Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 14
í sumarregni fyrir framan Bolshoi-leikhúsið. ! langt er farið. Hér er ekkert krass á veggjum, ekkert drasl, en samt er eiturlyfjaneysla að blossa upp - og ferðamenn eru beðnir um að gæta sín á þjófum og líkamsárás- um, sem eru sífellt að aukast. Mjög neikvæð breyting frá fyrri heimsókn ’87. „Gáðu að,“ segir leiðsögukonan mín. „Hér í Rússlandi rambar 40% þjóðarinnar á barmi fátæktar. Við viljum fara að sjá betri tíma - höfum ekki þolinmæði til að bíða lengur! Pabbi og mamma þjáðust mikið vegna stríðsins. Þá var matarskortur. Og enn er skortur á nauðsynjavöru og vöruskömmt- un á helstu fæðutegundum. Ef ég sé nothæfa skó eða peysu í búðunum, þá hika ég ekki við að kaupa! Alltaf getur einhver, sem ég þekki, notað það. Ár gæti lið- ið, þangað til slík munaðarvara er aftur á boðstólum! Kaupið hef- ur hækkað, en það er ekkert til að kaupa!“ í 28 stiga gaddi verða fæturnir dofnir eins og ísklumpar. Samt er ég í loðfóðruðum kuldaskóm. Og útivera væri útilokuð, ef ég væri ekki dúðuð í pels. (Grænfrið- ungar, sem vilja banna sölu á pelsum - ættu að prófa slíkan kulda!) ,;Þú hefðir átt að vera hérna í gær. Þá fór frostið niður undir 35 stig. Einu skórnir sem duga í svona gaddi eru rússnesku gæruskómir," segir fylgdarkon- [ Moskvu er mikið byggt af ibúðablokkum. Ný íbúðarhæð bætist við á 3 dögum - öll blokk- in rís á 3 mánuðum. Nýju íbúða- hverfin eru borgir út af fyrir sig, með 150-200 þúsund íbúum. an. Við göngum inn í matvörubúð - eða réttara sagt smeygjum okk- ur inn. Endalausar biðraðir - en eftir hveiju? Á söluborðinu er hrúga af grape-ávöxtum og hvítkálshausum - annað er ekki á boðstólum. í næstu búð, eru smjör og ostar vigtaðir úr tunnum og vafnir í pappír - kjöt er í feitum pylsulengjum og ekki lystugt að sjá - en fólkið stendur í klukku- tíma löngum biðröðum. „Mamma stendur í biðröð fyrir mig,“ segir leiðsögukonan, ég gæti ekki unn- ið, ef ég þyrfti að gera það sjálf.“ Rússar eru víðar í biðröðum en í matvörubúðum. Við sendiráð Bandaríkjanna bíður ótrúlegur fólksfjöldi eftir vegabréfsáritun - oft allan sólarhringinn - ótrúlegt í þessum kulda. Eftir dagblöðun- um er líka beðið. „Núna eru þau full af áhugaverðu lesefni," segir leiðsögukonan mín. „Við trúum því varla, að þeir geti leyft sér að skrifa eins og þeir gera. Sann- leikurinn er að koma í ljós og við höfum ekki undan að lesa hann!“ Og hún dregur upp Pravda. - Skyndilega er eins og ég sé komin inn í vestrænt andrúms- loft. Á elsta Moskvustrætinu, göngugötunni Arbat, eru ferða- menn famir að móta götulífið. Götusalar bjóða vöru sína - ein- staklingsframtakið komið í fullan gang og allt reynt til að höfða til ferðamannsins. Kappdúðaðir and- Ljóðskáldið Pushkin er ástmög- ur þjóðar sinnar. Við fótstall hans eru alltaf ný blóm. litsmálarar sitja í undirgöngum og fjöldaframleidd málverk til sölu. Þó sjást líka áhugaverð málverk af rússnesku þjóðlífi. Verði er í hóf stillt. Skrautmálað- ir trémunir, með þeim fallegustu í heimi, prýða marga gluggasillu. í hliðargötu stendur ræðumaður á stól og hefur safnað nokkru fólki í kringum sig. „Líklegast er þetta leikari að kynna nýjasta verkefni leikhússins í götunni," segir leiðsögukonan. Og ég sem hélt, að hér væri fijáls tjáningar- stóll risinn, að fyrirmynd Hyde Park Comer í London! Við prófum Razgulyai, eitt fyrsta veitingahúsið í einkaeign í Moskvu. „Frelsi til að starfa er stærsti kosturinn við einkareknu veitingahúsin okkar,“ segir fram- kvæmdastjóri Razgulyai. „En við öxlum mikla ábyrgð. - Verðum alltaf að taka tillit til viðskiptavin- anna. - Ef við gemm það ekki, þá erum við úti í kuldanum og samkeppnin fer harðnandi"! Og þjónustan er frábær. Hlýtt um- vefjandi viðmót. Lítil bið eftir mat, - en á ríkisreknum veitinga- húsum er mjög tímafrekt að fá sér málsverð! Og úrval á matseðli er íjölbreyttara og matur umtals- vert betri. Góð máltíð kostar frá 10-20 rúblum - um 1.000-2.000 kr. miðað við opinbera gengið, en margfalt ódýrara ef miðað er við ferðamannagengi, sem ekki er í boði á ferðaþjónustustöðum! Smám saman fer ég að skilja hið ósýnilega þunga „kerfi“, sem liggur yfír öllu í landi kommún- ismans. Á ríkisreknum ferðaþjón- ustustað, hvort sem um er að ræða hótel, veitingahús eða versl- un, er starfsfólki sama um þjón- ustuna. - Það fær hvort sem er enga umbun fyrir vel unnin störf. Ferðamaður er óviðkomandi og sama hvort hann á viðskipti - eða ekki. Öll afgreiðsla er því sein og ópersónuleg - ekki nema komi til „svartamarkaðsbrask" eða borg- að sé undir borðið. Hin gullna regla í góðu þjóðfélagi sýnist vera: „Öllum er nauðsyn að vita að þeir séu einhvers virði í sínu starfi!“ Einkareknu veitingahúsin eru frekar ódýr fyrir ferðamenn, en dýr á rússneskan mælikvarða. Og flest taka aðeins greiðslukort eða gjaldeyri, sem Rússar hafa ekki. En þau eru alltaf fullsetin, svo vissara er að panta borð með fyrir- vara. Algengustu matsölustaðir hér eru litlir staðir, „stalovaya", með sjálfsafgreiðslu. Einnig er mikið um lítil útikaffíhús, sem selja smurt brauð og ávaxtasafa - og Rússar kippa sér ekki upp við að sitja úti í 30 stiga gaddi! Og ég geng fram á konur með hvítar svuntur að selja „ríkisfram- leiddar brauðkökur" úr vögnum, sem þær ýta á undan sér. „Bliny“, rússneskar pönnukök- ur með kavíar, eru lostæti. Á vetr- arhátíð sinni slá Rússar upp mik- illi pönnukökuveislu. Frá hinum litlu „stalovaya" leggur ilmandi pönnukökulykt. Rússar skola pönnukökunum niður með sjóð- heitu te, en alltaf sýður á „samov- ar“, rússnesku hitakönnunni. Hjá Rússum er engin máltíð án súpu! Prófið hina frægu „borsch“-rófu- súpu (framreidd köld á sumrin) - til dæmis með „pelmeny" litlum, innbökuðum kjötbollum - eða „pirogi", kaka fýllt með fiski, kjöti, grænmeti og osti. Og alltaf velgir lítið staup af rússnesku vodka! Nú eru Rússar búnir að eignast McDonalds á Pushkin torgi - hinn fyrsta af 20 slíkum í Moskvu - og stærsta í heimi, með 900 sæt- um og getur þjónað 15.000 manns FJORUG FERÐA- KYNNING HJÁ FINNUM Finnska ferðamálaráðið og ferjufélagið „Viking Line“ minntu á sig í síðustu viku á Hótel Loftleiðum í einni flörugustu ferðakynn- ingu, }em undirrituð hefur sótt. Finnarnir voru með myndasýn- ingu og reittu af sér brandara bæði á sviði og undir borðum. í kynningarmynd um Finnland eru sérkenni Finna dregin skemmtilega fram; - hvernig þeir beija sfg með tijágreinum í sjóð- heitu gufubaði og verða eins og „ilmandi skógur á vorin“ - hvem- ig þeir kæla sig í vökum á frosn- um vötnum! Nágrannar þeirra fá líka sinn skerf. „Tornæmi Finna“ á að hafa bjargað þeim frá, að rússneska eða sænska yrðu ríkjandi þjóðmál! Við fáum svip- mynd af villtum Rússum í Finn- landi, sem vilja komast heim! Og „Hafnarfjarðarbrandarar" dynja á Svíum! Já, Danir mega fara að gæta sín, að Finrvar steli ekki frá þeim titlinum „gamansamasta Norðurlandaþjóðin"! Þúsund vatna landið þakið skógum er töluvért frábrugðið íslandi. Enda er ferðamönnum bent á, að Finnland og ísland geymi mestar andstæður í nátt- úru. - Sameinist úrvalinu, sem vill vera efst í heiminum - „the elite on the top of the world", segir í fínnskri auglýsingabrellu! Finnar eru sniðugri en við, en þeir eru t.d. búnir að skapa svo sterka ímynd af jólasveininum í Lapplandi, að bréf til hans berast hvaðanæva úr heiminum. Finnski jólasveinninn þýtur yfír snjóbreið- ur á vélsleða - eða enn faiiegri ímynd „hreindýrasleði og jóla- sveinn“! Hann á líka jólasveinabæ í Lapplandi, sem margir ferða- menn heimsækja. - Eitt mesta ferðaævintýri, sem undirrituð hefur lent í er að fljúga 360 km norður fyrir heimskauts- baugjenda þar í sól og 19 stiga hita í ágúst - í Lapplandi, þar sem hreindýr ganga villt eins og sauðkindin hjá okkur. Gista í bjálkakofa í skóginum; - grafa eftir gulli; - borða gómsæta hrein- dýrasteik í lappatjaldi; - sigla eft- ir vötnum og ám lengst út í „Kvóldverð- urinn er tilbú- inn“, segir Merja leið- sögukonan okkar fyrir framan lappa- tjaldið, 360 km norðan við heimsskauts- baug. Minnisvarði um Síbelíus í listigarði í Helsinki. Siglt eftir ánum lengst upp óbyggðir. Lagst við bryggju til að neyta hádegisverðar og fara í gönguferðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.