Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 14
INYJA HEIMINUM Sérfi-æðingar í skíðaí- þróttinni hjá breska dag- blaðinu „The Times“ eru sammála um að það sé stór- kostlegt að skíða í Ameríku. Góð þjónusta og brosandi andlit mæti skíðafólkinu og biðraðir séu nánast óþekkt- ar. Þeir spyrja hver annan, hvenær komi svonajþægileg biðraðamenning í Ölpunum og segja að orðin sem lýsi þessu best séu: „Þjónusta, þjónusta og aftur þjónusta“ og kveðjan, sem mæti ferða- mönnum hvarvetna „gangi þér vel“. Alta, Utah Snjóþykkt: 9 Sérfræðiálit: Bestu skilyrðin fyrir þann sem vill skíða af kappi í Ameríku. Ein mesta snjóakista á' jörðinni. Snjóar yfir 1.270 metra árlega. Einn ódýrasti lyftupassinn og mjög góðar brekkur, skíða- brautir — og paradís i púðursnjó. En gættu þín, Angina Chute ýtir þér út fyrir endamörk áhuga- mannasviðsins! Þorpið var frægt fyrir langar brunbrautir áður en snjóskriður eyðilögðu þær. Mestur hluti þorpsins hefur aldrei- verið endurbyggður. Hæð skíðastaðar: 8.550 fet Mesta hæð: 10.550 fet Skíðasvæðið: 1.700 ekrur Gular brautir: 25% Grænar brautir: 40% Svartar brautir: 35% Skilyrði utan brauta: Mjög góð Nýjungar: „Korktappa-brun- braut“ breikkuð Lyftufjöldi: 11 Sex daga skíðapassi: 7.068 kr. Fjarlægð frá flugvelli: Salt Lake City 45 mínútur Upplýsingar í síma: 801 742 3333 Aspen, Colorado Snjóþykkt: 8 Sérfræðiálit: Hér ríkir hið ljúfa líf! Mjög snyrtilegt. Mjög góður púðursnjór. Skíðun milli tijáa og í hólalandslagi. Góðar hraðlyftur og kláfar. Þetta er „skíðastaður- inn“ 'í Bandaríkjunum! „Nætur- klúbbur André’s" hefur enn bætt sína fullkomnu aðstöðu, með því að geta rennt þakinu til hliðar og látið snjóa á dansfólkið! Einstök tilfinning að sveigja hjá staka trénu í miðri „Big Burn“-brautinni (breidd 1 míla — lengd 4 mílur) og þér finnst þú búa yfir hæfileik- um bæði Killys og Klammers! Ógleymanlegt. Hæð skíðastaðar: 7.800 fet Mesta hæð: 11.212 fet Tengist við: Snowmass, Butt- ermilk og hálönd Aspen með ókeypis, tíðum rútuferðum. Gular brautir: Engar Grænar brautir: 35% Svartar brautir: 35%, að auki 30% aðeins fyrir keppnisfólk Skilyrði utan brauta: Mjög góð Nýjungar: Hótelið, Litla myllan með 92 herbergj um Ljrftuijöldi:8 Sex daga skíðapassi: 13.392 kr. • Fjarlægð á flugvöll: Aspen 5 mínútur — Denver 4 klst. Upplýsingar í síma: 303 925 1220 Banff/Lake Louise, Alberta Snjóþykkt: 8 Sérfræðiálit: Mjög dýrt og óvenju fallegt svæði. Útsýnið er ótrúlega fagurt. Á sama hátt og Whistler er jafnað við Alpana, má líkja svæðinu við Dólómítafjöllin — aðeins allt í stærri hlutföllum. Stór, ferhyrnd fjöll, breið um sig, rísa upp úr flötum sléttum. Það snjóar ekki eins mikíð á austurbrúnum Klettaíjalla. Úrkoman nær ekki alltaf hingað. Tvö stórkostleg hótel „Banff Springs" og „Lake Louise Chateau" — ótrúlega stór, eins og IDAHO .WYOMÍNQ Salt Lake-^^sp* Snowbird • * Alta Squaw Valley •' Reno • Heavenly : \Valley ;• Steamboat Springa /Brockenrídgé >\ "^ífDenver Eagle Cnunty NEVADA §psan -z Fransisco'S. ÚTAH lAapen' KOLORADO KALIFORNÍA 'Álburquerque ’ Los Angeles NÝJA MÉXÍkÖ MEXÍKÓ i VERMÖNT Burlington . e Killlngton Boston y.-.-y..- KANADA BANDARÍKIN 100 km Banff/Lake Loulae iy^Calgary / S ALBERTA / KANADA lúxus kastalar. Ef þú hefur efni á að gista þar, þá verðurðu að prófa! Mjög góð þjónusta (vantar samt skíðaleigu fyrir keppnisfólk). Allar tegundir af snjó og snjóþeytarar sjá um að halda brautunum í góðu ástandi. Engar biðraðir. Mjög ró- legt og vinsamlegt viðmót. Hæð skíðastaðar: 5.500 fet Mesta hæð: 8.750 fet Tengist ekki við önnur svæði Skíðasvæðið: 4.000 ekrur Gular brautir: 25% Grænar brautir: 45% Svartar brautir: 30% Skilyrði utan brauta:Mjög góð Nýjungar: 2 hraðskreiðar stóla- lyftur og fleiri snjóþeytarar Lyftuijöldi: 12 Sex daga skíðapassi: 9.646 kr. Fjarlægð á flugvöll: Calgary 2 klst. Upplýsingar: 403 522 3555 Breckenridge, Colorado Snjóþykkt: 8 Sérfræðiálit: Þijú fjöll — öll góð, með endalausa möguleika fyr- ir byijendur jafnt sem þjálfaða. Margar brautir liggja um skóg- lendi, mjög góðar brekkur utan brauta og safn af tveggja stjörnu svörtum hoppbrautum, sem bera hvetjandi nöfn eins og „Dökka köngulóin", „Skot djöfulsins", „Svarti haukurinn" og „Mustang"! Borgin er vinaleg og meðfram að- algötu standa mörg viktoríönsk hús, sem hafa verið endumýjuð eða varðveitt frá námutíma Brec- kenridge’s. Hæð skíðastaðar: 9.603 fet Mesta hæð: 12.213 fet Tengist: Copper Mountain, Keystone og Arapahoe Basin með ókeypis rútuferðum. Skíðasvæðið: 1.529 ekrur Gular brautir: 21% Grænar brautir: 32% Svartar brautir: 47% Skilyrði utan brauta: Góð Nýjungar: Barnalyfta Lyftufjöldi: 16 Sex daga skíðapassi: 8.556 kr. Fjarlægð á flugvöll: Denver 1 'k klst. Upplýsingar: 303-453 2368 Heavenly Valley, Kalifornía/Nevada Snjóþykkt: 8 Sérfræðiálit: Stórkostlegt útsýni frá Tahoe-vatni, efst í brekkum Heavenly Valley. Svæðið er geysi- stórt, með brekkur fyrir byijendur jafnt sem þjálfaða. Ofarlega eru snjóskilyrði góð í vetrarbyijun. Stendur á landamærum Kaliforníu og Nevada. Baðstrandargestir safnast þangað um helgar í sól og snjó — og til að stunda nætur- klúbba og spilavíti Nevada-megin. Hæð skíðastaðar: 6.500 fet Hæðarmunur: 6.500-10.000 fet Tengist ekki öðrum svæðum Skíðasvæði: 12.800 ekrur Gular brautir: 25% Grænar brautir: 50% Svartar brautir: 25% Skilyrði utan brauta: Góð Nýjungar: Tvær brautir Lyftuflöldi: 24 Sex daga skíðapassi: 10.788 kr. Fjarlægð á flugvöll: Reno 1 'h klst. Sunnan við Tahoe-vatn 15 mínútur Upplýsingar: 916-541 1330 Jackson Hole, Wyoming Snjóþykkt: 8 Sérfræðiálit: Það er unun að horfa á skíðafólk í Jackson Hole. Svæðið hefur það mikið orð á sér fyrir svartar brekkur, að byijendur og miðlungs skíðafólk voga sér ekki þangað. Samt eru þar brekkur af öllum gerðum. En svæðið er frægt fyrir brattar brunbrautir um klettótt skörð og hólóttar brekkur um þröngar rennur. Teton-fjöll eru með tignarlegustu hlutum Kletta- fjalla. Hæð skíðastaðar: 6.311 fet Mesta hæð: 10.450 fet Tengist ekki öðru svæði Skíðasvæðið: 2.500 ekrur Gular brautir: 10% Grænar brautir: 40% Svartar brautir: 50% Skilyrði utan brauta: Mjög góð Nýjungar: Tveir stærri og fljót- ari sporvagnar Lyftuíjöldi: 10 Sex daga skíðapassi: 10.416 kr. Fjarlægð á flugvöll: 30 mínútur Upplýsingar: 307 733 2292 Killington, Vermount Snjóþykkt: 4 Sérfræðiálit: Það er erfitt að sannfæra fólk um að bestu snjó- skilyrðin séu þegar rignir. Kuldi og ísmyndun eru vandamál svæðis- ins. Þarna er meiri tilbúinn snjór en á öðrum skíðasvæðum í Norð- ur-Ameríku. Þegar fer að hlýna seinni hluta vetrar, opnast risastór skíðasvæði á sex fjöllum. Nauðsyn- legt er að vera með bíl til að aka á milli. Hæð skíðastaðar: 1.045 fet Mesta hæð: 4.220 fet Tengist ekki öðrum svæðum Skíðasvæðið:'721 ekrur Gular brautir: 45% Grænar brautir: 20% Svartar brautir: 35% Skilyrði utan brauta: Takmörk- uð Lyftufjöldi: 18 Sex daga skíðapassi: 11.098 kr. Fjarlægð á flugvöll: Burlington 2 klst. Upplýsingar: 802 422 3333 Park City, Utah Snjóþykkt: 8 Sérfræðiálit: Park City myndi fá betri dóma, ef samliggjandi svæði Deer Valley (fyrsta flokks, fallegra svæði og dýrara) og Park West (paradís ,,pylsufólksins“!) væru talin með. Svæðið er heim- kynni amerísku skíðaíþróttarinnar. Góðar brunbrekkur og mikið af góðum gulum brekkum, en berir tijástofnar espitijánna setja frem- ur drungalegan svip á staðinn. Aðalgatan er stórkostleg — eins og gengið sé inn í gamla námutí- mann. Hæð skíðastaðar: 6.900 fet Mesta hæð: 10.000 fet Tengist: 5 svæðum. Engar brautir á milli svæða, en allt undir eftirliti Skíðasvæði: 2.200 ekrur Gular brautir: 17% Grænar brautir: 49% Svartar brautir: 34% Skilyrði utan brauta: Góð Nýjungar: Skipt um 2 lyftur og fleiri snjóþeytarar Lyftufjöldi: 14 Sex daga skíðapassi: 12.048 kr. Fjarlægð á flugvöll: 45 mínútur Upplýsingar: 801 649 8111 Snowbird, Utah Snjóþykkt: 9 Sérfræðiálit: Nýtískuleg útgáfa af nágrannasvæðinu, Alta, en skortir dulúð og söguleg sérkenni. Skilyrði eru næstum jafngóð, sem þýðir frábær. Geysigóðar brun- brekkur í Gad Valley og Peruvian Gulch, sem er fallegt svæði eins nafnið „Little Cottonwood Cany- on“ gefur til kynna. Aðeins bygg- ingarstíllinn stingur i augun — risastórar steinsteypublokkir! Hæð skíðastaðar: 7.900 fet Mesta hæð: 11.000 fet Tengist: Öðrum svæðum aðeins undir leiðsögn Skíðasvæðið: 1.900 ekrur Skíðað í óbyggðum Kanada Þyrlur flytja skíðafólkið á milli skíðasvæða Besta skíðasvæði Kanada er í norðurhluta Klettafjalla. Þar sjá þyrlu-flugfélög um að flytja skjðafólkið lengst inn í óbyggðir. Þyrlan þjónar hlut- verki lyftunnar í víðáttumikl- um brekkum, þöktum ós- nortnum snjó eða púðursnjó. Það má segja að þetta sé nýst- árlegasta ferðaþjónusta, sem skíðafólki býðst í heiminum. Nokkuð fi-ábrugðið skíðun í Ölpunum, sem eru oft þétt- setnir skíðafólki. En við skul- um heyra hvað sérfræðing- arnir hafa að segja um þessa tegund skíðamennsku. — Hugmyndin er stórkost- leg. Engar lyftur, engar biðrað- ir, víðáttumikið fjallendi og ós- nortinn snjór. En veðrið getur verið slæmt. Snjórinn getur ver- ið of þungur. Þú getur þurft að bíða eftir fólki í hópnum. Og þú ert háður því að fylgja leiðsögu- manninum fast eftir.. Svo þú færð kannski ekki það frelsi sem þú ert að leita að í óbyggðum. En ef hópurinn er samstilltur og veðrið leikur við ykkur, þá er ekki hægt að hugsa sér neitt skemmtilegra. En þetta kostar mikla peninga. Vikudvöl á um 120 þúsund kr. — allt innifaliðr En það eru ekki allir ríkir sem fara í þessar ferðir. Þátttakend- ur vilja aðeins hið besta. Ferðin krefst þess að fólk sé í góðri þjálfun. Að meðaltali eru farnar um 12 ferðir á dag og að ferð- inni lokinni ertu búinn að skíða sem samsvarar því að renna sér niður Mt. Everest eða meira! Þjónustumiðstöðvamar, sem eru úti í miðjum óbyggðum, langt frá allri mannabyggð, hafa yfir sér skemmtilega gamaldags andrúmsloft, ekki ólíkt því að vera í heimavistarskóla! Og leið- sögumennirnir minna á umsjón- armenn í heimavist! En ekkert jafnast á við að sitja í skógar- ijóðri, í heitu baðvatni upp að höku — með snjókornin þyrlandi allt í kringum þig — og suðið í þyrlunni í loftinu, sem er að koma inn til lendingar. Þetta er aðeins eitt af mörgu, sem hægt er að njóta í þyrlu-skíðaferð um óbyggðir Kanada. Upplýsingar: Canadian Helicopters, 403-678 2207. CMH — Canadian Mountain Holidays, 403-762 4531. Banff Mountain Helisports, 403-678 4888. Mike Wiegele, 403-762 5548. Assiniboine Heli-Tours, Canmore Helicopters, 403-678 4802 QPHfi ir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.