Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 5
Guðný Guðmundsdóttir Guðný Guðmundsdóttir Konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar ís- lands er Guðný Guðmundsdóttir, en hún hefur einnig átt sæti í verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar um árabil, þar til í vetur. Þetta er sextánada árið sem Guðný gegnir starfi konsertmeistara en hingað kom hún til starfa eftir nám í Bandaríkjunum og Bretlandi. í samtali sem blaðamaður Morg- unblaðsins átti við Guðnýju sagði hún að sér hafi staðið til boða að gegna starfi að- stoðarkonsertmeistara veturinn áður en staða konsertmeistara var auglýst laus til umsóknar. „En þá var ég í Bandaríkjunum og mig langaði ekki heim til starfa. Ég hafði að loknu prófí í Tónlistarskólanum í Reykjavík verið fjögur ár í Eastman School of Music í Rochester í New York, eitt ár í London sem skiptinemi í Royal Coll ege og lokið mastersgráðu eftir tveggja ára nám í Juilliardskólanum í New York. Mig lang- aði að loknu þessu námi til þess að ferðast um og spila en hafði lítinn áhuga á að setj- ast um kyrrt hér á íslandi," segir Guðný. „En þegar ég frétti af þessari lausu stöðu þá stóð svo á að ég hafði nýlega sótt um starf í strengjakvartett í Naswille í Ten- nessee en þeir gátu ekki svarað mér strax, sem ég var, satt að segja ekkert sérstaklega ánægð með. Ég fór því heim til þess að Sigurður Björnsson spila fyrir_ forráðamenn Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Ég hafði sem fýrr heldur lítinn áhuga en kennarar mínir í Juilliardskólanum ýttu mjög á mig að sækja um þetta starf hér heima. Þeim fannst það hlyti að vera spennandi fyrir mig að fá góða stöðu í mínu eigin landi. Sama daginn og ég fékk tilboð um að verða konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitarinnar hér þá fékk ég einnig upphring- ingu frá Naswille þar sem mér var boðin ráðning þar. Ég afréð að ráða mig hingað og ég sé ekki eftir því þó strengjakvartett- inn í Naswille sé orðinn töluvert frægur í Bandaríkjunum. Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum að vinna hér við Sinfóníuhljómsveitina, oft við erfiðar kringumstæður. En það hefur verið spennandi að taka þátt í þeirri upp- byggingu sem farið hefur fram í hljómsveit- inni. Hér er lítil hefð fyrir slíkri starfsemi en það hefur gengið ótrúlega vel að koma hljómsveitinni á það stig að standa jafnfæt- is hljómsveitum sem eiga að baki sér alda- langa hefð og hafa mun betri starfsaðstöðu. Hljómsveitin hér er kannski ekki eins og bestu hljómsveitir á Norðurlöndum, en hún er alltént eins og þær næstbeStu. Leikgleðin MÁ Ekki HVERFA Þegar ég kom til starfa hér fannst mér Björn R. Einarsson margt mun frumstæðara en ég hafði gert ráð fýrir og vanist, m.a. í skólahljómsveit Juilliardskólans, sem er mjög góð. En það þýddi ekki að láta þetta fara í taugarnar á sér, það varð bara að halda áfram að vinna. Við vitum öll að það tekur langan tíma að þróa heila sinfóníuhljómsveit. í upphafí hef- ur sjálfsagt verið mikil leikgleði á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar og sú leikgleði hefur sem betur fer ekki yfirgefið hljóm- sveitina enn. Leikgleðin má ekki hverfa inn í reglur og kröfugerð svo hljóðfæraleikurinn verði einsog hver önnur vinna, sem menn verða ergilegir yfir ef allt gengur ekki að óskum. Hlutverk konsertmeistara í hljómsveit er að vera fyrirliði fyrstu fiðlu, en jafnframt er konsertmeistarinn fyrirliði fyrir allri strengjasveitinni, en auðvitað í samráði við fyrirliða annarra strengjahljóðfæra í hljóm- sveitinni, því allt byggist þetta á samvinnu. Því betri samvinna, því betri árangur. í samráði við hljómsveitarstjórann mótar kon- sertmeistari áherslur í túlkun tónlistarinnar. Stundum lætur hljómsveitarstjórinn kon- sertmeistarann alveg um þessa hluti, en svo eru aðrir stjómendur sem vilja ráða meiru og þá gætir maður þess að vera ekki fyrir. Túlkun hinna ýmsu tilbrigða tónlistarinnar krefst þekkingar, umhugsunar og víðsýni. Núverandi hljómsveitarstjóri, Petri Sakari, Jóhannes Georgsson er fiðluleikari og við eyðum saman miklum tíma í að móta stefnu í túlkun verka. Konsertmeistaari hefur líka lengi verið einskonar fyrirliði hljómsveitarinnar út á við. Hann kemur fram fyrir hönd hljómsveit- arinnar við hin ýmsu tækifæri. Hann hefur líka hlutverki að gegna innan hópsins. Komi einhver misklíð uppá þá lætur konsertmeist- ari sig það varða. Honum kemur við, öðrum fremur, hvernig fólkinu líður innan hljóm- sveitarinnar. En fyrst og síðast þarf konsert- meistari að kunna vel það sem fyrir fiðluleik- arana er lagt að spila og vera fær um að aðstoða aðra ef með þarf. Það er afskaplega nauðsynlegt fyrir fiðluleikara að vera hraðlæs á nótur, en slíkt er þjálfunaratriði. Það er líka nauðsynlegt að hafa góðan takt og geta fylgt öðrum eftir, en þetta kemur oft ekki í ljós fyrr en fram í sækir. Mörgum finnst erfítt að vera hluti af heild einsog þarf í hljómsveit. Þeim finnst þeir fá lítið að spila sem einstaklingar í stórri hljóm- sveit. En sannleikurinn er sá að þar eru allir þýðingarmiklir. Það munar mikið um hvern og einn og hvemig hann fellur inn í heildina. Það hefur verið mjög gaman að takast á við starf konsertmeistara. Ég held að það sé miklu skemmtilegra að taka þátt í upp- byggingu hljómsveitar en setjast í gamla og gróna hljómsveit. í Sinfóníuhljómsveit „Sinfónía verður að vera veröld“ ann vildi útför í kyrrþey, án viðhafnar og ræðuhalda. A legsteininum Nokkur orð um Mahler og „Upprisuna“ í tilefni þess að Sinfóníuhljómsveit íslands mun flytja verkið í fyrsta sinn á 40 ára afmæli sínu þann 8. marz og er það í fyrsta sinn sem verkið er flutt hér á landi. ætti aðeins að standa „Mahler: þeir sem leita mín vita hver ég var. Hinir þurfa ekki að vita það.“ Þessi ósk Gustavs Mahlers (1860-1911) skömmu fyrir andátið lýsir nokkuð þeim biturleika sem skortur á viður- kenningu samtímamanna hafði valdið innra með honum. í þeirra augum var hann fyrst og fremst snjall hljómsveitarstjóri, það var ekki fyrr en upp úr aldamótaárinu, að lýðum varð ljóst tónskáldið Mahler. Vonbrigði hans sem slíks komu víða fram: einu verki hans hafði verið hafnað af dómnefnd skipaðri Brahms, Hanslick, Richter og fleiri, hljóm- sveitarstjórinn Hans Bulow (kviðmágur Wagners með Cosimu), sem hafði reynzt Mahler mikill vinur og velgjörðarmaður hvað varðaði hljómsveitarstjórn, viðurkenndi blákalt, að hann skildi engan veginn tónlist Mahlers; gagnrýnendur hökkuðu hann í sig, og sjálfur varð hann að láta sér nægja að semja í sumarleyfum sínum, vegna þess hve hljómsveitarstjórnarstarfið krafðist mikils. Enda þótt Mahler setti hljómsveitarstjóm- inni nýja staðla í fágun og nákvæmni og skildi eftir sig merkan arf handa komandi kynslóðum, Walter, Klemperer, Toscanini, þá stingur tónsmíðaframi hans mjög í stúf við flestra annarra tónskálda á síðróm- antíska skeiðinu. í Bretlandi t.a.m. kynnt- ust menn fyrst sinfóníum Mahlers eftir 1945, og reyndar er það ekki fyrr en eftir 1960 sem almenningur á Vesturlöndum tek- ur við sér, eins og bezt sést á viðbrögðum hljómplötuútgefenda. Hvað var það sem stóð í áheyrendum? Um þennan síðbúna skilning hefur verið margt rætt og' ritað, en flestir hallast að því, að hin undarlega samsetta skapgerð tónskáldsins hafi komið svo mjög fram í tónlistinni, að áheyrendur vissu ekki hvaðan - á sig stóð veðrið. Sérkenni Mahlers fólust í að tvinna hrópandi andstæður saman í heild. A eftir háleitustu og göfugustu tón- hugmynd gátu fylgt í kjölfarið hversdags- legustu dansar og marsar, dýrðaróður gat drukknað í drunga og afskræmingu; höfund- ur virtist ætla að höndla í senn hið æðsta og hið lægsta í mannsandanum. Enda sagði hann oft: „Sinfónía verður að vera veröld“. Veröld almennings varð öll flóknari eftir síðari heimsstyijöld, hjá því sem áður hafði verið. Ef til vill hefur nútímamaðurinn þar- afleiðandi átt betri tök á að meðtaka hinn flókna heim andstæðna Mahlers. Enda hefði snilld hans í orkestrun, ásamt dálæti á al- þýðusönglaginu, átt að auðvelda hlustendum skilning mun fyrr en varð, því að áferð sin- fóníutónamálsins er í raun undurlétt og gegnsæ, miðað við handbragð rómantískra risa eins og Wagners og Bruckners. Sinfóníuhljómsveit Islands frumflytur senn 2. sinfóníu Mahlers í c-moll. Að hún skuli ekki hafa verið flutt hér fyrr, er skiljan- legt, þó að um eina af vinsælustu og mest leiknu sinfóníu erlendis af hinum tíu stór- virkjum Mahlers sé að ræða. Eins og mörg síðrómantísk hljómsveitarverk er hún í lengri kantinum, um 90 mínútur, svipað og 8. sinfónía Bruckners frá 1887, sem einnig er í c-moll. (Eroica Beethovens, er þótti þá (1805) óheyrilega löng, var um 48 mín.) Én útslagið gera þó kröfur hennar um áh'öfn. Ef vel á að vera( eiga flytjendur skammt í tvö hundruð. Trémasarasveitin er nærfellt helmingi fjölmennari en venjulega, málmblásarar nálgast lúðrasveitarfjölda með t.d. 10 horn og 6 trompeta (hluti lúðra- deildar á að leika baksviðs). Að sama skapi verður strengjasveitin að ijölmenna til mót- vægis, og væri raunar alls ekki of lítið að gera ráð fyrir 16 fyrstu fiðlurum og öðru eftir því. Áheyrendur í Háskólabíói þann 8. marz nk. mega því búast við miklu heyrnarspili og úttroðnum hljómsveitarpöllum. Verður forvitnilegt að sjá, hvernig Petri Sakari tekst að hemja þennan aragrúa og hefja í æðra veldi. „Upprisusinfónían" var frumflutt undir stjórn höfundar í Berlín árið 1895 og var eitt örfárra verka hans sem féll áheyrendum vel meðan hann lifði. Eins og hinar sinfóní- uraar var hún samin í sumarleyfum hans í sveit (Wörthersee í Kárnten). Fyrsta þættin- um, Todtenfeier — löngum og viðamiklum útfararmars í sónötuformi — lauk Mahler 1888. Hugmyndinni laust niður „líkt og þrumufleyg“ er hann var viðstaddur útför vinar síns, Hans Biilow, þess er tekið hafði tónsmíðum Mahlers svo fálega. Hin sára minning um vandræðalegan fund þeirra vina kraumaði í vitund Mahlers eins og vítissódi. Sló svo útí fyrir honum með framhaldið, að næstu fjórir þættir verksins sáu ekki dagsins ljós fyrr en sex árum síðar! 2. þáttur er hægsveiflandi Andante með blíðum, þjóðlegum Landler-blæ í anda aust- urrískra sveitadansa. í þriðja þætti grípur Mahler til þess ráðs, eins og oft fyrr og síðar, að skerpa framvindu formsins með sönglagi úr uppáhaldsljóðabók sinni, „Des Knaben Wunderhorn" (drengsins nægtar- horni), er nefnist „Predikun fyrir fiskunum". Hinn stutti (6 mín.) fjórði þáttur, „Urlicht" (Frumljós), er við texta úr sama safni alþýðukvæða, sunginn af mezzó-sópr- an og leiðir að lokaþættinum, mikilfenglegu hljómmálverki af dómsdegi og upprisu dauðra. Hér koma við sögu báðar einsöngs- konur og stór blandaður kór. Textinn er eftir þýzka 18. aldar skáldið Klopstock („Auferstehn, ja auferstehn"), en Mahler bætir við frá eigin bijósti í lokin („Mit Fliig- eln die ich mir errungen, /In Liebesstreben werd’ ich entschweben/Zum Licht...“). Með þeirri áköllun til lífs eftir dauðann lýk- ur Malher einu áhrifamesta hljómsveitar- verki 19. aldar — og ef til vill allra tíma. Ríkarður örn pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. MARZ 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.