Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Blaðsíða 3
'filf' T-EglHW @ [o] ® iS [u] ® ® s s s® 3 s ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Svainsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Á efri myndinni er Brandenburgarhliðið í Berlín og á þeirri neðri er múrinn illræmdi, sern búið er að gera skrautlegan með ótal áletrunum. Á myndinni.er Ingi Bogi Bogason, sem að undanförnu hefur búið og stund- að kennslu í Vestur Þýzkalandi. Hann segir frá för til Berlínar í grein í blaðinu. Heilun merkir að gera eitthvað heilt, iækna og merkir þá tegund lækningar, sem sótt er tii æðri vera gegnum mann, sem kemur sambandinu á. Þessar verur eða lækningaenglar, sjá hvað að er og veita til sjúklings- ins geislum, sem eru hluti af alheimsorkunni. Huld Jónsdóttir segir nánar frá heilun í grein. Trentino Héraðið við Gardavatn á Ítalíu er afbúrðafagurt og ferðamannþjónusta þar veitir 30 þúsund manns at- vinnu. í sumar var efnt til kynnisferða fyrir blaða- menn og Hulda Valtýsdóttir segir frá þessu. héraði, þar sem umhverfisvernd og útilíf er éfst á blaði. fíf’ til* GRÉTA SIGFÚSDÓTTIR Spurningin stóra Vér vitum svo margt sem vísindin hafa kannað og að sumu leyti sannað En á lífi og dauða fást ei skýringar neinar nema tilgátur einar Ef guð er efni sem andi og alheimsins stjörnufans eindir í líkama hans Athvarf frómra sálna sem fylgdu rödd síns hjarta og búa í Ijósinu bjarta Vér rennum vort æviskeið á einangraðri jörð sem eins konar afætuhjörð Erum vér aðeins trúðar sem fæðumst til að deyja og fánýta baráttu heyja Samruni efnis og anda . er þó vort hjartans mál svo og ódauðleg sál Hvort erum vér hér til að þroskast og læra og hlusta á röddina mæra Sem beinir hug vorum — mannanna barna — til hinna björtu stjarna Eða er röddin blekking byggð á óvissu og ótta — undan dauðanum flótta Og í angist vér spyijum: Hvað býr í þokunni svörtu meðal stjarnanna björtu Eru það fordæmdar sálir er sviku sitt hjarta sem búa í myrkrinu svarta i Margt getur plagað sundiðkendur að er allnokkur hópur fólks í landinu sem á hvetj- um morgni rífur sig á fætur fyrir allar aldir og fer í sund. í haust ákvað ég að bætast í þennan hóp, koma mér í þjálfun og taka aftur upp reglu- bundið sund eftir nokkurra ára hlé. Ein vin- kona mín og nágrannakona ákvað að slást í för með mér og bauðst til að sjá um sætaferð- ir í laugina sem ég þáði alshugar fegin. Minn- ug hins gamla máltækis að betra er að fara stillt af stað þá synti ég aðeins tvö hundruð metra fyrsta daginn, næsta dag synti ég tvö hundruð og fimmtíu metra og þannig koll af kolli þar til ég var komin upp í þúsund metra. Þá fór vinkonu minni ekki að verða um sel og færði varfærnislega í tal við mig að hún þyrfti að mæta til vinnu og vera vinnufær svo hún treysti sér varla að lengja sund- tímann mikið meira en þetta. Við syntum svo þúsund metra í nokkra daga. Þá sáum við að þrátt fyrir mikla og grandgæflega æfingu þá vorum við aldrei skemur en hálftíma að synda þessa vegalengd og ég oftast sýnu leng- ur. Eftir töluverðar bollalengingar ákváðum við að stytta sundtímann niður í 20 mínútur sem gerir nálægt 700 til 800 metra og þar við situr í dag. Það er ákaflega mikil andleg og líkamleg upplyfting að synda en það er stundum mjög erfitt að komast fram úr rúm- inu. Lengi vel gekk þó allt vel og við vorum mjög upprifnar vinkonurnar. En svo fór að kólna og fyrstu dagana sem þurfti að skafa af bílnum var vinkona mín andstutt og dauf í dálkinn þegar hún rýndi út um hélaða bílrúð- una á leið niður í sundlaug. En það var allt annað hljóð í henni þegar við vorum á leið- inni heim aftur. Þá var hún orðin ijóð og hress í bragði og sagðist hvergi mundu hopa fyrir snjó og vetri. Af framangreindri frásögn mætti ætla að lífið hefði verið okkur vinkonunum leikur einn í þessum sundferðum okkar, að undantekinni glímu við myrkur og veðurguði. En svo er þó ekki. Það er margt smálegt sem getur plagað sundiðkendur, sem ekki er augljóst við fyrstu sýn. Ef við snúum okkur fyrst að tæknilegum hlutum eins og hinum nauðsyn- lega útbúnaði þá er t.d. oft mjög erfitt að eiga við sundhettur. Ég keypti mér eina úti í apóteki og skellti henni á höfuðið þrátt fyr- ir að ýmsar velmeinandi manneskjur í kring- um mig bentu mér á að það væri kerlinga- legt og hallærislegt að synda með sundhettu. Hárgreiðslumaðurinn minn sagði hins vegar að hárið á mér yrði fljótlega ófagurt útlits ef ég legði það reglulega í bleyti í klór og orð hans vógu þyngst á metunum. í nokkra daga var sundhettan til friðs en svo tók hún uppá því að stækka og var komin vel niður fyrir augu að nokkrum tíma liðnum. Þetta fannst vinkonu minni, sem ekki notar sund- hettu, hlægilegt. Hún sagði að bráðum kæm- ist ég öll fyrir inn í sundhettunni. Þaulvön sundkona heyrði á tal okkar og sagði við mig að ég skyldi bara setja sundhettuna á miðstöðvarofn þá myndi hún skreppa saman aftur. Ég gerði þetta þegar ég kom heim og næsta morgun var sundhettan aftur komin ofan í viðráðanlega stærð. Nú liggur hún á miðstöðvarofninum alltaf nema þegar hún er á höfðinu á mér. Þá víkur sögunni að sundgleraugunum. Hér áður synti ég aldrei með gleraugu. En þá var ég líka alltaf rauðeygð fram eftir degi og stundum fékk ég slímhimnubólgu í augun. Ég ákvað þess vegna að festa kaup á sund- gleraugum. Fyrsta gleraugnamorguninn var ég æði glaðhlakkaleg, ég gat synt og horft út um alla laugina niðri í vatninu á meðan, það var helst að gufan byrgði mér sýn þegar ég stakk höfðinu upp úr. En þegar ég tók svo gleraugun af mér að afloknu sundinu þá kárnaði gamanið. Ég var mjög undarleg út- lits. Öll í röndum og rauðum förum eftir gler- augun og sundhettuna. Vinkona mín, sem notar ekki sundgleraugu, sagði að ég væri næstum einsog skrímsli. Ég lét ekki orð henn- ar á mig fá heldur lengdi þegjandi í teygj- unni á gleraugunum. Næsta morgun rann vatnið nánast óhindrað inn í gleraugun og ég var rauðeygð hálfan daginn. Næstu dagar fóru í finna rétta stillingu á gleraugnateygj- unni. Það tókst eftir rúma viku. Eg fæ að vísu ennþá för en þau eru minni en fyrst og enn minni ef ég syndi baksund en á því voru þó ákveðin vandkvæði sem ég kem síðar að. Sundbolurinn hefur ekki valdið mér neinum vandræðum en hins vegar átti ég í basli með teygjuna sem skáplykillinn hangir á og mað- ur verður að bera með sét hvert sem maður fer. Mér finnst að forsjónin hefði átt að útbúa fólk með vasá, t.d. á maganum eins og keng- úrurnar eru með. Það væri þægilegt tii þess að geyma gleraugu, sundlykla og fleira sem illt er að vera án. Jæja ég hef engan slíkan vasa og mér fannst endilega að blóðrásin myndi stöðvast hættulega mikið ef ég hefði lykilinn svona lengi um ökklann. Mér fannst ég stundum fá undarlega tilfínningu í fótinn á meðan ég synti. En eftir nokkra íhugun kom mér gott ráð í hug, ég brá teygjunni utan um annan hlírann á sundbolnum og þar með var það vandamál leyst. Ég veit ekki hvort menn gera sér almennt grein fyrir því að það er ákveðin stéttaskipt- ing í sundlaugum, a.m.k. þegar byijendur eiga í hlut. Fyrstu dagana kastaði enginn kveðju á mig eða vinkonu mína. Við vorum einsog ósýnilegar. Fastagestimir riksuðu framhjá okkur með þóttafullu látbragði þess sem er heimavanur, og þegar út í sundlaug- ina kom máttum við vara okkur á að sömu fastagestimir syntu ekki á okkur. Ég vék lengi vel alltaf úr vegi og vinkona mín líka. Verst af öllu var þó baksundsfólkið. Það legg- ur jafnan af stað í fullkomnu kæmleysi um alla aðra og hugsar bara um sig sína tilvist. Eftir nokkra árekstra við baksundsfólk fór ég að hugsa mitt ráð. Þannig var að ég kunni nánast ekkert annað sund að gagni en bringu- sund. Hins vegar fann ég fljótlega að ég þreyttist talsvert í öxlum og handleggjum við svo langt sund. Með tilliti til þessa og fasta- gestanna ákvað ég að láta mér að kenningu verða hið enska máltæki: If you can’t beat them, join them (ef þú getur ekki sigrað þá gakktu í lið með þeim). Ég ákvað að reyna fyrir mér í baksundinu. Það gekk herfilega fyrst, það fór mikið vatn inn í sundhettuna mína og ég gleypti svo mikið vatn að mér fannst ég aftur vera orðin tíu ára og stödd í gömlu sundlaugunum, fékk svíðandi tilfinn- ingu í lungun og fann næstum fyrir kútnum á bakinu og korkinum í höndunum. En ég gafst ekki upp og smám saman hef ég kom- ist upp á lag með að synda baksund nokkrar ferðir. Jafnframt er ég hætt að víkja úr vegi nema tilneydd. Við vinkonumar höfum líka hækkað í metorðastiganum í sundlaugunum. Mjög margir óska okkur nú góðs dags og sundlaugarverðimir brosa stundum til okkar. Þetta yljar okkur um hjartaræturnar í frost-' nepjunni. Áður en ég lýk þessum sundlaugarskrifum þá má ég til að segja frá einni opinberun sem ég varð fýrir nýlega í sundlauginni. Ég var , að synda með höfuðið í kafi og sá þá við bakkann í grunnu lauginni gamlan og sköll- óttan mann sem kúrði sig í fósturstellingum rétt við bakkann. Allt í einu skynjaði ég sterkt að ég sjálf og allir hinir væmm fóstur á sundi í gríðarstórum líknarbelg og einhvers staðar væri stór, heit og mikil móðir sem sæi um okkur öll. Eftir það á ég erfitt með að líta á samferðafólk mitt í sundlauginni sömu aug- um og áður. Æ ofan í æ sé ég okkur öll í anda sem fóstur á ýmsum stigum á sundi í hlýju legvatni tilverunnar og skiptir þá engu hvort um er að ræða stóra og sterklega karl- menn eða litlar og vesældarlega konur. Af þessu má sjá að sundiðkan verkar örvandi á hugmyndaflugið um leið og það styrkir hjarta lungu og ýmsa vöðva. En engin er rós án þyma, nú upp á síðkastið hef ég stöku sinnum fengið undarlega óróleikatilfinningu í miðju sundinu. Þegar ég talfærði þetta einu sinni við vinkonu mína meðan ég var að þurrka mér hafði hún pottþétta skýringu á fyrirbær- inu. Hún hélt því hin rólegasta fram að ég væri farin að finna fyrir því sem sumir segja að öll fóstur finni ómeðvitað fýrir, kvíðanum fyrir fæðingunni og hvað við taki eftir hana. Þetta þótti mér svo afleit kenning að hún flýtti sér að koma með nýja kenningu og sagði að að kannski stafaði þessi óljósi óró- leiki aðeins af streitu vegna þess að ég væri alltaf áð flýta mér svo mikið að synda. Við nánari umhugsun leist mér lítið betur á þessa seinni kenningu. Það vita allir að streita er slæm, auk þess sem hún er oft notuð sem skálkaskjól. í hinu daglega sundi síðustu daga hef ég talsvert reynt til að finna nýja og meinlausari kenningu á fyrrnefndum óróleika, sem raunar hefur ekki látið á sér kræla að undanförnum vegna umræddra íhugana. GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR \ LESBÓK MORGUNBtAÐSINS 11. NÓVEMBER 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.