Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Page 7
Frakkastígur árið 1920. Myndin er tekin úr Skólavörðunni. Hvíta húsið fremst á myndinni er hús ísólfs Pálssonar tónskálds en það var riGð árið 1963. Neðra er gaflinn á Frakkastíg 17. Vinstra megin götunnar er verið að slá upp fyrir húsinu nr. 22 en það var einmitt reist árið 1920. Efst á Frakkastígnum má sjá tvo hestvagna. Ljósm.: Magnús Ólafsson. Ljósmyndasafnið. Úr sögu Frakkastígs O, láttu þær liggja, lasm eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON rakkastígur liggur frá sjó í gegnum Skugga- hverfi og upp í Skólavörðuholtið þar sem það liggur hæst. Hann er ein glæsilegasta gatan í Reykjavík. Bæði er það að Frakkastígur er óvenjulega heilleg gata, góð hrynjandi í húsum sem standa hvert upp af öðru í eðlilegu sam- ræmi og svo er hitt að fyrir enda götunnar uppi á Skólavörðuholti blasir við styttan af Leifi heppna. Þegar maður stendur svo þar og horfir niðureftir blasir við sjórinn, sundin og Esjan. Frakkastígur er brött gáta og myndræn. Fyrsti vísirinn að Frakkastíg kom árið 1898 en þá var ákveðið að leggja veg frá Lindargötu niður í Byggðarendavör og var þessi vegur fyrst í stað kallaður Vararstígur eftir vörinni. Á síðustu öld og fram á þessa höfðu franskir sjómenn mikil umsvif við ís- land. Hundruð franskra skipa voru við veið- ar á íslandsmiðum á ári hveiju og þurftu þau allnokkra þjónustu í landi eins og gefur að skilja. Lengi stóðu svokölluð Frönsku hús við Austurstræti en þau voru í senn hæli fyrir franska skipbrotsmenn og birgða- geymsla frönsku stjórnarinnar á íslandi. Hús þessi voru rifin árið 1901 enda þótti lítil bæjarprýði að þeim í hjarta bæjarins. í stað þeirra fengu Frakkar að reisa skýli á svoköll- uðum Eyjólfsstaðabletti í Skuggahverfi, fyr- ir austan fyrmefndan Vararstíg. Árið eftir — eða 1902 — réðst franskt góðgerðarfélag í að reisa sjúkrahús fyrir franska sjómenn í Reykjavík og var því valinn staður fyrir ofan Frönsku húsin við Vararstíginn. Þetta var — og er reyndar ennþá — veglegt hús og jafnan kallað Franski spítalinn. Þó að Frakkastígurinn var upphaflega lagð.ur 1898 og dregur nafn sitt af umsvifum Frakka neðst við stíginn, t.d. franska spítalanum, sem rekinn varfram til 1927. Byggðarendi, steinbær Sigurðar Jónssonar neðst við Frakkastíg. Þegar húsið var reist árið 1880 var það nánast á endimörkum byggðar í Reyþjavík og var því nefnt þessu nafhi. Ljósm.: Skafti Guðjónsson. hann væri fyrst og fremst ætlaður frönskum sjómönnum var hann jafnframt til almenn- ingsnota að öðru leyti. Árið eftir, 1903, var svo Vararstígurinn lagður áfram upp úr og var þá gefið nafnið Frakkastígur vegna starfsemi Frakka neðst við stíginn. Franski spítalinn var rekinn til 1927 en tveimur árum síðar keypti Reykjavíkurbær húsið og var þar rekin ýmis starfsemi til 1935, m.a. mötuneyti safnaðanna sem ætlað var fyrir þá sem urðu harðast úti í krepp- unni. Á þeim tíma hafði Magnús Ámason listamaður vinnustofu og heimili í hinu gamla líkhúsi spítalans sem frægt var fýrir drauga- gang. Árið 1935 fékk Gagnfræðaskólinn í Listvinafélagshúsið var reist árið 1919 en í því var fyrsti myndlistarsýningarsalur huidsins. Seinna var Guðmundur frá Miðdal með leirbrennslu í húsinu og þar urðu m.a. til hinar landsfrægu ijúpur, hrafhar, dúfur og fálkar hans. Húsið var rifíð 1963 og nú er þar bílastæði frá Iðnskólanum. Ljósm.: Magnús Ölafsson. Ijósmyndasafhið. Reykjavík, öðru nafni Ingimarsskóli, húsið til afnota, og var hann þar allt til ársins 1975, síðast undir nafninu Gagnfræðaskól- inn við Lindargötu. Síðan hefur Tónmennta- skóli Reykjavíkur verið í þessu reisulega timburhúsi sem Frakkar byggðu fyrir sjó- menn sína sem þurftu á læknishjálp að halda. Það hefur nú verið gert upp í uppruna- legum stíl undir stjóm Leifs Blumenstein. SlGURÐUR Á BYGGÐARÉNDA Byggðarendavör var beint niður af Frakkastíg. Hún var nefnd eftir litlum bæ sem stóð þar sem nú er Frakkastígur 2. Hann var byggður árið 1880 af Sigurði Jóns- syni, þekktum manni í bæjarlífinu. Sigurður kallaði bæ sinn Byggðarenda vegna þess að hann var á ystu mörkum byggðarinnar þann tíð. Reykjavík náði ekki lengra. Sigurð- ur Ólafsson rakari sagði sögur af bóndanum í Byggðarenda á sínum tíma. Hann sagði: „Þar bjó Sigurður, ágætur maður, dugleg- ur og áreiðanlegur, en nokkuð hreykinn af sjálfum sér, þegar hann var við skál. Sagt var, að eitt sinn hafi hann verið að sumbli í Hótel Reykjavík og misst tvær krónur á gólfið. Einhver ætlaði að taka þær upp og rétta honum, en þá sagði Sigurður: „0, láttu þær liggja, lasm. Það er nóg til af þessu á Byggðarenda." Eitt sinn barst tal manna sem oftar að bjargarskorti i bænum. Þá á Sigurður að hafa sagt: „Það er orðið svo fullt af mat á Byggðar- enda, að mér er eiður sær, að ég geti kom- ið lyklinum í skráargatið." Sigurður Jónsson á Byggðarenda var at-- orkusamur sjósóknari og náði háum aldri. Sveinbjörn Björnsson skáld á Lindargötu 49 orti þessar formannsvísur til Sigurðar: Sigurður afla einatt fær, auðnuspjörum gróinn; fyrstur ýtir oftast nær árafíl á sjóinn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. MARZ 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.