Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 15
Að næturlagi, þegar borgin er upplýst, virðist Kreml fljóta yfir henni. daglega! í Moskvu sker McDon- alds sig frá öðrum vestrænum fyrirtækjum, þar sem skilti yfír dyrum segir: „Aðeins tekið við rúblum!“ Andstætt skilti við íshöll„Baskin Robbins" hjá Rauð- atorgi, sem segir: „Aðeins tekið við erlendum gjaldeyri!" Svo Rúss- ar eru útilokaðir frá því að kaupa sér þar ís á heitum sumardögum - og geta ekki gengið inn á fínustu veitingahúsin! En þeir fá sér því fleiri stóra „Mac“, sem kosta 5 rúblur. Við getum ekki gert okkur í hugar- lund hvílík bylting það er fyrir Rússa að fá MacDonalds. Hin skrautlýsta „hamborgarahöll“, með sínu risastóru „Coca Cola“- merki, er eins og „vin allsnægta" í eyðimörk, þar sem lltið fæst til að borða. Nú geta Moskvubúar gengið að heitum mat. „Við erum komnir til að vera og þjóna íbúun- um,“ sagði Langan markaðsstjóri. „630 Rússar vinna hér. Færri komust að en vildu, en um 14.000 ungir Rússar sóttu um störfin! Hinir útvöldu hafa verið önnum kafnir við að læra, meðal annars að segja við gesti: „Þakka þér kærlega fyrir komuna - og komdu fljótt aftur“. Ég vona að líði ekki yfír Moskvubúa að héyra þessa kveðju, segir Langan, en við vilj- um að þeir njóti stóra Mac’s.“ Enginn má missa af leikhús- heimsókn í Moskvu. Erfitt getur reynst að fá miða í Bolshoi, en eftir að „perestrojka“ hófst, hafa mörg smærri Studio-leikhús opn- að. Islenska sendiráðið aðstoðaði við miðaöflun á rússneskan ballett í Bolshoi, sem þykir sýna rússn- eskt þjóðlíf nokkuð opinskátt. Hann hefur verið bannaður, en „perestrojka“ breytti því eins og mörgu öðru. Dansinn var tákn- rænn. Sýningin skrautleg og mjög lífleg - tæpast dauður punktur. Að vísu var sýningarskráin á rússnesku og engar skýringar. Þó var tæpast hægt að mis- skilja baráttuna, sem fór fram á sviðinu - milli þess að vera fjötrað- ur - eða. dansandi ftjáls. Mikið var lagt upp úr brúðum, sem leikend- ur báru eða drógu á eftir sér. Þær virtust eiga að sýna fólkið sem leikbrúður í kerfisfjötrum - eða hinar fjötrandi hefðir, sem allir bera með sér. - Gagniýni sem fleiri gætu tekið til sín! I Bolshoi er gaman að virða fyrir sér Moskvutískuna. Levi’s-gallabuxur eru mikið í tísku hjá yngri dömun- um, gjarnan við síða frakka í her- mannastíl. Moskvusirkusinn er ómissandi! Gætið þess bara að villast ekki. Hið geysistóra hús er hringlaga völundarhús - allir inngangar eins! Pushkin-safnið er eitt besta mál- verkasafn í heimi og leiðsögn um safnið er frábær. A háskólahæð gefst gott útsýni yfir Moskvu. í brekkunum eru ungir Rússar að æfa skíðastökk úr hárri stökk- braut og námsfólk skokkar um Minnisvarði um fyrstu geim- ferðina 1964. háskólagarða. Mikill fjöldi er- lendra stúdenta, aðallega frá þró- unarlöndunum, stundar nám við Moskvuháskóla. Hingað til hefur bókmenntagagnrýnin verið nokk- uð þröng, en vonandi á „perestroj- ka“ eftir að breyta því eins og öðru. Margt er að sjá og skoða í Moskvu, en hér eins og annars- staðar er mannlífið áhugaverðast. Og margir vilja tjá sig fyrir ferða- manninum. Það er mesta breyt- ingin frá fyrri heimsókn ’87. Mik- il uppbygging á sér stað í ferða- þjónustu. Verið að endurbæta gömul hótel og byggja ný. Mælt er með hótelunum Mezhdun- arodnaya og Savoi. Hafið sam- band við: Intourist, Marx Avenue 16, Moskow, USSR. Vor og sum- ar er besti tíminn til að heim- sækja Moskvu. I júlí er meðalhiti 19 stig. Með SAS er þægilegt flug til Moskvu um Kaupmannahöfn alla sunnudaga - lent kl. 13.55. Brott- förtil Moskvu kl. 15.00. Komutími kl. 19.30. Flugið tekur 2'h tíma. Með Flugleiðum til Stokkhólms og áfram með SAS til Moskvu er vísað á breytilega áætlun á þriðju- dögum og föstudögum. Nánari upplýsingar í bæklingnum „ferðaáætlun sérfargjalda Flug- leiða og SAS“. Verð kr. 49.980. En ferðamöguleikamir eru ótelj- andi með hinum ýmsu flugfélög- um, t.d. má nefna Austrian Air- lines, sem flýgur um Vínarborg og býður farþegum á leið austur mjög hagkvæma helgarpakka í þeirri fögru borg. Og ef til vill er í augsýn ný leið Flugleiða: Moskva-Stokkhólmur-W ashing- ton. Oddný Sv. Björgvins Iiandmálað- ir trémunir til sölu í göngugöt- unni Arbat. Takið eftir rússnesku gærustíg- vélunum, sem stúlkan ber - eini skófatnað- urinn sem dugir gegn rússneskum vetri! V Bændaferð til Skot- lands og Orkneyja Tveggja vikna ferð í júní á vegum skoskra bænda Ferðin er fyrst og fremst ætluð þeim sem starfa að íslenskum landbúnaðarmálum, en í henni gefst tækifæri til að kynnast rækt- un eldisflska í vötnum og ljörðum, markaðssetningu og kjötfram- leiðslu. óbyggðir og borða hádegisverð við glóðir elds í skóginum; - jafn- vel renna þar færi. - I Finnlandi verða öll hótel og ferðaþjón- ustubæir að standa við vatn. Vötnin skapa tómstundaiðju ferðamannsins. Á þeim er siglt og róið, synt og veitt, skíðað og skautað. Og allsstaðar eru gufu- böð. í Helsinki er ein sérkennileg- asta kirkja í heimi, byggð inn í bjarg og álfahól! Finnsk bygging- arlist, húsgagnahönnun og list- sköpun, er á heimsmælikvarða og áhugaverð. Beint flug til Helsinki er mánu- daga og fimmtudaga, frá 4. júní til 6. sepjtember. Um þriggja tíma flug. Ódýrasta fargjald kr. 37.760. Finnar bjóða hagstæða miða „holiday ticket", sem gefa kost á ótakmörkuðum ferðum inn- an ákveðins tíma, í innanlands- flugi, lestum og rútum. Ferð með- „Viking line“ frá Stokkhólmi til Helsinki kostar í tveggja manna klefa kr. 6.060 til 19. júní. Frá 20. júní til 12. ágúst kr. 9.830. Brottför kl. 18.00. Komið til Hels- inki kl. 09.00. - Athugið líka nor- ræna lestarmiðann „scan rail pass“, sem gildir í 21 dag um öll Norðurlönd. O.SV.B. Gist verður hjá ferðaþjónustu- bændum í Skotlandi, sem sjá um skipulagningu ferðarinnar, sem stendur frá 5.-19. júní. Ekið verð- ur um hin fögru vatnahéruð Skot- lands, um blómleg landbúnaðar- héruð og ýmsir sögufrægir bæir heimsóttir. í Inverness reka bændur mikla ferðaþjónustu í döl- um og við vötn. Þar er líka mikil lax- og silungsveiði. Frá Katanesi í Norður-Skotlandi verður siglt yfir til Orkneyja -og gist í Kirk- wall. Orkneyjar tengdust mjög íslandi á söguöld, því er forvitni- legt að skoða eyjalíf, búskapar- hætti og fornminjar þar. Oft er gist 2-3 nætur á sama stað og aldrei um langar dagleið- ir að ræða. Síðustu dvalardagar eru í Edinborg. Framleiðslustörf skoskra bænda verða kynnt ýtar- lega. Heimsótt verða bændabýli, þar sem ræktuð eru holdanaut af sama stofni og í Hrísey. Mjólkur- búskapur, sauðfjárrækt, hesta- mennska og margt fleira kynnt. Farið verður á uppboðsmarkað húsdýra, áburðarverksmiðja heimsótt, bændaskóli, kornrækt, ullariðnaður, tilraunabú og wisky-verksmiðja, en sú fram- leiðsla telst til landbúnaðar. Upplýsingar í síma: 91-15331. Skoski ferðaþjónustubóndinn er kóngur í sínu ríki LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MAÍ 1990 1'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.