Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 11
BMW518 Ný og ódýran gerð af Fimmunni Síðan BMW kom með nýju gerðina af Fimmunni 1988, má segja að sá bíll hafi farið óslitna sigur- för. í skoðanakönnun meðal lesenda bílablaðsins Auto Motor und Sport, sem birt var hér 7. apríl, kom fram að enginn bíll hafði aðra eins yfirburði Með 518-gerðinni er reynt að breikka kaupendahóp Fimmunnar, því verðið er um 300 þúsundum lægra en á 520-gerðinni. í sínum flokki; 57,9% af 114 þúsund lesend- um blaðsins töldu hann vera beztan í efri milliflokki. Þá er flokkað eftir stærð, en alls ekki eftir verði. í útlendri umijollun um BMW 520 hefur mátt sjá, að eina gagnrýnin beinist að gömlu 6 strokka vélinni úr eldri Fimmunni, sem af einhveijum óskiljanlegum ástæðum var notuð áfram. Sú vél var orðin úrelt á þess- um síðustu fjölventlatímum, engan veginn nógu spræk og fremur eyðslufrek. Það urðu mörgum vonbrigði, að boðið skyldi áfram uppá þá vél í nýjum bíl sem var að öðru leyti gerbeyttur til bóta. Til að fá vél, sem samsvarar bílnum, verður að kaupa 525- gftrðina, sem er hinsvegar dæmd út af markaðnum hér með tollaákvæðum. Markaður fyrir 520-gerðina er næsta tak- markaður einnig, því hann kostar ekki minna en 2.3 milljónir. Það er að sönnu mikið fé, en kannski réttlætanlegt í ljósi þess hvað aðrir bílar kosta, sem mikið vant- ar uppá að standist samanburð. Nú er hins- vegar kominn valkostur til viðbótar: BMW 518, sem kostar rétt innan við 2 milljónir og um hann verður lítlega ijallað hér að afloknum reynsluakstri. í fáum orðum sagt: 518 er að öllu leyti samskonar bíll og 520- gerðin, nema hvað hann er búinn vélinni úr 318-gerðinni, sem er ijögurra strokka, 16 ventla og 113 hestöfl.. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort sú lausn sé ekki vond. Hvort hann verði ekki ákaflega vélvana í ljósi þess, að 6 strokka vélin er þó 129 hestöfl. Þótt merkilegt megi vírðast, er ekki svo. Að vísu er viðbragðið í hundraðið fáeinum sekúntubrotum lakara, eða 12,8 á móti 11,9. En sá munur finnst ekki; þvert á móti gæti maður ímyndað sér að óreyndu, að jfjögurra strokka vélin væri ögn sprækari. í því sambandi hjálpar það til, að með fjögurra strokka vélinni er bíllinn 90 kg. léttari, 1450 kg í stað 1540. Sá sem hér var tekinn til kostanna, var beinskiptur og maður getur aðeins sagt, að áreiðanlega væri hann ennþá skemmtilegri með stærri véi. En þessi er sannarlega ekk- ert til að kvarta yfir. Og þrátt fyrir aðeins íjóra strokka, er vélin ekki háværari en hin. Sá sem þetta ritar ætti að hafa sæmileg- an samanburð við eldri gerðina, BMW 520, sem hefur verið daglegur farkostur skrifar- ans í þrjú ár. Það er einföld niðurstaða, að svo til allt í þessari nýju Fimmu hefur verið endurbætt, utan það sem var svo gott, að endurbætur geta naumast farið fram. Þá á ég til dæmis við formið á sætunum, allan frágang og útfærslu á mælaborði. Hinsvegar er fjöðrunin miklu mýkri og þar heftir aukin þyngd bílsins bætandi áhrif. A 518-gerðinni eru diskahemlar að framan, en borðar að aftan. Diskarnir hafa verið stækkaðir og hemlunin er til muna fljótvirkari en áður. Gírskiptingin hefur af einhveijum ástæðum aldrei verið í hæsta gæðaflokki í BMW þar til nú, að. hún gerist með áður óþekktri mýkt og nákvæmni, svo unun er að skipta. Heildarlengdin er 4.72m. en hönnunin er með þeim hætti, að bíllinn leynir stærðinni, bæði að utan og innan. Einhveiju af innra rými hefur verið fórnað frá eldri gerðinni og kemur hvorttveggja til, að aukið. straumlínulag á sinn þátt i því, en einnig hitt, að bíllinn er svo efnismikill að innan. Það er þykkara og sverara í öllu en gömlu gerðinni og það gefur að sumu leyti góða tilfinningu og öryggiskennd, en er á kostnað rýmisins. Aksturseiginleikar þessa bíls eru stór- kostlegir; „ég verð að segja það“, eins og forsætisráðherrann mundi orða það. Það er tilfinning, sem verður að telja sér á parti að aka honum. En eins og jafnan áður, birt- ast kostirnir ekki í viðbragðshraða og engin hætta að neinn fari úr hálsliðnum, þegar tekið er af stað á ljósum. Þegar komið er yfir hundraðið finnst fyrst til fulls, hvílíkur gæðingur Fimman er. Það er því ljóst, að sumir beztu kostir hans, svo sem hrað- brautaakstur, getur ekki fengið að njóta sín á Islandi. En vitaskuld er það aðeins einn af kostunum og sannarlega eru nógu marg- ir eftir, sem njóta sín til fulls hér, ekki sízt hin frábæra fjöðrun, sem kemur að góðu gagni á íslenzkum vegum. Niðurstaðan verður sú, að 518-gerðin standi 520-gerð- inni svo lítið að baki, að verðmismuninum, rúmum 300 þúsundum sé undarlega varið. Menn borga það fé þá fyrir vitneskju um 6 strokka vél undir húddinu, en ekki vegna þess að það finnist. GS Framtíðin sótt í fortíðina Ekkert er nýtt undir sólinni og ekki skyldu menn láta sér bregða þótt eitthvað sé kunnuglegt við svo- nefnda framtíðarbíla sem fram- leiðendur sýna gjarnan á bílasýningum til að bera snilli sinni vitni. Rúm 40 ár skilja þessa tvo bíla að í tímanum, hálfur hnöttur- inn aðskilur framleiðendur og heill hafsjór af tæknibreytingum. Þó eru þeir sláandi líkir, nánast eins og framtíðarvagninn sé rökrétt áframhald sömu gerðar frá sama framleiðanda. Líklega vefst það ekki fyrir neinum hvor er eldri. Hann heitir Frazer Manhattan og er amerískur, árgerð 1948. Saga hans er nokkuð flókin, framleiðslan var á þessum árum í höndum fyrirtækjanna Graham- Paige, Frazer, Kaiser og ýmissa kombína- sjóna þeirra. Þessi bíll var með 112 hest- afla sex strokka vél og þótti afbragðs vel smíðaður og er í dag eftirsóttur af söfnurum. Framtíðarbíllinn er frá Nissan í Japan og heitir NEO-X. Hann er 26 sentimetrum styttri á milli hjóla en sá gamli. Vélin er V-8 af fullkomnustu gerð og allt sem hugs- ast getur er töivustýrt, vél, fjöðrun, mið- stöð, sæti og hvaðeina. I NEO-X er fullkom- inn fjarskiptabúnaður til samanburðar við gamla lamparadíóið í Frazernum. Það sem vekur einkum athygli við að bera saman þessa tvo vagna, er að engu er líkara en að Japanirnir hafi skoðað sig um í fortíðinni, áður en þeir drógu línur framtíðarbilsins. Nissaninn er vitaskuld hinn nútímalegasti að útliti, en yfirbragðið er sláandi líkt Frazernum, sem gæti eftir útlit- inu að dæma verið „afi“ eða „langafi" NEO-X. Svona getur tískan gengið aftur og öðlast nýtt líf. Skyldum við kannski eiga eftir að sjá utanáliggjandi bretti á einhverj- um hátækniframtíðarbílnum á næstunni? ÞJ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5. MAÍ 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.