Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 16
1 STUTTAR FERÐA- FRÉTTIR FRÁ EVRÓPU ★ 28. apríl hefjast bátsferðir um sundin í Kaupmannahöfn og fram til 16. september gefst ferðamönnum tækifæri til að sjá Kaupmannahöfn frá sjó. Tveir nýir bátar, fyrir 82 farþega, verða teknir í notkun í sumar. ★ Hin árlegu hátíðahöld í Hol- landi tiefjast í Amsterdam og Haag í júní - 43. árið í röð. I ár beinist athyglin að „list og menningu frá þýskumælandi löndum, í vestri og austri“. Hug- myndin á bak við hátíðahöldin er að endurspegla strauma sam- tímans í tóniist, óperu, dans og Ieiksýningum. ★ í tilefni af hinni stóru um- hverfisráðstefnu, sem verður haldin í Bergen í maí, hafa stað- aryfirvöld verið með sérstakt átak síðan í júlí 1989 í að fá „hreint og betra umhverfi í Berg- en og nágrenni". ★ í mars opnaði Finnair nýja flugleið á milli Helsinki og Ta’.lin - sem á sínum tíma var fyrsti áfangastaður Finnair! ★ Samningur British Airways við Air New Zealand innifelur daglegt flug „umhverfis jörð- ina“. Það þýðir að bæði flugfé- lögin fá aðgang að „hliðum" hvors annars í Suðaustur-Asíu og Bandaríkjunum. Einnig verða þijár daglegar ferðir milli Lon- don og Auckland. ★ Með sína 46.000 km af lögð- um hjólreiðabrautum er talið, að Danmörk sé eitt besta hjólreiða- land í heimi! Mottó Dana er: „Að setja bundið slitiag á vegi með lítilli eða engri bílaumferð." Og fjarlægðir eru ekki miklar, svo að stigkrafturinn ber ferða- manninn auðveldlega í dýra- garða og hallir - á útihátíðahöld og - tónleika. Og stigkrafturinn ber ferða- manninn auðveldlega jafnt í dýragarða sem hallir . . . MALTA Ferðamannaparadís í Miðjarð- arhafi, sem nú býður íslenska ferðamenn velkomna. Mikil uppbygging á móttöku ferðamanna hefur átt sér stað á Möltu undanfarin ár og hefur stöðug aukning ferðamanna sann- að ágæti þeirrar uppbyggingar. Árið 1989 komu ein milljón ferða- manna til Möltu en til samanburð- ar má geta þess að þar búa um 340 þúsund manns. Það er margt sem dregur ferða- menn frá Norður-Evrópu til Möltu. Það er stundum talað um Möltu, sem eyju sólskins og sögu og vissulega er það rétt. Margar þjóðir hafa í aldanna rás haft við- komu þar um lengri og skemmri tíma og ráðið þar ríkjum, Fönikíu- menn — Karþagómenn, Grikkir og Rómveijar, arabar og Norman- ar, Spánveijar, ítalir og Frakkar og að síðustu Bretar, sem réðu ríkjum á Möltu í 160 ár eða til ársins 1964 þegar Malta fékk sjálfstæði, en 1974 sögðu Möltubúar að fullu skilið við Breta og stofnsettu eigið lýðveldi, sem sjálfstætt ríki. Malta á þó enn aðild að brezka samveldinu. Það má enn sjá merki um komu allra þessara þjóða en „stórveldistími" Möltu stóð frá árinu 1530 til 1798 þegar Mölturiddarar af reglu heil- ags Jóhannesar, sem stofnuð var á krossferðatímunum, réðu ríkjum á Möltu. Hin miklu mannvirki, sem þeir reistu á Möltu, varnar- virki, kirkjur og hallir vekja undr- un og aðdáun þúsunda ferða- manna, sem koma til höfuðborg- arinnar, Valletta. Og sólin skín allan ársins hring á Möltu — veðráttan er heilnæm og yndisleg, sjórinn hiýr og hreinn því Malta liggur í miðju Miðjarðar- hafi milli Italíu og Túnis svo að straumar hafsins halda sjónum í kringum Möltu hreinum og iif- andi. En hlýjan kemur víðar að en frá sölinni. Sagt er að það streymi sólskin frá hjörtum fólks- ins á Möitu en Möltubúar eru sér- staklega fallegt og aðlaðandi fóik, hæverskt óg hjálpsamt. Möltubú- ar eru rómversk-kaþólskir og mjög trúhneigðir. Það má sjá í hinum mörgu og fögru kirkjum þeirra, sem jafnan eru þéttsetnar við messugjörð og má þar jafnt sjá unga sem aldna. Líklegt er að hinu ljúfa og hófsama viðmóti Möltubúans komi fram hin sanna kristna kenning um viðhorf til náungans en kristin siðmenning Bátar eru litríkir hjá Möltubúum. Siglt inn í Bláa hellinn. hefir ávallt staðið föstum fótum á Möltu en það voru Möltubúar, sem björguðu sem kunnugt er lífi Páls postula úr sjávarháska og björguðu þar með ef til vill kristin- dómnum. Möltubúar eru allir enskumæl- andi þó að þeir hafi sitt eigið tungumál, maltísku, sem er af arabískum stofni en sjálfir munu þeir eiga að einhverju ættir sínar að rekja til Fönikíumanna — hinn- ar rniklu siglinga- og verslunar- þjóðar fornaldar. Verðlag á Möitu er eitt það hagstæðasta, sem þekkist við Miðjarðarhaf. Öll hótei eru flokk- uð af Ferðamálaráði Möltu sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum og fylgst er vel með því að þjónusta við ferðamenn sé samkvæmt sett- um reglum. Margir Norður-Evr- ópumenn koma til Möitu allt árið um kring og einnig dvelja þar margir yfir veturinn. Það hefír færst mjög í vöxt að ungt fólk frá Þýskalandi og Norð- urlöndunum komi í enskunám á Möltu en þar eru margir góir tungumálaskólar og unga fóikið getur fengið í leiðinni góða sólar- Eitt af þeim hótelum, sem islenskum ferðamönnum stendur til boða. Hið ljúfa líf. landaferð á þann hagkvæmasta máta, sem völ er á. Margt er hægt að gera sér til afþreyingar á Möltu. Fyrir utan að synda í tærum lifandi sjónum eða slappa af á sólbaðsveröndum hótelanna yfir hressandi drykk þá eru mörg önnur tækifæri fyrir þá, sem vilja meiri hreyfingu. Mikið er um sjósport hverskonar, siglingar, sjóskíði o.fl. Þá eru golf og tennisvellir, sem auðvelt er að fá aðgang að. Einnig eru heilsuræktarstöðvar starfræktar á öllum stærri hótelum. Fyrir þá sem áhuga hafa á sögulegum minjum er margt að sjá frá mismunandi tímaskeiðum sögunnar, sem spannar yfir ár- þúsundir á Möltu. Menningarlíf er blómlegt, hljómleikar og ýmsir listviðburðir. Þá er sjónvarpsefni mikið til á ensku. Eins dags skoðunarferðir til Sikileyjar og lengri ferðir eru í boði til Túnis og Egyptalands. Þá er systureyja Möltu — Gózó mjög áhugaverð. Á Gózó eru mjög góð ferðamannahótel fyrir þá sem kjósa algjöra afslöppun og róleg- heit. Ógleymanlegur verður þeim er þetta ritar smábærinn Xlendi á Gózó. Skemmtanalíf á Möltu er svipað því, sem gerist í öðrum ferða- mannalöndum við Miðjarðarhaf þó segja megi e.t.v. að næturh'fið sé eitthvað hófsamara en á sum- um „hot spot“ stöðum sem íslend- ingar þekkja. Eitt það sem er sérs- taklega ánægjulegt við að dvelja á Möltu er hvað auðvelt er að umgangast og kynnast fólki þar — þú ert ekki innilokaður í túrista- nýlendu heldur ert þú innan um íbúa í þessu syðsta og sólríkasta ríki Evrópu. Ferðaskrifstofurnar Atlantik og Ratvís skipuleggja einstakl- ingsferðir til Möltu. Björn Jakobsson eyja sólskins og sögxt 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.