Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 10
Ht B w 1 L A R Daihatsu Charade Sedan. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg KRAFTMEIRIOG STÆRRI DAIHATSU CHARADE framan og aftan gera bílinn straumlínulagað- an og hliðarlistar gefa bílnum sterkan svip. Segja má að Sedan gerðin sé miklu meiri bíll að sjá heldur en minni gerðin og auk þess sem það á við um útlitið má enn frekar segja það um aksturseiginleika og kraftinn. Sem fyrr segir kostar beinskipti bíllinn 757 þúsund krónur í staðgreiðslu kominn á göt- una. Með sjálfskiptingu kostar hann 819 þús. kr. staðgreiddur og verður bíllinn boðinn í þessum tveimur útfærslum og með sama búnaði að öðru leyti. Sætin er allgóð í Charade Sedan og þau eru með opnum höfuðpúðum eins og fyrri gerðir og er yfirbragð þeirra alltaf léttara. Stjórntæki öll eru með nokkuð hefðbundnum hætti, hægt er að opna skottið og bensínlok innan frá, í farangursgeymslu er ljós og geta má þess sérstaklega að skottið opnast mjög vel og auðvelt ætti að vera að meðhöndla flutning. Um innri gerð er að öðru leyti lítið að segja nema hvað ökumaður finnur sig ágætlega heima undir stýri og útsýni er ágætt. Er þá komið að því að ræða um helsta kost bílsins en það eru aksturseiginleikamir. Lýsingin á þeim er þessi: Snöggt og gott viðbragð, góð vinnsla, skemmtileg gírskipting og stýrið sömuleiðis, lipur í snúningum. Aðeins verður vart við einn galla þegar bfllinn þeysir af stað en það er vélarhljóðið - það er að vísu ekki um hávaða að ræða en það er samt fullhátt. Sprækur bíll verður að vísu kannski að láta heyra í sér öðru hverju en sjálfsagt má dempa vélarhijóðið eitthvað með fleiri teppum. Um aksturinn er það frek- ar að segja að hann er hrein ánægja því bfllinn er snöggur og kraftmikill. Verða öku- menn raunar að vara sig því ekki finnst mik- ið fvrir hraðanum og því hætt við að ekið sé yfir hraðamörkum innanbæjar á aðalgötum. Skal ökumönnum því bent á að fylgjast nokk- uð vel með hraðamæli. Mikið úrval Daihatsu Charade Sedan er góður viðbótar- aihatsu Charade Sedan er ný og stærri gerð af þeim Charade sem hingað til hefur sést hérlendis. Brimborg hefur nýlega kynnt þenn- an nýja bíl og er hann farinn að sjást á götum Reykjavíkur og eflaust víðar. Nýi Charade bminn er með skotti og er það aðalbreytingin hið ytra en vélin er nú mun öflugri er 16 ventla, 1,3 1 og 90 hestöfl og dugar hún vel til að knýja þennan létta bíl snögglega og vel áfram. Hann kostar í staðgreiðslu kr. 757 þúsund beinskiptur kominn á götuna og er því um 100 þúsund krónum dýrari en minni gerðirnar af Charade. Daihatsu Charade Sedan fæst bæði með sjálfskiptingu og fímm gíra beinskiptingu. Astæðan fyrir því að þessi gerð kemur fram á sjónarsviðið er meðan annars sú að verk- smiðjumar telja sig þurfa að mæta kröfu um betra farangursrými en unnt er að veita í hinum eldri Charade og því er bíllinn nú lengdur um 30 cm og skottinu bætt við. Charade Sedan er sem fyrr framhjóladrif- inn, hann er með lituðum rúðum, 1300 rúms- entimetra, 16 ventla og 90 hestafla vél með beinni innspýtingu, búinn mengunarvörn, er á 13 þumlunga hjólbörðum, hliðarspegl- um báðum megin og hita í afturrúðu svo nokkuð sé nefnt. Bfllinn er 3,99 m langur eða liðlega 30 cm lengri en minni gerðin en önnur mál eru svipuð, breiddin 1,61 m og hæðin 1,38 m. Hann vegur 845 kg en minni gerðin vegur 810 kg. Fjórir golfpokar Útlit Charade Sedan bílsins er í sjálfu sér Mælaborð er stílhreint og hefðbundið. ekki frábrugðið minni bílnum nema að aftan. Stækkunin veitir fyrst og fremst meira far- angursrými og gleypir það nú 288 lítra og er stækkanlegt með því að leggja niður bak aftursætis, allt eða hluta þess. Eiga fjórir golfkylfupokar að rúmast í skottinu. Ávöl homin, sambyggðir stuðarar og aðalljós að Skottið opnast vel og auk kraftmikillar vélar er gott farangursrými það sem þessi bíll státarjielst af. kostur í úrvalið frá Daihatsu. Sem fyrr segir kostar þessi lengri gerð um 100 þúsund krón- um meira en styttri bíllinn. Það er pening- anna virði fyrir þennan skemmtilega bíl og stærra farangursrými. Ef menn þurfa hins vegar lítið að flakka um með farangur og geta látið sér nægja hæfilega snöggan bíl geta þeir valið minni gerðina og notað 100 þúsundin í annað. Úrvalið hjá Daihatsu verð- ur sífellt meira því sá ódý'-asti er Cuore og kostar frá um 530 þúsund krónum upp í Applause sem áður hefur .verið kynntur hér og kostar milli 900 þúsund krónur og milljón. jt Laforza nýr valkostur á jeppamarkaði Nýr framleiðandi bfla, Laforza Autopmobi- les í Haywark í Kalifomíu, hefur sent frá sér nýjan lúxusjeppa, sem ætlað er að keppa við og hafa í fullu tré við gripi eins og Range Rover, Wagoneer og íburðarmestu japönsku jeppana. Eins og myndimar bera með sér hefur ekkert verið til sparað, sætin ríkulega bólstruð hægindi, leðurklædd og hnota í mælaborðinu eins og í gömlum, enskum yfírstéttarbflum. Borið saman við þá japönsku, er útlitið einfalt og hreinlegt, áherzlan er á virðuleik. Framleiðandinn virðist hafa tengsli við Ford því vélin er fengin þaðan; hún er 5 lítra, 8 strokka. Gírkassi og drif eru sömu- leiðis frá Ford. Að öðm leyti er Laforza íhurðarmikil innrétting, leðurklædd sæti og hnota í mælaborði. búinn öllum þeim þægindum, sem þykja sjálfsögð í bílum í þessum gæðaflokki, þar á meðal sjálfvirkri hraðastillingu (cruise control). Aldrifíð er ekíci sítengt, heldur er það sett á með því að ýta á hnapp í mæla- borði. Athyglisvert er, að jeppamarkaðurinn Laforza-jeppinn, útlitið er í senn sterklegt og virðulegt. heldur sífellt áfram að verða fjölbreyttari, þótt segja megi að hugsanleg markaðs- svæði þessa jeppa séu öll búin vegakerfi með bundnu slitlagi. Þeir hlutar heimsins, sem ennþá búa við vanþróuð vegakerfi, hafa yfírleitt ekki efni á að kaupa bíla af þessu tagi. Það er þó vfða - og ekki sízt í Bandaríkunum - að snjóþyngsli geta orðið veruleg og þá eru menn jnun betur settir á farartæki af þessu tagi. I auglýsingamynd- um eru jeppar líka gjarnan sýndir í snjó eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem er harla undarleg, þegar betur er að gáð, því á bak við snjóbreiðuna gægjast upp sólböð- uð flöll Kalifomíu. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.