Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 4
Landskjörið 1922 og sigíir Kvennalistans ^PTITITíTn íl"! FnF]1 Líkamssköpulag og stjórnmál N ú skal hyggja að þeim undirtektum er svo nýstárlegt fyrirbæri sem kvennaframboð til alþingis fékk: Morgunblaðið og Lögrétta tóku kvennalist- anum af sæmilegri kurteisi og sögðu (sama Hvergi voru sárindin vegna sigurs Kvennalistans eins mikil og í Alþýðublaðinu, enda ekki ólíklegt að sá sigur hafi kostað Alþýðuflokkinn þingsæti. Ritstjórinn, Ólafur Friðriksson, skrifaði mikla grein undir nafni um úrslitin nokkrum dögum eftir að þau lágu fyrir og taldi listann ekki hafa sigrað á hlutleysi „heldur á heimskunni“. - Síðari hluti Eftir GÍSLA JÓNSSON greinin í báðum blöðunum): „Kvennalistinn hefur góð nöfn á boðstól- um, en allar eru konurnar, sem þau bera, samt sem áður óreyndar á stjórnmálasvið- inu. Þetta blað er þeirrar skoðunar, að kon- urnar ættu ekki að vera á ferð með sér- lista, heldur starfa að stjórnmálum í sam- vinnu og góðu samkomulagi við karlmenn- ina, skiptast í flokka með þeim um sameigin- leg áhugamál og ganga til kosninga í sam- vinnu við þá... Það getur ekkert gott af sér leitt, að konur og karlar skipi sér í önd- verðar fylkingar í stjórnmálum; það eru engin mál uppi, og eiga engin mál að vera uppi, sem réttlæti þá skiptingu.“ Þessi ritstjórnargrein Morgunblaðsins og Lögréttu er vafalítið eftir Þorstein Gíslason sjálfan. Dagur á Akureyri segir um C-listann að ekki hafi heyrst að flokkur þessi hafi neina aðra stefnu en koma konu á þing. „Sam- kvæmt því á þá líkamssköpulag eitt að ráða pólitískri afstöðu þessa flokks, og getur þetta að vísu kallast stefna, en ekki er það ótvíræð þjóðmálastefna . . . Um kynferðið geta kjósendur verið vissir, en að öðru leyti er kötturinn keyptur í sekknum, þar sem þessi listi er.“ íslendingur á Akureyri, undir ritstjórn Gunnlaugs Tr. Jónssonar, tók mjög svipaða afstöðu og Morgunblaðið. Hélt ritstjórinn að kvennalistinn myndi fá lítið fylgi. í stjórn- málum ætti heima samvinna karla og kvenna, en ekki sundurgreining. „ VÉR GETUM KALLAÐ ÞAU Velferðarmál1 En hvað höfðu konur sjálfar að segja um framboð sitt? Þegar hinn 1. apríl gerðu þær grein fyrir áhugamálum sínum í ávarpi kosninganefndar kvenna í Reykjavík: „En vér eigum ýms áhugamál. Það vitum vér. Og að einu þessara áhugamála eru konur einkum að vinna. Það er Landspítal- inn. Vér geturri þegar bent á árangur af því starfi. Vér finnum hve margfaldur hag- ur og blessun það yrði, eigi aðeins vanheil- um, heldur og heilum, ef sú stofnun kæm- ist sem fyrst á fót. En hún hefir eigi enn eignast talsmenn á þingi. Og vér getum varla búist við að hún eignist þar öfluga talsmenn fyrr en konur geta þar borið þessa hugmynd sína fram án nokkurrar milli- göngu. Vér eigum fleiri áhugamál en þetta. Það eru áhugamál vor kvenna, að bætt verði og byggð upp ný og réttlát löggjöf í öllum þeim málum sem nefnd eru social mál — vér getum kallað þau velferðarmál. Það eru mál eins og fátækralöggjöf, eftirlit með umkomulausum börnum og gamalmennum, öll siðbætandi mál og fleira. A þessum svið- um sér auga konunnar glöggar en auga karlmannsins, og á þessu sviði bíða málefn- in þess að konurnar komi. Vér eigum margs konar þekkingu og reynslu, er karlmenn skortir, en eru nauðsynlegar á þessum svið- um. En þótt vér getum sagt að þessi mál hljóti jafnan öðru fremur að vera áhugamál kvenna, þá verður þó eigi þar með sagt, að konur láti sig eigi önnur mál varða. 011 mál þjóðar vorrar taka jafnt til kvenna sem karla. Vér konur erum fullur helmingur landsmanna. Vér erum fullur helmingur kjósenda, það erum vér sem berum undir bijósti og ölum upp kynslóðina sem taka skal arfinn að oss látnum. Vér getum eigi verið skeytingarlausar um það, hvernig sá arfur verður...“ „Á Kærleiksheimili Morgunblaðsins*1 Tíminn sagði fátt um kvennalistann, en þar andar þó köldu til hans í smáfréttum. Hann fullyrðirt.d. að listar Jóns Magnússon- ar og fröken Ingibjargar séu klofningslistar af samkeppnisflokknum. Um ræðu, sem Ingibjörg H. Bjarnason flutti á framboðs- fundi við Þjórsá, segir Tíminn þetta eitt: „Gaf hún samvinnumönnum olnbogaskot fyrir það að samvinna leiddi til kúgunar og einveldis og væri þröskuldur í vegi fijálsrar samkeppni. Engin rök færði hún fyrir máli sínu, enda var þess ekki krafist. En sannað þótti af ræðu hennar að hún væri góð heima- sæta á kærleiksheimili Morgunblaðsins, eins og flesta hafði grunað.“ „Framgjarnar Kvenréttindakonur** Einna lakast var kvennalistanum tekið i Vísi og Alþýðublaðinu. Vísir taldi þess eng- in dæmi með öðrum þjóðum, að konur kæmu fram sem sérstakur stjórnmálaflokkur. „Bæri það vissulega ekki vott um mikinn stjórnmálaþroska kvenna hér á landi, ef þessi listi drægi að sér mörg atkvæði þeirra, því að ekki er heldur kunnugt að konur þær, sem á listanum standa, hafi nokkurt sérstakt málefni fyrir að beijast [svo!]. En fullyrða má hins vegar að konur þær, sem listann skipa, séu einmitt svo sundurleitar að stjórnmálaskoðunum sem fremst má vérða.i Maður gæti í raun og veru alveg eins hugsað sér að safna mætti öllum Jónum landsins um einn landskjörslista sem skipað- ur væri eintómum Jónum Magnússonum og gerði ekkert til, þó að þeir væru innbyrðis eins andstæðir í skoðunum eins og fyrrv. forsætisráðherra getur verið sjálfum sér andstæðastur.“ Hins vegar var Jakob Möller svo fijáls- lyndur að leyfa aðstandendum kvennalistans rúm í blaði sínu til þess að gera athugasemd- ir við áróður fylgismanna annarra lista sem einkum var fólginn í þeirri kenningu, að C-listinn væri vonlaus um að koma að manni og væri því atkvæðum, honum greiddum, á glæ kastað. Konurnar töldu lista sinn mundu fá miklu meira fylgi en margan grunaði. Alþýðublaðið sagði fyrst frá því að nokk- ur félög „heldri kvenna“ í Reykjavík ætluðu að bjóða fram, en taldi ólíklegt að það tæk- ist, „því hvorki myndaði kvenfólkið hér á landi né annarstaðar nokkurn sérstakan pólitískan flokk og mun aldrei gera“. Síðar taldi Alþýðublaðið að aðstandendur C-listans væru ýmsar framgjarnar kvenrétt- indakonur, og henti gaman að því að þijár efstu konurnar á listanum væru ógiftar. Kvennalistinn vildi ekki láta ásannast að tengja mætti hann ákveðnum sþjórnmála- flokki eins og Tíminn reyndi. í Nítjánda júní segir í ritstjórnargrein: „C-listinn er eigi rígskorðaður við neinn ákveðinn stjórnmálaflokk, en konurnar sem hann skipa, eru kunnar að því að vera fijáls- lyndar í skoðunum: þær hafa að vísu ekki haft hátt um sig í stjórnmálum hingað til. En samt hafa þær fylgst svo vel með í því, sem fram hefur farið, að líklega standa þær ei að baki flestum þeim er hina listana skipa ... Allir óháðir kjósendur munu því gefa þessum lista atkvæði sitt, karlar sem konur.“ Rétt undir lok kosningabaráttunnar virð- ast aðstandendur annarra lista hafa tekið að átta sig á fylgi C-listans. Eftir að kosn- ingu lauk og beðið var úrslita, segir Morgun- blaðið: „Kvennalistinn mun hafa töluvert mejra fylgi en áður var ætlað.“ Löng Bið Eftir Urslitum Tæplega 12 þúsund kjósendur greiddu atkvæði laugardaginn 8. júní, en ekki var sá fjöldi nema 41,1% þeirra sem það máttu. Karlar sóttu kosninguna sýnu betur en kon- ur, eða 52,7 á móti 32,2 af hundraði kvenna. Aðeins í fjórum kjördæmum var kjörsókn samanlagt 50% eða meiri: Á ísafirði 57,5, í Reykjavík 55,6, á Seyðisfirði 55 og í Norð- ur-Þingeyjarsýslu 52 af hundraði. Víðast var kjörsóknin milli 30 og 40 prósent, en í tveimur kjördæmum þó enn minni: Skaga- ijarðarsýslu 28,6 og Húnavatnssýslu 25,8. Þetta verður ekki skýrt nema með áhuga- leysi. Vorið var kalt á Norðurlandi og hey- skapur lítt eða ekki hafinn, og dæmi Norð- ur-Þingeyinga sýnir að ekki tjóar að minn- ast á erfiðleika í því að komast á kjörstað. í öllum kjördæmum sóttu konur kosning- una verr en karlar, og munaði sumstaðar miklu. Minnstur var munurinn í Snæfells- nessýslu, karlar 40%, konur 37,9. í Húna- vatnssýslu fór sókn kvenna ofaní 16,2%. Best sóttu reykvískar konur, rösk 48%, en í fjórum sveitahreppum fór kjörsókn þeirra ofan í tvö prósent: Miðdalahreppi í Dala- sýslu, Bæjarhreppi í Strandasýslu, Tjörnes- hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu og Leiðvallar- hreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Og svo sátu menn og biðu og bollalögðu. Samgöngur voru ógreiðar, og óratíma tók að smala atkvæðum og koma til Reykjavík- ur, þar sem talning skyldi fara fram. Mönn- um þætti þetta löng bið eftir kosningaúrslit- um nú; hún var tæpar sex vikur. Stóra stundin rann upp mánudaginn 24. ágúst á lestrarsal Alþingis. Þótt svo væri til ætlast, að atkvæðaseðlum væri vandlega blandað iil Reykjavik, júli 1922. 1. tbl. Landskosningin. Úrslít laadskosntDgarinnar nrðn jaa að elsti frambjóðandi C-Iistans Frðken Ioglbjörg H. Bjarnason varð einn hinna kjörnn fulltrúa. Vora iistanum greidd 2675 at- öfgafullum staðhaBÖngnœ, engri áleilni á þá, seœ að binum listunum stóðu og engutn fjáraustri. Listinn sigraði á sinum góða máistað, á því að standa utan við alla Sokka og ass* t*að fór svo þegar tíl kosninga kom, að margir þeír, sem elgi gátu felt sig við neinn hinna Ustanna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.