Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Side 3
lEgPánr
@ @ ® [ö] 0 H E [l] H ® ® U1 ® ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjóm: Aöalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
í tilefni þjóðhátíðardagsins á morgun birtir Lesbók
þrjár myndir af landinu okkar fagra. Þær eru
austan af Síðu. Á myndinni til vinstri er Fjaðrár-
gljúfur, undursamlega falleg náttúrusmíð. Á neðri
myndinni sést framúr því, þar sem verða ármót
Fjaðrár og Skaftár, en í baksýn er Eldhraunið. Á
myndinni að ofan til hægri er fossinn ofan við
bæinn Keldunúp á Síðu.
Ljósm.Lesbók/GS
Plágan
mikla var nefnd Svarti dauði á íslandi og barst
hingað árið 1402. Áður hafði þessi vágestur fafið
um Evrópu og valdið ógurlegum manndauða, en
greinarhöfundurinn, Ömólfur Thorlacius, færir rök
fyrir því að drepsóttin á íslandi hafí verið allt
önnur veiki. Það vom rottur og flær, sem út-
breiddu veikina í Evrópu, en á þessum tíma er
talið að rottur hafí ekki verið komnartil íslands,
eða þá í svo litlum mæli, að þær gátu ekki út-
breitt veikina.
Jeppar
eiga stöðugu og jafnvel vaxandi fylgi að fagna
þótt verðið á þeim sýnist vart vera við hæfí Meða-
ljóns. Eins og aðrir bflar verða þeir sífellt tækni-
lega fullkomnari ogþægilegri farartæki, sem bjóða
snjónum birginn, svo og vondum vegum. Á þessum
vordegi kynnir Lesbók fjóravalkosti úr jeppafló-
runni: Toyota Land Cruiser, Nissan Patrol, Mitsub-
ishi Pajero og Range Rover.
JÓN HELGASON
Að morgni
Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend,
á himni Ijómar dagsins gullna rönd;
sú gjöf mér væri gleðilegust send
að góður vinnudagur færi í hönd.
Ég aftanskinið óttasleginn lít
ef ekki dagsins próf ég staðizt get,
að mjakazt hafi ennþá út um fet
þess akurlendis jarðar sem ég brýt.
Með straumsins hraða nálgast æ sinn ós
hið eina lífsem mér er tryggt og víst,
ég aldrei veit er áfram hnöttur snýst
hvort oftar skal ég sjá hiðglaða Ijós.
>
Og þegar liggja laus við festarklett
þau landtog sem mér héldu fyrr við
strönd,
en sortinn hinzti sígur yfir lönd,
þá sveimarhugur um minn gamla blett.
Þá sé ég hann er hryggilega smár,
þvíhörku brast mig oft að starfa nóg.
Ofseint! Of seint! Um.heimsins eilífár
ég aldrei framar legg þar höndá plóg.
Jón Helgason prófessor, f. 1899 á Rauðsgili i
Borgarfirði, var lengst af forstöðumaður Stofn-
unar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn.
Hann vakti strax verulega athygli með Ijóða-
safninu Úr landsuðri, sem út kom 1939.
fjölmiðla- og sýndarmennskuþjóð-
félaginu sem við höfum skapað
okkur er að jafnaði lagt meira upp
úr hvað menn líta út fyrir að vera,
hvað þeir raunverulega eru.
en
T
Stöðuheitið skiptir oftast meira
máli en starfið sem innt er af
*^™ihendi. Ungt og metnaðargjarnt
fólk sættir sig þar af leiðandi illa við að-fá
ekki viðurkennt stöðuheiti fljótlega eftir að
það útskrifast úr skóla. Því finnst það vera
búið að vinna fyrir því með skólasetunni.
Það þarf líka að á því að halda til að öðl-
ast viðurkenningu í eigin augum og ann-
arra. Ófært er að standa í stað og veraldar-
velgengnin verður að hafa nafn.
Ekki er óalgengt að fólk lifi sig svo inn
í stöðuheiti sitt að það týni sjálfu sér. Fari
að halda að það sé það sem það vinnur við.
Þetta er afar skiljanlegt í ljósi þess að aðr-
ir koma kannski fram við viðkomandi og
meta hann fyrst og fremst fyrir stöðuheitið.
Þegar grannt er skoðað er þetta dálítið
spaugilegt. Ég hef einhverntíma áður skrif-
að, að þetta væri eins og að meta frakkann
meira en manninn sem í honum er.
Líkast til er hegðun okkar oftast nær
ósjálfráð viðbrögð við umhverfínu. Án þess
að veita því athygli tileinkum við okkur fas
og framkomu sem aðrir í sama hlutverki
hafa tamið sér. Þetta sést til dæmis glöggt
og heyrist á prestum, þingmönnum, frétta-
mönnum, læknum og sumum forstjórum.
Þrátt fyrir framansagt leggja menn mik-
ið upp úr að fá að vera þeir sjálfir. Að
minnsta kosti í orði kveðnu. Og í raun þyk-
ir flestum varið í þegar fólk hefur nægilegt
sjálfsöryggi til að koma fram án úmbúðanna
sem hlutverk þeirra í þjóðfélaginu leggur
þeim til. Þegar tilgerðarlaust fólk, blátt
áfram og án yfirlætis kemur fram í sjón-
varpi eða á mannamótum, fínnur maður til
einkennilegs léttis. Maður er orðinn svo
vanur uppgerðinni, að manni sést yfír að
það sé uppgerð þar til yfirlætisleysið birt-
B
B
Að vera maður sjálfur
ist. Rétt eins og síbylja sem maður veitir
ekki athygli, en þegar hún stöðvast er eins
og fargi af manni létt.
En það eru fleiri hliðar á manninum en
útlit og umbúðir. Ekki eru allir steyptir í
sama mót og mjög mismunandi hvernig
skilyrði fólk hefur til að vera „það sjálft“.
Það ræðst af aðstæðum og skilningi eða
skilningsleysi samferðamanna. Meinið er
nefnilega það, að oftar en við kærum okkur
um að gangast við, viljum við ekki bara fá
að vera við sjálf, heldur ætlumst við til að
aðrir séu líka eins og við sjálf. Ef svo væri
ekki myndu margar deilur í fjölskyldum
stjórnmálaflokkum og milli þjóða aldrei
verða til.
í okkar þjóðfélagi fer nú fram vaxandi
umræða um þarfír barna. Stundum er mál-
flutningur vitsmunalegur og vandaður, en
oft gæti maður haldið að öll börn hefðu
aðeins eina þörf,— dagheimili!
Þrátt fyrir breytt þjóðfélag og þarfír
þeirra einstaklinga sem eru foreldrar, er
barnið það dýrmætasta sem lífið trúir manni
fyrir. Sum börn njóta þess mjög að vera á
dagheimilum, þroskast og blómstra í hópi
annarra barna. Önnur börn missa þar lit
og ljóma. Þau hafa kannski djúpa þörf fyr-
ir mikil og náin samskipti við fáa og þrosk-
ast betur við slíkar aðstæður. Maður getur
aldrei vitað fyrirfram hverrar gerðar bam
manns verður, en sé þess kostur af fjár-
hagsástæðum, hefur maður í valdi sínu að
hafa áhrif á barnið til góðs með því að laga
sig að þörfum þess meðan lyndiseinkunn
þess er að mótast og sjálfsöryggið að verða
til. Börn eiga nefnilega líka heimtingu á að
fá að vera þau sjálf.
Sum börn hafa mikla þörf fyrir að finna
að yfír þeim sé vakað. Þeim þykir gott að
foreldramir fylgist með námi þeirra, sýni
athöfnum þeirra áhuga og vilji alltaf vita
hvar þau voru og með hveijum. Þetta gefur
þeim öryggiskennd. Önnur börn missa aftur
á móti öryggið við sömu aðstæður. Þau
þola ekki að láta yfírheyra sig, fínnst niður-
lægjandi að foreldrarnir séu með nefið niðri
í námsbókunum þeirra, eins og þau geti
ekki lært upp á eigin spýtur og fá nánast
köfnunartilfínningu ef þau þurfa sífellt að
vera að gera grein fyrir því hvað þau vom
að gera. Séu þau ekki spurð greina þau
oftast frá því að eigin frumkvæði, en fyll-
ast þijósku við yfírheyrslur.
Eins er þessu auðvitað farið með fullorð-
ið fólk, því þessi börn verða ekkert öðruvísi
þegar þau vaxa úr grasi. Meðvitað, en þó
miklu oftar, ómeðvitað leitar fólk í nám og
störf í samræmi við þennan þátt í fari sínu.
Því líður ekki vel á vinnustað fremur en
heimili sem er í andstöðu við það sjálft.
Þannig hafa sumir þörf fyrir skjól og ör-
yggi. Þeim líður best á vinnustað sem hefur
örugga afkomu, þar sem ekkert kemur á
óvart, aðrir taka ákvarðanir um stærri mál
og bera ábyrgð á þeim og þeir þurfa ekki
að vera hræddir um að missa vinnuna. Þetta
fólk sækir gjaman í stöður hjá ríkinu eða
stómm og stöndugum fyrirtækjum. Hinir
sem vilja svigrúin leita í störf þar sem þeir
ráða sér sjálfír og breyta gjarnan til ef þeir
em ekki ánægðir. Fyrir þá er lykilatriði að
vera ekki bundnir og undir eftirliti annarra.
Þannig færa sömu aðstæður einum manni
öryggi og hamingju, en öðrum óöryggi og
vansæld. Þessvegna er svo varasamt að
troða eigin gildismati með góðu eða illu
ofan í barn sem hefur allt aðrar þarfír en
maður sjálfur. Þá getur myndast innri tog-
streita og misgengi sem því endist kannski
ekki ævin til að jafna út þótt það geti lært
sitt hlutverk og komið sér upp sléttu og
felldu yfirborði.
Almenningsálit, — hvað sem það nú er,
— er harður húsbóndi. Ótrúlega oft knýr
forsjárhyggjan á í nafni frelsisins. Þannig
tókst til dæmis konum sem börðust fyrir
jöfnum rétti og frelsi kvenna að koma slíku
óorði á húsmóðurstarfið að konur fóru að
fyrirverða sig fyrir að vera ekki á vinnu-
markaðnum. Þá sjaldan að maður hittir
konu í dag sem hefur kosið að vinna heima
er eins víst að hún segi frá því í afsökunar-
tón.
Einu sinni fyrir mörgum árum var ég í
hópi kvenna þar sem þetta var til umræðu
og sagði að ég gæti ekki séð að þetta væri
barátta fyrir frelsi um að fá að velja sér
lífstarf. I stað þess að konur hefðu áður
verið þvingaðar af almenningsáliti og þjóðfé-
lagsaðstæðum til að vera inni á heimilunum,
væri nú verið að þvinga þær til að fara út
á vinnumarkaðinn hvort sem þær vildu eða
ekki. Kona í hópnum sagði með sannfæring-
arkrafti að þetta væri mikill misskilningur
hjá mér.
„Við erum ekkert að þvinga konur til að
fara út að vinna. Ef þær geta hugsað sér
að vera á framfæri, þá er það auðvitað
þeirra mál,“ sagði hún og þótti þetta ber-
sýnilega af víðsýni mælt.
Alltaf hlýtur að vera farsælast að þekkja
sjálfan sig nægilega vel til að skilja við
hvaða aðstæður það sem í manni býr þrosk-
ast best og nýtist. Sjálfsblekkingin er svo
mikill galdur að maður getur auðveldlega
talið sér trú um að mann langi til þess sem
aðrir telja eftirsóknarvert. En undir niðri
veit maðui' betur og líður best þegar jafn-
vægi er milli eðlis og athafna. Þá fípast
maður líka síður þegar umhverfið vill setja
á mann merkimiða. I stað þess að breytast
í þennan merkimiða lætur maður hann ekki
trufla sig og er bara maður sjálfur.
Flóknara er það í raun ekki.
JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚNÍ 1990 3