Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Side 2
SOYINKA - kraftaskáld frá Nígeríu - Fyrsta Nóbelsskáld „svörtu“ Afríku skrifar á ensku. Það er út af fyrir sig ekki í frásögur færandi því sama gera höfundar í mörgum lönd- um Afríku, Vestur-Indía, Asíu og Kyrrahafseyja sem sannanlega eru ekki Englendingar og eiga Ásakanirnar um að Soyinka stæði nær Evrópu en Afríku í ritum sínum urðu meðal annars til þess að hann skrifaði aðgengilegasta og vinsælasta verk sitt, æskuminningamar Aké, og verður hún lesin sem miðdegissaga í Ríkisútvarpinu nú í september. Þýðandi verksins gerir hér stutta grein fyrir höfundinum, sem fékk Nóbels- verðlaunin 1986. Eftir ÞORSTEIN HELGASON heldur ekki ættir að rekja til Englands. Engu að síður hefur Wole Soyinka orðið fyrir harkalegum árásum af þessum sðkum: Af hveiju skrifar Jórúbi í Nígeríu ekki á máli Jórúba sem fimmtán milljónir manna tala í stað þess að falla flatur fyrir tungu gamla nýlenduveldisins? Bretar hefna þess í tungumálinu sem hallaðist í pólitík. Út af fyrir sig er það ekki bara í fjarlæg- um löndum sem menn yrkja á framandi tungum. Nefnum bara Gunnar Gunnarsson og William Heinesen. Ástæður: Að komast í betri snertingu við strauma tímans, að eignast stærri lesendahóp og markað. Hvað Wole Soyinka snertir bætast fleiri ástæður við. Enska var honum álíka töm og jór- úbíska þar sem hann ólst upp í eins konar kristniþorpi í Suðvestur-Nígenu, sonur skólastjórans. Þegar guð steig niður á þorps- fjallið og kom til kvöldmessu var hún sung- in á ensku honum til heiðurs, segir hann í bernskuminningunum Aké. Og í átthögum föður hans, dagleið í burtu, var tekið til þess að skólastjórabömin „heyrðust tala við foreldra sína á tungu hvíta mannsins". Setjum nú svo að Soyinka tæki að skrifa á jórúbísku; hvers ættu þá önnur tungumál í Nígeríu að gjalda? Soyinka hefur sjálfur lýst því að alríkissjónvarpið hafi um skeið tekið upp á því að bjóða góða nótt á þrem- ur helstu heimatungum lándsins, jórúbísku, hásamáli og íbóísku. Kvörtunum rigndi yfir: Hvað var svona sérstakt við þessi þijú mál? Gerið svo vel að segja góða nótt á ensku eða þá á öllum málum Nígeríu, 200 talsins. „Þessi spurning [um val á tungu- máli] verður fyrir starfandi rithöfundi, sem þegar hefur valið eða öllu heldur sætt sig við það val sem þröngvað var upp á hann, satt að segja eintóm hugarleikfimi," segir Soyinka. Auðvitað er spumingin flóknari en þetta. Enska' og jórúbíska, kristni og afrískur andaheimur, nýlenduhroki og afrísk speki en einnig vestræn skilvirkni og mannhelgi annars vegar og afrísk óstjórn og harðýðgi hins vegar — þetta eru andstæðurnar sem skapa spennu og verða kveikjan að bestu verkum Soyinka. Það er freistandi að segja að Soyinka lýsi því „þegar lýstur saman gömlum gildum og nýjum háttum, vestræn- um aðferðum og afrískum hefðum“. En slíkri lýsingu hefur Soyinka vísað sjálfur út í hafsauga og þykir hún vera öfugsnúin einföldun. Verkin eiga að standa og falla sem lýsing á mannlegu hlutskipti hvort sem það á rætur í Nígeríu eða annars staðar. Að gylla afríska fortíð og leita logandi ljósi að því „upprunalega“ kallar hann ný-tarsan- hyggju (neo-Tarzanism). Tígrisdýrið vekur ekki athygli með því að tilkynna stöðugt að það sé tígrisdýr heldur með því að stökkva. Wole Soyinka, Nígeríumaðurinn sem er fyrsta nóbelsskáld Afríku. Hann var væntanlegur á listahátíð í vor, en af komu hans gat ekki orðið. annars til þess að hann skrifaði aðgengileg- asta og vinsælasta verk sitt, æskuminning- arnar Aké, sem er lesin sem miðdegissaga nú í september í Ríkisútvarpinu. Þar koma margar þverstæðurnar skýrt fram: foreldr- amir kristnir, faðirinn stjómar skóla sem kirkjan rekur, en skyldmennin og þorpsbúar upp til hópa stunda særingar og hafa tengsl við andana. Heimilið er fjölmennt og per- sónugalleríið ijölskráðugt en eftirminni- legust verður lýsingin á föðurnum, sem er snyrtilegur og nákvæmur, á köflum mein- legur, gerir morgunæfingar eftir skýringa- myndum á töflu; og móðurinni, sem hefur alltaf rúm í svefnherberginu fyrir flækings- krakka sem liggja í einni be'ndu innan um baunapoka, kamfóm, sápukassa og sálma- bækur, en er líka fljót að grípa til refsivand- arins. Lífshlaup Wole Soyinka fæddist 1934, varð snemma bókaormur og lærdómshestur; fékk styrk til skólagöngu í Ibadan í Nígeríu og hélt síðan til Englands. Lauk þaðan háskóla- prófi í enskum bókmenntum og fékk mikinn áhuga á leiklist; kenndi, lék, leikstýrði og fór svo að skrifa leikrit. Flóknasta og e.t.v. merkasta leikritið skrifaði hann fyrir sjálf- stæðishátíðina í Nígeríu 1960, Dance of the Forests, Skógadansinn. -Hann gerðist virkur í leikhússtarfsemi og háskólakennslu í Ibad- an og Ife og gat ekki látið vera að skipta sér af stjórnmálum með skrifum sínum. 1966-69 sat hann í varðhaldi fyrir árás á spillingu og afskipti af málefnum Biafrahér- aðs. Um þetta skrifaði hann áhrifaríka bók, The Man Died, Maðurinn dó. Meðal síðustu verka Soyinka eru A Play of Giants, Jötnaleikur. Það er napur farsi þar sem aðalpersónurnar ijórar eru (með lítillega breyttum nöfnum) fjórir alræmd- ustu harðstjórar Afríku: Idi Amin, Bokassa, Nguema og Mobutu — sem formæla heims- valdastefnunni og skiptast á pyntingarsög- um. Þetta er þó ekki, fremur en önnur verk Soyinka, pólitísk ádeiia í þeim skilningi að komið sé með skýringu á öllum hlutum og bent á betri leiðir. Soyinka ber ekki mikla virðingu fyrir þeim sem allt þykjast skilja. Eg veit ekki, segir höfundurinn í formála, af hveiju svipaðar aðstæður geta af sér annars vegar mann eins og Nyerere og hins vegar Idi Amin. 1988 kom ljóðabókin Mandela’s Earth, Jörð Mandela, ort meðan blökkumannaleið- toginn var enn í fangelsi og hefst á orðun- um: „Mig skelfir rökfesta þín, Mandela ...“ Soyinka er oft myrkur í ijóðum sínum sem búa jafnframt yfir miklum krafti og fegurð. Ráðgert var að Wole Soyinka kæmi á listahátíð í vor sem leið. Af því gat ekki orðið en vonandi gefst annað tækifæri til að kynnast þessum kraftmikla og marg- slungna fulltrúa afrískra bókmennta og menningar. 0 A V 1 Ð ( D G D R E 1 F Kæstur hákarl og uppruni íslendinga Islensk matargerð og íslenskir þjóðar- og sérréttir eiga sér langa sögu. Fjölbreytileikinn er mikill, allt var nýtt sém til féll. Vinnsla hráefnisins og geymsla matvæl- anna var aðlöguð ríkjandi aðstæð- um. En íslensk matargerð og ýmsir þjóðarréttir eiga sér rætur löngu fyrir daga íslandsbyggðar og meðal þeirra rétta, sem sérstæðastir eru, er kæst- ur hákarl og glerhákarl. „Hákarl var nálega allur kasaður, en með dálítið mismunandi hætti. Fór það eftir því, hve lengi hann var hafður í kösinni og á hvaða árstíma, og einnig hve mikið kasaðan menn vildu hafa hann. Við Breiðaijörð, um Vestfirði, á Vatnsnesi norður og víðar voru gerðar há- karlagryfjur í fjöruborð eða rétt fyrir ofan það, og fór það eftir því, hvort sjór var lát- inn flæða yfir hákarlinn ... Gryfjurnar þóttu bestar úr fíngerðri möl. Lengst var hann látinn kasast í þijá mánuði og sjaldn- ast skemur en í sex vikur, en í allra stysta lagi þijár vikur.“ (Lúðvík Kristjánsson: ís- lenskir sjávarhættir 3. Rv. 1983). Eftir að hákarlinn var tekinn úr gryijunni, var hann hengdur upp í hjall og látinn hanga þar til hann „var orðinn“. Kæstur hákarl og glerhákarl er þjóðar- réttur íslendinga, sem talinn er til góðgætis af þeim sem hann kunna að meta. Ekki er vitað af þessum rétti, nema hvað hann var verkaður í Noregi. Samkvæmt munnlegri frásögn Sverris Kristjánssonar sagnfræð- ings fyrir nokkrum áratugum, þá var kæst- ur hákarl meðal eftirsóttasta góðgætis með- al rómverskrar yfirstéttar á 3. og 4. öld. Því miður var Sverrir ekki inntur eftir heim- ildum. Jafnframt taldi Sverrir, að Rómveijar hefðu fengið hákarlinn þannig verkaðan frá Svartahafshéruðunum. Þá bjó sú þjóð meðal annarra, er Herúlar nefndust eða Erular, við Svartahaf. Herúlar eru taldir hafa búið á Norðurlöndum, en flutt til þeirra héraða, sem liggja að suðaustanverðu Eystrasalti, og þar bjuggu þeir samkvæmt Tacitusi (55-117 e.Kr.). Meðal annarra bjuggu Gotar á þessum slóðum. Gotar héldu suður að Svartahafi á annarri öld og Herúlar halda síðan í slóð þeirra suður til Svartahafs, nánar til tekið tii þess hluta sem nefnt er Azovshaf. Þar gerast Herúlar víkingar og heija víða og hafa þar komist í kynni við grísk-rómverska menningu, tækni (skipa- smíðar) og matargerð. Frá þessum slóðum fengu Rómveijar kæsta hákarlinn. Síðan hverfa Herúlar vestur og norður um Evr- ópu. Þeir áttu mikið ríki við Dóná um 500 og við ragnarök þess dreifast þeir út og suður. Samkvæmt kenningu Barða Guð- mundssonar settust þeir að í Danmörku og Vestur-Noregi. Þessi þjóð var samkvæmt kenningu hans á hærra menningarstigi en þær þjóðir sem fyrir bjuggu og héldu ýmsum venjum og átrúnaði, sem stakk í stúf við það, sem tíðkaðist meðal innfæddra. Sam- kvæmt kenningu Barða berast Herúlar hing- að til lands og móta hér á landi venjur og hefðir. Sú mótun varð kveikjan að íslenskri miðaldamenningu. íslenskar miðaldabók- menntir voru sérstæðar og stóðu að ýmsu leyti framar evrópskum á sama tíma. Og enn þann dag í dag njóta íslendingar hins forna góðgætis, sem Herálar kunnu svo vel að verka við Azovshafið og síðan við Dumbs- haf. Þessi dýrðar-réttur, kæstur hákarl, þekkist nú hvergi á byggðu bóli, annars staðar en hér á landi, nema hvað hann var verkaður í Noregi, eins og áður segir, og það var á slóðum hinna fornu Herúla. SIGLAUGUH BRYNLEIFSSON Heima I Kristniþorpinu Ásakanimar um að Soyinka stæði nær Evrópu en Afríku í ritum sínum urðu meðal Soyinka segir í bernskuminningunum Aké frá fyrstu kynnum sínum af útvarpi Á ákveðnum tímum ílutti kassinn FRÉTTIR. Fréttirnar urðu brátt trúarat- riði fyrir Essay og allmarga vini hans. Þegar stundin nálgaðist gerðist eitthvað í þessum söfnuði. Sama hvað þeir voru að gera; þeir þustu heim til okkar að heyra véfréttina. Það nægði að horfa framan í Essay til að skilja að það barn yrði húðflett sem talaði meðan hann hlustaði á Fréttirnar. Þegar vinir hans voru nálægir varð drungaleg dagstofan að helgidómi, hugfangin andlit hlustuðu af ákefð, önduðu tæpast. Þegar Röddin þagnaði beindust öll andlitin ósjálfrátt að æðstaprestinum sjálfum. Essay hugs- aði sig um, kom með langa útleggingu eða stutta og síðan talaði hver ofan í annan. Það kyndugasta, sem útvarpið fram- reiddi, var rifrildi í íjolskyldu einni sem var útvarpað á hverjum morgni; yfir þessu skemmti sér hópur manna sem hló svo að kassinn hristist. Við reyndum að hugsa okkur hvar þetta ætti sér stað. Fór fjölskyldan út á götur til að stunda sínar eilífu þrætur eða voru þessir iðju- lausu aðhlæjendur að sniglast í kringum heimili hennar og gægjast á glugga með fagnaðarhrópum? Við reyndum að hugsa okkurhvort einhver Jjölskylda íAké, sem við þekktum, myndi stilla sér svona út — hugmyndin var fráleit. Með því að hlusta mjög grannt eftir fór ég loks eft- ir alllanga mæðu að velta því fyrir mér hvort þessi daglega uppákoma væri kannski skyld þeim stuttu leikþáttum sem við lékum stundum við skólaslit. Og ég fór Iíka að læra að meta þetta framandlega skopskyn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.