Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 7
Rýnt í Vopnfirðinga sögu Um undanfarin ár hefur mönnum orðið það miklu ljósara en áður að lítil ástæða er að taka allt bókstaflega sem stendur í íslendinga sögum og öðrum fomum letmm okkar. Þeir sem fengust við að skrá sögur á þrettándu öld tókust ekki það eitt á hendur að lýsa því sem gerst hafði með forfeðrum þeirra í heiðni og frumkristni heldur hætti þeim einnig til að bergmála hugsmíðar frá samtíð sinni og jafnvel atburði. Eins og bent hefur verið á í ýmsum nýlegum athugasemdum um sögurnar, þá er einsætt að margar við- ræður í íslendingasögum fela í sér sundur- leitar hugmyndir sem lítt höfðu tíðkast fyrr en þjóðin hafði búið að suðrænni bókmenn- ingu um nokkurt skeið. Með því að lesa Njálu' og Hrafnkels sögu fáum við ýmsan fróðleik um fólk og atburði í heiðni, enda er hin síðarnefnda öll látin gerast fyrir kristnitöku og um það bil helmingur hinn- ar, en um hugmyndir þessara snilldarverka gegnir allt öðru máli. Þær draga svo mikinn dám af bókspeki þrettándu aldar að þær mega teljast gagnslitlar heimildir um hug- myndasögu íslenskrar þjóðar áður en heið- inn siður leið undir lok og þjóðin fór að eign- ast rithöfunda sem höfðu setið á skólabekk og numið annarlegan fróðleik af ýmsum skruddum sem þá tíðkuðust með læsu fólki víðs vegar um álfuna. Hinu má þó ekki gleyma að íslenskir höfundar blönduðu þess- um útlenda lærdómi við heimafengna þekk- ingu og með slíku móti æxluðust hérlendis afburða sögur sem áttu ekki sína líka með auðugri og ijölmennari þjóðum. Þeir sem áður fyrr fengust við að kanna eðli og uppruna íslendinga sagna lögðu megin áherslu á að kynnast sögu-öldinni sjálfri, þ.e.a.s. tímabilinu frá því um 900 og fram undir miðja elleftu öld. En nú þyk- ir slíkt ekki nóg, heldur er reynt að grafast fyrir um uppruna hugmynda í sögunum með því að lesa þær í ljósi þeirra bóka sem höf- undar þeirra kunnu að hafa lesið. Og nú skal ekki hafa þennan formála lengri, held- ur reyna að skýra tólfta kapítula Vopnfirð- inga sögu; hann er örstuttur og fjallar um för Geitis Lýtingssonar úr Vopnafirði til norðlenskra spekinga, enda þurfti hann á liðveislu góðra manna að halda, hafði orðið fyrir ójafnaði Brodd-Helga og af þeim sök- um flutt bústað sinn frá föðurhúsum í Krossavík upp í Fagradal. Kaflinn hljóðar svo: II Geitir gerir heimanför sína og fer norður í Ljósavatnsskarð til Ófeigs Járngerðarson- ar. Guðmundur hinn ríki hitti Geiti og sátu þeir á tali allan dag. Skiljast þeir síðan, og gistir Géitir að Mývatni að Ölvis hin's spaka, og spurði hann að Brodd-Helga vandlega. Geitir lét vel yfir honum og kvað hann vera stórmenni mikið, óvæginn og ódælan og þó góðan dreng að mörgu lagi. „Er hann eigi ójafnaðarmaður mikill?“ segir Ölvir. Geitar svarar: „Það er helst á mér orðið um ójafnaðinn Helga, að hann unni mér eigi að hafa himininn jafnan yfir höfði mér sem hann hefur sjálfur. “ Ölvir svarar. „Skal honum þá allt þola?“ „Syo hefír enn verið hér til,“ segir Geitir. Nu hættu þeir þessu-tali. Fer Geitir heim, og er nú allt kyrrt um veturinn. III í skáletruðu setningunni hér að ofan er fólginn einhver harðasti dómur um ójafnað sem getur nokkurs staðar í fornsögum okk- ar, enda leynir hún á sér og hlutverk henn- ar er engan veginn jafn augljöst nú og þeg- ar sagan var skráð. Samkvæmt kenningum miðalda njóta allir menn jafnréttis að því leyti að enginn einstaklingur hefur meiri rétt til himins en aðrir menn, því að hér er um sameign alls mannkyns að ræða. Þetta er örðað svo í alkunnu fornriti: „Öll himn- esk auðævi hafa íþessum heimijafnt auðug- ir og fátækir, fyrst sólar ljós og tungls og annarra himintungla; allir hafa jafnhörð veður og góð. “ Á öðrum stað er orðalag nokkuð frábrugðið, og kemur þó allt í einn stað niður: En allir eigum vér saman himn- esk auðævi. Jafn heimilt er auðugum sem snauðurn skin sólar og tungls, regn og góð- viðri.“ Hver sem bægir öðrum frá því að njóta sólar og regns er því sekur um ein- dæma ofríki og ójafnað. Þau mannréttindi sem hér um ræðir eru hluti af fornum kenn- ingum um afstöðu mannsins til náttúrunnar Hver sem bægir öðrum frá því að njóta sólar og regns er því sekur um eindæma ofríki og ójafnað. Þau mannréttindi sem hér um ræðir eru hluti af fornum kenningum um afstöðu mannsins til náttúrunnar í heild. Eftir HERMANN PÁLSSON Fór Geitir nú að Gnna Guðmund ríka og kvartaði ytir ójafnaði Brodd-Helga. iÍ6ú>fcryÍ. í heild, og í því skyni að átta sig betur á orðum Geitis í Krossavík er rétt að kynna sér aðra staði í ritningum miðalda. Höfundur Konungs skuggsjár, ókunnur menntamaður og ákafur fylgismaður Há- konar gamla, að því er virðist, tekur það skýrt fram að allur heimurinn var skapaður „manninum til viðurvistar og skemmtana". Slíka speki tók Norðmaðurinn ekki hjá sjálf- um sér heldur þá hann hugmyndina úr út- lendum ritum, annaðhvort á latínu ella þá í norrænum þýðingum. Hér skal hyggja að stuttri glefsu sem snarað var á þrettándu öld og er varðveitt í Hauksbók. Tólftu aldar spekingur ávarpar manninn með svonefnd- um orðum: „Lít yfír allan heiminn og sjá að allt það er í heiminum er þjónar þér: öll náttúra víkur undir þína þjónkan, himinn, jörð, loft og vötn og sjór. Ur himnum byij- ast öll gæska: loft veitir regn, sól þurrku, jörð ávöxt, vötn fæðslu. Vetur og sumar, vor og haust, lúta undir þitt embætti með líkams næring. ... Þeir hlutir eru að jöfnu játaðir öllum er þér og öllum þjóna að jöfnu sem himinn, loft og jörð, vötn og ótallegir aðrir hlutir.“ Annar spekingur kemst svo að orði, og er kenning hans engan veginn óskyld hugmyndum núlifandi manna sem beijast fyrir vernd náttúrunnar: „Allir hlut- ir eru góðir og til manna þurfta skapaðir allir.“ IV Nú skal hverfa aftur austur á vit þeirra Vopnfirðinga sem uppi voru í héiðnij löngu áður en forfeður okkar fóru að átta sig á þeim réttindum allra manna sem nú hafa verið rakin. Vopnfírðinga saga fjallar ekki einungis um ójafnað, heldur einnig vináttu og hefndir. Með þeim Brodd-Helga og Geiti er mikið vinfengi í æsku og styrktist það enn eftir að Helgi gekk að eiga Höllu syst- ur Geitis. „Svo var vingott með þeim Brodd- Helga og Geiti að þeir áttu hvern leik sam- an og öll ráð og hittust nær hvern dag, og . fannst mönnum orð um hversu mikil vinátta með þeim var.“ Hér eins og víðar í fornum sögum fer svo aðt lokum að áköf vinátta reynist ekki nógu traust þegar á reynir. Ef góðan samhuga þrýtur og sundurlyndi sprettur upp, er hætt við að vinskapur allur versni og fjúki út í veður og vind. Ein ástæðan til sundurþykkju þeirra Helga og Geitis var fégirni beggja. Eftir að Austmaður einn hafði verið veginn í Vopnafirði afréðu þeir að skella hrömmum sínum yfír eigur hans, jafnvel þótt þær heyrðu til erfingjum hins vegna úti í Nor- egi. „Þau orð fóru á milli Brodd-Helga og Geitis að hálft fé Hrafns myndi hvor hafa ' og skipta eigi fyrr en eftir vorþing," en áður svo yrði var mestu af fénu borgið og komið til lögarfa í Noregi. Þeir kumpánar ræða um sameiginlegt „fjárlát sitt“ hvenær sem þeir hittast á mannfundum, en brátt fara þeir að þræta um tvo hluti sem Aust- maður hafði haft í fórum sínum, „og tók að fækkast" með vinum. Brodd-Helgi reyn- ir með brögðum að ná sér niðri á þeim manni sem hafði flutt arf Norðmannsins austur um haf, en tilraunin fer út um þúfur og þá kennir hann þessa svívirðingu Geiti sem þó hafði hvergi komið nærri. „Tók þeirra vinfengi þá heldur að minnkast.“ En brátt vex misklíð með fornvinum af öðrum sökum. Löngum höfðu samvistir þeirra Höllu og Brodd-Helga verið góðar, en þegar tímar liðu fram fór hún að kenna mjög vanheilsu, og þá bregður bóndi hennar við og fastnar sér aðra konu, unga ekkju. „Þegar spurðust þessi tíðendi um héraðið og lagðist illur rómur á, því að Halla var vinsæl af öllum mönnum.“ Halla fer heim til Geitis bróður síns, sem kunni því illa að Brodd-Helgi hafði ekki einungis látið Höllu eina heildur neitar hann einnig að greiða henni það sem hún átti í búi: „Þykir mér svo fremst allrar svívirðingar leitað, ef þú ríður félaus úr hans garði,“ segir Geitir við systur sína. Tvívegis fer hann til Hofs að heimta peninga Höllu, en Helgi vildi ekki út gjalda. Þá stefnir Geitir honum til Sunnu- dalsþings um fé Höllu, en Helgi beitti ofríki, svo að Geitir varð borinn ofurliði og kom engu áleiðis. Næst býður Geitir málinu til alþingis, en þá fór allt á sömu leið. „Og gerðist nú hin mesta óþykkja með þeim Brodd-Helga og Geiti.“ Nú ber svo við að Brodd-Helgi kúgar og rænir einn nágranna sinn sem biður Geiti liðveislu, en málin fara þó ekki betur en svo að maðurinn fellur fyrir vopnum Helga sem LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MAÍ1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.