Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 10
- eða ferðasaga frá Vestur-Berlín Glundroðinn er yfirgengilegur, undarleg áhrif hellast yfir túrhestinn og umferðin hröð og stefnulaus. Andstæðir straumar líða hjá hvar sem er. Mannhaf á báða bóga en á sekúndu- broti ber við augu austurlenskan götudansara Ég játaði fyrir manninum að það væri einkennileg tilfinning fyrir eyjarskeggja frá Norður-Atlantshafí að standa hérna og sjá hvemig tvö hugmyndakerfi slíta sundureinaþjóð. íslendingar hefðu einmitt átt á hættu hugmyndalegan klofning fyrir þúsund árum en sagan fékk farsælli endi en hér. Eftir Inga Boga Bogason sem snýst í ómælda hringi fyrir framan gráðugar myndavélar á Kurfurstendamm um leið og þota frá Pan Am svífur með hægu hvísli í gegnum hitamistrið inn yfir Tegel-flugvöll. Á öðrum stað mannauðn: Við löngu yfirgefna, ryðgaða og þymivaxna járnbrautina við Ólympíuleikvanginn á fá- mál fortíðin stefnumót við hnarreista nútí- ðina í líki gljáfægðrar glerhállar. Hér og nú hittir þar og þá, þjóðlegt blandast al- þjóðlegu, og austrið og vestrið eins og stein- runnir fjandvinir sem horfast í augu án þess að snertast — og geta ekkert annað. Gluggar galopnir en samt of heitt. Á rauðu ljósi við hliðina á okkur Breti í hvítum Es- cort, líklegast hermaður, og gefur einhverj- ar skipanir í bílasima. Á hinni akreininni villisjeppi sem hvínandi stoltur tekur fram úr béemvaff svo að eftir stendur grár út- blástursóþefurinn í nösum okkar. Ástand borgarinnar kristallast kannski best í hvatn- ingarorðunum á strætisvagninum fyrir framan: „Fair Verkehr“. Þolinmóð Lada, gul og hjólviljug, hefur smátt og smátt borið okkur frá húsi Bif- reiða- og landbúnaðarvéla við Suðurlands- braut hingað að Kaufhaus des Westeps við Taunetziehenstrasse — og viftureimin ekki einu sinni slitnað. Annað okkar keyrir og spyr sífellt: „Hvert nú?“, „Hægri, vinstri, beint áfram?“ meðan hitt rýnir farþegasætismegin í flókið kortið og tekur ákvarðanir. Aftur í eru bömin, ótrúlega þæg og festa galopin augun á því sem fram hjá rennur. Einkennilegt hvað það er margt fólk á Laugaveginum í útlöndum. Við höfðum farið fram hjá svölunum þar sem Kennedy sló í gegn ’63 með orðunum: „Ich bin ein Berliner". 26 árum síðar er þama allt tómt og tómlegt og yfirlýsing foreetans forðum bergmálar líka tómlætis- lega í kollinum á okkur. Sundurtættur tuminn á minningarkirkju Vilhjálms keisara verður enn átakanlegri og sorglegri með fáránlegt háhýsi í bak- grunni sem ber það yfirlætisfulla heiti Eurocenter. Framhjá risabyggingu Axels Springer sem stendur þétt upp við múrinn — og fram- hja'landamærastöðinni Check Point Charlie sem-sr miklu-sakleysislegri en -maður.hefur lesið um í njósnasögum og séð í bíómyndum. Síðan múrinn, endalaus múrinn sem hefur mælst 121 km langur. Ut úr bílnum og rakt loftið teygað, svit- inn sprettur fram. „Hann er þá til eftir allt saman,“ segir einhver á amerísku nálægt okkur. Kannski þetta hafí verið bróðir Bandaríkjamannsins sem átti að hafa komið hingað í fyrra og vildi sjá hvar múrinn endaði. Við fyrstu sýn er hann sakleysislegur, nánast umkomulítill. Hann er einhvem veg- inn miklu lægra en maður hefði haldið og litagleði veggjamálara gefur ljósri steypunni harla hýrlegt yfirbragð. Þótt þessi miðgarðs- ormur Vestur-Berlínar sómi sér piýðilega innan um annan glundroða borgarinnar skynjar gesturinn samt fljótlega að hann er meira en einföld fútúrísk götuskreyting. Frá óhijálegum útsýnispalli lítum við yfir einskismannslandið milli austurs og vesturs, slétt, grátt með grænum blettum og brúsk- um hér og hvar. í norðaustri, u.þ.b. 500 m burtu, er dálítill hvoll og stingur í stúf við umhverfið. Þama stjómaði foringinn loka- vöminni og framdi að lokum sjálfsmorð. Strax í lok stríðsins sprengdu Rússar byrg- ið til að koma í veg fyrir að það gæti nokk- um tíma orðið minnismerki eða helgistaður vitfirringa framtíðarinnar. En grasið vex þama líka. Næst stöldruðum við hjá sovéska minnis- merkinu og horfum í austur eftir fjórbreiðu og galauðu 17.-júní-stræti. Nafnið gleður augu íslendingsins en tengist samt á engan hátt Jóni Sigurðssyni: Það er hugsað til heiðurs austurþýskum verkamönnum sem gerðu misheppnaða uppreisn þennan dag árið 1953. Einhverra hluta vegna varð hann síðan opinber þjóðhátíðardagur í Vestur- Þýskalandi. Það er svo önnur saga að borg- urum Sambandslýðveldisins finnst mörgum hverjum tilefni þjóðhátíðardagsins harla ein- kennilegt, sumum ósmekklegt. Engin hús eru sjáanleg við götuna héma megin múrsins, aðeins snyrtileg tré og mnn- ar. 200 metra undan okkur, þar sem gatan endar skyndilega, em nokkrir tugir ferða- manna á stjákli, annars enginn. Handan múrsins er Brandenborgarhliðið, austur- þýski fáninn blaktir þar við hún og í u.þ.b. eins kílómetra Qarlægð heldur gatan áfram jafnbreið og áður nema nú ber hún sitt upphaflega og þokkafulla nafn, Unter den Linden — og er full af fólki, líklegast í búð- arrápi. Við göngum norðvestur með múmum og komum að ríkisþinghúsinu sem eitt sinn var, nú er þar sögulegt safn. Tigninni verð- ur ekki logið á þetta hús, þeir sem á annað borð falla fyrir því stóra og volduga hljóta hér eitthvað við sitt hæfi. Byggingin er sem ný, engin merki um bruna eða styijaldar- átök virðast sýnileg. Þegar nær kemur má þó greina að af ótrúlegri natni hefur hver spmnga óg misfella verið lagfærð. Holur eftir kúlnagöt og sprengjubrot hafa verið fyllt með granítlitaðri steypu. Þar sem stór brot hafa kvamast úr steinblokkunum hefur verið fræst úr sárinu og smærri blokkir sagaðar og felldar inn í. Áfram göngum við í heitu mistrinu og bömin hlaupa um risastórar tröppurnar, óvart í fótspor Hitlers og Hindenburgs svo enginn verður hissa þegar þau detta og meiða sig. Enda tæpast fyrir aðra en ofur- menni að vinna í slíku húsi og þurfa að ganga upp og niður þessar tröppur, kannski mörgum sinnum á dag. Við norðurendann blasir múrinn aftur við en sviþur hans ekki eins saklaus og áður. Þétt upp við hann á lítilli spildu er minnis- reitur ýmissa sem hafa fallið við flóttatil- raun. Áfram göngum við með múrnum og lítum til' austurs og sjáum hreyfingarlausan hermann hátt í varðturni horfa beint í aug- un á okkur. Hvað skyidi hann vera að hugsa? Skyndilega endar múrinn í gaddavírs- flækju niðri við bakka árinnar Spree. Ská- hallt á bakkanum hinum megin, neðar, held- ur hann áfram. „Hvað er þetta?“ spyr strákurinn minn og bendir á ljósan kaðal sem dreginn er gegnum augu eftir endilöngum bakkanum. „Veit það ekki,“ svara ég annars hugar og horfi á tvo austur-þýska hermenn sem sitja makindalega á hinum bakkanum. Útundan mér heyri ég einhvern svara stráknum að kaðailinn sé til að auðvelda flóttamönnum, sem synda yfir, að hífa sig upp á bakkann. Ég virði fyrir mér mótífið sem gæti orðið að mynd. í forgrunni áin, í bakgrunni óhijá- legt verksmiðjuhverfi, „Schiffbauerdamm", hermennirnir fyrir miðju. Tek upp mynda- vélina Og geri hana klára. Um leið og ég smelli af tekur annar vörðurinn upp eitthvað sem líkist ^jóngleri og beinir því í áttina til mín. Kannski er þetta riffill með sjónauka! Ég svitna dálítið meira við þessa ævintýra-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.