Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Page 14
'Sehjonta,'sérij'orita,' blfrsta' skó?'’ má heyra á hveiju götuhorni frá þessum skósvörtu, skítugu strákl- ingum sem ólmir vilja bursta skóna okkar, þrátt fyrir það að við séum í strigaskóm. Bijóstagjöf er ekkert feimnismál, alls staðar má sjá kon- ur með börn á bijósti. Hér eru börnin höfð á bijósti alveg til tveggja ára aldurs. Markaðirnir eru skemmtilega ofhlaðnir, þar sem hægt er að kaupa nánast hvað sem er. Fyrst þegar við komum til Qu- ito ætlaði lyktin alveg að kæfa okkur; sambland af púströrsmekki, úldnum matarleifum og stækri hlandlykt, því allir gera þarfir sínar nánast þar sem þeir standa. Eftir mánaðardvöl fannst okkur þetta hins vegar hinn Ijúfasti ilmur sem setti sinn sjarma á borgina. S-Ameríkubúar nota flest tilefni til hátíðarhalda og þá er líf og fjör á götum borganna. Fjölmargar hljómsveitir spila aðallega svokall- að salsa. Að dansa Salsa er viss kúnst; fæturnir eru hreyfðir fram og til baka í hálfum takti, mjöðm- unum dillað í heilum takti, spólað með höndunum en höfuð og axlir hreyfast ekki. Fyrst í stað áttum við í erfiðleikum með hálfa taktinn en nú erum við orðnar sjóaðar í þessum dillibossadansi, því aldrei er dömufrí. Jól í Ekvador Við eyddum jólunum í litlum bæ sem heitir Baiios. Nafnið er dregið af öllum heitu laugunum sem þar er að finna. Bahos er einn vinsæl- asti ferðamannastaður landsins og ber þess glögglega merki. Jólin í Ekvador eru frekar ójólaleg að okkar mati, allar verslanir opnar. Við vinkonurnar reyndum eftir bestu getu að halda aðfangadaginn hátíðlegan. Jólatréð okkar vár indí- ánahattur með litríkum böndum í kring og jólagjafirnar undir. Til að koma okkur í jólastemmningu sungum við nokkra létta jólasöngva eins og „Ég sá mömmu kyssa jóla- svein“. Klukkan sex opnuðum við svo pakkana hvor frá annarri. Við ásamt 8 öðrum ferðamönnum eld- uðum sameiginlega jólamáltíð sem smakkaðist ekki eins og svínsteikin heima. Á jóladag héldum við af stað til eldfjallsins Tangurahua (5.116 m). Fengum far að rótum fjallsins með mjólkurbíl sem jafnframt lofaði að aka okkur til baka á umsömdum tíma. Fyrst ! stað gekk gangan alveg ljómandi vel en hægt og sígandi fóru þessi 8 kíló sem við höfðum á bakinu að þyngjast ískyggilega. Einnig þynntist loftið óðum svo erfitt var orðið að anda. Meðan við stúlkurnar, afkomendur víkinga, siluðumst áfram, að köfn- un komnar, skokkaði hópur ekvad- orískra pilta léttilega upp fjallið með níðþungt ferðasegulband ásamt öðrum nauðsynjahlutum, að sæluhúsinu. Þaðan héldum við kl. 2.30 um nóttina svo við sæjum sólina koma upp. Við fórum fjögur saman og komumst að eldgígnum eftir 5 klukkutíma göngu og áttum þá eftir hálftíma göngu á toppinn. Guð hvað það var erfitt! Kominn var blindbylur og hávaðarok svo við sáum ekki nema einn metra fram fyrir okkur. Við bundum reipi um mittið, á fótum höfðum við eins konar ísklær og notuðum ísexi til að höggva okkur leið. Við mjökuð- um okkur varlega áfram, ef ein- hver rann til tók í alla hina. Við höfðum aldrei fyrr notað svona ijallaklifurtæki og piltunum tveim- ur þótti greinilega ekkert gaman að hafa okkur í eftirdragi, ef marka mátti augnaráð þeirra sín á milli. Við vorum vitaskuld dauðhræddar þarna uppi í kulda og bijáluðu veðri, hangandi utan á eldgíg með ísexi í og brodda á fótum í rúmlega 5.000 metra hæð. En á toppinn komumst við og það var mögnuð tilfinning. Loftlaust, þoka, snjór og ískuldi. Útsýnið var ekkert. Mikið var þetta dásamlegt! Sæl gengum við til baka, renn- blaut af svita og snjó. Við stöldruð- um stutt við í sæluhúsinu áður en við héldum niður á jafnsléttuna þar sem mjólkurbíllinn beið okkar. Fjallgönguskóna höfðum við fengið lánaða. Þeir voru gamlir og harðir enda fóru þeir fljótt að særa. Linda fékk slæmt hælsæri og íjórar stór- ar blöðrur sem sprungu. Hún fór að endingu úr skónum og haltraði á sokkunum niður hallann. Þokunni létti og við fórum að geta notið landslagsins sem var yndislegt. Há fjöll í íjarska, nokkrar húsaþyrp- ingar og blóm í öllum litum. Þegar við komum þar sem mjólkurbíllinn átti að bíða okkar var okkur sagt 82 ára gamall maður fléttar bambuskörfur með aldagamalli aðferð. klæðast þjóðbýningi dagjega sem er eini búnihgufinn í Andesfjöllum sem líkist upprunalegu inkabúning- unum. Karlmennirnir skera ekki hár sitt heldur safna því í langa fléttu. Klippi þeir það er litið svo á að þeir vilji ekki lengur tilheyra samfélagi sínu. Þeir klæðast hvítum buxum og hvítum sandölum sem hvort tveggja er tákn hrein- leikans. Þeir halda sínum uppruna- legu trúarbrögðum sem er trú á náttúru og töfra (shamanism) en er þó nokkuð blönduð kaþólskri trú sem er þjóðartrú Ekvador. Þeir eru með töfralækni (shaman) sem út- býr lyf úr náttúrunni handa þeim sjúku og hefur í frammi ákveðna heigisiði til að reka illa anda úr höfði sjúklingsins. Þeir telja að illur andi valdi sjúkdóminum en þó eru aðferðir þeirra eitthvað blandaðar vestrænum lækningaaðferðum. Öll þorpin í kringum Otavalo sérhæfa sig í einhvetju sérstöku. Eitt sér um að þvo ullina og þurrka, annað að lita hana o.s.fi’v. í einu þorpinu er 82 ára gamall maður sem notar mjög forna aðferð við að flétta bambuskörfur úr ákveðn- um bambus sem er litaður með ýmsum ávöxtum. Hann fléttar 12 körfur sem tákna mánuði ársins og notar til þess fætur, hendur og munn. Það var ótrúlegt að sjá' hversu fimur gamli maðurinn var. Á tímabili var hann sá eini sem kunni að flétta körfur á þennan aldagamla máta en núna eru nýjar Þjóðbúningur indiánakvenna í Villabamba. Indíánakonur að selja varning sinn, að hann hefði farið hálftíma fyrr en samið var um. Vonsviknar og úrvinda eftir 13 tíma göngu skakk- löppuðumst við i átt til Banos. Fólkið í þorpunum var greinilega ekki vant því að sjá ferðamenn, með skóna í höndunum og gang- andi á sokkaleistunum. Loks kom- umst við til Banos og það tók okk- ur tvo daga í sauna og nuddi að ná þreytuverkjunum úr löppunum. Dalur gamla fólksins Við höfðum frétt af dal gamla fólksins sem heitir Villabamba. Þar á fólk að lifa lenguren annars stað- ar og verða allt að 120 ára gam- alt. Við trúðum því svona rétt mátulega, en ákváðum þó að líta þennan stað eigin augum. Eftir að hafa dvalið þar í vikutíma var varla hægt að efast lengur um sannindi þess því eldgamalt fólk með hrukk- ótt, skorpin andlit var algeng sjón. Ein kona sagði okkur að hún væri 117 ára gömul og því var ekki að peita að hún leit út fyrir að vera það. Við gerðum margar tilraunir til að mynda þetta fólk, en allir brugðust hinir verstu við og sögðu okkur að hundskast burt. Astæður fyrir langlífi þessa fólks hafa verið rannsakaðar af vísindamönnum. Fá svör hafa fengist nema þau að fólk þetta lifir mjög einföldu lífi án tækni og vísinda og nútímalegra þæginda. Einnig er loftslagið mjög gott og helst svipað árið um kring. Við gistum á notalegu sveitaheim- ili sem hafði upp á að bjóða svo- nefndan San Pedro-drykk. Hann er búinn til úr kaktus sem inniheld- ur „meskalín" og orsakar sérstaka vímu. Þessi drykkur var mikið not- aður meðal indíánanna í lækninga- skyni. Töfralæknir (shaman) drakk vökvann til að sjúkdómsgreina sjúklinginn og veita honum lækn- ingu. Við gátum ekki á okkur setið að prófa þennan töfradrykk. Ekki fundum við þó fyrir neinum lækn- ingarmætti en máttur hugans jókst til muna og upplifðum við um- hverfið mun sterkar. Litir urðu Grænmetismarkaður í Quito. bjartari og hljóð náttúrunnar hljómuðu skærar. í dag er þessi drykkur lítið notaður meðal inn- fæddra, aðeins meðal nokkurra ein- staklinga sem vilja komast á hærra vitundarstig, en er mjög vinsæll meðal ferðamanna. Litlir indíánabæir Norður af Quito er lítill indíána- bær, Otavalo, sem er þekktur iyrir litríkar, handunnar vefnaðarvörur, svo sem teppi, „poncho-slár“, peys- ur o.fl. Frægð Otavalo nær aftur á inkatímabilið. Á hveijum laugar- degi er haldinn markaður og þá koma indíánarnir úr þorpunum í nágrenninu og selja vörur sínar. Þangað í'lykkjast ferðamenn í verslunarhugleiðingum. Vegna frægðar sinnar hefur þessum indí- ánum tekist að koma vörum sínum á heimsmarkaðinn. En þrátt fyrir að þeir séu þar með komnir í hring- rás peningamarkaðarins, hafa þoir ekkert breytt upprunalegum siðum og venjum. Ennþá hafa þeir sitt eigið tungumál, „quichua". Konur kynslóðir farnar að læra af honum. Börnin hefja skólagöngu fimm ára gömul en hjálpa jafnframt fjöl- skyldunni við vefnaðarvinnslu. Skólagangan stendur yfir í 6 ár og er ókeypis, en eftir það snúa börnin sér alfarið að vefnaðinum. Barnahjónabönd Þau giftast mjög ung eða þegar pilturinn er 15 ára gamall og stúlk- an 13 ára. Yfirleitt eru það hags- munir fjölskyldnanna tveggja sem ráða þar um, sjaldnast ást. Árlega er kosinn forseti í hveiju þorpi og þegar gifting er í aðsigi kallar hann saman þijár til fimm fjölskyldur og spyr þær hvort þær séu sam- þykkar þessum ráðahag og jafn- framt hvort þær séu tilbúnar til að rétta brúðhjónunum hjálparhönd við að koma sér upp húsnæði. í framtíðinni geta svo þessar fjöl- skyldur reitt sig hver á aðra ef vandi steðjar að. Komi upp vanda- mál í þorpinu er sett á laggirnar eins konar þing og safnast allir karlmennirnir saman ásamt forseta til að finna einhveija úrlausn. Virð- ing fer eftir stærð fjölskyldu og er algengt að hjón eigi 6-12 börn en árlega deyja 9% þeirra. Ástæðan er að vatnið er fullt af óhreinindum sem valda veikindum og dauða. Liðagigt, bakveiki og æðakölkun er algeng meðal indíánanna því vinnan við ullina hefst kl. 3 að nóttunni en þá er hún þvegin upp úr ísköldu vatninu. Líf indíánanna gengur aðallega út á það að koma vefnaðarframleiðslu sinni á mark- aðinn, hvort heldur sem það er í Otavalo eða til útflutnings. Amazon-frumskógurinn Amazon-frumskóginn heim- sækja allflestir ferðaitienn. Við ákváðum að fara í 5 daga ferð með 7 öðrum ferðalöngum og leiðsögu- manni. í ferð okkar sáum við fáa indíánaþjóðflokka því eftir að olían uppgötvaðist hefur mikið breyst. Þeir hafa annaðhvort aðlagað sig breyttum lífsskilyrðum eða hrakist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.