Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 11
Fleigbakur: Porsche 911 Carrera. Um nafngiftir Bílamálið er sérsvið innan ísienz- kunnar, sem sífellt verður að rækta og reyna að endurbæta. Markverður árangur hefur náðst i því að islenzka ensk heiti og gera þau munntöm. Heitið bill stóð lengi í mönnum. Ýmsar kyndugar tillögur komu fram um nafn á þessu nýja farartæki í byrjun aldar- innar; eitt af þeim var sjálfrennireið. Bif- reið hefur á sér nokkuð hátíðlegt yfirbragð og er ekki notað í daglegu máli fólks, sem ævinlega talar um bílinn sinn. Þetta nafn- orð, bíll, hefur þann kost að vera stutt og þjált eins og sími og þota og það var snjallt að nýta aðeins síðasta atkvæðið í útlenda orðinu automobile. Síðar urðu til prýðileg orð um einstaka Háspennukefli, kveikja pg þlönþ- ungur tii íiíPtnis- Annáð hefur gengið yer að isienzkni menn nutn enskunu pg bmtn við hana íslenzkum greini; tala um húddið og grillið. Nú eru þessi heiti orðin svo munntöm, að þau hafa fengið þegnrétt. Ver hefur reynst að nota á þennan hátt ensku orðin, sem lýsa lagi og gerð bílsins. „ Steisjónbíll“, eins og sagt er stundum, er ekki björgulegt orð og ekki dugar að íslenzka það með skutbíll; allir bílar hafa í raun skut, sem ekki er annað en aftur- endi. Til þessa hefur alveg vantað gott orð yfir þá gerð fólksbíla, sem búnir eru skotti. Þá gerð nefna enskir „sedan“, og stundum heyrist það í tali manna hér. Nýlega heyrði ég sagt á bílasölu: „Heyrðu, þú ferð á stei- sjóninum og ég á sedaninum“. Þvílíkt klúð- ur, svo gripið sé til gamallar dönskuslettu. Uppá síðkastið hafa bílar í vaxandi mæli verið framleiddir með drif á öllum hjólum. Pjórhjóladrif er annað dæmi um klúður á borð við sjálfrennireið. Bílar eru nú yfirleitt með fjögur hjól, svo töluna þarf ekki að taka fram. Aldrif er stutt og laggott og segir allt sem segja þarf á sama hátt og blöndungur. Og nú fást bílar með aldrifi, sem stundum er sett á eftir vali, en stundum er það sítengt. Síðastliðið vor viðraði ég þá hugmynd hér í þessum þætti, að nefna bíl með skotti stallbak - og tók þá mið af þeirri gerð, sem nefndur hefur verið hlaðbakur. Sú gerð hentar vel til hleðslu, því hurðin að aftan er stór og opnast ofanfrá og nið- ur að stuðara, - já blessaður stuðarinn er ejft af þpssum prðwm, sem allír nota, enda Dapir tala þó um bílum- „kofanger“ á sínum Uppá síðkastið hefur mátt sjá, að Hekla h/f notar heitin hlaðbakur og stallbakur í auglýsingum sínum og er það vel.'í fram- haldi af því mætti nota langbakur yfir „steisjónbíl“, en fleigbakur, þegar þaklínan er dregin bein eða bogin niður að stuðara án þess þó að hægt sé að opna afturend- ann eins og á hlaðbak. Allar eru þessar gerðir eins að framan, en útlitsmunurinn verður á afturendanum. Því er rökrænt að miða við hann eins og Þjóðveijar gera, þegar fundin er nafngift við hæfi. Gísli Sigurðsson Stallbakur: BMW 320i Langbakur: Volvo 240 Hlaðbakur: Toyota CoroIIa Gamlir bflar Hudson Italia árgerð 1954 Hudson-bílar hófu að sjást á göt- um í Ameríku árið 1909, en fyrst og fremst urðu tímamót 1916 með Hudson Super Six. Með árunum varð Hudson stæðilegur dreki, sem komst í 170 þegar bezt lét og var í tölúverðu áliti, jafnvel svo að Friðrik krónprins Dana lét það verða sitt fyrsta verk eftir stríðið að panta sér Hudson. Þá voru fleiri kostir álitlegir að vestan, sem nú hafa týnt tölunni; bílar eins og Pack- ard og Nash. Á árunum eftir stríðið mátti sjá nokkrar Hudson drossíur á götum Reykjavíkur og víðar. Þetta þóttu miklar glæsikerrur með mjúkri straumlínu, sem minnir meira á suma nútímabíla en þá hvasslínubíla, sem áttu eftir að koma, ekki sízt frá Ameríku. Hudson Italia frá árinu 1954 er mjög sérstæður, enda voru ekki framleiddir nema nokkrir tugir af þessum bíl. Þetta var það fínasta fína í amerískri hönnun frá þessum tíma, en þykir ekki smekklegt lengur. Loftinntökin yfir framljósunum þykja nú fremur afkáraleg, að ekki sé nú talað um stuðarann, sem veldur því að heildin að framan minnir á djúkbox, sem svo voru nefnd, en stundum kölluð glym- skrattar. Eitt af því sem átti að gera þennan bíl vígalegan, voru þijú krómuð útblástursrör út úr afturbrettinu. En viti menn; úr þeim Iludson Italia árgerð 1954. kom enginn útblástur, því þetta voru að- eins umbúðir utanum hemlaljós og stefnu- ljós. Hudson Italia var 1230 kg með 6 strokka vél og stýrisskiptingu eins og þá tíðkaðist. Þó hestaflatalan væri 114, komst hann ekki nema í 150 ktn hraða. Það hef- ur ugglaust verið nóg, því aksturseiginleik- arnir voru ekki á marga fiska. Hinsvegar væri búbót að eiga einn slíkan núna, því Hudson Italia er verðmætur safngripur. Hann var þó ekki eftirsóttari á sínum tíma en svo, að tvö ár tók að selja þessa tak- mörkuðu framleiðslu og litlu síðar gafst Hudson upp og ti} varð nýr bíll eftir sam- runa við Nash. Eftir 1957 hét afurð verk- smiðjunnar Rambler og muna margir eftir honum hér. Þarmeð var saga Hudson á enda runnin. g. Útblástursrörin út úr afturbrettunum voru aðeins umbúðir utanum Ijós. Nýtt 1954: Dyrnar skornar inn í þakið til að auðvelda mönnum að stíga inn og út. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. ÁGÚST 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.