Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 15
til Þingvalla fyrir ljósmynd- ara, náttúru- unnendur og skíðafólk Lítil fjölbreytni hefiir verið í vetrarferðum hér innanlands og ferðaþjónusta liggur mikið til niðri á þessum árstima. En ísland, að vetrarlagi, gefiir færi á töfrandi safariferðum. Sérkennileg birta liggur yfír hvítum snjóbreiðum. Aldrei sjást útlínur fjalla betur en þegar svört klettabelti teygja sig út úr hvítri snjóhettu. Og það er stutt að fara til að kom- ast í öræfakyrrð og fagurt landslag. En oft þarf útlend- inga til að benda okkur á þá möguleika sem landið býr yfir. Jeppakappinn Arngrímur Her- mannsson eða Addi í Addís ferð- ast mikið um óbyggðir að vetrar- lagi. Hann fer með hópa upp í Hveradali og Landmannalaugar. Og í vetur hefur hann fitjað upp á þeirri nýbreytni að vera með 4-8 tíma dagsferðir um helgar til Þingvalla og um Grafning. Og hann fer þó að allt sé koló- fært! „Ég hleypi bara lofti úr dekkj- unum,“ segir Addi. „Þá flýtur _________________________________________________________________________________________________________________________________________________ • „Hleypi bara loftinu úr dekkjunum og bíllinn flýtur ofan á snjón- um“! Á áningarstað, með nestispakk- ann. bíllinn ofan á snjónum. Með þessu móti kemst ég upp á fjöll og um allt“. — Hvernig kom til að þú fórst að bjóða upp á Þing- vallaferðir? „Það má segja að forsetinn okkar hafi komið þessu á. í fyrravetur voru hér blaða- menn frá Geo og Global, sem vildu ferðast um landið, taka við- tal við forsetann og fá myndir af henni á helgasta stað lands- ins, Þingvöllum. Ég fór fyrst í tilraunaferð kl. 6 um morguninn, sem gekk vel og ók síðan með Vigdísi og ljósmyndarana stystu leið yfir snjóskaflana í dagsbirt- unni. Þau voru svo hrifin, að ég sá að tilvalið var að bjóða fólki í stuttar helgarferðir á þessar slóðir. Ég hef verið heppinn með veð- ur. Landslag á Þingvöllum er stórkostlegt að vetrarlagi. Ég keyri upp á næstu fjöll og gef fólki kost á að taka yfirlitsmynd- ir yfír Þingvallavatn, Botnssúlur, Esju, Hengil, Vífílfell og stund- um er útsýni alla leið til Reykjavíkur. Nesti er innifalið i verði og það er borðað á skjólrík- um stað, oft í sól. Ég er með skíði og fólk getur komið með skíði, ef einhver vill hanga aftan í bílnum. í hálfsdagsferð ek ég til Þing- valla yfír Mosfellsheiði og til baka. Hún tekur um fjóra tíma — frá kl. 10-14. Verð á henni er 3.300 kr. Heilsdagsferðin tek- ur um átta tíma (frá kl. 9-16 eða 17) og kostar 6.600 kr. Þá fer ég um Grafning í bakaleið, kem m.a. við á Nesjavöllum, þar sem opnast ótrúleg litadýrð í hvítri snjóbreiðunni. Síðan er hvílst í Hveragerði yfír heitu kakói og kleinum. Ferðirnar eru aðra hveija helgi og ég fer alltaf sama hvað fáir þátttakendur eru.“ O.SV.B. Hvað er efst ábaugi Vítt og breitt um meginlandið duna hátíðir þegar líða fer að vori. Við skulum líta á landa- kortið og sjá hvaðan hljómur- inn berst. Efst á baugi í mars er opnun óperutímans í París. Skíðahátíðin í Holmenkollen í Ósló er 12.-18. Um miðjan mars hefst vorhátíðin í Búdapest með hljómleikum, þjóðhátíðar- og ballettsýningum til 25. írar fagna þjóðardýrlingi sínum St. Patrick, með viku- hátíðahöldum um allt írland (14.-21.) í Hamborg í Þýskalandi er vorhátíð til 16. apríl. -Danir í mars? opna Bakken „elsta skemmtigarð í heimi“ (400 ára) í Klampenborg (opinn 28. mars til 27. ágúst). Ahugaverð málverkasýning Chagalls (frá 24. mars til 5. júní) í Louisiana-safni, norður af Kaup- mannahöfn. Blómatími Keuken- hof-garðanna í Hollandi (29. mars til 24. maí), þegar milljónir af túlípönum springa út umhverfís Lisse. Van Gough 1990 í þremur hollenskum söfnum til 30. júli. Ópera helguð lífí listamannsins í Van Gogh-safninu í Amsterdam og sýningar í Stedeliijk-safni í Amsterdam og Kroller-muller- safni í Otterlo. Hinn hagsýni ferðamaður SNJ ÓFLÓÐ AHÆTTA IOLPUNUM „Flest dagblöð, útvörp og sjón- varpsstöðvar vara við snjóflóðum. En þau nefna ekki þá hættu sem skapast, þegar snjór fellur á ísaða jörð eða ótrygga undirstöðu. Núna barst snjórinn inn yfir svæðið með hvössum byljum og myndaði snjó- dyngjur ofan á ótrygga undir- stöðu, sem orsakar að snjóskrið í fjallinu er alls staðar fyrir hendi. Það er geysilega mikilvægt að allt skíðafólk sé vel meðvitað um þessa hættu og fái góðar upplýs- ingar frá yfírmönnum skíða- svæða. Hálftíma eftir að tiltekið slys átti sér stað var greint frá því í „Radio France Inter", sem nær yfír allt Frakkland. En í Val d’Isére var ekkert talað um þetta. Er nokkurt vit í slíku“? Zimmer hvetur skíðafólk til að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: Að skíða aðeins með þjálfuðu leið- sögufólki; að skíða ekki utan merktra brauta; að hafa á sér senditæki, sem gefur frá sér hljóð- merki ef eitthvað kemur fyrir (enginn úr hópnum, sem lenti í flóðinu, var með slíkt öryggis- tæki); að fylgja ekki slóðum í fjalli, jafnvel þó þær séu nálægt merktum brautum; að skíða ekki saman í hóp og setja þannig of mikla þyngd á brekkuna; að bíða efst í brekku þangað til skíðafólk á undan hefur rennt sér niður; að veita sérstaka athygli öllum veðrabreytingum. Hætta á snjóflóðum er nú mjög mikil á flestum evrópskum skíða- svæðum. I Val d’Isére hafa komið nokkur flóð og í einu þeirra fórst skíðamaður. Það varð til þess að Partrick Zimmer, einn fremsti leiðsögumaður í skíðaferðum í Frakklandi og meðeigandi skíðaskólans „Top Ski“ í Val d’Isére, tjáði sig um málið: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. MARZ 1990 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.