Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 6
Hvað er heilun ? Ð fornu tíðkaðist sögnin að heila í norrænu máli og merkti að gera einhvern heilan (eitt- hvað heilt) eða með öðrum orðum að græða eða lækna. Enska orðið „to heal“ eða „heal- ing“ er samsvarandi íslenska orðinu heilun og merkir einnig að græða. Það á sér langa sögu og tengist gjarnan náttúru-, orku- eða huglækningum. Starfsheitið heilari er viður- kennt í Englandi og hafa heilarar þar myn- dað með sér stéttasamband. Til er mikill fjöldi heilunarengla - það er ein tegund tíva - er heilarinn getur ákallað og unnið í samstarfi við, en þeir lúta stjórn einhvers • hinna miklu heilara jarðarinnar, svo sem Krists. Eftir HULD JÓNSDÓTTUR HvaðErHeilun Heilun í sjálfu sér er allt sem gert er í þeim tilgangi að bæta eitthvert ástand eða gera heilt á ný. Hún getur t.d. verið allt frá fáeinum huggunarorðum við barn sem hefur meitt sig, til þess er menn nefna huglækn- ingar eða jafnvel kraftaverk (sbr. lækningar Jesú Krists). Fjölbreytni heilunaraðferða er einnig mik- il og næsta víst að engir tveir heilarar vinni eins. Þó hugsa ég að flestir eigi það sam- merkt að þeir tengja sig inn á hærri vitund- arsvið og eru gjarnan verkfæri í höndum vera á innri sviðum. í Norræna heilunarskól- anum á Islandi er einkum kennd og æfð andlega heilun og einnig lítillega segul- magns- eða pranaheilun. Andleg Heilun í andlegri heilun hefur heilarinn meðvitað samstarf við alheimsorkuna og hefur þann- ig áhrif ekki aðeins á efnislíkama sjúklings- ins heldur einnig á innri eða fínni líkami hans (m.a. eter-, geð- og huglíkama). Heilar- inn notar þá ekki orku frá sjálfum sér held- ur stillir sig inn á orkustrauma alheimsins og verður þannig farvegur alheimsorkunn- ar, sem er allt í kringum okkur. Hann veit að hann er farvegur, orkumiðlari, tengiliður milli sjúklings og alheimsorkunnar. Þegar heilarinn heilar aðra persónu fæst hann einkum við orkuflæði áru hennar (hina fínni líkami). Hann leitast við að leysa upp orku- stíflur og hindra orkuuppsöfnun með því að fá orkuna til að streyma fijálst um líkama, huga og sál viðkomandi. Teljum við það vera forsendu andlegs og líkamlegs heilbrigðis sjúklingsins. Því flestir sjúk- dómar, bæði líkamlegir og andlegir, eiga upptök sín í hinum fínni líkömum mannsins og koma fram sem skuggar í eterlíkama hans löngu áður en líkamlegra sjúkdómsein- kenna verður vart. Með góðri heilunarmeð- ferð er því hægt að vinna fyrirbyggjandi starf þ.e. vinna á því ójafnvægi í orku- streymi persónunnar er síðar veldur líkam- legum einkennum ef ekkert er að gert. Það er framkvæmt með því að senda ákveðna tegund orku eina eða fleiri inn í áru og líkama viðkomandi. Aðeins nokkur prósent nemanda ná þeirri þjálfun að heila líkam- lega sjúkdóma enda krefst það mjög sterks eterlíkama og mikillar þjálfunar í heilun. Segulmagnsheilun Þegar notuð or segulmagns- eða prana- heilun beitir heilarinn eigin orkusviði þ.e. færir hluta af eigin lífsorku yfir í orkusvið sjúklingsins. Þetta getur haft góð áhrif og flýtt fyrir bata en fjarlægir ekki orsök sjúk- dómsins. Getur sjúkdómurinn því komið aftur breyti sjúklingurinn ekki því í lífsvið- horfi sínu eða daglegu lífi sem er hin raun- verulega ástæða fyrir vanlíðan hans. Það er eter- eða ljósvakalíkami sjúklingsins sem verður fyrir áhrifum við þessa heilunarað- ferð. GóðurHeilari Til þess að heiiari geti verið góður farveg- ur þarf hann að styrkja sambandið við sinn innri - mann og viðhafa aga í lífi sínu, þ.e. leitast við að hreinsa líkama sína t.d. þann jarðneska og ljósvaka- (eter)líkamann með heilsusamlegu líferni, geðlíkamann með hreinum tilfinningum og huglíkamann með jákvæðum hugsunum. Segja má að góður heilari hafi hreinsað þannig meðvitund sína og skapað hjá sér það innra jafnvægi, að hann' geti starfað sem tiltölulega hreinn farvegur. Hafi umframorku og gott sam- band við sinn innri mann eða sál. Heilun Og Andleg Þróun Heilun er einnig andleg þróun vegna þess ‘ að sannur heilari heilar af óeigingjörnum hvötum, með þá ósk eina að leysa með- bræðurna úr viðjum þjáninga og sársauka. Þannig er heilun verkfærið sem gerir okkur kleift að hjálpa meðbræðum okkar og systr- um. Við lærum að geisla frá okkur kærleika Guðs og setja okkur sjálf til hliðar þannig að við getum hjálpað öðrum þ.e. að segja án persónulegrar íhlutunar. Því hreinni og fágaðri sem tilgangurinn er því meiri verður andleg þróun heilarans og með því að fórna hluta af sjálfum sér til þess að starfa sem verkfæri Guðs nálgast maðurinn sál sína. Þess vegna er heilun ein leið mannsins til þess að nálgast sál sína, tengjast henni og þróa meðvitað samband við hana. Getum Við Lært Að Heila? Við höfum oft verið spurð þessarar spurn- ingar í Heilunarskólanum. Svarið er í sjálfu sér ekki algilt en við getum sagt að allir þeir sem vilja hjálpa öðrum geti heilað þ.e. stillt sig inn á alheimsorkuna og verið far- vegir/orkuleiðarar í samræmi við þroska sinn. Nemendum Heilunarskólans er fyrst og fremst kenndar heilunaraðferðir og æf- ingar sem þjálfa þá í að leiða orku kærleik- ans og vera farvegir alheimsljóssins í sínu daglega lífi. Einnig að senda ljósið út yfir jörðina í því skyni að hreinsa áru hennar og það myrkur sem grúfir yfir jörðinni. Þetta er einnig kallað vera starfsmaður ljóssins. Norræni Heilunarskólinn Norræni heilunarskólinn hefur starfað á íslandi síðan í janúar 1985 og útskrifað 9 . námshópa. Námskeiðin standa yfir í 8-9 mánuði og er kennt eina helgi og tvö fimmtudagskvöld í mánuði. Síðastiiðinn vet- ur voru þijú námskeið með um 80 nemend- ur í gangi, eitt í Reykjavík og tvö á Akur- eyri. Heilunarskólinn er til húsa að Lauga- vegi 163 í Reykajvík og sér íslenska heilun- arfélagið um daglegan rekstur þess. Norræni heilunarskólinn á sér enn fremur hliðstæðu víða erlendis m.a. á Norðurlönd- um, í Ástralíku og á Nýja-Sjálandi. Fræðsla sú sem skólinn veitir í andlegum málum er að mörgu leyti frá stofnendum Guðspeki- hreyfingarinnar komin, en hugleiðslukerfin og heilunaræfingarnar eru frá stofnenda Norræna Heilunarskólans Anöndu Töru Shan sem er dönsk, nú búsett í Ástralíu. Myndin sem hér fylgir með, sýnir heilun- arengil (tíva) við heilun. Slíkir englar heila þannig að venjulega beina þeir fyrst hreins- * andi orku inn í og í gegnum áru skjólstæðT ingsins, með það fyrir augum að eyða stíflum í ljósvaka- (eter) og geðlíkama hans auk þess að eyða skaðlegum efnum í árunni. Þeir stilla sig inn á tón (eða ,,orð“) einstakl- ingsins sem venjulega er mishljóma í sálræn- um veikindum, og reyna að koma aftur á samræmi í flæði lífsorku hug-, geð- og et- erlíkamans. Að lokum ákalla þeir guðlega heilunarorku sem streymir frá uppsprettu sinni gegnum áru tívanna og út til „sjúkl- ingsins". Athöl'n þessi er mun áhrifaríkari þegar maðurinn (heilari) ákallar meðvitað og starfar í samvinnu við heilunarenglana. (Geoffrey Hodson: The Kingdom of Gods. Heilunarengill beinir læknandi orku að sjúku barni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.