Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 7
Mátturinn og dýrðin birtust umfram allt í þessunt konunglegu persónum, Lúðvík XVI, sem sést hér í sínu fínasta pússi, og Maríu Antoinettu, drottningu, sem er á þessari mynd með bömum sínum ungum. byggðist á þeirri stefnu að sem flestir gætu lifað á landinu, hverfur og í stað þess ræð- ur stefnunni, hvað er hægt að framleiða mikið magn afurða, með sem minnstum mannafla og með sem bestri nýtingu lands- ins. Áhugi hinna menntuðu einvalda á 18. öíd á framförum í landbúnaði, sáðskiptum og kartöflu- og næpurækt var þeim mörgum hjartans mál, en var ekki að sama skapi vel séð af sveitaalþýðu. Sjálfsþurftarform miðaldabúskapar vék fýrir markaðsbúskap. Búauðgistefnan (fysiokratar) létu að sér kveða á Frakklandi, þeir stefndu að afnámi tolla og fijálsri markaðsmyndun og land- búnaði að enskum hætti. Þetta var illa séð og stangaðist á við fom „fríðindi og rétt- indi“. Tilraunir til lokunar almenninganna til þess að koma upp arðmeiri landbúnaði var afsögð. Þótt ríkisvaldið leitaðist við að afnema ýmsa ágalla kerfisins rakst það á múrvegg margvíslegustu sérhagsmuna, ekki aðeins meðal yfirstéttanna heldur einn- ig og ekki síður meðal lágstéttanna. TVENNS KONAR AÐALL Engin samstaða var með erfðaaðlinum og embættismannaaðlinum, erfðaaðallinn leit á þá síðar nefndu sem ættlausa stétt- skiptinga. Hagsmunir iðnaðarmanna og kaupmanna vom mismunandi eftir land- hlutum og tollmúrar og skattar og skyldur vom þeim trafali og ekki síst ríkisafskiptin. Bændur börmuðu sér sárt undan allskonar skyldum og sköttum og háum afgjöldum og leigum. Kirkjan og aðallinn var skatt- fijáls. Aðallinn átti rétt til æðstu embætta, en þriðja stétt var lokuð úti í kuldanum, auðug- ir kaupmenn og fjármálamenn töldust ekki hlutgengir. Misræmið olli sárindum og jók ekki lítið óánægjuna með stjórnarfarið. Menntun og kunnátta var ekki metin til jafns við ættgöfgi. Frakkland var í rauninni ekki ein stjómar- farsleg heild, ráðstafanir konungsveldisins til hnökralítillar miðstýringar vom ófram- kvæmanlegar sökum skiptingar landsins í hagsmunasvæði og heildarlöggjöf fýrir ríkisheildina rakst einnig á sérréttindi hér- aða og stétta. Stjórnkerfið var líkast spenni- treyju og sérhagsmunimir komu jafnframt í veg fyrir samræmdar leiðréttingar á kerf- inu að fmmkvæði miðstjómarvaldsins. Ein meginástæðan fyrir byltingunni var fjárhagsöngþveitið. Ríkið var í rauninni gjaldþrota á níunda áratuginum og það hlá- lega var að aðalástæðan var stríðsrekstur Frakka í Norður-Ameríku og einnig baggi ríkisskulda allt frá dögum Lúðvíks XIV, en stríðsrekstur hans hafði nær rústað fjárhag ríkisins. Akurinn Var Plægður Frelsisstríð Norður-Ameríkumanna naut fjárstuðnings Frakka vegna hagsmunaátaka Breta og Frakka um áhrif og verslun og þar með studdi franska konungsveldið þau öfl sem vom svarin fjandi þess eins og allt var í pottinn búið, aukin mannréttindi og frelsi. Mannréttindayfiríýsingar Englendinga og síðar Bandaríkjamanna áttu ekki síður þátt í byltingareijunum innan franska ríkisins, en kenningar „philosophes", heimspeking- anna. Voltaire og Rouseau og encyclo- pædistamir mddu með kenningum sínum og skoðunum á þjöðfélagsmálum burt öllum réttlætingum „ancien régime“. Akurinn var plægður og það var langt komið sáningu, þegar hmn hinnar feysku byggingar hófst. Hugmyndir heimspekinganna vom orðnar hugmyndir menntaðs hluta þjóðarinnar, jafnvel innan kirkjunnar var guðsafneitun orðin tíska, einkum meðal háklerka. Þar var brosað að konungsveldi „af Guðs náð“ og hluti háaðalsins, sem var óhollur ríkjandi konungi, Lúðvíki XVI, sparaði ekki að hæða hann og dreifa kjaftasögum um drottningu hans, kjölturakka. Lífið við hirðina í Versöl- um í tvær eða þijár kynslóðir hafði rúið hann bæði sjálfsvirðingu og hollustu. Sá hluti aðalsins sem koðnaði ekki niður í land- eyðulífí hirðarinnar, leitaðist við að rækja þær skyldur sem hann gegndi ennþá í her og flota. Meira og minna áætlaður fólksfjöldi á Frakklandi á 18. öld var: 1700 — 19 milljón- ir; 1740 — 20 milljónir og 1800 — 25 millj- ónir. Fyrstu ár 18. aldar vora slæm ár víða um Evrópu, svo slæm að sögur um mannát bámst frá austurhlutum Evrópu. Flakkara- hjarðir fóm um besta landbúnaðarland álf- unnar, Frakkland, rán og gripdeildir jukust. Árferði fór batnandi þegar leið á öldina og þá fjölgaði íbúum Frakklands um 5 milljón- ir (1740—1800). Með fjölguninni jókst þörf- in fyrir aukin matvæli, aukna verslun og iðnað og auk einkaverkstæða stóð franska ríkið að auknum iðnaði og áður em nefnd afskiptin af versluninni. Borgarastéttin auðgaðist, fjármálaumsvif jukust, banka- starfsemi og spákaupmennska jukust. Aðall- inn leit þessar breytingar homauga, afstaða aðalsins til peninga var ættuð frá miðöldum, peningar spilltu og rugluðu sbr. „ef pöpull- inn eignast peninga, verður hann bijálaður" (Bertrand de Bom). Og nú var svo komið að pöpullinn skrapaði saman peninga og ýmsir heppnir spekúlantar úr þriðju stétt vissu ekki aura sinna tal. En þriðja stétt var skattskyld og klerkar og aðall skatt- fijáls. Skattfríðindin og réttur til æðstu embætta vom sérréttindi sem ollu því að menntuðum og hæfum mönnum úr þriðju stétt var bannað að nota hæfileika sína landi og þjóð til ábata. Sundmng þjóðarinnar í erfðastéttir leystist ekki fýrr en með mann- réttindayfirlýsingunni 26. ágúst 1789. Þar með var gerð tiíraun til þess að allir yrðu jafnir fyrir lögunum og að mannréttindi yrðu tryggð. Mannréttindayfirlýsingin var byggð á kenningum heimspekinganna, nátt- úmrétti, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkja- manna frá 4. júlí 1776 og Réttindaskránni 1689. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkja- manna hafði mikil áhrif, ekki síst á Frakk- landi. Talleyrand skrifar, að um það leyti hafi helsta umræðuefnið í frönsku salónun- um verið sjálfstæðisbarátta Bandaríkja- manna, enda tóku Frakkar þátt í þeim ófriði. í ANDA Upplýsingastefnunnar Hugmyndir frönsku heimspekinganna vom kunnar um alla Evrópu. Hinir mennt- uðu einvaldar þekktu kenningar þeirra ög sumir þeirra stjórnuðu að nokkru í anda þeirra, eins og t.d. Jósep II keisari Aust- urríkis. Hann. afnam átthagaíjöturinn og rýrði sérréttindi aðalsins og veitti gyðingum og mótmælendum trúfrelsi, lokaði fjölmörg- um klaustmm og stofnaði til ríkisskóla, þar sem áhersla var m.a. lögð á að kenna í anda upplýsingastefnunnar. Hann afnam ýmsa helgidaga. Katrín II og Friðrik Prússa- konungur II stjómuðu með upplýsingastefn- una að leiðarljósi. í þessum ríkjum kom ekki til byltinga, þá helst að vottaði fýrir andbyltingu aðals og almúga gegn umbóta- tilraunum Jóseps H. Þjóðhöfðingjar þessara ríkja höfðu fullt vald á stjórnkerfinu en á Frakklandi ein- kenndist stjórn Lúðvíks XVI af hiki og fumi. Hann dró til baka ákvarðanir, sem hann hafði gert, lét aldrei sverfa til stáls og valdi sér oft ráðgjafa sem nutu lýðhylli, eins og t.d. Necker, sem var útsmoginn lýðskmm- ari. Lúðvík XVI virðist ekki hafa verið mik- ill mannþekkjari. Hann hafði hug á að bæta flíkina, en hún hélt ekki þræðinum. Mildi hans og hik urðu til þess að auka þrýsting þeirra afla og ein- staklinga, sem vildu kollvarpa konungdæm- inu. Það er alls ekki ólíklegt að hefði ákveðn- ar landstjómarmaður verið konungur á Frakklandi, hefði aldrei komið til byltingar, en til þess þurfti mann á borð við Napóleon. Maðurinn Fæddur Frjáls Napóleon talaði með fyrirlitningu um „þessa hugmyndafræðinga" eftir að hann varð keisari. I æsku hafði hann orðið altek- inn af kenningum Rousseaus. í „Du Contrat Social“ skrifar Rousseau „Maðurinn fæddist fijáls, en hann er alls staðar í hlekkjum". Hann taldi að maðurinn væri að uppmna „góður“ og vitnaði til „óspilltra náttúm- bama“, en að eignarréttur og hroki hefðu spillt honum, samfélagið væri illt. Hann áleit að gerður skyldi sáttmáli í þá vem að maðurínn fórnaði rétti sínum og saman- saumaði sig almannavilja fyrir eigið öryggi. Frönsku heimspekingarnir leituðust við að móta endanlegt fyrirmyndarríki, þar sem allar andstæður upphefðust og frelsi, jafn- rétti og bræðralag ríkti. Maðurinn er eigin herra, hann skapar sér samfélag og á skyn- samlegan hátt var talið unnt að móta al- mennan vilja til slíkrar stofnunar. Hið full- komna ríki frelsi og jafnréttis yrði staðreynd þegar öll andstaða gegn því væri yfimnnin. Áköfustu byltingarmennimir gerðu tilraun til þess að skapa ríki dyggðanna og frelsis- ins, jafnvel með því að neyða þegnana til frelsisins. Kenningar heimspekinganna frönsku gengu allar þvert á hierarkíið, stigveldið, kristnar kenningar um fall mannsins, erfða- synd og náð. Maðurinn var að eðli góður og hlaut því að vera fær um að skapa sér fullkomið samfélag. Menn höfu í árþúsundir vaðið í villu og svíma, en nú bjarmaði fyrir degi frelsisins, þar sem skynsemi og upplýs- ing mótaði samfélagið. Maðurinn var loksins frjáls af klafa hjátrúar og hleypidóma. Hug- myndir frönsku heimspekinganna fóm sem eldur um sinu um Evrópu og gáfu háum sem lágum von um fegurri heima. Þessi nýja heimsmynd var rædd í salónun- um og klúbbunum, þar sem menn komu saman og ræddu málin og þá einkum stjórn- mál líðandi stundar. Þótt franska ríkið rambaði á barmi gjaldþrots, ójöfnuður ríkti, brauðverð ryki upp og hungur og harðrétti þjakaði mikinn hluta þjóðarinnar þá hefði ekki komið til byltingar án hugmynda heim- spekinganna um nýja heimsmynd. Framhald síðar. Höfundur er kennari á Vopnafirði STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR Brotlending Þokukennd vitund mín tekur gamalt, svart reiðhjól og hjólar út í skóg. Þar lendi ég í ævintýrum hins tryllta hugarheims og þyría upp maiglitum laufblöðum utan um tíf mitt Ég reyni að safna þeim saman í hrúgu á einn stað en þau fjúka alltaf burt með tvúráðum vindinum gegnum fíngur mína. Sjávar- útvegur Éj&'ér Sskur í búrí, sé ekki út í veröldina, en ef þú horfír á mig frá réttu sjónarhomi — sérðu í gegnum augu mín. Ég reyni að bijótast úr viðjum en vatnskenndar hugsanir umlykja mig. Spegilmynd mín riðlast í Ijósbrotum hins matta glers. Vonir mínar eru loftbólur sem stíga hljóðlega upp á við. Rætur mínar liggja djúpt Rætur mínar liggja cjjúpt í þessum hnöttóttu loftbólum, sem kantamir voru sniðnir af — í dag einn fyrir Iöngu síðan. Ég er Sskur í búri og ef ég get brotið jxtta gler sem umlykur mig — þeytist ég með vatnsstraumnum út í tífíð. Höfundurinn er ung Reykjavíkurstúlka. ÁSLAUG S.JENSDÓTTIR Vetrarljóð Fönnin þekur Ijöll og grund fátt sem andann gleður þögnin vekur stað og stund stöðugt hríðarveður. Þar sem vorsins vaxtarþrá vakir innst í sinni vetur ekki vinnur á vonargleði þinni. Hækkar sól og hlánar mjöll horft skal fram til dáða sömu þrá við eigum öll auðnu og frelsi að ráða. Að efldist þor við ís og glóð okkur sagan fræðir virðir land sitt vökul þjóð verndar það og græðir. Höfundur býr á Núpi í Dýrafirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚNÍ1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.