Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Side 2
8.500 ár síðan norrænir menn fóru að búa í húsum Erlendar bækur Guðbrandur Siglaugsson tók saman Danilo Kis: Ein Grabmal fíir Boris Dawidowitsch. Þýtt hefur úr serbókróatísku Uma Rak- usa. R. Piper & Co. Verlag', Munchen Ziirich. Slátrarinn verð- andi er lipur við að festa tölur á fatnað. Hann klárar það verk löngu áður en eldspíta brennur á enda. Hans bíða svo ár og dauði í útlegð og kulda. Riddari frelsisins, Gould hinn írski, endar líf sitt við svipaðar kringum- stæður. Ungveijinn Taube lifði af Dachau og Gúlagið, lét hafa sig í spilamennsku upp á líf og dauða og tapaði. Hin heilaga bylting- arhetja, Boris sjálfur Dawidowitsch, fyrrum umsetinn kvenfólki og liðtækur sprengju- lagningamaður, andast í frosti. Þessi kuldi sem kemur með vindum úr austri til .Evr- ópu, þessi dauði sem beið hinna vongóðu byltingarsinna, er sagan og sögumar sjö em sjö kaflar hennar. Þetta er vönduð og góð bók. Höfundurinn er sá júgóslavneski Kis sem öðlast hefur frægð og enn meiri viðurkenningu síðastliðin ár. Hann er rúm- lega fímmtugur, bókmenntalærður og býr í Frakklandi. Charles Darwin: Voyage of the Beagle. Höfúndur inngangs og umsjónarmenn útgáfimnar Janet Browne & Michael Neve. í fimm löng ár var Charles Dar- win lausbundinn skipsfjöl. Hann sigldi öll heimsins höf, kom að ströndum fram- andi landa og skoðaði þar ávexti náttúrunnar, jafnt þá í tijánum og hina á fæti. Hann rýndi í jarðlög og varð vitni að borgarastyijöld í Argentínu. Hann fylgdist með öllu sem hrærðist og ritaði í tómstundum sjúrnal. Þar er allt kvikt af lífi, íbúum Eldlands og skörðum Andes- fyalla er lýst með galopnum undrandi huga. Lesning þessi er heillandi og fræðandi enda enginn aukvisi höfundar hennar. Þessi útgáfa er svo sem eins og um þriðj- ungi styttri en fyrsta útgáfa þessa rits, en það var prentað í London árið 1839. Dar- win var í förum þessum frá desemberlokum 1831 til hausts 1836. Átti í þönkum um trúmál og vonaði upp á guð eins og manna var siður áður en kom á þessi nýjasti nútími sem heiðrar manninn Darwin sem einn af feðrum sínum. Þetta rit er prýðilega aðgengilegt og læsi- legt, viðbót fylgir og er annars vegar sjóferð- arskýrsla kapteinsins og hinsvegar niður- stöður rannsókna hans í landafræðum. Ágætur inngangur er eftir umsjónarmenn útgáfunnar, nafnaskrá, krónólógía og upp- drættir af löndum og höfum heims. Alice McDermott: That Night. Penguin Books. Enda þótt eng- ar séu skylminga- hetjur á borð við skyttumar þijár á ferð um þessa sögu, þá era rúnt- töffarar með keðj- ur og úthverfis- feður með kylfur í smátróju vestur í Ameríku undir lok sjötta áratug- arins til staðar. Rómantíkin svífur yfir vötnunum. Ungling- arnir standa upp í hárinu á eldri kynslóð- inni sem á við vanda að etja en svo fjarlæg- an daglegum uppákomum hinna ungu að •þeir botna hvorki upp né niður í hugsana- ganginum og frekjunni sem hún beitir. Hér er fjallað um aðskilda ást, brostnar vonir, þanka bamanna sem verða vitni að rómans- inum þeirra Ricks og Sheryl. Krínólín er ekkert, en tíska áranna fær pláss i sög- unni. Það er blær B-mynda af henni, blá- skjár sjónvarps og grunur um leiðina sem liggur út úr bænum. Dauðinn og fæðing í senn, grátur og gnístran tanna. Endurminn- ingin merlar, tunglskýjað loft þetta kvöld. Sænskir fomleifafræðingar hafa nú fundið og grafið upp elsta hús á Norðurlöndum í steinaldarbyggð við Kalmar í Smálöndum. Húsið er 8.500 ára gamalt og það hefur komið fornleifafræðingum á óvart að menn skuli hafa búið í svo vönduðum húsakynnum á þessum tímum. Menn þekkja nefnilega ekki til annarra húsa fyrr en frá upphafi nýju-steinaldar, sem hefst 2.500 áram síðar. Þetta hús, sem hefur nýlega fundist, er frá fom-steinöld og hefur mælst vera 8,8 sinnum 3,5 metrar. Það sem hefur varð- veist allan þennan tíma era ummerki um hvar stoðirnar hafa verið, eldsyeðið og hluti af hellulögðum stíg fyrir framan inngang- inn. Greinileg litbrigði í jarðveginum sýna útlínur veggjanna. í hinum fjóram homum hússins hafa verið stoðir, u.þ.b. 15 senti- metrar í þvermál. Mitt í hvoram gafli hafa slíkar stoðir einnig verið og inni í húsinu á milli gaflanna. Þessar þijár stoðir hafa bo- rið þakið uppi. Teinamir í veggjunum vora ekki nema svo sem fimm sentimetrar í þvermál og hafa væntanlega stutt við vegg úr torfí, reyr eða öðra slíku. Mitt í húsinu við annan gaflinn var eldstó- in, byggð úr smásteinum. í miðjunni á öðr- um langveggnum fannst inngangurinn og frá innganginum lá stígur, sem var fagur- lega steinlagður með flötum steinum. Bæði inni í og í kringum húsið hefur fundist heilmikið af tinnuáhöldum, þar á „Reiðigjarnt og kaldrifjað fólk er í fimm sinnum meiri hættu að deyja áður en það nær 50 ára aldri. Reiðin hækkar blóðþrýstinginn og eykur hjartanu erfiði. eir sem unnið hafa að rannsóknum á hrukkukremi, sem inniheldur A-vítamínsýru, hafa lagt fram nýj- ar sannanir fyrir því að kremið hefur áhrif - einnig ef það er notað í lang- an tíma. Fréttin um hin jákvæðu áhrif þessarar efnablöndu barst um allan heim fyrir svo sem tveimur árum, en margir læknar létu í ljósi efasemdir um, að efnið myndi halda áfram að verka, ef það væri notað til lang- frama. Nú hafa endurteknar rannsóknir á tutt- ugu og einni manneskju, sem voru með í upphaflegri rannsókn, leitt í ljós, að útlit húðarinnar heldur áfram að batna eftir að Þannig litu þau steinaldarhús út, sem elzta hefur fundizt í Kalmar í Svíþjóð. meðal örvaroddar og sköfur, sem gefa vísbendingu um daglegt Iíf fyrir 8.500 árum. Leifar af tinnuúrgangi sýna, að menn hafa setið og höggvið út áhöld úr tinnu á milli inngangs og eldstæðis. Öðram megin við eldstæðið hefur svefnstaður fólksins verið. Húsið hefur vafalaust verið nógu stórt fyrir sex til sjö manna fjölskyldu. Húsið stendur nú uppi á landi, en fyrir 8.500 áram náði Eystrasaltið 12,5 metrum lengra inní landið en það gerir núna, svo að í þá daga hefur húsið ekki staðið nema 25 Vellíðan og gleði gefa mönnum lengri lífdaga, en kaldlyndi og tor- tryggni auka hættuna á því að fólk deyi ungt. Hættan á því að fólk deyi áður en það nær fimmtugsaldrinum er reyndar fímm sinnum meiri hjá þeim sem eru uppstökkir og kaldlyndir en hjá hinum sem eru rólyndir og tillitssamir. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum, þar sem fylgst var með 118 lögfræðingum A-vítamínsýrukremi hefur verið smurt á andlitið í 22 mánuði. Þessar nýju rannsókn- ir sýna, að áhrifin haldast á meðan kremið er notað. Hrukkurannsóknirnar hafa verið gagn- rýndar fyrir, að það sé erfitt að meta hrukkustærðina og þverrandi hrukkur á hlutlausan hátt. Hingað til hafa læknarnir notað samanburð á ljósmyndum, sem teknar era fyrir og eftir meðferð, og það er álit sumra húðsjúkdómalækna, að þetta geti verið villandi. Ný mælingaaðferð, sem grundvölluð er á tölvuúrvinnslu, getur ef til vill metið betur áhrifin af kreminu. Þeir sem nota þessa rannsóknaraðferð búa til gúmmíafsteypu fyrst voru byggð á Norðurlöndum. Það metra frá ströndinni. Þama fyrir utan var auðugur skeijagarður, þar sem hægt hefur verið að veiða bæði fisk og sel. Handan við byggðina var auðvelt að stunda dýraveiðar í skóginum, þar sem óx fura, birki, heslitré og eikur. Það hafa fundist byggingar bæði í Dan- mörku og Norður-Þýskalandi frá sama tíma og einnig dálítið eldri, en þær era of litlar til þess að hægt sé að kalla þær hús. Þetta hafa öllu heldur verið kofar, sem hafa að- eins verið notaðir stuttan tíma á hveiju ári. í 25 ár. Á meðan þetta fólk var við laganám var það allt metið með persónuleikaprófí. 25 árum seinna voru þeir sem sýnt höfðu mikið af íjandsamlegum og reiðiblöndnum eiginleikum í prófinu í fimmfalt meiri hættu, hvað varðar dauða fyrir fímmtugsafmælið. Kanadísk rannsókn, þar sem fylgst var með fólki um visst árabil leiddi í ljós, að þegar tekið hafði verið tillit til ýmissa þátta, svo sem aldurs, hjúskaparstéttar og reykinga, að samband var á milli skapgerð- ar og dauða 888 manna af 12.883, sem voru rannsakaðir. Þeir óhamingjusömu voru í meiri lífshættu en þeir glöðu og ánægðu. Þetta reyndist einnig gilda um konur þótt í minna mæli væri. Þannig virðist vera samhengi á milli þess að fólk deyr ungt og hins, að það er upp- stökkt og kaldrifjað. Aftur á móti álíta sál- fræðingar ekki lengur að hin svokallaða A-manngerð lifi hættulegra lífi en aðrir. A-manngerðin er mjög áköf við vinnu sína, hefur mikið að gera og er spennt á taugum og þar til nú hefur verið álitið að slíkt fólk lifí ekki lengi. ■ Nýjustu rannsóknir sýna aftur á móti að þessi lífsmáti A-manngerðarinnar er ekki hættulegur. Hins vegar eru reiði og kald- lyndi það. Blóðþrýstingurinn hækkar oft hjá þeim, sem eru reiðir, hjartað slær örar og púlshraðinn eykst. Þar að auki framléiða nýrnahetturnar fleiri streituhormón. Allt þetta gerir hjartanu erfiðara fyrir og getur leitt til æðakölkunar og blóðtappa. Þetta getur því verið ein af orsökunum fyrir því að fólk á það á hættu að deyja ungt. af húðinni og síðan ber tölvan saman stærð og útbreiðslu hrukkanna fyrir og eftir með- höndlun. Með þessari aðferð er annar hópur rann- sóknarmanna búinn að sýna fram á, að sex mánaða meðferð með A-vítamínsýru dregur talsvert mikið úr hrukkum. A-vítamínsýran gerir húðina viðkvæmari gagnvart birtu og má ekki nota kremið á sumrin eða ef maður fer á sólbaðstofur. Það er ekki síst vegna þess, að UBV-geislar þeir, sem í sólarljósi eru fólgnir og geta framkallað krabbamein, verða áhrifameiri, ef kremið er notað. Þess vegna hafa sumir læknar áhyggjur af því, að fjöldi húðkrabba- tilfella geti aukist, ef kremið verður al- mennt notað án sérstakrar varúðar. Gleðin lengir lífið Vítamínsýra eyðir hrukkum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.