Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 15
ton. Saga Ameríku frá Kristófer Kólumbusi er rakin með listaverk- um í þinghöllinni. Einkennilegt að hugsa sér að ef Leifur heppni væri þarna í stað Kólumbusar, ef íslendingar hefðu haldið landnámi sínu — hver væru þá áhrif íslensk- unnar og staða íslensku þjóðar- innar í veraldarsögunni. Missið ekki af bókasafni þings- ins„,Library of Congress", geysi- falleg bygging í ítölskum stíl end- urreisnartímans, með yfír 83 milljónir bókatitla — talið stærsta og mikilvægasta bókasafn í heimi. Nöfn mestu hugsuða mannkyns- sögunnar eru skrautletruð á loft og veggi — elstu biblíur og elsta skrautletur til sýnis undir gleri — en nafn Snorra Sturlusonar sést aðeins í skrám. Ein fegursta byggingin á Capitol-hæð hýsir hæstarétt Bandaríkjanna — snjó- hvít marmarabygging, sem fær mann til að hugsa um hvemig rómversku hofin litu út á blóma- skeiði Rómaborgar. Heimsækið hæstarétt við störf (blöðin birta hvenær hann starfar) — hlustið á svartklæddu dómarana söngla „guð veri með Bandaríkjunum og hinum háæruverðuga rétti“. Og húsið á hæðinni er öxull hjólsins í Washington. Út frá því geislast „valdið eða stjórnunin" inn í öll ráðuneytin í kring; — inn í allar „stresstöskumar“, sem svífa eftir breiðstrætunum og dreifast inn í stál- og glerskrif- stofur; inn í öll„viðskipta-hádegis- verðarboðin“ víðsvegar um borg- ina. Og Capitol-hæð er líka öxull hjólsins í borgarskipulaginu. Út frá henni greinist borgin í norð- vestur-, norðaustur-, suðaustur- o g suðvesturhluta og allar númer- uðu götumar bera skammstafanir eftir þeim borgarliluta, sem þær tilheyra. Já, stjómarráðið á hæð- inni er flókið völundarhús, sem fáir innfæddir Washingtonbúar rata um. Jámbrautarkerfí undir byggingunum flytur hina 7.500 starfsmenn, er þjóna 535 þing- mönnum — risastór stærðarhlut- föll fyrir íslenskan hugsanagang! Næstum fullkomið borgarskipulag Framan við Capitol sést vel yfír borgina, sem minnir um margt á París enda var það Frakki, Pierre L’Enfant, sem Ge- orge Washington kallaði til að skipuleggja höfuðborg hins nýja ríkís, en fáir hafa verið eins fram- sýnir að sjá fyrir hinn gífurlega vöxt Bandaríkjanna. I beinni sjónlínu frá Capitol sést yfír tjörn- ina, sem endurspeglar tign þing- hallarinnar, ofan á spegilmyndinni skauta Washinhtonbúar á vet- uma; þá tekur við lystigarðurinn Mall; ráðuneyti, söfn og Hvíta húsið meðfram garðinum; lengst í fjarska blakta ótal fánar við minnisvarða um George Wash- ington, sem rís til himins eins og egypsk steinsúla til dýrðar sólar- guðnum, stærst sinnar tegundar í heiminum; enn lengra rís minnis- varði um Abraham Lincoln; á milli tjarnir, sem endurspegla reisn minnisvarðanna; og síðan mætir Potomac-áin garðinum og handan hennar Arlington-kirkju- garðurinn. Ótal börn leika sér með flug- dreka á flötinni — trúlega keyptir í Flug- og geimferðasafninu, „Air & Space Museum". Það verða all- ir að heimsækja; stíga á töfra- teppi í 30 mínútna geimferð, til að kanna hvort „einhver er þarna úti“; ganga inn í þyngdarleysi; skoða tunglfetjuna og Wright- flugvélina frá 1903 — og gæða sér á „geimferðaís“ í loftþéttum umbúðum í lokin! Safnið er eitt hinna 14 Smithsonian-safna, sem standa meðfram listigarðinum — að sjálfsögðu stærstu söfn í heimi, með eitthvað yfir 100 milljónir safngripa! Þau eru gjöf frá enska vísindamanninum James Smith- sonian, árið 1829, sem fékk sjálf- ur aldrei tækifæri til að heim- sækja Bandaríkin. Washington- búar kalla stærstu bygginguna, í gælutón „Kastalann". Minnisvarði Abrahams Lincolns Höfiiðstöðvar bandaríska Landfræðifélagsins „National Geographic Society" er stærsta vísinda- og fræðslustofnun í heiminum. Hér er tímaritið „National Geographic" gefíð út og hér eru til sýnis minjagripir frá frægum könnunarleiðöngrum. Þar má sjá stærsta hnattlikan í heimi. Hæstiréttur Bandaríkjanna er mjallhvít marmarabygging — lík grísku hofí. Bandaríkjamenn eru i raun sameinuð þjóðarbrot. speglast eins og rómversk hvelf- ing í vatninu. Hópar fólks, á öllum aldri og mörgum kynþáttum standa og lesa orðin úr tveimur frægustu ræðum hans — Gettys- borgarræðunni og seinni setning- arræðunni — sem eru rist á vegg- ina. Yfír styttunni standa þessi orð: „í þessari hvelfingu, eins og í hjörtum fólksins, er minning Abrahams Lincolns varðveitt að eilífu." Sá lítillátasti af öllum Bandaríkjaforsetum varð einn sá stærsti í sögunni; — bar það sem á hann var lagt með virðingu og auðmýkt. Sagt er að síðustu nótt- ina á forsetastóli, hafí Richard Nixon átt hér fríðarstund. Frá friðarreit Lincolns sést yfir til Arlington-kirkjugarðsins þar sem bræðurnir Jack og Robert Kennedy liggja undir eilífum loga. Tvær stórar bronsstyttur standa fremst á brúnni yfir Potomac-ána — til minningar um þá sem hvíla í Arlington — gjöf frá ítölum í stríðslok. Ennþá blómstra bleiku kastaníutrén í Potomac-görðun- um — gjöf frá Japönum — en Washington er fræg fyrir fegurð þeirra. í mars eru hér árlegar vorhátíðir og kosnar blómadrottn- ingar — þá er mikið um dýrðir. Flestir ganga hægt meðfram svarta veggnum í miðjum garði, með nöfnum 58.156 amerískra hermanna, sem létu lífíð í Víet- namstríðinu. Fólk leggur blóm og jafnvel sendibréf við svarta vegg- inn. í sölutjöldum rétt hjá eru seldar blaðaúrklippur og fleira sem minnir á þetta tilgangslausa stríð — til styrktar þeim mörgu örkumla úr stríðinu. Hið eina sem truflar sunnudagsgönguna er flugumferðin yfír miðborginni — flugvélar koma inn til lendingar á hálfrar mínútu fresti! En þing- mennimir vilja ekki láta flytja flugvöllinn úr miðborginni, fínnst svo þægilegt að komast til og frá Capitol á 5-10 mínútum! Að njóta útiveru og listalífs í hádeginu skokka allir í Wash- ington. Gárungamir segja að við mætum þingmönnunum á nær- buxunum! Veðráttan hefur auðvit- Minnisvarði um George Washington nýtur sín vel i blómskrúði japönsku kastaníutijánna. að mikið að segja — vorin og haustin em yfirleitt besti tíminn, en sumarhitar geta verið þrúg- andi. Washington-búar em mikið útivistarfólk og „Rock Creek Park“ er vinsæll skógarlundur, meðfram samnefndri á, sem mæt- ir Potomac-ánni við „vatnahliðið“ eða hið rómaða „Watergate"! Við árósana stendur líka hin nýja listamiðstöð „Kennedy Center“. Margir stoppa við „Watergate" og láta taka mynd af sér við merkið. Vinsæll minjagripur er flaska af „Watergate-viskíi"! Kjami leikhúslífsins í Wash- ington er„Kennedy Center" eða listamiðstöðin til minningar um Kennedy forseta — svo risastór að hún gæti rúmað fjóra fótbolta- velli innan dyra. Skoðunarferðir frá kl. 10-13 f.h. Flestir ættu að reyna að komast þar á leiksýn- ingu. Um 20 mínútna akstur utan við miðbæinn er „Wolf Trap Farm“ — eini þjóðgarður landsins sem sérhæfir sig í útileiksýning- um. Sýningargestir geta tekið nesti með sér í garðinn og notið leiklistar eða tónleika undir beram himni. Yfir sumartímann eru líka alltaf hljómleikar eða útisýningar í Mall-garðinum. Dagskrá yfir listviðburði birtist í Washington Post eða vikuritinu „City Paper“, sem liggur frammi á hótelum og veitingahúsum. Georgetown - borg í borginni Borgarhluti eða sérstakur bær — fullur af litlum, fínum sérversl- unum (ekki stórmörkuðum) og alþjóðlegum veitingahúsum — áður þekkt tóbakshöfn við Po- tomac-ána — núna þekktari fyrir iðandi næturlíf og fínni íbúða- hverfí. John F. Kennedy og kona hans, Jacqueline, bjuggu í George- town áður en þau fluttu í Hvíta húsið. Og „tóbakshöfnin" er núna einskonar baðströnd Washing- ton-búa. íbúar hér vilja vera út af fyrir sig. Hin .glæsileg neðan- jarðarbraut (opnuð 1976) nær ekki inn í Georgetown. Enginn hefur séð Washington, nema að koma til Georgetown. Af óendanlega miklu er að taka, þegar hin tæplega 200 ára höfuðborg Bandaríkjanna er kynnt. Mannlífið á götunum er kannski áhugaverð'ast — þjóðar- brotin, sem skapa eitt voldugasta heimsríkið. Vissulega er Wash- ington ekki fullkomin — hin full- komna borg finnst hvergi nema kannski í sögubókum! Borgin á sinn ríflega skerf af glæpum og óréttlæti. Ferðamönnum er ein- dregið ráðlagt að forðast viss hverfi í borginni, þar sem fíkni- efnaneysla og sala blómstrar — og um leið fátækt og glæpir — meirihluti íbúa þar er svartur. Því miður hefur vonarljós Abrahams Lincolns ekki náð lengra ennþá! Hvergi era fleiri embættismenn af svörtum kynþætti en í Wash- ington — og hvergi fá þeir fleiri tækifæri til að standa sig en ein- mitt hér — en því miður hefur spillingin líka náð inn í æðstu embætti. Leiðin er torsótt að markmiði „höfuðborgar hins fijálsa heims“ — frelsi og réttlæti fyrir alla. En vonin lifir. Oddný Sv. Björgvins LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚNÍ 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.