Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 14
VETRARGOLF í ARIZONA lýsingunum og brautimar mjókka eftir því sem fjær dregur frá teig- unum, svo betra getur verið að fara með öllu í gát í upphafs- höggunum. í hótelinu við völlinn eru 487 herbergi í 27 tveggja hæða húsum, sem mynda einskon- ar þorp. Þegar kemur í Sólardalinn, er um marga og eftirminnilega golf- velli að ræða. Fyrstan skal telja THE POINTE GOLF CLUB á Útsýnisfjalli (Lookout Mountain), Tignarlegt þar sem leikið er í mótaröð banda- teigstæði á rísku öldunganna. Á vegum Boulders- þriggja dvalarstaða sem allir heita vellinum The Pointe eru tveir 18 holu vellir innan um í dýrlega fallegu eyðimerkur- risa-björg landslagi og það er víst alveg ogkaktusa. hægt að mæla með smávegis dvöl þama, því enginn dvalarstaður er eins marg-verðlaunaður. Þar má nefna viðurkenninguna Mobil Five Star, aðra sem heitir „Fimm dem- antar“ og er veitt af Félagi Bandarískra bifreiðaeigenda. Á vegum Resort Management of America er hægt að komast á úrvals golfvelli við Tucson, þar á meðal KARSTENgolfvöWmn við háskólann, sem nefndur er eftir framleiðanda Ping golfkylfa, Kar- stein Solheim. En völlinn hefur teiknað sá frægi arkitekt Peter Dye. Annar möguleiki norður af Phoenix er STONECREEK Golf Club og allir eru þessir vellir opn- ir almenningi. Ef ætlunin er að nota dvölina og tækifærið til þess að komast í góða golfkennslu, þá má benda á STRATTON/SCOTSDALE golfskólann í McCORMIC RANCH golfklúbbnum, þar sem þekktur kennari, Keith Lyford, ræður ríkjum og kennir. Á viku- námskeiðum í vetur kennir hann 24 nemendum saman og með í ‘pakkanum er gisting á Registry Hotel. Einn af hátindunum þarna er dvalarstaðurinn SCOTTSDALE PRINCESS með 525 gestaher- bergjum, heilsulindum og heilsu- bótarstöðvum. Nú í vetur er boðið uppá þriggja daga dvöl þar með gistingu í tvær nætur á rúmar 18 þúsund krónur á mann. Inni- falið í verðinu er aðgangur að golfvöllunum og golfbíll. Þar er einn af meiri háttar keppnisvöllum atvinnumanna í golfi, THE TO- URNAMENT PLAYERS CLUBS STADIUM COURSE. Þar fer t.d. fram keppnin Phoenix Open. Við hlið hans er THE DESERT CO- URSE, sem Tom Weiskopf hefur teiknað. Við borgina Scottsdale í Ariz- ona er golfstaður, sem heitir McCORMIC RANCH og er á bökkum Camelback-vatnsins, þar sem hægt er að sigla einnig. Þarna er boðið uppá „pakka“, sem virðist álitlegur, því hann veitir aðgang að 10 úrvals golfvöllum í nágrenninu, þar á meðal TATUM RANCH og SCOTTSDALE CO- UNTRY CLUB með golfvelli, sem Arnold Palmer hefur teiknað. Fimm nátta dvöl kostar 44 þús. kr. á mann, vallargjöld og golf- bflar innifalin. Einn frægasti dvalarstaður í Arizona er THE WIGWAM RES- ORT, starfræktur síðan 1929. Þar eru nú þrír 18 holu vellir og er þetta stærsti einstakur golfstaður í Arizona. Frægastur vallanna er THE GOLD COURSE, sem Ro- bert Trent Jones hefur teiknað og hefur Golf Digest valið hann sem einn af 75 beztu golfvöllum í Bandaríkjunum. Þetta er dýr lúxusstaður. ARIZONA GOLF RESORT í Mesa, örskammt frá Sky-Harbour flugvellinum, hefur verið mjög vinsæll og fjölsóttur. Þar er gist- ing í 162 herbergjum eða húsum úti á golfvellinum. Þar er boðið uppá ýmsa möguleika, t.d. fyrir tvenn hjón saman í húsi með stofu og tveimur svefnherbergjum. Þá kostar dagurinn 12 þúsund kr. fyrir þau öll. I apríl og mai er ásóknin farin að minnka og þá lækkar verðið. Fimm dagar með gistingu, aðgangi að golfvöllum, morgun- og kvöldverði, kosta 24 þús. kr. á mann. Það verður æ vinsælla að bjóða uppá golfkennslu með mynd- bandatækni, svo maður sjái sjálf- ur hvað sveiflan er átakanleg. Slíkir möguleikar bjóðast á TAT- UM RANCH GOLF CLUB og tek- ur námskeiðið 5 daga. Kennsla er frá morgni til kl 3 síðdegis, en kvöldin eru fijáls og síðan eru möguleikar á að reyna völlinn, sem lagður er í hólótt eyðimerkur- landslag og líkist skozkum völlum. Golfskólinn á Tatum Ranch, hefur einnig helgarnámskeið og „mini“-skóla, sem tekur aðeins yfír hálfan dag, fyrir þá sem eiga gífurlega annríkt. Annað árið í röð var dvalarstað- urinn THE BOULDER RESORT sæmdur þeirri viðurkenningu að vera „númer eitt“ af lesendum tímaritsins Hidaway Report. Það er leiðarvísir um friðsæla og óspillta staði. Golfvöllurinn þar, teiknaður af Jay Moorish, hefur einnig verið kjörinn meðal 75 beztu valla í Bandaríkjunum. Staðurinn er skammt norður af Scottsdale og eins og sést von- andi af meðfylgjandi mynd, eru brautimar eins og dökkgrænt gólfteppi, sem lagt er í allskonar sveigum inn á milli gulbrúnna kletta. Það skal tekið fram að lokum, að þessi samantekt er byggð á bandaríska golftímaritinu Golf Digest. GS. íslenskur hóp- ur hreyfihaml- aðra á ferðalagi erlendis. Ferðalög fyrir hreyfíhamlaða Rætt við Guðríði Olafsdóttur um hvernig við mætum ferðaþörfiun þeirra Guðríður Ólafsdóttir sem mik- ið hefur starfað hjá ferlinefnd Kópavogs í málefiium hreyfi- hamlaðra. þjóðlegri merkingu fatlaðra inn á mörgum hótelum. En því mið- ur reyndist þessi merking röng í flestum tilfellum. Forráðamenn hótelanna gáfu rangar upplýs- ingar — höfðu ekki þekkingu á hvað þarf að vera til staðar. Aðeins fólk með sérþekkingu getur tekið út gistingu fyrir fatl- aða. Félagsmálaráðuneytið hef- ur einn slíkan starfsmann, en hann er aðeins í hálfsdagsstarfi. Það er augljóst að sá starfstími nægir ekki til að taka út gist- ingu innanlands! En það má segja að íslensk hótel hafa mik- ið tekið sig á í þessu efni. Núna bindum við miklar vonir við starfandi ferðamálanefnd — að hún leggi okkur lið og setji ákvæði, sem auðveldi okkur að ferðast um ísland." O.SV.B. Á Ferðamálaári Evrópu er áhersla lögð á að skipuleggja og auðvelda ferðalög fyrir fólk með sérþarfir — einkum hreyfi; hamlaða og aldraða. Hvað gera íslenskar ferðaskrifstofur? I öllum þeim litskrúðugu ferðabæklingum sem gefiiir eru út hér er engin ferð auglýst sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Ferða- blaðið hafði samband við Guðríði Olafsdóttur, sem hefúr unn- ið mikið að ferlimálum þeirra. Of dýrar ferðir „í fyrra gerði Sjálfsbjörg samning við Útsýn um að skipu- leggja eina ferð fyrir okkur ár- lega. Ferðabær var Iíka með Þýskalandsferð í fyrrasumar, sem 20 manns tóku þátt í,“ seg- ir Guðríður. „Vandamálið er hvað þessar ferðir eru kostnað- arsamar. Með því að hafa að- stoðarfólk á launum eru ferðim- ar tvöfalt dýrari en aðrar sam- bærilegar ferðir. í þeim ferðum sem Sjálfsbjörg hefur staðið fyr- ir er aðstoðarfólkið í sjálfboða- vinnu og þannig hefur kostnaði verið haldið niðri.“ — Hvað eru margir hér á landi sem þurfa á aðstoð að halda í ferðalögum? „Við vitum ekki þörfina. Vitum aðeins að hún er mikil. Fólk, sem er bund- ið við hjólastól, eða er á ein- hvem hátt hreyfihamlað, hefur geysilega þörf fyrir að geta ferð- ást og skoðað sig um. En yfir- leitt er þetta fólk með litla pen- inga og opinberir ferðastyrkir þekkjast ekki. Til er ferðasjóð- ur, sem styrkir íbúa í Hátúni 12. Landsvirkjun er eina fyrir- tækið, sem boðið hefur fotluðu fólki í ókeypis skoðunarferð. Og þá sáum við hve þörfin er mik- il, en fleiri hundmð manns not- færðu sér boðið og fóm til að skoða virkjunina. Vantar örugg og góð tilboð frá ferðaskrifstofiim — Annað vandamál er skort- ur á upplýsingum. Okkar fólk fær ekki góða þjónustu hjá ferðaskrifstofunum. Til dæmis sendi ferlinefnd Kópavogs dreifibréf til allra ferðaskrif- stofa í fyrra og bað um upplýs- ingar. Óljós svör bámst aðeins frá 3 þeirra! Réttar upplýsingar em mjög nauðsynlegar. Fólk er hrætt að fara, ef ekki liggur fyrir herbergisstærð, hurðar- Allir á fieygiferð að mynda og skoða. breidd, snyrtiaðstaða og fleira. Nokkrar ferðaskrifstofur em famar að sýna myndbönd frá gistibúnaði, sem er töluverð bót, en þau sýna ekki nóg. — Ef ömgg og góð tilboð væm fyrir hendi frá ferðaskrif- stofum, kæmi þörfin í ljós. Það er fullt af fólki, sem ekki treyst- ir sér vegna óömggra upplýs- inga um gististaði. Norðurlanda- samtökin em með sérstaka ferðaskrifstofu fyrir hreyfihaml- aða og svo er víða erlendis. Það vantar að fslenskar ferðaskrif- stofur séu með góð sambönd við slíkar sérhæfðar skrifstofur og séu með handbærar, áreiðanleg- ar upplýsingar frá þeim. Aðstaðan innanlands — Fyrir nokkmm ámm gaf Samband gisti- og veitingahús- eigenda út bækling, með al- 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.