Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 11
B I L A R Hönnun Jaguar og Mercedes Benz verða ekki gamaldags Þegar eitthvað nýtt kemur fram í bílaiðnaðinum, sem þá stundina telst vera stefnumarkandi, er ævinlega mjög erfitt að dæma um, hvort hönnun- in stenzt tímans tönn. Nýr bíll getur náð mikilli athygli og aðdáun, verið mjög „sætur“ eða „töff“ til að byija með, en þegar frá líður fellur hann ef til vill og er orðinn ákaflega gamaldags eftir nokkur ár. Um þetta mætti nefna mörg dæmi. Amerískir bílar tóku verulegum breyting- m árlega fyrir nokkrum árum. Þá var beinlínis gert í því, að allt sem var árs- gamalt yrði gamaldags. Þeir voru hliðstæða við framleiðsluna frá tízkuhúsunum í París. Á móti þessu kom hin æðsta íhaldssemi, sem birtist í brezkum yfirstéttarbílum eins og Rolls Royce og Bentley, þar sem boðorðin voru að breyta sem minnstu. Annars má segja, að það hafi verið Þjóð- verjar, sem fýrstir manna tóku upp þá stefnu að halda ytra útliti óbreyttu í áratug eða lengur, en Svíar hafa lengi aðhyllstþá stefnu einnig og reynt að fá á Saab og Volvo sem þeir nefna „tidlös elegans." Líklega hefur það tekizt einna bezt á Volvo Amazon, sem mörgum þykir fallegur bíll enn þann dag í dag. Metið á að sjálfsögðu Volkswagen með hina forðum vinsælu og sígildu bjöllu, en aðrir þýzkir framleiðendur hafa dyggilega Mercedes-Benz, S-gerðin. Þegar menn eru beðnir um að nefna fagurlega teikn- aða bíla er Benzinn sjaldan meðal þeirra, sem fyrst eru nefndir, en eitthvað er í útliti hans, sem stenzt þótt tíminn líði. fetað leið skynseminnar og gert tæknilegar endurbætur, þegar það var hægt, en haldið ytra útliti óbreyttu árum saman. Nú er til dæmis að koma Audi 100 með nýju útliti eftir áratug. Þegar Audi 100 var hleypt af stokkunum 1980, þótti hann afar nýtízku- legur og var þá með meira straumlínulagi en flestir aðrir. Þetta er góð teikning og einföld; samt er hún ögn tekin að eldast, enda þótti tímabært að breyta til. BMW hefur haft sama hátt á; þar er miðað við að sama útliti verði haldið í áratug. Sama er uppi á teningnum hjá Mercedes Benz. Nú hefur stóri Benzinn, S-gerðin, verið í umferð í áratug og síðar á þessu ári mun koma ný, sem leysir hana af hólmi. En þá gerist það, sem enginn bjóst við, að salan á gömlu gerðinni fór upp á við, svo í fyrst sinn síðan 1986 fór hún framúr Sjöunni frá BMW, eftir því sem Der Spiegel upplýsir. Jaguar XJ6 - óbreyttur síðan 1969 og að margra dómi alltaf jafh fallegur. Það virðist augljóst, að eitthvað í hönnun þessa Mercedes Benz frá 1980 sé svo vel gert og klassískt, að það úreldist ekki og er síður en svo gamaldags.' Annað dæmi er ekki síður sláandi: Jagú- ar XJ6-12, sem Ford í Ameríku er nú búinn að festa kaup á. Sá bíll er með einhveija fegurstu straumlínu sem fundið verður dæmi um. Hann kom fyrst á markað 1969 og var framleiddur óbreyttur í heil 20 ár. í fyrra var ákveðið að koma með nýtt útlit, en eftir miklar vangaveltur ákváðu menn hjá Jagúar að óþarft væri að farga svo vel gerðu útliti, eða breyta breytinganna vegna. Niðurstaðan varð sú, að framlugtunum var breytt, svo þær eru nú kantaðar, en Jaguar fæst þó áfram með kringlóttum lugtum, og þarmeð alveg óbreyttu útliti. Vinsældir Jagúarsins hafa farið vaxandi hin síðustu ár og engum kemur til hugar, að útlitið sé gamaldags nema síður sé. Af þessu má draga þá ályktun, að hönn- unin á Jaguar XJ og Mercedes-Benz S- gerð, sé sú sem hefur bezt staðizt dóm reynslunnar og ætti að vera hinn endanlegi mælikvarði á það, hvort bíll sé vel teiknaður. G. Nýir Evrópubílar Næstkomandi haust verða sýndir og opin- beraðir þrír Evrópu- bílar, raunar allir þýzk- ir, sem vitað er að hafa verið á prófunarstigi síðastliðið ár og verið myndaðir víðsvegar, en ævinlega í dularklæðum. Þeir munu allir leysa af hólmi gerðir, sem verið hafa á markaðnum síðastliðin 10 ár og ekki tekið breytingum í útliti. Með einna mestri eftirvæntingu hefur verið beðið eftir nýja Benzinum, þ.e. S- gerðinni, en svo er stærsta gerðin auð- kennd. Nýja S-gerðin verður sýnd á bílasýn- ingunni í París í október, en nákvæmar útlitsteikningar af bílnum hafa nú birzt í þýzka tímaritinu Auto Motor und Sport. Þar sést að samkvæmt tízku og tíðaranda hafa allar línur verið mýktar, en Benz er greini- lega ekki með neina aukvisa í hönnardeild- inni og líkt og áður, sýnist allt ríma harla vel. Athygli vekur, að á sportgerðinni, 600 SEC-Coupé og á flaggskipinu, 12 strokka gerðinni, er horfið frá hinni hefðbundnu vatnskassahlíf, sem segja má að hafi verið „andlitið" á Mecedes-Benz, en þess í stað er Benz-merkið, þríhyrnda stjarnan með hring utanum, útfærð á gerðarlegan hátt framan á loftristina. Á sex og átta strokka gerðunum verður hinsvegar hefðbundið Mercedes-Benz andlit; aðeins er mýkri lína í framlugtunum en áður. Síðustu árin hefur Benz ekki átt neinn mótleik gegn 12 strokka gerðinni frá BMW, en nú á heldur betur að bæta úr því. Þótt kynningin verði í októ- ber, hefst sala á nýja Benzinum ekki fyrr en á næsta ári. Þristurinn frá BMW þótti vera orðinn svolítið aldurhniginn í útliti og miklu kant- aðri en flestir bílar eru nú orðnir. Það hefur að vísu í för með sér aukið innra rými, sem að einhveiju leyti er fórnað, þegar straumlínan kemur til skjalanna. Það þótti nokkurnvegin vitað mál, g,ð nýi Þristurinn yrði í útliti líkur Fimmmunni, sem hefur átt geysilegum vinsældum að fagna eftir breyt- inguna. Það er hann líka og flestir munu telja, að mikil útlitsbreyting hafi orðið til bóta. BMW hefur haldið fast við kringlóttar framluktir og gerir enn þótt nú séu þær Nýi Þristurinn frá BMW tekur auðsjáanlega mið af Fimmunni, sem þykir hafa tekizt vel. Audi 100 verður með samskonar andlit og V-8 gerðin, sem er og verður flagg- skip Audi. Nýja S-línan frá Mercedes-Benz. Það er sportgerðin 600 SEC- Coupé, sem sést á þessari teikningu. hafðar á bak við kantað hlífðargler. Nú er orðin venja hjá flestum framleiðendum, sem breyta útlitinu sjaldan, að fyrst kemur grundvallargerð, en síðan má gera ráð fyrir öðruvísi útfærslum, t.d. með aldrifi og blæju. Þristurinn verður kynntur í október, en sala hefst ekki fyrr en á næsta ári. í nóvember eða desember á þessu ári er áætlað að nýr Audi 100 komi á markað. Hann vakti verulega athygli fyrir 10 árum og var kjörinn Bíll ársins. Á síðastliðnu ári var búið til flaggskip með 8 strokka vél og nýju „andliti“, sem þykir sambærilegur lúx- usbíll og BMW 730 og tilsvarandi gerð frá Benz. Nú þegar ný grundvallargerð kemur á markað, hefur verið tekið mið af framend- anum á V-8 gerðinni, þar sem hingirnir fjór- ir eru samsvörun við stjörnuna hjá Benz. Ekki er hægt að segja, að straumlínan hafi verið aukin til muna frá gömlu gerðinni; framstuðarinn er kannski bogadregnari, en að aftan er bíllinn mun kantaðri og í stórum dráttum teiknaður út frá sömu meginreglu og Audi 80, að skottið er stutt. Og líkt og áður er breiður gúmmílisti á hliðunum. Bíllinn verður líklega kynntur á bílasýning- unni í París í október og er ekki talið líklegt að hann vekji jafn mikla athygli og þegar eldri gerðin var kynnt fyrir 10 árum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. MARZ 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.