hálf eitt í sínu fínasta pússi, nýþvegnum og straujuðum föstudagsfötum. Damban hefst með bumbubarningi mikl- um fyrir utan höll konungsins, sem Yaa- Naa er nefndur. Br þar samankomin mikil trommarafjöld og sérstakir Dambarythmar barðir af mikilli list. Hrynurinn er mjög flók- inn og tekur sífelldum, smávægilegum breytingum en þetta spilar allur þessi fjöldi sem einn maður væri. Höfðingjar úr nágrannaþorpunum taka að ríða í hlað, fákar þeirra eru glæsilega Damban er mesta hátíðin í Ghana. Þá á spámaðurinn afmæli og gott tilefni til að halda veizlu. skreyttir og þeim fylgir mikil hirð mús- íkanta og þjóna. Þjónamir bera stóra blæ- vængi til að kæla höfðingjann en höfði hans er skýlt með stórri, skrautlegri sólhlíf. Stærsta sólhlífin er þó vitanlega konungs- ins, sú er um sex metrar í þvermál, eldrauð og fagurlega brydduð. Hún stendur fyrir utan höllina og bíður þess að kóngur láti sjá sig. Útá miðju torginu fyrir framan höllina bíða þrír þjónar konungs með bolakálf sem þeir hafa snúið niður. Háls hans er berað- ur. Þegar Yaa-Naainn loksins birtist bijót- ast út mikil fagnaðarlæti og fólk flykkist inná torgið. Kóngur og föruneyti hans fikra sig löturhægt í gegnum iðandi mannhafið, sólhífin mikla dansar yfir höfðum þeirra, henni er snúið feykihratt og hún látin rísa og falla til skiptist svo helst minnir á risa- stóra skopparakringlu. Nú hefst hringdans í kringum kálfinn en þegar þriðja hringnum er lokið er kálfurinn skorinn á háls. Blóðinu er safnað í stóra, hvíta skál. Kóngur dýfir fingri í skálina og ber síðan blóð á enni stríðsmanna sinna. Barkinn er skorinn úr kálfínum og settur á spjótsodd æðsta stríðsmannsins. Að þessu loknu sest konungur í hásæti sitt, umkringdur höfðingjum, ráðgjöfum, öldungum, stríðsmönnum og þjónum, svo ekki sé minnst á allar eiginkonumar og krakkaskarann. Þá koma trommararnir aft- ur til skjaianna og seiða mektarfólkið eitt af öðru fram í dansinn. Það er stórkostlegt að sjá þessa gömlu, virðulegu menn í hné- síðum mussum og útsaumuðum reiðstígvél- um sveifla sér í dansi eins og unglömb, með göngustafinn í annarri hendi og „töfratagl" (hrossahársvöndur, gæddur yfírnáttúmleg- um kröftum) í hinni. Hápunkturinn er svo náð þegar Yaa-Naainn sjálfur stendur upp og tekur sporið. Formlega lýkur dömbunni með heljarinn- ar skrúðgöngu gegnum bæinn um það leyti sem sólin er að hníga til viðar en í raun er teitið bara rétt að hefjast því nú verður dansað og dansað, langt fram á rauða nótt. Markaðurinn Bananafrúin er á sínum stað, undir stóra Baobab-trénu í útjaðri markaðarins. Þær eiga hver sinn bás, markaðskonumar, þar sem þær sitja hvern einasta dag frá sólar- upprás til sólarlags. Þetta em oftst eldri konur. Sumar hafa barðastóra hatta á höfði sér, aðrar leita sér skjóls undir stóm tré. Varningurinn er fremur fábrotinn, græn- meti og ávextir mest áberandi, síðan smá- hlutir til heimilisins. Þær skarta sínu feg- ursta brosi þegar kúnna ber að garði, slíkt getur þó haft þveröfug áhrif við það sem ætlast var til því þær em margar hveijar iðnar við að tyggja kó/a-hnetur en kólað ■ litar tennur þeirra eldrauðar, þær fáu sem eftir em. Sjötta hvem dag er mikið um að vera, þá er „markaðsdagur" í Yendí og fólk flykk- ist úr nærliggjandi héraðum og jafnvel , lengst að sunnan með vömr sínar. Hér og þar á markaðstorginu má sjá stóreflis vöm- bíla, dekkhlaðna af yam. Dagbon er enda helsta yam-ræktarhérað í Ghana og hingað koma menn hvaðanæva að til að festa kaup á þessari vinsælu matvöm. Til marks um mikilvægi yamsins fyrir Dagúmbamenn má geta þess að í máli þeirra fínnast 32 mis- munandi orð yfír rótarávöxt þennan. Inná miðjum markaðnum hafa slátrararn- ir aðstöðu sína, þar má kaupa kjöt af flestu því sem kvikt er. Kjötið er stykkjað í sund- ur með stómm sveðjum og síðan vafið inn- aní laufblöð. Kræsingunum er jafnt deilt milli manna og flugna því jafnan svífur mikið ger yfír landbúnaðarafurðum þessum. Hundakjöt þykir mikið hnossgæti á þessum slóðum, það er aðeins borið fram á sérstök- um tyllidögum og einungis karlmenn mega neyta þess. FIÐLUR OG TRUMBUR Hljóðfæraleikarar em mjög mikils metnir í Dagbon því þeirra er að skrá sögu þjóð- flokksins og varðveita, bæði í formi tónlist- ar og kvæða. Hver háttsettur meðlimur samfélagsins á sitt ákveðna stef sem tónlist- armennirnir leika í hvert sinn sem viðkom- andi birtist. Stefið vísar til eins konar dæmi- sögu sem tengd er ævi mannsins og á að lýsa skapgerð hans og mannkostum í hnot- skurn. 011 þessi stef verða hljóðfæraleikararnir að læra og varðveita, mann fram af manni. Allir fíðluleikamir (göndzenema) tilheyra sömu stórfjölskyldunni og sama gildir um trommuleikarana (lúnsi), þeir em allir ná- skyldir. Reglan hér í Dagbon er raunar sú að hver starfsgrein er í umsjón ákveðinnar ættar, hvort sem það er hljóðfærasláttur, hárskurður eða spámennska. Kvenréttindi og kvenfrelsi eru Iítt þekkt hugtök í Ghana. Þeir sem mega sín mikils eiga margar konur. Hljóðfæraleikaramir ganga aðli og klerk- um næstir að virðingu, þeir em stundum uppnefndir „uppáhaldseiginkonur" höfðingj- ans, þá með tilvísun í mikilvægi þeirra fýr- ir ímynd hans út á við. Fjöldi þeirra í hirð- inni er óbrigðult stöðutákn og ekki er óal- gengt að höfðingjarnir gifti 'þá dætmm sínum, til að tryggja hollustuna. Mikilvægasta stöðutákn höfðingjans er þó trúlega fjöldi raunverulegra eiginkvenna hans. Þær em allar krúnurakaðar til að enginn óviðkomandi fari að stíga í vænginn við þær, refsingin fyrir slíkt brot er dauði. Eiginkonur höfðingja búa í sérstakri húsa- þyrpingu nokkurn spöl frá ívemstað hans og skiptast á um að þjóna honum til borðs og sængur. Fjölkvæni er mjög útbreitt hér sem ann- ars staðar í Afríku. Að baki liggja aðallega efnahagslegar aðstæður; því fleiri hendur á ökmnum því betra. Barnmargur faðir nýtur og mikillar virðingar og börnin em eina trygging þessa fólks í ellinni. Sjálfsagt kem- ur þó fleira til, sbr. þessa klausu í nýjustu bók Nígeríumannsins Chinua Acheber: „Fjölkvænið er Afríkubúanum það sem ein- hæfnin er fyrir Evrópumanninn“ (AnthiIIs of the Savanna, bls. 79). Það þarf vart að taka fram að jafnrétti kynjanna er lítið á dagskrá hér um slóðir. Dreypifórn Handa Ættfeðrum Það var verið að jarða mann í dag. Hann dó að vísu fýrir fimm ámm en það skiptir ekki öllu máli. Útfarir em gerðar þegar allir aðstandendur geta verið viðstaddir til að votta hinum látna sínu hinstu virðingu — og þegar nógu fé hefur verið safnað til að gera útförina nægilega veglega. Þetta er árstími útfaranna. Það þýðir lítið að ætla að jarða mann um regntímann því þá má enginn við því að yfirgefa ’akrana. Slíkt verður að bíða þurrari tíðar. Það er liðið hátt á þriðja mánuð síðan síðasta rign- ingin féll, þennan tíma hefur Harmattan- vindurinn blásið linnulaust norðan úr Sa- hara og rykmökkurinn stundum verið þvílíkur að varla sést til sólar um hábjartan dag. Útfarir hér em ekki grátsamkundur. Þvert á móti fylgir þeim oftast mannfögnuð- ur mikill, bumbusláttur og dans, söngur og skothvellir. Elsti sonur hins látna ríður þijá hringi umhverfis ættaróðalið, hann er skart- klæðum búinn en neðan úr höfuðfati hans hanga græn laufblöð, tínd af sérstöku tré. Honum fylgir löng halarófa af prúðbúnu fólki, sumir karlmennirnir í hópnum bera rifilhólka allfornlega sem þeir fíra af og til af uppí loftið. Fyrir framan húsið stendur kálfur tjóðraður, hann verður síðan uppi- staðan í veislumat kvöldsins. Grátur er sem fyrr segir ekki mikið áber- andi því hér ríkja önnur viðhorf til dauðans en þau sem tíðkast í Vesturheimi. Dauður maður er ættingjunum ekki að eilífu glatað- ur, hann er aðeins horfinn forfeðmnum á hönd og getur haldið áfram að ráðskast með niðja sína eins og honum sýnist. Feðra- veldið er mjög sterkt í Dagbon, ættfaðirinn ræður öllu og sá sem óhlýðnast boðum hans á það á hættu að vera útskúfaður úr sam- félaginu. Fólk trúir því jafnframt að hinir látnu fylgi þeim í leik og starfí og leyfir því gjaman smávegis af mat sínum og drykk, til að forfeðurnir líði ekki skort. Rahmadan Það er kominn miður maí og enn bólar ekkert á regni. Þungbúin ský líða yfir himin- inn, í fjarska sjást eldglæringar og þmmur heyrast drynja. Hitinn er kominn yfír 40 stig í forsælu. Bæjarlífið hefur verið einkar dapurt síðustu vikur, er þar að nokkru leyti tíðinni um að kenna en meginorsökina má þó trúlega heldur rekja til föstunnar, Rah- madan, sem staðið hefur yfir sl. mánuð. Má fólk þá hvorki bragða vott né þurrt all- an liðlangan daginn. Loksins rennur fyrsti dagur hins nýja tunglmánaðar upp og fólk getur byijað að matast með eðlilegum hætti á ný. Því til fagnaðar er heljarinnar útimessa haldin, þar em allir múslímar bæjarins samankomnir og skarta sínum fegurstu klæðum. Iman-inn stígur í stól og les ritningarlesturinn gegn- um gjallarhorn, söfnuðurinn krýpur mest- megnis á kné en af og til reisir hann sig upp og tekur undir með klerki, þá gárast þetta litahaf svo unun er á að líta. Það er heldur engin vanþörf á því að lífga aðeins uppá litarhátt svarðarins, hér hefur ekki sést grænt strá í bráðum hálft ár. Sú raun tekur þó endi, eins og aðrar, því um kvöldið byijar hann að blása. Hér gerir allt- af rok á undan skýfalli og geta vindhviðurn- ar orðið svo sterkar að stærstu tré fjúka um koll. Það em þungir dropar sem falla á þak mitt, einn og einn í fyrstu en fyrr en varir heyrist ekki mannsins mál fýrir ágangi þeirra. Án efa em það fleiri en ég sem standa utandyra og leyfa regninu að lemja sig um stund. Mánuði síðar er ég á föram frá Yendí i hinsta sinn. Þar sem áður var sviðin eyði- mörk er kominn iðagrænn völlur og þess er ekki langt að bíða að grasið vaxi hæstu mönnum langt yfír höfuð. Maður getur ekki annað en dáðst að endurnýjunarmætti jarð- arinnar. Þessi sæla stendur þó aðeins yfír í þijá til Qóra mánuði, þá byija þurrkarnir aftur. Það sem deyr, rís aftur og deyr svo enn á ný. Höfundur dvaldi eitt ár við kennslu í norður- hluta Ghana. Hann hélt utan á vegum AFS en samtökin hafa um árabil staðið fyrir kenn- arasamskiptum milli Ghana og ýmissa Evrópu- landa. Alls hafa fimm (slendingar farið til þess- ara starfa en einn Ghanamaður komið hingað til lands. Höfundur er líffræðingur og Ijósmynd- ari. Hann heldur um þessar mundir sýningu á Ijósmyndum sem teknar voru í Ghana. Pálmi Eyjólfsson Kvöld á Þverár bökkum Burt frá önn og erli út um haga ég reika. Kynjadjúp er kyrrðin við keldu og mýrardrag. Glóir dögg á grasi gola úr suðuráttu signir sumardag. Hér hjá litlu lóni leggst ég hljóður niður. Bylgjast blástör frjáls. í fjarska er fjallahringur, fjær er jökulhaddur. Sigin sól til hálfs. Handan lóns er hryssa, hneggjar rauður sonur, lyftir hálsi hátt. Hljóð frá hrossagauki heyri ég upp við sundið, niða í norðurátt. Óðinshanahjónin hægt við bakkann synda, sveigja inn í sef. Yndislegir ungar öldugára mynda. Hljómar himneskt stef. Hér sitt innsta eðli er svo gott að fmna, mýrarsóley mín. Mjúk er mosaþúfan, mildur jarðarilmur, ennþá út við hafsbrún aftangeisli skín. Kyrrist allur kliður, kvöldið andar friði, þá í þagnarmáli þel frá Guði ég finn. Heimur hvítra fjalla, heimur grænnar jarðar. Hreinir litir landsins lofa höfund sinn. Höfundur býr á Hvolsvelli. INGVAR AGNARSSON Blá eru augu Blá eru augu tjarna í gjótum hrauna er úfin sýnast ’ og illfær með. Blá eru augu stjarna í djúpum himna hinum óravíðu og óræðu. Blá eru augu barna er á heiminn líta í fyrsta sinn, þau sjá undur í öllu. Höfundur er forstjóri í Kópavogi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚNÍ1989 9.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.