Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 4
Víknblað: fsaiold. 27. árg., 107. tbl. — La ug'ardaginn 11. maí 1340. ísafoldarprentsmiðja h.f. HERTAKA ISLANDS: „Ekki stundinni lengur en stríðsnauðsyn krefur“ Sögulegur dagur, þegar átök stórveldanna náðu til Islands DAGURINN 1 GÆR var sögulegur fyirir þjóð vora. Landganga hins breska herliðs í Reykjavík og hertaka höfuðstaðarins. Dreifing hins breska herliðs hjer um nærsveitirnar, þar sem Það býr um sig á ýms- an hátt. Byrjun þessa nýja tímabils í æfi þjóðarinnar, sem enginn veit hve langt verður og litlu verður spáð um hvemig verður. Hjer skulu raktir aðalviðburðimir í stórum dráttum: HERSKIPIN KOMA. Um klukkan þrjú aðfaranótt föstudags sást stór flugvjel á sveimi yfir bænum. Hún var fyrsti boðberi þess er síðar kom fram. Klukkan laust fyrir fjögur komu hin bresku herskip inn á ytri höfnina. Enginn vissi i upphafi hverrar þjóðar þau voru — nema hvað ráðið varð af líkum. Þeir, sem á ferli voru, en það voru ekki margir, urðu þess varir að ræðismenn Breta voru á ferð niður á hafnarbakka. Þá þótti enginn vafi lengur um þjóðerni komumanna. Herskipin sem hingað komu þessa nótt voru alls 7, 2 beitiskip og 5 tundurspillar. Sum þeirra hurfu inn í Sund, en einn tundurspillir lagðist upp að hafnarbakkarium fyrir framan Hafnarhúsið. Þá var klukkan 5. Þá gekk þar fyrsta herlið á land. Á hafnarbakkanum var atrjálingur af fólki. Nokkrir höfðu vaknað við ferðir flugvjelarinnar og því var þar fleira um manninn. Við landgöngubrúna stóðu hinir bresku ræðismenn. Þar átti tíðindamaður blaðsins tal við Mr. Sephard aðalræðism. og spurði hann vað hjer væri um að vera, eins og getið var um í blaðinu í gær, eða þeim.hluta upplagsins, sem þessi stórtíðindi náðu til, en hann svaraði því til, sem eðlilegt var, að það væri ekki annað en hver- maður sæi. LIÐIÐ DREIFIST UM BÆINN. Nú var fylkt liði á hafnarbakkanum. En þegar þar voru komin nokkur hundruð manns dreifðust Jiðsveitir víðsvegar um bæinn. — Allir voru hermenn þessir mjög vopnum búnir. Þeir gengu hratt upp í bæinn og var sýnilegt að hver sveit hafði sitt ákveðna hlutverk að vinna. Þegar upp í bæinn kom, tóku sumir liðsforingjarnir upp hjá sjer uppdrátt af bænum, er þeir höfðu meðferðis, svo eigi yrði um vilst hvert haldið væri. Á örskammri stundu var liðið dreift um allan Miðbæinn. Var hervörður á götuhornum og fyrir framan símastöðina, pósthúsið og gistihúsin. En aldrei kom neinn hermaður inn á Mð Stjórnarráðsins. Ein af þðm liðssveitum, sem fyrst kom upp í bæinn gekk að Landsímastöðinni í Thor- váldsensstræti. Reyndu hermennirnir fyrst að opna útidyrahurðina. En er það ekki tókst var hurðin brotin umsvifalaust. Nú verður ferðalag hermannanna um bæinn ekki rakið nánar, nema hvað þeir -neru sjer strax að gistihúsunum og spurðu hvort þar væru nokkrir Þjóðverjar staddir.Varð einkum nokkurt hik á því, að hermennirnir færu inn i gistihús Hjálpræðishersins. Þjóðverjarnir sem í gistihúsunum voru, voru handteknir og þeir fluttir um borð í eitt her- skipanna. Fleiri Þjóðverja sóttu hermennirnir víðsvegar í bænum og tóku þá höndum. Hefir blaðið ekki fengið yfirlit yfir hverjir þeir voru. ÞÝSKI RÆÐISMAÐURINN HANDTEKINN. Einn hermannahópurinn fór upp í Túngötu og tók sjer stöðu umhverfis bústað þýska ræðismannsins dr. Gerlach. Áður ‘en bresku herskipin höfðu haft nokkurt samband við land, eást mannaferð til aðsetursstaðar þýska ræðismannsins í Túngötu. Og áðv en hið breska her- Kð bar þar að sást reykur koma þar út um glugga, svo mikill, að maður einn, sem á heima þarna nálægt, og ekki hafði gert sjer grein fyrir hvað hjer var að gerast, ljet sjer detta í hug að hjer væri um eldsvoða að ræða, svo tilkomu slökkviliðsins þyrfti við. Um kl. 9 var þýski ræðismaðurinn dr. Gerlach, kona hans og börn flutt til hins brcska FRAMH. Á ANNARl SÍÐU. Bicsku fulltrúarnir koma úr stjórnarrábimi um hádegi, eftir að hafn verifc á fundi ríkisst.iórnarinnar. Talið frá liœgri: Mr. Howard-Smith, sendiherra, Mr. Harris, formaður bresku viðskiftanefndarinnar og Mr. Shephnrd, aðalræðism- l*ýski ræðismaðurinn dr. Gerlaeh, var ásamt fjiilskyldu sinni og starfs- fólki ræðisinannsskrifstofunnar fluttur í bíl um borð í tundurspillinn, sem lá við hafnarbakkann. A myndinni sjest ræðismaðurinn vera að stíga upp í bíl- inu, umkringdur af breskum hennönnum. Bresku læiliskipin tvii á ytri höfninni Erá v.: „Slæffield“ og Berwiek".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.