Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 11
Mynd: Magnús Kjartansson sig á, ryklok á ölkrúsir, flöskutappa og e.t.v. eitthvað fleira en efnaðist ekki. Þvert á móti átti hann í miklu fátæktarbasli upp úr því að hann hætti námi því að faðir hans, sem hafði takmarkaðan áhuga á skáldskap yfirleitt, hætti þá að leggja honum til fé. Og fjárhagurinn vænkaðist ekki fyrr en hann giftist ríkri ekkju, eiganda lystihúss í útjaðri Kaupmannahafnar, Ingeborg Blom. Hann öðlaðist um skeið þá frægð og þær vinsældir sem hann hafði óskað sér, en varð fyrir miklum hnekki þegar fórst fyrir að færa upp leikrit hans erlendis i mörgum tilfellum, vegna heimsstyrjaldarinnar sem hófst 1914, og sú forvitni, sem efnisval hans hafði vakið (Fjalla-Eyvindur, Galdra- Loftur) reyndist ekki geta staðið undir sýn- ingum á hinum síðari leikritum hans. Gagn- rýnendur urðu honum mótdrægir. Svo fé- lagslyndur og þurfandi sem Jóhann hafði verið á fátæktarárum sínum fyrir viðhlæj- endur þá dró hann með sér fjölmennt kunn- ingjalið inn í villuna hennar Ib, og það lið eigin fylgifiska, og þar drakk söfnuðurinn og át þau hjón bókstaflega út úr húsinu svo að þau tóku þann kost að flytja í garðhús sitt en leigja villuna, hafði þá sneyðst sem því nam um fjárhaginn. Síðar seldu þau húsið og keyptu þriggja herbergja íbúð í sambýli í Kaupmannahöfn þar sem þau bjuggu fram á endadægur Jóhanns. Hann mun hafa flýtt því óviljandi, að sögn Gunn- ars Gunnarssonar rithöfundar í ritgerð um skáldið, fór nokkrum mánuðum áður hjarta- veill til íslands og norður í Skagafjörð að kanna hafnaraðstöðu við fjörðinn austan- verðan, í Höfðavatni, honum hafði tekist að efna til samstöðu um hafnargerð á þess- um stað. í annan tíma keypti hann fjöru á Sjálandi sem seld skyldi aftur undir sumar- hús, en reyndist kviksyndi. En efist einhver um einlægni þessa manns þá lesi hann ljóð hans á dönsku, að mínu viti hið besta sem hánn samdi. Hið fyrra eftirfarandi ljóða hefur birst einu sinni áð- ur, í tímariti fyrir þijátíu árum, en brenglað svo að ekki er eftir hafandi. Það, sem fylg- ir, kemur nú fram í fyrsta skipti. Jóhann Siguijónsson hefur verið kallaður fyrsta íslenska nútímaskáldið og ekki að ófyrirsynju. Ljóðmál hans er í mörgum dæmum svo fínlegt að varla verður öðrum orðum að því komið en þar eru fyrir, lesandi í þeim sporum að vilja vitna um sérstæða, magnaða og þar með vandlýsta augnabliks- reynslu. Hin bestu ljóða hans eru að auki sefandi og fullnægjandi i lýsingum sinum; þau vísa til kyrrðar og návistar einhverskon- ar óræðra eilífðarsanninda með frumlegum líkingum, djörfum og stundum angistarfull- um. Viðleitni, blandin firringu, til að lýsa eilífðinni í hinu stundlega, djarfar myndlík- ingar og skynjanabrengl eru talin meðal einkenna nútímaskáldskapar: Biemes trœ Sommerens lovesang lyder ímin have — et œbletrœ, en ru og granet stamme lofter mod himlen snehvid blostergave, rodmer í skœret af sit hjertes flamme. Stille du blœst, lad mig fa lov at lytte til trœets sang, jeg tror at kunde here i dette brus, som fanges af mit ere, sollysets flugt ned til min lave hytte. Eller mon risler selve livets kilde ved træets rod? Er dette jordens hjerte, og denne summen, arbejdsfyldt og stille, syngende ild pd helligdommens kjærte? Aften Jeg gik langs den stovede tjornehœk og leved’ igen mine minder. Min glæde den nynned’ som liden bœk, der sorglos í solen rinder. Aftenen kom, jeg gik hjem til mig selv, mit kammer det blev til et fœngsel. Bœkken den blev til en skummende elv; min glœde til stormende længsel. Ognu gar jeg ene blandt blomster og træer midt í den solyste gleden — jeg synes det bruser sá underlig nær.- havet, sorgen og doden. Tré býjanna í garöi mínum ómar ástarljóð — eplatré með hrjúfum, d'ókkum stofni hefur mót himni, af hjartans loga rjóð, hrímhvíta blómgjöf svo sumarsátt ei rofni. Stilltu þig vindur, leik þú létt við hlustir Ijúfan svo heyri trésins seim, i niðinum ég þykist kenna hreim, sólarbjarmans hvarfl um lángar burstir. Eða streymir undir garðsins sverði elfa lífs frá hjarta jarðar kviku, er svermurinn sem verkfús fer um gerði eldþotur frá heilagleikans stiku? Kvöld Þyrnigerói þakin ryki — þó ég héldi mínu striki — þröngvan veg svo marka mér. Þaó var líkt sem lœkur rynni, og bjart var um mín sálarkynni; við minninganna gekk og gladdist, gamalkunnan stefjahreim. Undir kvöld í einsemd heim — vistarveran bar þess keim — arkaói ég sem fanginn maður; árniá nam en ekki lœkinn, ekki gleði en þrá framsækin sat um minnar sálarheill. Og nú geng i bland með blómum — og b'öðmum hám méógull í'krönum 'óll er glœst sú andaktsstund. Samt er sem ég til þess finni um mín renni sálarkynni undarlega sjálfur sjárinn, sorgin með og dauðaljárinn. Fyrir fyrra stríð var fátækt talin náttúru- lögmál í borgum Vestur-Evrópu, oddborgar- ar lærðu frá sínu fyrsta að horfa blindum augum á neyð náungans. En þrátt fyrir að Jóhann var af velstæðu foreldri kominn og sjálfur vel efnum búinn var hann á Hafnar- árum sínum ekki á þeim buxunum að snið- ganga bágindin í hliðargötum og fátækra- hverfum Kaupmannahafnar. Þorláksmessu- kvöld árið 1910 fór hann, þrítugur Kaup- mannahafnarbúi, skoðunarferð um fátækra- hverfi í borginni. Samtímis eða þar um bil skrifaði hann ávarp sem hann þegar á eftir fór með á ritstjórnarskrifstofur Politiken. Tekið var við plagginu þar, ofan við fyrir- sögn Jóhanns var krotuð athugasemd um aðdragandann. Ávarpið var birt í blaðinu daginn eftir, 24. desember 1910: „TILÞÍN Svo indælt sem lífið er þá fylgir því enn fátækt. Því fólki, sem andstreymi á líðandi stund hindrar í að starfa þótt það æski þess. Mörgum er þetta ljóst. í mannúðar- skyni taka stofnanir á móti peningum og gjafmildar hendur breyta þeim í brauð og klæði. En lesandi góður, lát þér ekki nægja sviplausa samskotabaukana. Réttu fátæku bami hönd þína og fylgdu því til vistarveru þess. Armæðan, sem þar mætir þér, mun tvíefla gjafmildi þína. Þú munt þá gefa af meira ríklyndi og fyllast þakklæti fyrir að þínu eigin lífi fylgja ekki fátækraáhyggjur. Og ef þú mætir fullorðnum manni, sem svo ástatt er fyrir, þá lát hjartagæsku í ljósi blygðunarlaust. — Gefðu af tilfinningu, per- sónulega, svo mikið sem þú framast megn- ar. En ekki fátækraeyri nafnlausum vesal- • ingi. Þú þekkir ekki gleðina sem það getur vakið að sjá manneskju borða. Hvort heldur þér býr í bijósti gleði eða hryggð þá verður þér ekki ætlað að þú vilj- ir hæða lífið með skylduframlagi, stíg held- ur sjálfur fram gegn fátæktinni. Meðal þeirra sem svo era á sig komnir muntu finna að fé þitt var erfiðisins vert. Næst því að lifa er ekkert svo ánægjulegt sem að standa frammi fyrir ásýnd þakkláts fátæklings — en reyndu það sjálfur. Gjöf þín verður gild- ari og gleði þín ný.“ í Danmörku og á íslandi hefur bilið milli fátækra og ríkra minnkað til muna síðan Jóhann Siguijónsson skáld var á dögum. í þessum löndum trúa fáir, ef nokkrir, þvi lengur að efnalitlir menn séu í sjálfum sér óæðri hinum efnaðri, — þar á hefur orðið viðhorfsbreyting. Jóhann virðist vísa til hinna eldri sjónarmiða með skrifi sínu. Ávarp hans kemur að sumu leyti undarlega fyrir sjónir svo sem yfirlýsingin að þakkir fátækra fyrir veittan greiða séu í sjálfum sér eftirsóknarvert ánægjuefni. Einnig sú um sjálfsánægjuna sem því fylgi að horfa á svangan mann matast. — Milli línanna má lesa sannfæringu velviljaðs manns um „náttúrlega“ yfirburði sjálfs sín — og líklega líka þeirra sem orðunum er beint til. Jóhann varð fyrstur íslendinga til að skrifa bókmenntaverk á danska tungu. Úr ávarpi hans má lesa með öðru lífsnauðsyn hans sjálfs að hleypa ekki stofnunum, hlut- um, grímum milli sín og mannlífsins, sín og þeirrar kviku sem gæðir skáldverk lífi. Svo sem sjá má af Ijóðunum, sem fylgja grein þessari, stóð spurning um rök fyrir tilvist manna almennt Johanni nærri. En hugmyndaheimur hans var samtíðar hans, trú hans á varanlegt sakleysi kvenna þrátt fyrir soll allt umhverfis þær, demonískir karakterar rússneskra 19. aldar skáldsagna setja svip á leikrit hans.s.s. Dostojevskys og Turgenjevs, vilja- og atgervisdýrkun Nietzsches, trúleysi þess rómantíska realista Georgs Brandes, — og hafði Jóhann sjálfur fundið leið til að samræma síðasttalið og barnstrú sína með algyðishugmyndum írska ljóðskáldsins og dulhyggjumannsins Yeats (1865-1939). Næst Jóhanni lá þversögnin milli lífsnautnar og dauðabeygs þótt hún væri samtíðareinkenni líka, máluð brosgríma yfir angistardrætti þeirrar ásýndar sem er dauð- anum vígð frá upphafi. Gæskan, sem býr í misjöfnum mæli í bijósti hvers manns er í þessum skilningi olnbogabarn tilvistarinnar, eðlisóskyld henni að því er virðist, sú gæska sem Jóhann hlaut svo ríkulega í vöggugjöf. Og þegar hún öðlaðist hljómgrann í efninu, eins og í ástarljóðum Jóhanns, þá spratt af skáldskapur sem ögrar þessum tilvistarkjör- um, svo tær að hann nærfellt virðist hvorki þurfa heim né lesanda til að vera. Greinar og ljóð þýdd eftir frumritum J.S. í þjóðarbókhlöðunni dönsku. l) j ; í » * ! * \ | u M ■% L' Um platónskt hatur á skáldskap ýlega gafst okkur kost- ur að heyra ungan fróð- leiksmann og heim- speking halda glæsilegt erindi um Platón og afstöðu hans til skáld- skapar. Platón er sígildur andans höfðingi og kenning hans var sú að handan við svokallaðan veruleika byggi áreiðanlegri heimur — heimur frammynd- anna — sem ásýnd hlutanna væri ekki nema einsog skuggarnir af. Yfírborðsleg skynfæri okkar nema að vísu bara skuggana. Og þarfyrir er kenningin um frummyndaheim- inn nú svona traustur heimspekigrundvöllur. Heimspekingar nútímans fjalla um Platón einsog þeir vilji- ekki láta standa sig að því að trúa á þetta undirstöðuatriði platónskrar heimsmyndar úrþví það fer í bága við svo- kölluð raunvísindi sem mjög eru í tísku. Þó er einsvíst að Platón sjálfur yrði mótsnúinn þeim vísindum engu síður en skáldskapnum, mætti hann nú mæla. Enda má segja með sanni að þau vísindi takmarki sig við heim sem er mælanlegur á kvarða augans og eyrans eða tækja í beinu framhaldi af þeim örmu skynfærum. Og háskalegar afleiðingar raunvísindahyggjunnar færu varla framhjá Platóni gamla væri hann á meðal vor í dag. Hann sæi að vísindahyggja er einsog hver- önnur víma á vegum díonísískra afla í trássi við appolónísku reglu. Eltingaleikur við skuggana af einhveiju sem röðull sannleik- ans hefur skinið á. Béaður skáldskapur. En fyrirlesarinn Eyjólfur Kjalar Emilson rakti það fyrir okkur hvernig Platón vildi gera skáldskap burtrækan úr fyrirmyndarríki sínu. Nema grandgæfilega ritskoðuð verk sem ekki spilia ungviðinu né fara í bága við hugsanagang heimspekinga sem vitan- leg eiga að stjórna þessu góða ríki. Skáld era að öðra leyti burtræk úr fyrirmyndarrík- inu. Þannig er platónskur fjandskapur við skáldin byggður á því að þau era ekki heim- spekingar. Nútímaheimspekingur sem ræðir þetta kemst í óttalega klípu því hann er að tala við upplýsta nútímaáheyrendur sem era spiltir af vísindahyggju og göfugri ást á öllum skáldskap. En platónsk ást á skáld- skap er náttúrlega vonlaus tilgerð. Plat- ónska er yfirvegun. Skáldskapur er víma Heimspeki og skáldskapur eru tvær gjörólík- ar veraldir á gagnstæðum forsendum. En það verð ég að segja að sjaldan hefur nútímaheimspekingur komist öllu betur frá þessari klípu en Eyjólfur Kjalar gerði í erind- inu sem orðið hefur tilefni þessara hugleið- inga minna. Samt henti það hann líka — eins og koll- ega hans marga sem íjalla um platónskan fjandskap við skáldin — að vera með afsak- anir fyrir Platón. Eins og fyrirmyndarríki hans hefði verið af þessum takmarkaða heimi. Ríki Platóns var hugarburður. Og spásögn líka. Þegar Stalín, Hitler, Franco og Kómení síðar stofna fyrirmyndarríki þessa skuggaheims era skáld þaðan burt- ræk, jafnvel hundelt á flótta. Fór Platón kanski nærri um frameðli ríkisins? ÞORGEIR ÞORGEIRSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚNÍ1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.