Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Qupperneq 3
f1 n T-KBálg M O R Q U N BLA O 3 l_ N 8. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 691100. Taiwan er eitt þróaðasta land í Suðaustur Asíu. Jóhanna Krist- jónsdóttir var þar á ferð nýlega og veltir fyrir sér list og pólitík í fyrstu grein af þremur þaðan. Ferdablaðið Suður-Ameríka er ókunnur heimshluti fyrir flesta ís- lendinga. Mörgum finnst eflaust forvitnilegt að lesa um ævintýraferð Guðlaugar og Lindu til Ecuador. Allir lifn- aðarhættir og umhverfi framandi. Eins gott að und- irbúa sig vel fyrir ferðalag þangað. Forsíðan „Eftir Öskju“ nefnir Erla Þórarinsdóttir listmálari mynd- ina á forsíðunni. Erla opnar i dag, 16. sept., sýningu í austursal Kjarvalsstaða. Ljósmyndina tók Arni Sæ- berg. Hvaðan eru Hávamál ? í annarri grein Hermanns Pálssonar um Hávamái segir höfundur það fjarstæðu að telja Hávamál og önnur fornkvæði norræn í heild sinni SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ Liljan Liljan mín með laufin smá, litarfögur, en eigi há, vært þér vindar rugga en þér mun vera í þeli kalt, því þarna stóðstu sumanð allt sólarlaus í skugga. Lindin er svo langt þér frá, létt mun ekki vökva að ná á klettahillu kaldri. En því viltu vaxa hér, hvar vatns og hita skortur er, því sólin sér þig aldrei? Þú kemst ekki úr þessum stað, þér var svona úthlutað, þinn er þessi blettur. En máske áttu maka þér, sem mundi óska að væri hér á hægri hillu settur. Egillog Herðubreið Hvernig stendur á ijalla- nöfnunum. Skjaldbreið- ur og Herðubreið? Hvers vegna ber fjall- dyngjan fræga á Suð- urlandi - karlkynsnafn, en heiti norðlenzka risans herðabreiða er kvenkyns? Og hvers vegna Herðubreið en ekki Herðabreið eða Herðibreið? Vinur minn Egill Jónasson á Húsavík spurði mig eitt sinn eitthvað á þessa leið. Mér varð að vonum svarafátt, og ég spurði á móti: Hvað hyggur þú? Egill mun flestum íslendingum kunnur fyrir kveðskap sinn, einkum stórsnjallar stökur, sem hann kastaði fram við ýmisleg tækifæri, oftast fyrirvaralaust, en hirti ekki um að leggja sjálfur á minnið og var ófáan- legur til að halda saman til birtingar. En Agli gat dottið margt snjallt í hug og fleira en það sem bezt kunni við sig í „stuðlanna skorðum". Og nú svaraði hann mér á þessa leið: Þegar horft er á Herðubreið úr tiltekinni átt, er líkast því, að þar hafi miklu öxar- blaði verið höggvið niður í landið; og sú stálbláa ös er býsna breið um herðuna; hún er herðubreið. Þetta þótti mér skemmtileg skýring. Orð- ið herða er þekkt frá fornu fari, og Árni Böðvarsson skýrir það m.a. svo: „hinn herti hluti eggjar á vopni.“ í Eglu segir frá því, að Skalla-Grímur hjó uxa, og „öxin hljóp niður í steininn, svo að munnurinn brast úr ahur og rifnaði upp í gegnum herðuna. “ Á öðrum vísum stað segir um öxi, að hún sé „herðugóð". Trúlega hefði Herðubreið þótt tilvalið öxarnafn hér fyrr á tíð. Ég hvatti Egil til að birta þessa tilgátu, en því tók hann heldur fálega, og ekki varð úr. Nú er Egill látinn, og þá sýni ég honum þá frekju að hafa orð á skýringu hans held- ur en að hún fari með honum í gröfina. Ekki veit ég fremur en Egill sjálfur vissi, hvort á henni kunna að finnast fræðilegir agnúar. Einungis er ég ekki jafn-gætinn og hann, og kalla engu spillt þótt á reyni. Um hugsanlegan aldur nafngifta, sem þetta flall varða, er að líkindum torvelt að verða margs vísari. Fátt mun þar um heim- ildir. Auðvitað hef ég ekki gert þar neina meiri háttar leit, enda rekizt á fátt annað en það, að í Hrafnkötlu er getið um Herði- breiðstungu, sem mun vera í grennd við Herðubreið, enda kemur Herðibreiður fyrir sem nafn á fjalli þessu á fáeinum stöðum í fornbréfum. Dæmin eru frá svipuðum tíma, öll frá 16. öld. Ekki er fráleitt að Herðibreið- ur sé yngra nafn og til komið sem nærtæk „lagfæring“ á nafninu Herðubreið, sem vel kann að hafa þótt ambögulegt, án þess þó, að endurbótin gæti ráðið niðurlögum eldra nafns. Það er athyglisvert, að Sveinn Pálsson kallar fjallið einlægt Hörðubreið, sem að líkindum er tilraun til lagfæringar eða skýr- ingar á Herðubreiðar-nafninu; enda kemur fyrir í hinum danska texta Ferðabókar hans nafnið Herdebreden. En sú skýringarþörf bendir til þess, að svo hafi einnig verið um nafnið Herðibreiður. Enn má geta þess, að Eggert Ólafsson telur að fjallið heiti Herða- breiður. Kynni þar að vera komin ein lagfær- ingartilraunin enn, af sama toga og Herði- bréiður fyrr. Orðið herða hefur að líkindum snemma gerzt fátítt í mæltu máli, og merking þess í ijallsnafninu ekki legið hveijum sem var í augum uppi, svo að lík orð og fýsileg, eins og herðar, fóru að láta til sín taka, þótt merking væri allt önnur. En sjálfsagt mun ýmsum þykja réttmætt að leggja trúnað á það sem elzta heimild segir til um, enda þótt hending hljóti að ráða miklu um það, hvenær slík nöfn lenda á skrifuð blöð sem varðveitast. Að sönnu væri nafnið Herðibreiður líka vel til fundið, og hefði hugsanlega getað afbakazt í Herðubreið. Ef á annað borð hefði orðið þar breyting á, er líklegt að hún hefði einmitt beinzt í þá átt, þar eð b-ið gat hugsanlega valdið kringingunni. Hins vegar er sú nafnbreyting ekki mjög sennileg. Hafi nafnið Herðibreiður einhvern tíma ver- ið alls ráðandi, er líklegast að svo héti íjall- ið enn í dag. Þess skal getið, að skammt frá Eldgjá er fjall sem nefnt er Herðubreið. Heldur er það tilkomulítið í samanburði við Herðu- breið hina miklu; en sennilega hefur það verið eftir henni nefnt, hvenær sem það hefur gerzt. Hér virðist tvennt hugsanlegt: Annars vegar, að fjallið mikla hafi í upphafi heitið Herðibreiður, en það nafn af einhverjum sökum breytzt í Herðubreið. Hins vegar, að nú heiti fjallið Herðubreið vegna þess að svo hafi það alla tíð verið nefnt. Sé það rétt, virðist hugmynd Egils Jónassonar hæfa beint í mark; raunar væri önnur skýr- ing vart hugsanleg. Þá hefði einhvern tíma fram komið „lagfæringin" Herðibreiður sem misskilin leiðrétting, en ekki náð endanlegri fótfestu. Hér mun að líkindum erfitt úr að skera með vissu; og um líkur má sýnast sitt hveijum. En sé gert ráð fýrir því, að fjallið hafi verið nefnt Herðibreiður í upphafi, má með sanni segja, að það hafi hreinlega skipt um nafn, þegar farið var að kalla þ'að Herðu- breið, sem að óbreyttu hlýtur að merkja allt annað. Og væri þá ekki réttmætt að hafa einmitt þá merkingu í huga fremur en merkingu nafnsins Herðibreiður, sem að réttu lagi á þar ekki við. Því Herðubreið er nafn, sem annað hvort er upprunalegt eða hefur gersamlega sigrað og eitt verið notað um langan aldur? Hitt er svo annað mál, að hafi orðið herða einhvern tíma ver- ið torkennilegt í nafninu og þess vegna far- ið að draga dám af orðinu herðar, þá mun það ekki síður gleymskunni hulið nú á dög- um, svo að enn eru „herðarnar" jafn-áleitn- ar og fyrr. Hér var í upphafi minnzt á fjallið Skjald- breið. Víst væri skemmtileg merkinga- samsvörun nafnanna tveggja, nafna sem dregin væru af breiðum skildi og herðu- breiðri öxi. Þess skal getið, að vafasamt er, hvort eða hversu lengi fjallið Skjaldbreiður hefur borið karlkynsnafn fyrir daga Jónasar Hallgrímssonar. Sjálfur notar Jónas alltaf kvenkynsnafnið Skjaldbreið nema í kvæðinu Fjallið Skjaldbreiður. Og jafnvel þar virðist hann hafa kvenveru í huga að upphafi, þar sem hann lætur fjallið „skauta faldi“, þótt síðar í kvæðinu tali hann um „háan Skjald- breið“. En samsvörun nafnanna er söm, hvort heldur er. Þó mætti ætla, að fjarlægð- in milli þessara fjalla væri meiri en svo, að um nokkurn skyldleik nafnanna geti verið að ræða, enda þótt bæði láti þau að sér kveða, annað á Suðurlandi, en hitt norðan jökla. En hér er á fleira að líta. í Ódáðahrauni eru þijú fjöll, sem bera mjög af í landslaginu, og þau eru Herðu- breið, Dyngjufjöll og Trölladyngja. En þess er að geta, að TröIIadyngja er þar nýlegt nafn, sem Þorvaldur Thoroddsen virðist hafa komið á, því það fjall hét áður Skjald- breiður. Raunar segir Björn Gunnlaugsson að fjall þetta heiti Skjaldbreiður eða Trölla- dyngja\ og Sveinn Pálsson kallar það Dyngju. Svo virðist sem allmikill ruglingur hafi verið á fjaltanöfnum um þessar slóðir á síðari öldum. Hafi það verið Þorvaldur sem endanlega slökkti á Skjaldbreiðs-nafmmi, er ekki gott að segja hvað honum hefur gengið til, því það nafn virðist hæfa fjallinu betur en hitt. Ef til vill hefur hann viljað, að „Skjaldbreiður Jónasar“ sæti einn að því glæsilega nafni. Smáhóll í grennd við Heklu, sem nefndur er Skjaldbreið, hefur honum þá ekki þótt skipta máli, og enn síður Skjald- breiðar-nafnið á landsvæði því í Vestur- Skaftafellssýslu sem áður fyrr var dálítið byggðarlag en er nú í eyði. En víkjum nánar að fjöllunum í Ódáða- hrauni. Dyngjufjöll eru sem næst miðja vegu milli Herðubreiðar og Tröiladyngju, sem eins og fyrr segir hét áður Skjaldbreiður. Frá þeim kögunarhóli blasa þessi tvö fjöll við, sitt á hvora hönd. Annað minnir á breiðan skjöld, en hitt á herðubreiða öxi. Raunar sjást þau í senn allvíða að. Skyldi ekki geta verið, að þessar „vígalegu" fjallamyndir tvær, sem setja svip sinn á sama landsvæð- ið, hafi leitað eftir samræmdum nafngiftum ámóta vígalegum, skjöldurinn Skjaldbreiður og öxin Herðubreið? Sé það hugsanlegt, birtir enn yfir tilgátu Egils Jónassonar. Án efa hefði Egill sjálfur gert þessu máli betri skil; að minnsta kosti hefði hann verið vís til að leggja út af þessari hugmynd sinni á einhvern bráðskemmtilegan hátt, því flest varð skemmtilegt í meðförum hans. Ef mér væri ekki með öllu fyrirmunað að setja saman boðleg eftirmæli um vini mína, þá hefði Egill ekki sloppið. Þar hefur skeikað að sköpuðu. En þessa frainhleypni vona ég að hann fyrirgefi mér. Helgi Hálfdanarson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. SEPTEMBER 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.